Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1972 21 Ræða Jóhanns Franihald af bls. 8. töluna. Þannig er í stórum drátt um hið margumtalaða vísitölu- fals hæstvirtrar ríkisstjórnar, sem vissulega átti að fela og leyna eins og mann.smorði. Rétt er það að þeim allra launalægstu er hagur í þvi að hverfa frá þessum nefsköttum, en það kem ur hins vegar ekki til góða hjá þeim, sem komnir eru yfir visst tekjumark og eldra fólki, yfir 67 ára aldur, en hjá því hafa þessir nefskattar ekki verið inn heimtir. Dregið var að leyfa ýmsar verðhækkanir, svo að þær gætu ebki verkað til hækkunar á kaupgjaldsvisitöluna fyrr en við útreikning hennar þann 1. júní. Þar i liggur einnig álitlegur bið- reikningur launþega. Miðstjórnar- vald og ríkisafskipti 1 löggjöf og frumvarpaflutn- ingi og tillögugerð gætir mjög ríikrar tilhneigingar til vax- andi miðstjórnarvalds. Fyrsta dæmi þess er báknið nýja, Fram kvæmdastofnun rikisins, með sín um pólitísku „kommisörum". — Valdbeitingarmöguleikum þessar ar opinberu stofnunar eru lítil takmörk sett varðandi yfirráð og stjórnun f járfestingarsjóða og áætlunargerð um opinberar fram kvæmdir. Sams konar tilhneig- ingar gætir í frumvarpi og til- lögugerð um heilbrigðisþjónustu landsmanna og rafvæðingará- áform og einstökum frumvörp- um um nýjar stofnanir með opin berri stýringu. Að visu leynir sér ekki löngun til þess að hylja þessi áform með lýðræðis hjali og tali um nauösyn aukins sjálfræðis landshluta en það endar jafnan í því, sem stendur huganum næst, þ.e. einni allsherj arstjórn, yfirstjórn miðstjórnar valdsins. Jafn þokukennd hug- tök eins og ríkisstjórn „vinnandi stétta" eða „vinnandi fólks“ eiga að gefa eitthvað til kynna um aukið lýðræði eða valddreifingu, þegar hið gagnstæða býr að baki. V erölagsþróun hjá ráðþrota ríkisstjórn 1 stjórnarsáttmálanum segir, að ríkisstjórnin muni leggja ríka áherzlu á, að takast megi að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem átt hafi sér stað i efnahagsmálum undafarin ár. Hún muni leitast við að tryggja, að hækkun verðlags hér á landi verði ekki meiri en í helztu nágranna- og viðskipta- löndum. Til þess að ná þessu marki, segir í stjórnarsáttmálan um, að rikisstjórnin vilji hafa samráð við samtök launafólks og atvinnuveitenda um ráðstafanir í efnahagsmálum. Hver kannast við ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum til þess að stuðla að stöðugu verðlagi? — Einn þingmaður stjórnarliðsins er sagður hafa sagt þessa dag- ana: Ef stjórnin ebki eyðir dýr tíðinni þá étur dýrtíðin stjórnina. í hinu merka riti „The Econo mist“ þann 29. apríl sl. er sýndur samanburður á verðbólguþróun í ýmsum viðskiptaiöndum okkar og þar á meðal íslandi frá 1967 til 1971. Áföllin í efnahagsmál- um íslands árin 1967 og 1968 leiða til þess að verðbólgan vex meira en í nágrannalöndunum Síðan fer Island niður á við og á árinu 1971 er Island i saman- burði við önnur lönd komið nið- ur fyrir Holland, Sviþjóð og Bretíand, jafnt Danmörku, Nor- egi, Finnlandi og Sviss. En hvern ig horfir nú? Það er augljóst mál að við rjúkum upp úr öllu valdi, þegar á þessu ári, þrátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnar- sáttmálanum. Þá berast böndin að atvinnu vegunum. Rísa þeir undir þung anum? Ef þeir gera það ekki þarf ekki um kjarabætur al- mennings að spyrja. Jákvæð stjórn- arandstaða 1 upphafi þings gerði ég grein fyrir stjórnarandstöðu