Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 13. MAl 1972 Ef stjórnin eyðir ekki dýr- tíðinni—étur hún stjórnina Úr ræðu Jóhanns Hafstein, formanns Sjálfstæðisflokksins í eldhúsdagsumræðunum HÖRÐ ádeila á stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum kom fram í ræðu Jóhanns Hafstein, formanns Sjálfstæðisflokksins í eldhús- dagsumræðunum í gærkvöldi. f upphafi máls síns minnti Jóhann Hafstein á, að ríkis- stjórnin hefði tekið við góðu búi í efnahagsmálum og for- sætisráðherra sjálfur viður- kennt það á Alþingi, en síðan hefði sigið mjög á ógæfuhlið- ina. Formaður Sjálfstæðisflokks ins vakti athygli á hinni óskaplegu fjárvöntun ríkis- stjórnarinnar, sem léti greip- ar sópa um fjármagn lands- manna, hann gerði að umtals- efni öngþveitið í skattamál- um, vísitölufölsunina og verð- bólguna. Hér fer á eftir megin efni ræðu Jóhanns Hafstein: Tók við traustu búi Forsætisráðherra var að þvi spurður á Alþingi 15. nóvember sl. hvort ríkisstjórnin hefði kynnt sér, hvort atvinnuvegirnir og þjóðarbúið gætu staðið undir því, að veita launþegum 20% c kaupmáttaraukningu, lengingu orlofs og styttingu vinnuvikunn ar. Forsætisráðherra svaraði þvi skýrt og afdráttarlaust. Svar forsætisráðherra var þann ig: „Að sjálfsögðu var ríkis- stjórnin búin að kynna sér þau gögn, sem lágu fyrir og þær upplýsingar, sem hún fékk í hendur frá ýmsum aðil um, áður en hún gaf sína yfir lýsingu út. Þetta var hennar mat þá á þeim gögnum, sem fyrir lágu, að þannig væri hægt að standa að málum, að þvi markmiði, sem þar var sett fram, yrði náð“. En hvar stöndum við nú? Öryggismál í ólestri Fyrst er e.t.v. rétt að huga að innviðum stjórnarsamstarfsins. Varðandi utanríkismál, segir í stjórnarsáttmálanum, að stjórn arfiokkarnir hafi komið sér sam an um, að ágreiningur sé milli þeirra um afstöðuna til aðildar Islands að Atlantshafsbandalag- inu. Þetta var þá upphafið og hvers mátti síðan vænta? Þegar um jafn mikilvægt mál var að ræða, hefði reyndar mátt ætla, að með slíkri yfirlýsingu væri sagt, að grundvöllur stjómarsam • starfs væri alls ekki fyrir hendi. Er það sennilegá algjört eins- dæmi i hinum vestræna heimi, og enda þótt skyggnzt væri aust ur fyrir járntjald, að ríkisstjóm sé saman sett á ágreiningi um sjálf varnarmál landsins. En hér var talið til mikils að vinna. For maður Framsóknarflokksins mjmdaði ríkisstjórnina og það eitt að komast í ríkisstjórn var látið sitja fyrir öðru. Kommún- istar voru leiddir til hásætis í öllum meginmálum, nema utan rikismálum, en þar hefir kennt margra grasa, enda yfirlýstur ágreiningur frá upphafi. Til þess að samrýmast yfirlýstum ágreiningi hefir utanrikisráðherr ann þurft að gefa hverja yfirlýs iniguna af annarri, annaðhvort með eða á móti því, sem komm- únistar hafa viljað og þeir síðan hnykkt á sitt á hvað og fá menn tæpast tölu komið á þá mörgu snúninga. Þjóðin fékk augum að líta riddaralið það, sem Fram- sókn valdi sér til brautargengis i sjónvarpsþætti á liðnum vetri og enn fagnaði þetta sama lið höfðingjum sinum að Árna- garði ekki alls fyrir löngu. Mann valið er mikilfenglegt. Einu sinni slettist upp á vináttuna, um sjálfa páskahelgina, en þá klofn- aði hin virðulega ríkisstjórn um lengingu flugbrautar á Keflavik urflugvelli. Við þann þverbrest var svo látið sitja og yfirlýst i blöðum stjórnarliðsins, að vinátt an innan stjórnarherbúðanna hefði aldrei verið innilegri og betri en eftir klofninginn. Allt er framferði rikisstjórnar innar í utanríkismálum þjóðar- innar og öryggismálum slík háð ung, að engu tali tekur. Ég hygg einnig, að æ fleiri séu þeirrar skoðunar í dag, að ríkisstjórnin muni sjá að sér áð- ur en lýkur og væri þá betur komið okkar málum. Eining og frumkvæði í landhelgismáli Um landhelgismálið náðist ein róma samstaða á Alþingi, en rík isstjórninni og hennar liði er