Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1972 - Barizt í An Loc Framhald af bls. 1 marga kílómetra af teinum þa-rm ig að viðgerð yrði erfið og tæki langan tima. FÓLK FLUTT FRÁ HANOI Kanadiskur fuiltrúi Alþjóða- ef tirlitsnefnd arinn ar í Hanoi, upplýsti í dag að verið væri að flytja íbúa borgariwnar á brott í stórum stíl, og hefðu þeir flut.n- ingar staðið síðan isnmrásiin var gerð í Suður-Vietnam. Hann sagði að starfsmömnum ýmissa erlemdra stofnana hafi verið sagt að vera tilbúnir til brottflutn- ings. Kanadiski fulltrúinn sagði að bandariskar flugvélar hefðu gert þrjár árásir á skotmörk i grennd við Hanoi síðam 30 marz, en ekk- — Álverið Framh. af bls. 32 gær sagði Raignar Halldórsson, forstjóri íslenzka álfélagsins, að á aðalfundi fyrirtækisins hefði verið ákveðið að taka að nýju í notkum kerin, sem tekin voru úr sambandi, þegar samdráttur var hvað mestur á álmarkaðin- um, en hins vegar hefði enginn ákvörðun verið tekin um það hvenær taka skyidi seinni ker- skálann í notkun. Um ástand og horfur a’.mennt kvað Ragnar það hafa komið fram á fundinum, að álverksmiðjur hefðu yfirieitt þuift að draga mikið úr fram- leiðsliugetu á sl. ári, og nú væri komið á meira jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Enn- fremur kom fram, að á sl. ári varð 11% söluiaukniing á áli í Bandaríkjunum meðan hún minnkaði um 3% á Evrópumark- aði, en árið áður hefði salan minnkað um 6% á Bandarikja- markaði meðan hún óx uim 5% á Evrópumarkaði. ert benti til að árásir hefðu verið gerðar á svæði í miðborginni. HÓFSAMLEG MÓTMÆLI FRÁ SOVÉT Sovézka stjórnin fordæmdi í gær opinberlega aðgerðir Banda- ríkjastjómar og krafðist þess að hætt yrði loftárásum á Norður- Vietniam og að hafnibanndnu yrði aflétt. Orðalagið var þó mun mdld ara en í flestum fyrri yfiriýsiirag- um stjórnarinnar um stríðið í Indó-Kina og engir eldhedtir leið- arar hafa verið skrifaðiir, yfirlýs- tog stjómarinnar birt athuga- semdalaust. í dag hefur svo lítið verið fjall- að um þetta mál í sovézkum blöð um, aðeins sagt frá þvi á inn- síðum og þá í fréttaformi, án athugasemda. Ekkert blað hefur miranzt á heimsókn Nixons for- seta í þessu sambandi, en hann á að koma til Moskvu 22. þessa mánaðar. - Sjóslys Framhald af bls. 1 ur mjög dregið úr þeim vonum, þar sem skipið er nánast gló- andi af hita og talið með ólíkind um að einhverjir geti verið á lífi neðan þilja. Slökkvistarf hefur gengið mjög erfiðlega og í kvöld loguðu enn eldar á ýmsum stöð um í skipinu. Ákveðið hefur verið að sér- stök rannsóknarnefnd frá Bret- landi leggi af stað til Uruguay á morgun, laugardag til að kanna orsakir árekstursins. Líberíska skipið, sem skemmd ist mjög mikið í brunanum reyndi að sigla til hafnar i Bu enos Aires, en strandaði í kvöld við innsiglinguna og hefur lok- að fyrir alla umferð skipa til og frá borginni. Trjdplöntur og runnnr í garða- og sumarbústaðalönd í miklu úrvali. Birki 100—125 cm á kr. 125,— 70—100 — 100,— __ 50—75 — 60,— — limgerði 35,— ísl. reynir 125—150 — 150,— 100—125 — 125,— 75—100 — 100,— 100—125 — 150,— 75—100 — 100,— Álmur 75—100 — 100,— — limgerði 75,— Alasköp 100—150 — 100—150,— 75—100 — 75,— Hlynur 75—100 — 100,— Gráreynir 100—150 — 150,— 75—100 — 100,— Silfurreynir 75—100 — 150,— Viðja 100 — 50,— — limgerði 25,— — 35,— Grávíðir — 35,— Gulvíðir — 35,— Brekkuvíðir — 35,— Sitkagreni 50—100 — 300—1000,— Bergfura 