Sjálfstæð isflokksinis. Ég lagði áherzlu á þá staðreynd, að hún væri í eðli sínu jákvæð þar sem hún mótað ist öðru fremur af andspyrnu gegn þeim sosialisma, sem boð aður væri i stjórnarsáttmála rík isstjórnarinnar og lýsti sér í stórlega auknum rikisafskiptum og vaxandi miðstjórnarvaldi. — Þetta er svo af stjórnarflobkun- um kallað þvi fallega nafni „fé lagshyggja". Þeir telja sig allir vera svo góða, að þeir séu fyrst og fremst að hugsa um aðra en ekki sjálfa sig. Samfélagið en ekki einstaklingana. Ég endurtek nú að við sjálf- stæðismenn erum algjörlega and snúnir þessari væmni sosialism- ans sem og ótuktareðli kommún- ismans, som er eitt afsprengið. Við vitum að hann felur í sér sí aukin yfirráð þeirra, sem um stjórnvölinn halda og að hin sos ialiska yfirstétt skarar eld að sinni köku, ekki á grundvelli verðleika einstaklinganna, held- ur vaidsins, ríkisvaldsins, en i skjóli þess er skákað. Við sjáilfstæðismenn viljum, að í þjóðfélagi oklkar bjóðisit ung- um framtaksmönnum betri kjör til framtaks og gróða. Ég segi hiklaust gróða og aftur gróða. I mínum huga er það ekki skömm, heldur heiður að geta stjórnað at vinnurekstri, þjónustustarfsemi og hvers konar framtaki með hagnaði og góðum afrakstri. Við sjálfstæðismenn höfum ætíð vilj að og höfum sýnt, þar sem við ráðum, eins og í Reykjavík, að við samrýmum einkaframtaks- hugmyndina ríkri félagshyggju til samhjálpar í anda bróður- hyggju okkar litla samfélags. Góðir hlustendur. Ég kveð nú með þessum orðum: Við Islend- ingar þurfum og viljum frelsi og framtak okkar fáu einstaklinga örsmárrar þjóðar. Við óskum ekki eftir framkvæmdastofnun- um rikisins — með frumkvæði þeirra til aðgerða og útdeilingar fjármagns og annarra lifsgæða, t.d. leyfa til að kaupa bíl, leyfa til að kaupa ísskáp eða þvotta- vél, leyfa til að byggja, reka at vinnu á einn eða annan hátt, lifa og starfa. Við viljum vera frjálsir, en jafnframt virða, skilja og hjálpa hverjir öðrum. — Óhæfuverk Eramhald af bls. 17. ríska utanríkisráðherrann í því að komast leiðar sinnar. Flestir munu telja, að forsœt is- og utanrikisráðherra hafi haft gildar ástæður til þess að ætla að skrilslæti og dóna- skapur i garð erlendra gesta væri ekki viðhafður að þessu sinni. Það er kunnugt, að sá hópur manna, sem varnaði ís lenzka utanríkisráðherranum og gestum hants inngöngiu í Árnagarð fa.gnaði myndun svokailaðrar vinstri stjórnar á sl. ári. Það kom utanríkisráð herra Einari Ágústssyni alger lieiga á óvart að hópur manma úr stuðningsliði ríkisstjórnar- innar skyldi haga sér á þann veg, sem raun bar vitni, gegn þeim ráðherrum, sem þeir styðja til valda. Morðingjar fá ekki inn- gör.igu hér, sögðu þeir, sem vörniuðu Einari Á.gústs- syni utanríkisráðherra og gestuim hans inmgöngu í Árnagairð. Engu breytti það, þótt utar.ríkisráðherra neit- aði því, að Rogers væri morðinigi. Hér var um dæmalausan dónaskap að ræða, sern hvergi annars stað ar hefði getað gerzt í menning arríki. — Utanríkisráðherra liandsins er neitað um inn- göngu i Handritastoínunina, ásamt gestum frá vimveittu ríki. En meira stóð til að gera en að móðga utainiríkisráð- herra íslands og gesti hams við Árnagarð. Forsteti íslands átti einnig að fá skapraun af þvi, að haía fuilllnægt embætt isskyldum, með þvi að sýna fiulltrúa vinveittrar þjóðar vott vinsemdar og gestrisni. Ef gamli vegurinn frá Áifta- nesi til Hafnarfjarðar hefði ekki verið fær er Mkiegt