Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAl 1972 Otgefandi hf. ÁrvdaiC Rey-T<javfk FrarrVkvæmda&tjóri Harafdur Sveinsson. fíitetjórar M-attfiías Joba-nnessen, Eyjólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gurmarsson. Ritstjór.narfiullitrúi Þiorbjönn Guðmundsson Fréttastjóri Björn JóIhanns.son. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og af.greiðsla Aðalstræti 6, sími 1Ö-100. Augi.'ýsinga,r Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjard 225,00 kr á 'máriiUði innanland® 1 fausasöfu 15,00 Ikr eintakið ]\Tú við vertíðarlokin er ekki 1 ^ úr vegi, að menn geri sér nokkra grein fyrir stöðu sjáv- arútvegsins, undirstöðuat- vinnuvegar okkar íslendinga. Vertíðin hefur verið misjöfn eftir landshlutum, en þó verð ur að telja hana sæmilega, og auðvitað hefur hið geysi- háa útflutningsverð mjög hjálpað útgerðinni og fisk- vinnslunni. Engu að síður er sýnt, að framundan eru erfið- leikar hjá sjávarútvegi, nema þá að svo ólíklega færi, að verðlag útflutningsafurðanna hækkaði ennþá. Hinn fyrsta júní á að ákveða nýtt fiskverð, og fer ekki á milli mála, að miklir erfiðleikar verða í sambandi við þá ákvörðun. Laun land- verkafólks hækka mjög um næstu mánaðamót, og eru þær hækkanir bæði vegna kjarasamninga og mikillar vísitöluhækkunar. Þessi launahækkun skerðir hag fiskiðnaðarins og gerir hon- um erfiðara um vik að borga hátt hráefnisverð, en jafn- framt raskar hún hlutfallinu á milli tekna þeirra, sem í landi vinna og sjómannanna, ef fiskverð hækkar ekki, og eðlilega mundu sjómenn una því illa. Ljóst er þess vegna, að lítið svigrúm verður við fiskverðsákvörðunina og ef svo færi, að útflutningsverð lækkaði eitthvað, mundi vá vera fyrir dyrum, en við því má því miður ætíð búast, að sveiflur séu í verðlagi sjávar- afurða. Að því er fiskvinnsluna varðar, þá bætast við þeir erfiðleikar, að geysimiklu fé verður að verja til endurbóta á frystihúsum, vegna þeirra heilbrigðisreglna, sem settar hafa verið í Bandaríkjunum, og raunar verður að segja þá sögu eins og hún er, að ekki er vansalaus umgengni í kringum fiskvinnslustöðvar víða um land. Þyrftu þar að verða á miklar úrbætur, þótt ekki kæmu til hinar nýju bandarísku reglur, en líklega er það svo, að við þurfum að láta utanaðkomandi aðstæður þrýsta okkur til sæmilegrar umgengni um vinnslustöðvar matvæla. Loks er svo að geta þess Vanda, sem Sigurjón Krist- jónsson, skipstjóri á Skarðs- víkinni og aflakóngur ver- tíðarinnar, víkur að í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag. Hann bendir á, að fólk sé ekki ýkja áfjáð í miiíla yfir- vinnu, vegna hinna þungu skatta, og stundum vinni menn verkin meira af skyldu rækni og þjóðhollustu en að þeim finnist borga sig að leggja á sig gífurlegt erfiði, þegar meirihluti teknanna er látinn renna til opinberra að- ila. Skattavitleysa vinstri stjórnarinnar er með þeim hætti, að fyrsta verk nýrra stjórnarvalda hlýtur að verða að gera þar á gjörbyltingu VERTÍÐARLOK OG STAÐA S J Á V ARÚT VEGSIN S og lækka beinu skattana verulega, enda er það yfir- lýst stefna Sjálfstæðisflokks- ins. Þrátt fyrir góðærið og hið geysiháa útflutningsverð sjáv arafurða, er þess vegna mikill vandi fyrir höndum hjá ís- lenzkri útgerð og fiskvinnslu. Sá vandi er að mestu heima- tilbúinn. Aflabrögð hafa ver- ið sæmileg og útflutnings- verðið miklu hærra en nokkru sinni áður hefur þekkzt, og raunar meira en tvöfaldazt á nokkurra ára bili. Þegar ytri aðstæður eru með þessum hætti, ætti vissu- lega að vera unnt að tryggja