Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 8
8 MORGUNBIiAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMIBER 1970 bladburðarfoVk t'A - OSKAST í eltirtolin hverii Tjarnargafa — Flókagata neðri Selás — Hraunteigur — Rauðagerði Bergstaðastrœti — Holtsgata TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 Starisstúlhn óskast strax í veitingasal Hótel Tryggvaskála. Upplýsingar í síma 1408. Ung kona á aldrinum 30—33 ára óskast til þess að sjá um heimili fyrir kennara við unglingaskóla úti á landi sem fyrst. Má hafa bartii Tilboð sendist ásamt mynd og öðrum greinargóðum upp- lýsingum fyrir lok nóv. til afgr. Mbl. merkt: „Nauðsyn — 6429", D)r<? 0i •_■_■•_• ■ ■ é ■ ■ ■_■_•_■_■ • ■_■_• NY AFBRAGÐS HRÆRIVÉL • NÝ AFBRAGÐS TÆKNI Mm i Íííffffffl ......... í:':::::Í?S:ÍÍ im • Stiglaus, elektrónisk hraðastilling • Sama afl á öllum hröðum • Sjdlfvirkur tfmarofi • Tvöfalt hringdrif • öflugur 400 W. m$tor • Yfirdlags- öryggi • Hulin rafmagnssnúra*. dregst inrt í vél- ina • Stólskól • Beinar fengingar allra teekja. HAND-hraerivél Fæst með sfandi og skál. Oflug vél með fjölda fækja. STÓR-hrærivél 650 W. Fyrir mðfu- neyti, skip og sfór heimíli. Ballerup VANDAÐAR OG FJÖLHÆFAR HRÆRIVÉLAR Hræra • Þeyta • Hnoða • Hakka • Mófa • Sneiða Rífa • Skilja • Vinda • Pressa • Blanda • Mala Skraela • Bora • Bóna • Bursta • Skerpa ♦ SlMI *44*0 • SlWBSATl 10 • — Hætta á viðskipta- stríði Framhald af bls. 1 notið mikils stuðnings í deild inni, og Nixon forseti er hlynntur vissum ákvæðum þess. Möguleiki er talinn á því, að með málþófi. megi draga málið á langinn, þannig að taka verði frumvarpið til nýrrar meðferðar eftir ára- mót að loknum jólaleyfum þingmanna. Óhjákvæmilegt er talið, að verði frumvarpið að lögum muni Efnahagsbandalag Evr- ópu grípa til hefndarráðstaf- ana. 1 aðalstöðvum bandalags ins í Brussel er sagt, að beð- ið verði eftir úrslitum at- kvæðagreiðslunnar í öldunga deildinni áður en látið verði til skarar skríða, og er vonað að viðvörun um hefndarráð- stafanir hafi áhrif í þá átt að fella frumvarpið eða leiða til þess að breytingar verði gerðar á þvi. Bandatíkin hafa lengi átt í útistöðum við Efna hagsbandalagið vegna tak- markana á útflutningi land- búnaðarafurða aðildarland- anna og skattakerfis banda- lagsins, sem ívilnar útflytj- endum. Ekkert bendir til þess að samkomulag verði um þessi og fleiri ágreiningsatriði, og þannig getur þróunin hæglega leitt til viðskiptastríðs, sem margir hafa varað við. Nú siðast hafa samtök vinnuveit- enda allra EBE-rikjanna, Nor egs, Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar, Sviss, Austurrikis og Bretlands varað við því á fundi í London, að verði frumvarpið að lögum geti svo farið, að þess verði krafizt að rikisstjórnir Vestur-Evrópu ríkjanna gripi til gagnráðstaf- ana gegn bandariskum útflutn ingi. Andstæðingar frumvarpsins segja, að með samþykkt þess verði klukkunni snúið aftur um 35 ár og horfið aftur til úreltrar verndartollastefnu. Stuðningsmenn frumvarpsins, sem tekur gildi 1. janúar ef það verður samþykkt og gild- ir til 1976, halda þvi fram, að það sé nauðsynlegt til þess að setja hömlur á vaxandi ínn flutning á skófatnaði, vefn- aðarvöru og öðrum vöruteg- undum, sem þeir segja að stofni í hættu atvinnu þús- unda Bandarikjamanna og framtíð bamdarísfera stórfyr- irtækja. Andstæðingarnir segja hins vegar, að vefnað- ariðnaðurinn sé ekki nærri eins illa staddur og látið sé í veðri vaka og leggja áherzlu á að forðast verði fráhvarf frá viðskiptafrelsi. Einn ákveðnasti