að komið hefði til átaka, þegar gestirnir fóru frá Bes.sastöð- um. Hópur manna, að mestu þeir sömu, sem voru i Árna- garði, ætliuðu að hindra giesti forseta íslands í því að komast le'ðar sinnar, m.a. með þvi að vinna skemmdar- verk á bifreiðum. Alt bjarg- aðist friðsamlega, með þvi að vikið var af alfaraleið og krækt fram hjáþeim, sem ætl uðu að vinna skemmdarverk og hafa móðgainir í firammi við gesti forsetans. Likliegt er að dómsmálaráðherranm og lög- reglust j órinn muni hafa í minnum eftirleiðis, að í iand inu er hópur marrna, sem er tii þess búiinn að vinna óhæfu verk, sem geta orðið landi og þjóð til tjóns. Framkoma þess ara manna á ekkert skylt við friðsamleg mótmæli, sem bor in eru fram með eðlilegium hætti. Það verður að ætla, að fyrir því verði séð að nokkuð líkt því, sem gerðist við Árnagarð og aðgerðir þær sem stofnað var til á Álftanesvegimum geti ekki komið fyrir aftur. Baindaríski utanríkisráðherr ann var ánægður með viötök urnar hér, þótt hann harmaði það, að hafa ekki fengið að sjá handritin. íslendinigar binda miklar vonir við vinsam legar yfirlýsingar og loforð ráðherrans um stuðning Bandarikjanna við hagsmuna- mál íslendinga, sem brýn nauðsyn ber til að fá sem fyrst farsæla lausn á. — Læknadeilan Franihald af bls. 14, Auk ofangreindra krafna hafa læknar krafizt stóraukinna rétt- inda til að vera fjarverandi á launum. í veikindum. Eihs og stendur hafa læknar rétt til allt að tveggja vikna leyfis á laun- um á ári í veikindum af sama sjúkdómi. Nú er krafizt allt að 180 daga leyfis á hverjum 12 mánuðum. Útgjöld vegna þessar- ar kröfu hafa ekki verið áætluð til launa en ættu að sjálfsögðu að koma til hækkunar kröfum lcCkTlB. • „IIÓFLEGT VINNUÁLAG“ 1 yfirlýsingu stjórnar L.R. eru ráðherra tileinkuð þau sjón- armið, að 75 klst. vinnuvika sé „hóflegt vinnuálag". 1 þessum skrifum er fólgin gróf tilraun til blekkingar. Þegar ráðherra ræddi hóflegt vinnuálag í lok yf- irlýsingar sinnar, ræddi hann ein- göngu um sérfræðinga og aðstoð- arlækna. Þeir hafa fengið greidd- ar að meðaltali 12 stundir i yfir- vinnu á mánuði í rannsóknastof- um, 19—22 stundir á handlækn- ingadeildum og tíðast 33—44 stundir á mánuði á öðrum deild- um. Að mati ráðherra er þetta hófiegt vinnuálag með 42 stunda vinnuviku, sem verið hefur í dag- vinnu. Tölurnar, sem stjóm L.R. not- ar máli sínu til framdráttar, er hins vegar yfirvinnutimi kandi- data, sem lengst af hefur verið óhóflegur, jafnt að dómi ráðu- neytisins sem lækna. Tilboð rík- isins ætlar kandidötum í sam- ræmi við það verulega meiri hækkun en sérfræðingum og að- stoðarlæknum. 1 yfirlýsingu stjórnar L.R. er bent á ráðningu viðbótarlækna sem leið til að minnka yfirvinnu þeirra, sem fyrir eru. Svo aug- ljóst sem það er, vill ráðuneytið taka fram af þessu tilefni, að laun nýrra lækna eru algerlega jafn áþreifanlegur kostnaður við rekstur spítalanna og yfirvinnu- greiðslur, þótt þau gætu e.t.v. orðið nokkru lægri. Hins vegar mundu slíkar ráðningar auka á vandræði við að fá lækna til að sinna öðrum greinum læknis- þjónustu. Ráðuneytið telur, að áður- nefnd yfirlýsing ráðherra, yfir- lýsing stjómar Læknafélags Reykjavikur og þær skýringar, sem hér að framan eru raktar, hljóti að leiða almenningi fyrir sjónir, að kröfugerð sjúkrahúsa- lækna í þessum samningum, jafn vel eftir þær tilslakanir, sem boðnar hafa verið og ráðuneytið hefur ekki talið rétt að skýra frá, sé langt ofan þeirra marka, sem verjandi er af rikisins hálfu að semja um. Vill ráðuneytið ítreka áskorun fjármálaráðherra til lækna, sem hér eiga í hlut, að ráða nú ráðum sinum að nýju og skoða tilboð rikisins í ljósi þeirra kjara, sem þetta samfélag telst geta boðið öðrum þegnum sínum.