útgerð og fiskvinnslu sæmi- lega afkomu, en því miður virðist sú óðaverðbólga, sem nú er kynt undir, ætla að leiða til þess að útgerðin lendi á ný í verulegum erfið- leikum. Úr því rætist þó eins og öðru. Og nú við lokadag- inn má þjóðin gjarnan minn- ast þess, að öll afkoma henn- ar er undir því komin, að vel sé að útgerð og fiskiðnaði búið og því fólki, sem við þessar atvinnugreinar starf- ar. Hvers vegna misheppnaðist herbragð Pompidous? Ef tir Boris Kidel Georges Pompidou, Frakklandsfor seti, verður nú að hefjast handa um að rétta við hið rýrnaða álit, sem hann nýtur, eftir þann óvænta hmekki, sem hann beið, er ha-nn reyndi að styrkja stöðu sína heima fyrir og sýna fram á leiðsö.guhlut- verk Frakka í Evrópu. Jafvel svart sýnustu spádómar höfðu ekki gefið stjórninni ástæðu til að gruna, að af 29 milljónum franskra kjósenda, mundu aðeins 10,5 milljónir vera reiðubúnar að greiða fórsetanum at- kvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Evrópu. Af mismunandi ástæðum mætti metfjöldi franskra kjósenda, eða 46% ekki á kjörstað, eða eyði- lagði atkvæðaseðla sína. Aldrei siðan almennur kosninga- réttur var innleiddur í Frakklandi, hjefur fjöldi þeirra, sem mættu ekki á kjörstað, náð svo háu hlutfaHi. Sérfræðingar benda á, að næsthæsta hlutfallstala hafi komið fram í al- mennu kosningunum 1852, þegar 36,7% kjósenda mættu ekki á kjör- stað. Pompidou nýtur þess álits að vera klókur stjórnmálamaður, en að þessu sinni hefur hann misreiknað sig hrapallega. Hann taldi, að þjóðarat- kvæðagreiðslan um Evtrópu (Efna- hagsbandalagið. þýð.) væri svo ör- uggt og lítt umdeilanlegt málefni, að hún mundi styrkja stjóm hans og endurvekja dvinandi traust meðal stjlórnmálamanna Gauliista. Hann mat rangt hug landa sinna. Það sem honum láðist að taka með i reikninginn, er sú staðreynd, að Frakkar eru meðal þröngsýnustu þjóða Evrópu nú til dags. Það er ekki svo auðvelt að fá þá til að greiða atkvæði um utanríkispólitískt málefni. — í öllu falli virtist tilefni þjóðaratkvæðagreiðslunnar, stækk- un Efnahagsbandalagsins, vera yfir- borðiskennt. Þar sem aðild Breta og hinna þriggja annarra umsóknarríkja að Efnahagsbandalaginu, var í raun þeg ar orðin veruleiki, þá sá fjöldi Frakka enga ástæðiu til þess að greiða atkvæði um það, sem virt ist hreint formsatriði. Með þvi að Pompidou gerði sér þetta ljóst, þá reyndi hann að leggja aukna áherzlu á gildi þjóðaratkvæðagreiðslunnar með þeirri staðhæfingu, að atkvæða- greiðslan ætti að sýna, hve Frakkar væru skuldbundnir Evrópu. En sú staðhæfing gerði aðein's að rugla kjósendur. Árum saman hafði þjóðernisstefna de Gaulles gagnsýrt hugi landsmanna. Hin skyndilega hugarfarsbreyting Pompidous til Evróþustefnu og ríkjabandalags Evrópu kom allt of snögglega til að sannfæra kjósendur. Auk þessa virtust al'lt of skipt- ar skoðanir meðal Gaullista og sam- starfsflokka þeirra um það, hvers konar Evrópa það væri, sem þeir stefndu áð. Hinn bókstafstrúaði Gaulldsti, Michel Debré, vamanmála- ráðherra, hélt þvi fram að hugmynd in um, að Bvtrópa yrðd hafin yfir þjóð ernisskiptinigu væri dauð, er Va'léry Giscard d’-Estaing, fjármálaráðherra virtist gefa til kynna, að hann stefndi að raunverulegu ríkjasam- bandi Evrópu. Flesitar kosningaræður náðherr- anna samansitóðu af óákveðnu og almennu orðalagi, sem var illa til T~r^Fr <&&& THE OBSERVER j í þess fallið að vekja áhuga kjósenda. Annað atriði, sem Pompidou virð- ist hafa vanmetið, var það, að stórir hópar kjósenda mundu sitja heima einfaldlega til