Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 31
MORfGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUÍR 13. MAÍ 1972 1 SJÓNVARPS LEIKURIN L,ið Arsenal, talið frá vinstri: Bay Kennedy, Pat Rice, Geoff Barn- ett, Bob McNab, George Armstrong, Peter Simpson, Frank Mc Lintock, Peter Storey, Charlie George, John Radford, Alan Ball og George Graham. 1 dag sýnir ísl. sjónvarpið leik Arsenal og Leedis Utd. í úrslit- um ensku bikarkeppninnar, sem fram fór á Wembley sl. laugar- dag. Bikarkeppnin hélt jafn- fmmt hátiðlegt aldarafmæli sitt, en hún er elzta knattspyrnu- keppni í heimi. Fyrir leikinn gengu fulltrúar allra þeirra félaga, sem unnið hafa bikarinn frá upphafi, fylktu liði undir fánum félaga sinna inn á leikvanginn. Vakti þar mesta athygli lið Wonderers og Royal Bnigioeeirs, en þau vpru klædd sömu búnin/gum og liðin sem mættust í fyrsta úr- slitaleiknum. Þá stjórnaði Tommy Steele fjöldasöng og vax að venju sunginn sálmurinn „Abide with me." Að því búnu gengu lið Arsen- al og Leeds út á leikvanginn undir forystu framkvaemda- stjóra sinna og tóku sér stöðu fyrir framan konungsstúkuna, þar sem Elísabet drottning, Fil- ippus prins, Edward Heath og flestir forystumenn knattspym unnar sátu. Filippus prins gekk fram og heiisaði upp á leik- menn. Mikil stemning rikti meðal áihorfenda og skiptust áhangend ur Arsenal og Leeds á söngvum, vigorðum og ýmsum öðrum kveðjum. Á slaginu 3 flautaði dómarinn David Smith, til leiks og Arsen- al hóf leikinn. Ég ætla ekki að rekja gang leiksins hér nema að litlu leyti. Arsenal var betra framan af, en skapaði sér þó ekki hættuteg tækifæri. Alan Báll var aðaldriffjöður i sam- leik Arsenal og George Arm- stronig átti góða spretti, en þeir John Radford og Charlie Ge- orge máttu sín lítils gegn Jack Charlton og Norman Huinter. Þegar líða tók á hálfleikinn náði Leeds undirtökunum og má segja, að liðið hafi ekki sleppt þeim til leiksloka. Staðan í hálf- leik var 0:0, en að mínum dómi hefði 1:1 gefið betri hugmynd um gamg leiksins. Strax í upphafi síðari hálf leiks var séð að hverju stefndi. Sóknarlotur Leeds urðu æ tíð- ari og skæðari. Þeir Billy Bremner, Johny Giles og Eddie Gray náðu tökum á miðju vall- arins með hjálp Norman Hunt- er og Mick Jones kom oft vöm Arsenal í klípu. Á 54. mín. iét vörn Arsenail iloks undan. Mick Jones vann náviigi við Bob McNab og komist upp að endamörkum, þar sem hann sendi góðan bolta fyrir markið. Alan Clarke kom þar aðvifandi, henti sér á boltann utarlega I vítateignum og skallaði hann snyrtiiega í markhornið hjá Ars- enal. Eiftir markið hélt Leeds uppi stöðugri sókn, en vörn Ars enal gaf sig hvergi. Undir lok leiksins náði Arsenal góðum gagnsóknum, en tókst ekki að jafna og sigur Leeds var því í höfn. Að leik loknum tók Billy Bremner, fyrirliði Leeds við bik arnium úr hendi drottningairánnar og bæði liðin tóku við verð- launapeningum sínum. Einn leik mann vantaði þó við þessa at- höfn. Mick Jones slasaðist á oln boga í síðasta upphlaupi leiks- ins og lá óvígur eftir. Miok Bat- es, varamaður Leeds, tók við verðlaunapeningi hans úr hendi drottningar, en að lokinni verð- launaafhendingu staulaðist Jon- es, þrátt fyrir miklar þjáningar, upp til drottningar sinnar og þrýsti hönd hennar. Þessi meiðsl urðu afdrifarík fyrir Leeds, þvi að Miek Jones gat ekki leikið með liðinu í hinum öriagaríka leik í Wolverhampton sl. mánu- dag, þar sem Leeds missti af ensku meistaratigninni. Leeds vann verðsikuldaðan sig ur í bikarkeppninni. Liðið er mjög samstillt og hvergi er veik ur hlekkur. Vörnin er sterk og miðjuleikmennirnir eru óþreyt- andi, bæði