Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9, DESEMBER 1975 Cunhal brýn- ir kommúnista HP75 Klippur til að klippa á klippur varðskipanna FRÁ því var skýrt í London um helgina að brezku herskipin hefðu nú fengið um borð til sfn nýtt vopn f baráttunni gegn íslenzku varðskip- unum, klippur, til þess að klippa á klippur varð- skipanna er þau reyna að klippa vörpuna frá brezkum togurum. Frei- gátan Brighton reyndi þessar klippur f viður- eigninni við Þðr á laug- ardag en án árangurs og afsakaði skipherra frei- gátunnar sig með því að of mikill hraði hefði verið á skipunum. Hall- dðr Pétursson teiknaði af þessu tilefni myndina, sem hér birtist. BRYN ÞORF A100 MILNA (HFÆRSLU VH) GRÆNLAND Julianehaab, 8. desember. Frá fréttaritara Morgunblaðsins Henrik Lund: KRAFAN um tafarlitla útfærslu grænlenzku fiskveiðilögsögunnar f 100 mflur var lögð fram og rædd á fundi fulltrúa landsrððsins og Grænlandsmálaráðherra f Kaupmannahöfn f sfðustu viku. Fulltrúar landsráðsins færðu sterk rök fyrir nauðsyn skjótra aðgerða til verndar fiskstofnunum við Grænland, — fyrst og fremst rækjunni. Gerð var grein fyrir þvf að Grænlendingar vilja 200 mflna lögsögu og vona að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykki hana. Hins vegar var með gildum rök- sagði hann að krafan um aðgerðir um lýst yfir þvf að núverandi ástand krefðist aðgerða þegar í stað og að eina raunhæfa verndar- ráðstöfunin að mati Grænlend- inga væri skjót útfærsla í 100 mflur sem mundi nægja til að vernda mikilvægustu rækjusvæð- in. Ráðherra var sýnt fram á það hversu alvarlagt ástandið væri og ERLENT væri meir en skiljanleg. En eins og allir vissu gæti ríkisstjórnin á þessu stigi ekki beitt sér fyrir einhliða útfærslu viskveiðilögsög- unnar. Ríkisstjórnin mun með þátt- töku landsráðsins senn setja sig í samband við Sovétrfkin, Spán og Noreg m.a. landa varðandi veiðar þessara landa við Grænland. Ein- hliða bann við togveiðum á vissum svæðum kemur til greina. Aðildarlönd Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar veröa beðin um að hefja ekki nýj- ar fiskveiðar við Græniand, og að kanna hvers konar veiðar skip þeirra stunda við Grænland og hve mikill afli þeirra er. Grænlandsmálaráðherra hefur boðað að hann ásamt fulltrúa landsráðsins fari til þeirra landa Enn eykst efnahagsvandi Dana Samt nýtur Jörgensen 74% fylgis ATVINNULEYSIÐ 1 Danmörku heldur áfram að aukast þrátt fyrir ráðstafanir rfkisstjórnar Anker Jörgensens f september. Verðbólgan heldur einnig áfram að aukast. Efnahagsbatinn lætur sem sé standa á sér og rfkisstjórnin hefur nú áhyggjur af launahækkunum sem við núverandi vfsitölukerfi munu nema tveimur vfsitölustigum eftir ára- mótin, að þvf er fram kemur f grein f Hufvudstadsbladet. Efnahagsráðstafanir stjórnarinnar hafa ekki reynzt nógu árangurs- ríkar. Reiknað var með þvf f september að verðbólgan á þessu ári yrði að meðaltali 6% eða f hæsta lagi 7%. Nú þegar er verðbólgan rúmlega 9% og stefnir enn hærra. Vaxtastigið var f haust 12,5%, en er nú 15,5%. Atvinnuleysi var þá 10%, en er nú meir en 11%. Lissabon, 