30—50 — 100— 500,— Fjallafura 30 — 100— 300,— — 20 — 100— 200,— 30—100 — 300—1000,— Alaskavíðir limgerði 35,— Ribs berjarunni 75,— Sólber — 75,— Runnamura runni 60,— Dvergmispill — 60,— Sækróna — 75,— Reyniblaðka — 60,— Disarunnl — 75,— Blátopnar oq rauðtoppar — 75,— Birkikvistur — 75,— Döggliqnskvistur — 75,— Heggur — 75—150,— Alparibs — 60,— Sib. baunatré — 75—150,— Olfareynir — 75—250,— Garðabvrnir — 75,— Raðblaðarós — 75,— Gullregn 75—150,— SKÓGRÆKTARFELAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbletti 1, sími 40313. Útfærsla landhelginn- ar kemur ekki á óvart — skrifar brezkur skipstjóri, JOHN BURNS — Hvað gerist við ísland, er fiskiskipin annars staðar frá flykkjast þangað? — SVO virðist som niest muni mseða á tslandi vegna auk- inna fiskveiða í Norðurliöfnni í nánnstu framtíð. I*að er ekki að nndra, þó að ísland hafi ákveðið að færa út fisk- veiðitakmörk sín. I>að er a-nð- velt að sjá, hvað gerist við Island, ef öll veiðiskipin, sem hjálpazt hafa að við að hreinsa upp önnur svæði, flykkjast á miðin þar. I>etta kenmr fram í grein eftir brezkan skipstjóra. John Burns, sem er vel kiinnnr ts- landsmiðum. Nefnist skip hans Criscilia. Birtist gi-einin fyrir skemmstn í tímariti fyr- ir Efnaliagshandalag Evrópu um fiskveiðar. — Lítum á ísland, skrifar Burns skipstjóri. — Fislkiveið- ar hafa ekki beinzt um of frá Isiandi að uradaniförnu. Þær hafa beinzt frá Nýfundnalandi og Hviitahafinu, þar sem þær hafa minnkað stórlega. Og John Bums, skipstjóri. það er engin furða vegna hinnar auknu ágenigni frysti- togara og verksmiðjuskipa. Það er einfaldlega ekki hægt að halda áifram að veiða þrjú til fjögur hundiruð körfur í einu af þorski og búast við því að finina sarna magn þar árið eftir. Fyrir ári heyrði það til undantekninga, að frystitog- arannir okkar veiddu við Is- land. Nú eru þeir orðnir þar býsna algengir. Fyrir sikömmu var þar miikill fjöldi þeirra. Og hvað ætli líði laragur ttimi, unz Portúgalar, Frakkar og Þjóóverjar veiða al'iir við ís- land líka. Að maður mdranist ekki á Pólverja, Rúasa og alla hina. Svo virðist sem mest m'uni mæða á íslandi vegna auk- inna fiskveiða í Norðu.rhöf- um í nánustu framtíð, nema ástandið breytist til hins bettra á öðrum svæðium. Það er því ekki að undra, þó að ísland hafi ákveðið að færa út fiskveiðita'kimö.rk sín. Það er auðve’.it að sjá, hivað ger- ist við ís’.and, ef öll veiðiskip- in, sem hjálpazt hafa að við að hreinsa upp önnur svæði, flykkjas't þara'gað. IRA-menn í fangelsi Belfast, 12. maí. NTB—AP. P-’ÓRIR félagar í frska lýðveld- ishernmn voru í dag dænidir í fjögurra ára fangelsi hver fyrir að liafa ráðizt á barnshafandi konu fyrir nokkru, atað hana tjöru og fiðri og misþymitu benni. f réttinnm kom frarn að árásin var skipulögð af róttæk- asta armi IRA, „Provisionals“ svokölluðum. IRA-menn höíðu kontina grunaða um að deila út eiturlyfjum til nngmenna cn hún hefur neitað því og ekkert hefur komið fram sem sannaði mál fjórmenninganna. Aðfararnótt föstudags kom viða til átaka milli skæruliða og brezkra hermanna og vitað er að einn brezkur hermaður beið bana og cugir manraa silösuöust í skothríð og sprengingum. FIMMTÁN ÁRA TELPU MISÞTRMT í 5 DAGA í gær fundu brezkir hermenn fimmtán ára skólastúlku, Eliza- bethu Hyland, sem haíði verið í haldi hjá skæruliðum IRA í fimm daiga. Haifði henmi verið mis- þyrmt hroðailega, krúnurökuð