í vöm og sókn. Þá er framlínan mjög skæð og hreyfanlei'ki hennar mikill. Ars enal hefur á að skipa sterkri vörn og samlei'kur liðsins á Lið Leeds, talið frá vinstri: Paul Madeley, David Harvey, Paul Reaney, Mick Bates, Jack Charlton, Nornian Hunter, Billy Brenm- er, Alan Clarke, Mick Jones, Peter Lorimer, John Biles og Eddl Gray. miðju vallarins er mjög góður. En framlínan brást illilega í þessum leik og það gerði gæfu- muninn. Alan Clarke var kosinn mað- ur leiksins af íþróttafréttaritur- um og er það i annað sinn, sem hann hlýtur þennan heiður i úr- slitaleik á Wembley. Bkki er ég þó als kostai* sáttur við þetta val, þvi að mér fannst Norman Hunter, Mick Jones, Paul Made ley, Frank McLintoek, Peter Simpson og jafnvel Alan Ball standa nær þeim heiðri. En A1 an Clarke skoraði sigurmarkið, sem eflaust hefur reynzt drjúgt á voganskálinni. Eftir leikinn var ég þess full- viss, að Leeds myndi einnig fara með sigur af hólmi í deildar- keppninni, en það er önnur saga. Framkvæmdastjóri Arsenal er Bertie Mee, en framkvæmda- stjóri Leeds er Don Revie. Arsenal: Leeds Utd. 1. G. Barnett 1. P. Harvoy 2. P. Rice 2. P. Reaney 3. R. McNab 3. P. Madelef 4. P. Stony 4. B. BreHtuor 5. F. McUhtock 5. J. Charlton (í. P. Simpson fi. N. Huntor 7. G. Armstrong: 7. P. Lorimfir 8. A. Ball 8. A. Clarke 9. C. George 9. M. Jonois 10. J. Radford 10. J. Giloft 11. G. Graham 11. E. Gray Off og 12. K. Kennedr 12. M. Ratoa. R.L. A: Eftir hálftínia leik bjargar Paul Reaney (Leeds) skoti frá Alan Ball á línu. B: Peter Lorimer á skot að marki Arsenal af löngu færi, en Barnett, markvörður ALTsenal, bjargar á síðiistu stundu. C: Úrslitamark leiksins: Lorimer á sendingu á Jones, sem tekst að snúa sig af McNab og senda fyrir markið, þar sem Alan Clarke kastar sér fram og* skorar með skaiia. D: Hættulegasta tæki- færi Arsenal: Alan Ball á send ingu á Charlie George, sem er í góðu færi, en Harvey ver skot hans með því að slá yfir. Barátta um bikarinn — í alpagreinum skidaíþróttarinnar Þrátt fyrir hækkandi sól og suinarblíðu er keppnistímabili skiðamanna enn ekki lokið. Bar áttan í bikarkeppninni í alpa- greinum stendur sem hæst, en henni lýkur með seinasta punkta móti vetrarins, Skarðsmótinu, sem lialdið verður á Siglufirði um hvitasiinnunia. Eins og f.ram kom fyrr i vet- uir þá er bikarfkeppniin’ ný- breytaii hérlendis. Siguirveg- arinn er sá, sem hlýuir beztan samanlagðiaffl. áraniguir úr sex keppmum af þeim tíu, sem haldn ar eru á punktamiótum vetrar- ins. Fyrir Skarðsmótið er bar'átt- an mijög hörð á milifi þriggja fyrstu manna, en staða fremstu manna er: 1. Ámi Óðimsson Ak., með 9,59 stiig. 2. Tómas Jónsson R., nmeð 11,90 stig. 3. Hafsteinn Sigiurðisson' í., með 17,67 stiig. 4. Guðimundiur Jóihannesison 1., með 74,39 stig. 5. Viðar Garðarsson Ak., með 78,15 stig. 6. Jónas Sigurbjörnsson A., með 84,24 sti'g. 7. Hákon Ólafsson S., með 84,97 stig. 8. Bjlöm Haraldsson H., með 95,32 stig. Þar eð Árni heflur aðeins tek- iið þátt í fjórum keppnium í vet- ur vei’ður hann að skila sér vel bæði í sivigi ag stórsviigi á Ska rósmiótiniu til þess að eiiga möguleika á sigtri. Tómas og Haf steinn hafa hins vegar j>eg- ar lokið sex keppnum og eru því ekki eins háðir árangri £ Skarðs móit 'nu. Hinn nýbakaði íslandsmeistari í sviigi, Hauikur Jóhannsson fyr- irgerði mögulei'kum síaiuim í keppni þessari á punktamótinu í Reýkjavík, þar sem honuru tókst illa upp, en hann eins o>g Árnd Óðir ison voru þá nýkraann. ir frá Banda.rikjumnm og misstu af tveimur fyrstu punktamótuiu 'SUUC.UOiA. H.Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.