ekki sérlega fyrir að þakka. Eft- ir að fórnað hafði verið eða felldar tillögur beggja stjórnar- andstöðuflokkanna um land- grunnsstefnuna létu þeir gott heita að fylgja rikisstjórninni um minni kröfur en fólust í þá- gildandi ályktun Alþingis frá 7. apríi x fyrra. til þess að fyrir lægi einróma samstaða út á við. Það er krafa þjóðarinnar í dag að landhelgismálinu sé stýrt far sællega í höfn með samkomulagi til bráðabirgða við aðrar þjóðir, gagnkvæmum skilningi, en sig- urvilja. Telja mætti næsta eðlilegt að hafa um jákvæð úrlausnarefni þessa vandamáls, sem þó stefnir ótvirætt að sigri okkar, samráð við fulltrúa sjómanna og útgerð armanna og yfirleitt að skapa í sérhverjum aðgerðum okkar sem mesta breidd og samstöðu eins og þessu lífshagsmunamáli ís- lenzku þjóðarinnar bezt sæmir. Við sjálfstæðismenn höfum flutt á þessu þingi frumvörp og þingsályktunartillögur til þess að styrkja stöðu okkar í land- helgismálinu, bæði varðandi landgrunnið, landhelgismörkin, byggingu varðskips og áætlunar- gerð um eflingu landhelgisgsezl- únnar í framtíðinni samfara stór" auknum framlögum til Landhelg issjóðs íslands. Vissulega hefðum við mátt vænta jákvæðrar afstöðu stjórn arliðsins til slikra mála, enda þá fyrst samræmi í einingu þing- flokka í þessu máli og fram- vindu þess, en slík mál liggja óbætt hjá garði enn í þxngnefnd 1 um. Óskapleg f járvöntun Rikisstjórnin leggur nú fram í þinglokin framkvæmda- og fjár öflunaráætlun, sem lýsir fjár- öflun til opinberra framkvæmda og fjárfestingarsjóða samtals upp á meira en 2000 milljónir. Þetta gerðist í einu mesta góðæri sem við höfum notið. Spariskírteini með verðtrýgg- ingu ætlar ríkisstjómin að selja fyrir 500 milljónir króna. 200 milljónir kr. spariskírteinalán voru seld fyrir áramót. Ný verð bréfaútgáfa af þessu tagi hefir numið um 75 milljónum króna síðustu ár. Hér við bætist um 100 millj. króna happdrættislán til vegagerðar yfir Skeiðarársand og loks eru 300 milljónir króna af eldri spariskírteinum, sem á að endurlána. Alvarleg áhrif Hvaða áhrif halda menn að slík ráðsmennska hafi á getu banka og sparisjóða til þess að sinna rekstrarlánaþörf atvinnu- veganna? Vissulega verða þessar fjárfúlgur teknar úr bönkum og sparisjóðum, nær allar. Þar á ofan bætist víxilsláttur ríkissjóðs hjá bönkum, sem ráðgerður er, að nema kunni um hundruðum milljóna, en slíkt er eitt af nýj- ustu „bjargráðunum". Hér er ekki staðar numið. Þessu til við bótar á að taka erlend lán, sem sagt er, að muni nema um 700 milljónum króna. Erlend lán ve'gna framkvæmdaáætlunar í fyrra námu aðeins 80 millj. kr. Með þessum hætti er þvinguð fram tilfærsla fjármagns frá fyr irtækjum og einstaklingum til hins opinbera og fjárfúlgurnar notaðar til þess að yfirbjóða vinnuaflið og kynda undir verð- bólgunni. Að visu má segja, að fram- kvæmdir, sem til er vitnað í fraunkvæmdaáætluninni að afla fjár til, séu út af fyrir sig góðra gjalda verðar. En — hvert stefnir? Er visvitandi verið náeð öllum ráðum að auka þensluna af hálfu hins opinbera. 1 skýrslu ríkisstjórnarinnar segir svo: „niá fastlega gera ráð fyrir, að allt þanþol sé á þrotum". Fölsk kaup- máttaraukning Gert er ráð fyrir í skýrslu rík isistjómarinnar, að þjóðartekjur muni tæpast vaxa á þessu ári nema um 5—6%. Samt er gert ráð fyrir því, að „kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna verði í heild nálega 5% meiri en á síðasta ári“. Þessir útreikn ingar um kaupmáttaraukningu þarfnast alvarlegrar endurskoð- unar og liggur reyndar i augum uppi að þeir geta ekki stuðzt við annað en ráðagerðir um, að þjóð in eigi að lifa á slætti með við skiptahalla við útlönd, sem nema muni þúsundum mliljóna króna. Þannig á að skrifa ávísun á framtíðina, auk þess sem vísi- tölufölsunin er ekki talin með í dæminiu og stytting vinnutima rangmetin til kjarabóta sem