og ötuð tjöm og fiðri. Hún hafði ekki fengið neina næringu, er. öðru hverju gáfu skæruliðar honrai uppsölupilfliur tii að hún kúgaðist. Að þessum verknaði starada hinir marxisku „Offi- cials“ sem eru enn einn airmur IRA. Sökuðu þeir stúlkuna um að hafa njósraað fyrir Breta. Elizabeth sagði að hún hefði verið á fjórum stöðum þesisa fimm daga og hún hefði verið . átin vera í skítugum herbergj- um og ekki fengið raeitt til að l'iggja á. Á miðvikudaginn var hún íeidd út og hafði fjöidi mainras safnazt saman til að horfa á er hún var flett klæð- um, barin enn og ötuð tjöru og fiðri. Var hún hlekkiuð við Ijósastaur og horfði mar.nfjöld- inn aðgerðar’aus á að hennax sögn. r ^ ERLENT * Hótun Islands — opnaði augu NATO BREZKA tímaritið The Eeono mist birti nýlega grein nm ársskýrslu alþjóðastofnunar í Uondon, sem vinnur að her- fræðilegiim rannsóknum, en í skýrsln þessari er meðal ann ars rætt um stækkun sovézka flotans á Norður-Atlantshafi. Fer grein Economist hér á eftir í lauslegri þýðingn: í fyrra einbeindu Rússar vígbúnaði sínum að norð-vest ur og suð-austur hornum heimsveldis síns. Norðurflot- inn, með aðalstöðvar í Murm ansk, er orðinn stærstur fjög urra flota Sovétríkjanna og Sovétrikin hafa nú rúman fjórðung herafla síns við kín versku landamærinn; kemur þetta fram í skýrslu alþjóða herfræðistofnunarinnar IISS fyrir árið 1971. Stöðug aukning sovézka flotans í norðri heíur fallið í skugga aukinna ferða sov- ézkra skípa um Miðjarðarhaf og Indiandshaf, þótt þær séu mun umfangsminni. Hótun Is lands um að sparka Banda- ríkjamönnum frá Keflavik varð til þess að vekja á raý at- hygli NATO á norðurslóðum. En skýrsia IISS heldur því fram að af útþenslu flotaæf- inga Rússa á hafinu milli Nor egs og íslands megi draga þá ályktun að þeir líti á línuna um Grænland, ísland og Skot land sem framlínu yfirráða- svæðis sovézka flotans. — 1 norðurflotanum eru 165 kaf bátar, þar með taldir 20 kaf- bátar af alls 35 bátum af Y- gerð, sem búnir eru kjarn- orku-eldflaugum. Eru 10 bát ar af þessari gerð smíðaðlr ár lega. í fyrsta skipti í fyrra gerð ist það að Sovétríkin höfðu fjölmennara herlið við nærri 10 þúsund km löng landamæri Kína en í allri Austur-Evrópu, þar sem er 31 herfylki. Fyrir þremur árum höfðu Rússar 15 herfylki við kínversku landamærin; nú eru þar 44 herfylki. Eitthvað mun vera þarna um nýliða að ræða, en megnið af þessum her er hluti þeirra 96 herfylkja, sem skipað hafa fastaherinn í Sov étríkjunum. Sagt er að sveit ir þessar séu búnar kjarnorku vopnum og mun öflugri en kínversku landamærasveitirn- ar. Kínverjar sjálfir eru mjög að bæta hernaðarviðbúnaðinn frá þvi sem var á fyrra áratug þegar þeir aðallega öpuðu eftir tækni Rúsisa. Frá því í fyrra hafa þeir smíðað um 10 orrustuþotur á mánuði, sem þeir hafa sjálfir hannað, og geta flogið með tvöföldum hraða hljóðsins. Varðandi kjarnorkuvopn, þá hafa Kín- verjar að því er virðist komið sér upp nokkrum eldflaugum, sem draga um 4 þúsund km. Geta þeir skotið þessum flaug um til Uralfjalla, Indlands eða Suð-austur Asíu. Einnig er hugsanlegt að langdrægar eld flaugar hafi verið reyndar á Singkiang-eyðimörkinni. Hins vegar hafa þær ekki verið reyndar gegn skotmörkum úti á Kyrrahafi, þótt eitt af skipum flotans hafi verið út- búið sérstaklega til að fylgj- ast með þess konar tilraun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.