“ — Alþingi Framhald af bls. 14. líta á afgreiðs’.u þess nú sem áfanga en eííiti endanlegt ma'rk, þar sem lög sem þessi þyrftu að vera í sífelldri endurskoðun. Gunnar Gíslason (S) lýsti yf- ir stiuðnin'gi við frumvarpið og tók undir það með Eilert B. Sohram, að með samþy'kki þess væri Alþingi í raun og veru að iýsa andstyggð sinni á því þræla haldi, sem viðgangist i hiinum koimimúníska he’mi yfii' skáldum og rithöfundum. Svava Jakobsdóttir (Abl.) saigði það undarlegar uimræður ef það ætti að draga Marx inn í umræður urn höfundarlög. Saigði hún síðan, að þau vaeru fluitt tál þess að tryggja verka- mönnum fjárhagslegan arð af vinnu sinni, sem væri í sam- ræmi v:ð kennirgar Marx. Vitn- aði hún siðan í lögfræðíng Rit- höfundasambandsins, e>r te'.di, að gömliu höfundarlögin hefðu tryggt höfundarlögin betur en af væri látið. Ávdnningur rit- höfunda væri þvi liiti’H af frum- viarp'nu, en hins vegar skipiti það verulegu máli fyrir lisitflytjiend- ut. Hún taldi það alvarlegan á- galla í frumvarpinu, að rithöf- undar mætitu ekki meina útvarp- inu flutining verka sinna, ef ekki semdist um höfundargreiðsliur til þeirra. Ellert B. Schrani (S) benti Svövu Jakobsdóttur á, a'ð viður- kenning á eign.arrétti hug- og listavenka væri i eðli símu sama eðiis og viðurkenn'in'g eigrvamétt arins á öðrum sviðu'm. Hann sagðist ekki geta fallizt á þá skoðun að þetta frumvarp væri kallað civerulegur áfangi, en und irs'trikaði um leið, að það væri aðeins áfangi að þvi marki, að fiuilur eignarréttiur femgist. - . .. DflGIECn - Umhverfi manns Franiliald af bls. 17. varla önnur verk en þau, sem nátt- úran sjálf gerði, ef hún ætti kost á því. Og því skyldi ekki mega og eiga að flytja inn t. d. sibiriskt lerki til nytja fyrir landsmenn og einkum þá, sem búa í dreifbýlinu? Lerkið vex 7 sinnum hraðar en íslenzka birkið og gefur af sér góðan við á hrefileg- um tírna. Til hvers erum við að rækta er- lendar grastegundir í túnum ok'kar, nema af þvi, að það gefur meiri uppskeru ein gömlu innlendu túngrös- in. Og hvers vegna ræktum við kart- öflur í stað þess að fara á grasa- fjall? Svona mætti lengi spyrja. Kjarni málsins er, að maðurinn er sjálfur brot af náttúrunni og hann þarf að lifa eins og aðrar lifandi ver ur. Þetta getur hann ekki, nema með því að hlýða lögmálum náttúrunnar, eyðileggja ekki þann lífheim, sem er undirstaðan að lífi hans. En maður- inn getur á stundum bætt þennan lífheim með skynsamiegum aðgerð- um, og þar með skapað sér betri kjör og betra umhverfi. Sumordvöl í Reykjudnl Sumardvalarheimili styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tekur til starfa 9. júní. Skriflegar umsóknir um dvöl barna sendist skrifstofu félagsins Háaleitisbraut 13. Stjórnin. Crindavík Til sölu fallegt endaraðhús við Heiðarhraun í Grindavík. Húsið selst fokhelt og afhendist í lok júní. Stærð hússins er 136 fm, eldhús, bað, 4 svefnherb., stofa og skáli. Góð verönd móti sól. Teikning eftir Kjartan Sveinsson. FASTEIGNASALA VILHJÁLM og GUÐFINNS, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Sími 1263—2890.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.