andstæðingur frum varpsins í öldungadeildinni, demókratinn Frank Harris frá Oklahoma, segir að við- skiptafjötrar áranna fyrirsið ari heimsstyrjöldina séu næg sönnun þess, að kvótar bitni á öllum og séu gagnslaus ráð stöfun til þess að vernda bandarískan markað. Frumvarpið mun leiða til þess, að neytendum verður meinað að kaupa ýmsar inn- fluttar vörutegundir og að vöruverð hækkar. Auk þess sem strangar takmarkanir verða settar á innflutning á vefnaðarvöru og skófatnaði verður olíuinnflutningur háð- ur kvótakerfi. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að verði skjót aukning á sölu einhverrar inn fiuttrar vöru eða sala henn- ar nemi 15% af heildarsölunni í Bandaríkjunum, skuli for- setinn setja kvóta eða hækka tolla á vörunni svo framar- lega sem innlend fyrirtæki geti sannað að þau hafi orð- ið fyrir tjóni eða bandaríska tollanefndin leggi til, að grip- ið verði til ráðstafana. Hins vegar getur forsetinn skotið sér undan því að setja höml- ur, ef hann telur að slíkt þjóni ekki „þjóðarhagsmunum”. Tal ið er, að þetta ákvæði geti náð til 125 erlendra vörutegunda, m.a. sjónvarpstækja, sauma- véla og bifreiða. David Kennedy. Takmarkanir á innflutningi vefnaðarvöru var eitt af bar- áttumálum Nixons forseta í forsetakosningunum 1968, og vinsælt í Suðurrikjunum, þar sem hann reyndi að auka fylgi sitt. Forsetinn fól Maurice Stans viðskiptamálaráðherra að semja við Japani um, að þeir féllust „sjálfviljugir" á að takmarka vefnaðarvöru- innflutning, en varð ekkert ágengt. Hann fékk því einn áhrifamesta mann fúlltrúa- deildarinnar, Wilbur Mills, for mann fjármálanefndarinnar, til þess að leggja fram frum- varp um kvóta á innflutta vefnaðarvöru. Fljótlega komu til sögunnar fulltrúar skófram leiðenda og fleiri framleiðslu- hópa og kröfðust sams konar kvóta. 1 öldungadeildinni var tryggður stuðningur formanns fjármálanefndarinnar, Russel Longs, með ákvæði um olíu- 1 kvóta, og hann hét þvi i stað- inn að stuðla að þvi að sam- þykktar yrðu auknar greiðsl- ur til almannatrygginga. Wilbur Mills. Andstæðingar frumvarpsins áttuðu sig ekki strax á mik- , ilvægi málsins og hafa verið seinir að taka við sér. Nixon hefur verið yfirlýstur stuðn- i ingsmaður frjálsrar verzlunar / og hótaði í fyrstu að beita 1 neitunarvaldi, ef ákvæði yrðu um kvóta á fleiri vörutegund- ir en vefnaðarvöru, en síðan hefur hann lítið látið frá sér heyra. Erlendar ríkisstjórnir hafa til þessa þagað um mál- ið af ótta við að vekja reiði þingmanna, og það er nú fyrst sem risið hefur upp fyrir al- vöru andstaða gegn frumvarp inu í Bandáríkjunum og utan þeirra. Hin harða afstaða Efnahagsbandalagsins færir málið á nýtt stig, og ráðherr- ar Nixons viðurkenna, að verði frumvarpið að lögum geti afleiðingin orðið við- skiptastríð. Bandarískir út- flytjendur yrðu fyrir veruleg- um skakkaföllum, ef gripið yrði til refsiaðgerða, og er á það bent að Bandaríkjamenn hafi meiri tekjur af útflutn- ingi en framleiðlsu þeirra vörutegunda, sem stuðnings- menn frumvarpsins vilja vernda. Innflutningshömlurn- ar koma hart niður á almenn- ingi, ekki sízt fátækum neyt- endum, sem kaupa ódýrarinn fluttar vörur. Alvarlegast er, að frumvarpið getur grafið undan árangri þess mikla starfs, sem hefur verið unn- ið frá stríðslokum til þess að stuðla að auknu frelsi í al- þ j óðaviðskiptum. ÓDÝRT ÓDÝRT Kuldahúfur Hattar Slœður Barnatöskur og fl. gjafavörur Allt selzt með 20-507« afslœtti þessa viku HATTA- OG TÖSKUBUÐIN Kirkjuhvoli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.