Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 1
282. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmynd: Friðgeir Olgeirsson. Hattersley: .Jícld ekki að verði skotið” Hull, 8. desember. Frá Mike Smartt. ROY Hattersley, aðstoðarutan- ríkisráðherra Breta, sagði í dag, að hann gerði ekki ráð fyrir þvi að gripið yrði til fallbyssna í þessu þorskastríði. Ráðherrann var að svara ummælum Niels P. Sigurðs- sonar, sendiherra Islands I London, er hann sagði fyrir helgi að hótun Breta um beitingu byssuvalds gegn íslenzkum varð- skipum hefði verið ögrandi og klaufalegt af brezka skipherr- anum að senda hótunina ut yfir loftskeytastöðina svo að allur heimur mætti heyra. Hattersley sagði að Islendingar hefðu reynt 10 sinnum að hleypa hörku í deiluna og sakaði þá um ævin- týramennsku. Hattersley sagði að Islendingar stefndu að því að reyna að neyða Breta í stöðu, sem þeir vildu ekki semja úr, en Bretar myndu svara ævintýra- mennsku Islendinga með jafn- aðargeði að venju. Þjóðaratkvæði á Tim- or í náinni framtíð segir Malik utanríkis- ráðherra Indónesiu Jakarta, Lissabon og Darwin, 8. desember. AP—Reuter. ADAM Malik, utanrfkisráðherra Indónesfu, sagði f dag, að her- menn Indónesfu yrðu kallaðir á brott frá A-Timor þegar er friði og reglu hefði verið komið á á eynni. Malik sagði að stjórn Indó- nesfu hefði aðeins orðið við beiðni Lýðræðissamtaka Timor (UDT) um aðstoð, en hér hefði ekki verið um raunverulega inn- rás að ræða. Malik sagði að að- gerðir Indónesfustjórnar myndu „Þessir menn fara hvergi, staða þeirra er vonlaus” London 8. desember. Reuter — AP. „ÞESSIR menn fara hvergi og þeir hljóta að skilja að staða þeírra er vonlaus," sagði Sir Robert Mark, lögreglustjóri Lundúnaborgar, f dag við fréttamenn, þar sem hann stjórnaði aðgerðum f um- sátrinu um 4 skæruliða Provisionalarms IRA sem höfðu búið um sig f Iftilli fbúð f London. Skæruliðarnir fjórir brutust inn f fbúðina sl. laugar- dagskvöld og tóku miðaldra hjón, sem þar bjuggu, sem gfsla eftir ævintýranlegan flótta um borgina undan lög- reglunni. Er talið að hér sé um að ræða IRA-mennina, sem staðið hafa fyrir sprengjutil- ræðunum f Englandi á undan- förnum mánuðum. Lögreglan hafði setið fyrir ræningjunum fyrír utan veit- ingahús Scotts i Mayfaír, þar sem sprengja sprakk nýlega, en lögreglan hafði einhverjar hug- myndir um að skæruliðarnir Framhald á bls. 38 væntanlega verða til þess að flýta fyrir að eyjan fengi endanlegt sjálfstæði og sagði að þjóðarat- kvæðagreiðsla fbúanna um fram- tfðarskipan mála myndi faraj fram hið fyrsta og bauð sam- einuðu þjóðunum og öðrum, sem áhuga hefðu á, að koma og fylgjast með framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar. Lýðræðissamtök Timor, sem eru samtök þriggja stjórnmála- flokka á eynni, hafa undanfarna mánuði átt f hörðum átökum við vinstrisinnuðu frelsishreyfing- una FRETILIN, (byltingarfylk- ingin fyrir sjálfstæði Timor) og hafa höfuðstöðvar hreyfing- arinnar verið í Dili, höfuðborg Timor, undanfarna 3 mánuði, eða þar til hermenn Indónesíu og her- menn UDT náðu borginni á sitt vald í gær. FRETILIN lýsti yfir sjálfstæði Timor fyrir 10 dögum, en eyjan hefur verið nýlenda Portúgala sl. 400 ár. Portúgalsstjórn sleit f gær stjórnmálasambandi við Indó- nesíu í mótmælaskyni við innrás- ina og krafðist Portúgalsstjórn þess að öryggisráö Sameinuðu þjóðanna tæki málið fyrir. Fregnir frá Darwin í Ástralíu hermdu í dag, að 500 manns, einkum konur og börn, hefðu fallið er hermenn Indónesíu gengu á land á Timor og hertóku Dili. Var það fulltrúi FRETILIN, sem hélt þessu fram, og sagði hann einnig að Henry Kissinger utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði vitað um innrásaráformin og stutt Indónesíustjórn. Ford Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhyggjum yfir ástandinu og sagð- ist vonast til að hægt yrði að komast að friðsamlegri lausn. Hann sagðist ekki hafa vitað um innrásaráform Indónesa. Börnunum sleppt Amsterdam, 8. desember. Reuter. SKÆRULIÐARNIR 5 frá S- Mólukkaeyjum, sem halda 29 manns í gfslingu f sendiráði Indónesfu f Amsterdam, sleþptu í kvöld börnunum 4, sem hafa verið meðal gfslanna. Var hér um að ræða 13 ára stúlku og þrjá 12 ára drengi. Ákvörðun ræningjanna um að sleppa börnunum var tekin eftir samningaviðræður, sem staðið hafa f allan dag fyrir milligöngu prests frá S- Molukkaeyjum, Semueul Metiaris. Börnin 4 komu út úr sendiráðinu f fylgd með séra Metiaris og voru þegar flutt f sjúkrahús til rannsóknar, þar Framhald á bls. 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.