j|.aupmáttarauknmg. Á slikri kaup máttaraukningu skyldu launþeg- ar alvarlega vara sig. Alvarlegum áhyggjum hlýtur að valda, að gjaldeyrisvarasjóð- urinn gangi til þurrðar, enda minnkað um 1000 milljónir kr. frá áramótum, þegar eríendar lántökur eru frá taldar. Undan- farin ár, 1969 og 1970, var við- Skiptajöfnuðurinn við útlönd hag stæður, sem m.a. leiddi til hins mikla hagvaxtar síðustu ára, t.d. í iðnaði allt að 15%. Skattamál í öngþveiti Sé litið yfir þinghaldið í heild verður ekki aninað sagt, en að mörg meiri háttar mál hafi ver- ið mjög flausturslega undirbúin. Og hvað eftir annað hefir orðið ljós verulegur ágreiningur inn- an stjórnarliðsins. Virðist það stundum stafa af því að einum stjórnarflokki er tæpast ljóst, hvað annar hefst að í málatilbún aði. Þetta varð m.a. mjög bert varð andi skattamálin. Mjög stirð- lega gekk að afgreiða þau. Víða kom í ljós að alvarlega er hall að á vissa aðila svo sem t.d. aldraða fólkið og einstæðar mæð ur, sem tæplega virtist mega gera ráð fyrir, að raunverulega vekti fyrir stjórnarliðinu. Ungt fólk, sem hefir í því staðið að koma sér upp húsnæði með ærn- um tilkostnaði og þá jafrtan mik illi skuldasötfnun fær ekki vexti af lánum reiknaða til frádráttar þegar útsvar er lagt á. Sérstakur frádráttur aldraðra, sem heim- ilaður var í lögum í fyrra, er nú afnumim, og veldur það eldra fólki þungum byrðum, samfara þyngingu fasteignaskatta hjá þeim, sem eignazt hafa húsnæði á lífsleiðinni. Sýnt hefir verið fram á að skattar ekkju, sem fær ellilaun og 50% makabætur geta í lægri launaflokkum hækk að um meira en 100%. Felld var tillaga sjálfstæðismanna um að heimila sveitarstjómum að veita allt að 50% frádratt frá tekjum giftra kvenna, áður en útsvar er á þær lagt. Reynslan mun stað- festa það, sem við sjálfstæðis- menn sögðum frá öndverðu, að hin nýju skattalög mundu yfir- leitt íþyngja öllum þorra fólks með miðlungstekjur. Stefna sjálf- stæðismanna Of langt mál er nú að rekja hinar miklu deilur um skatta- málin á liðnum vetri. I næsta mánuði kemur skattskráin út og þá er líka komið að skulda- dögunum. Á hitt vil ég benda að þing- menn Sjálfstæðisflokksins mót- uðu mjög ákveðna stefnu í skattamálunum í nefndarálitum sínum við afgreiðslu málanna. 1 stytztu máli er hún þessi: 1. Skattheimtan má aldrei ganga það langt, að hún lami fram- tak einstaklinga og félaga. 2. Það ber að stefna að þvi að skattleggja eyðsluna en örva eignamyndun. 3. Einstaklingnum verður að tryggja eðlilegan ráðstöfunar rétt yfir tekjum sínum í hverju skattþrepi og samanlagðir skattar í hæstu skattþrepun- um ekki yfir 50% þ.e. af síð ustu tekjuöflun. 4. Verkaskipting sveitarféilaga og ríkis miðist við aukið sjálfsforræði sveitarfélaganna og tekjuöflunarmöguleikar þeirra í samræmi þar við. Vísitölufals Á þinginu var gerð breyting á almannatryggingalögunum. Að vissu leyti var hér um að ræða framhald á heildarendur- skoðun laganna á Alþingi í fyrra. En tryggingabætur voru enn hækkaðar, og var ekki um það ágreiningur í þinginu. Á- greiningur var ekki heldur um að hverfa fra innheimtu per- sónuskatta eða nefslkatta I forml almannatryggingagjalds og ið- gjalds sjúkrasamlaiga. En hér féll ríkisstjómin á prófinu. Stöð ugt var talað um, að þessi gjöld væru „niður felld“. Svo er ekki. Þau eru innheimt í gegnum tekju skattakerfið. Þessi gjöld höfðu áhrif á vísitöluútreikning, fram færsluvisitölu og kaupgjaldsVLsi tölú. Fjármálaráðherra sagði í upphafi, að vlsitalan mundi lækka um ca. 4% af þessum sök- um og þá væri ákveðið að lækka niðurgreiðslur á landbúnaðarvör um, sem hækkaði verðlag þeirra eins og allir vita. Svo eiga menn eftir að greiða hiina fyrri nef- skatta í tekj uskattsinnheimt- unni, en hún verkar ékki á vísi- Framhald á bls. 21 .Jóhainn Hafsfcein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.