að láta með því í ljós óánægju með stjórnina. Meðal þeirra voru kaupmenn, sem voru að mót- mæla háum sköttum, landnemar frá Alsír, sem ólu enn kala í brjósti til de Gaulle, vínræktarmenn, sem vildu fá tryggingu fyrir hærra vínverði, kjósendur, sem enn höfðu ekki náð sér eftir nýlega uppkomin opinber hneykslismál, sem rýrðu álit stjórn- arinnar, og umfram allt, þúsund ir Frakka, sem voru óánægðir með líifskjör sin og umhverfi. SIGUR FYRIR MITTERAND Þjóðaratkvæðagreiðslan reyndist mikill sigur fyrir Francois Mitter- and, hinn nýja leiðtoga franska Sósialiistafiokksins, sem hvatti menn til að sitja heima — þótt ekki sé hann andvígur stækkun Efnahags- bandalagsins — til að mótmæla með því stjórn Pompidous. Vissulega sátu ekki allir heima, vegna áhrifa frá þessari afsföðu sósíaMsta. Hins vegar er það mjög at-hyiglisvert, til dæmis að í Marseilles, sem sósialistar st.jórna, sátu 60,9% kjósenda ýmist heima, eða eyðilögðu atkvæði sitt, og er það talsvert yfir meðallagi, sé lit- ið á landið i heild. Sósialistar sem sýndust fyrir einu ári vera að leysast upp sem skipu- lagður flokkur, virðast hafa rétt sig við, svo að athygli hlýtur að vekja. Kommúnistar munu ekki lengur geta þvingað þá í aðstöðu minnimáttar fé- laga, þegar þessir tveir floklkar taka aftur upp samningaumleitanir um kosningabandalag í hinum al mennu kosningum í Frakklandi 1973. Kommúnistar sjálfir, sem voru eina meiriháttar póli'tiska aflið, sem svar- aði spurningu þjóðaratkvæðagreiðsi- unnar með nei-i, hafa enga ástæðu til að vera yfir sig glaðir yfir niður- stöðunni. Enda þótt talið sé, að tals- verður fjöldi eindreginna þjóðernis- sinna hafi svarað með nei-i, þá fylgdu aðeins 17,6% af kjósendum stefnu kommúnista í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Er það ek'ki nema 0,6% hærri prósentutölu en framtojóðandi þeirra fékk í forsetakosningunum 1969. VERDIJR STJÓRNIN ENDURSKIPULÖGÐ ? Einhver athyglisverðasta niður- staða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er þó sú, að Pompidou hlaut að þessu Georges Pompidou. smni stuðning færri kjósenda en i forsetakösningunum fyrir þremur ár um. Þá greiddu 37,6% kjósenda hon- um atkvæði, en í kosningunum nú hrapaði prásientiutailan niður í 36,1%. Þetta tap er meira auðmýkjandi vegna þess, að leiðtogar miðflokk- anna, sem eriu í stjórnarandstöðu, þeirra á meðal fyrrverandi forseta- frambjóðandi, Jean Lecanuet, og leið tagi róttæka flokksins, Jean-Jac- ques Serva'n-Sohreiber, voru fylgj- andi Pompidou að þessu sinni. Ósigur stjórnarinnar í þjóðarat- kvæðagreiðslunni útilokar í rauninni skyndikosningar á þessu ári. Stjóm málamenn í flokki Gaulilista, sem búizt höfðu við stórsigri, höfðu hvatt forsetann til að leysa upp þingið og láta flokk þeirra notfæra sér til hins ítrasta sigurinn í þjóðaratkvæða greiðslunni. Nú er hins vegar miklu líklegra, að Pompidou muni endurskipuleggja stjórn sína, til að blása í hana nýju lífi, áður en hann leggur út i almenn ar kosningar. Ætlun Pompidous var sú að hitta starfshræðlur sína innan Efnahags- bandalagsins á allsherjarráðstefnu þess í haust sem forystumaður ríkis- stjórnar, sem hefði þjóðina nær ein- huga að baki sér. Hann taldi, að það mundi gefa sér nægjanlegan mynd- ugleika, til að fara fram á leiðtoga- hliutverk í sameinaðri Evrópu. Sumir stuðningsmenn hans höfðu sagt, að hann væri sjálfkjörinn til að verða fyrsti forseti ríkjasam- bands Evrópu. — Of mikil öryggis- kennd varð honum að falli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.