8. desember. NTB—Reuter. MEIR EN 20.000 manns komu til að hlýða á Alvaro Cunhal, leið- toga portúgalska Kommúnista- flokksins, halda ræðu á nautaats- leikvanginum I Lissabon f gær- kvöldi, þar sem hann hvatti til aukinna áhrifa kommúnista f öll- um bæjum og verksmiðjum landsins. „Við verðum að styrkja stöðu okkar og skipuleggja starf okkar tíl að vernda framgang byltingarinnar svo að unnt verði að koma sósfalisma á f Portúgal," sagði hann. Hann hvatti til mikill- ar áróðursherferðir fyrir málstað kommúnista, en fjöldafundurinn Færeyingar líta Breta hornauga Þórshöfn, 8. desember — Reuter. VAXANDI átök f þorskastrfði Breta og ísiendinga hafa skapað ótta f Færeyjum um að yfirvof- andi sé „innrás“ brezkra togara f Þórshöfn þar eð þeir eru brott- rækir gerðir frá fslenzkum höfnum nema f neyðartilfellum. Færeyingar, sem standa Is- lendingum nærri vegna fornra vináttutengsla, vfsa f þessu sam- bandi m.a. til þess er freigátan Falmouth sigldi til Þórshafnar og setti þar f land fjóra slasaða sjð- liða eftir átök á Islandsmiðum. Þá kom fram gagnrýni í fær- eyskum blööum vegna þess að freigátan notaði tækifærið og tók eldsneytisbirgðir, áður en hún hélt á brott. Samkvæmt sam- komulagi milli Dana og Breta geta brezku skipin komið til hafnar í Færeyjum að vild, en það má þó endurnýja ár hvert. Enn sem komiö er hefur ótti eyja- skeggja þó verið ástæðulaus, því aðeins um 10 brezkir togarar hafa verið að veiðum fyrir utan 12 mflna landhelgi Færeyja undan- farið. Thornton Wilder látinn New Haven, 8. des. Reuter. THORNTON Wilder, bandaríski Pulitzer-verðlaunahafinn fyrir leikrit og skáldsögur, lézt f gær f New Haven, 78 ára að aldri. Dánarorsök var ókunn. Hann er þekktastur fyrir leikritið „Our Town“ (1938), — breiða lýsingu á smábæjarlífi í Nýja Englandi. Frægasta skáldsaga hans var „Brúin yfir San Luis Rey“ (1938), en fyrir þessi tvö verk og leikritið „A yztu nöf“ (The Skin of our Teeth, — sýnt í Þjóðleikhúsinu) fékk hann Pulitzerverðlaunin. Wilder var sem unglingur menntaður að mestu leyti 1 Kína, þar sem faðir hans starfaði á ræðismannsskrifstofu Bandaríkj- anna. I leikritum sínum beitti Wilder oft á tfðum fjarstæðu- kenndum aðferðum. Af öðrum skáldsögum hans má nefna „The Woman of Andros“, „Heavens My Destination“, „The Ideas of March“, „The Eighth Day“ og sfðasta verk hans „Theophilus North". f gær var sá fyrsti eftir hina mis- heppnuðu uppreisnartilraun f fyrra nánuði sem kommúnistar voru sakaðir um að hafa átt þátt f. Þessu neitaði Cunhal f gær. Eftir uppreisnartilraunina hafði Mario Soares, leiðtogi sósfalista hvatt kommúnista til að forðast uppþotsaðgerðir og styðja rfkisstjórnina. En Cunhal tók fram f gær að kommúnistar mundu ekki láta undan þrýstingi kapftalista. I dag sagði Jorge Sa Borges félagsmálaráðherra sig úr flokki alþýðudemókrata, PPD, — að því er talið er vegna yfirgangs flokks- leiðtogans, dr. Francisco sa Carn- eiro, en hann hefur barizt mjög hatrammlega gegn kommúnistum og sætt gagnrýni fyrir það frá vinstri öflum innan PPD. Úrsögn hans þykir stofna samsteypu- stjórninni í nokkra hættu, þar eð ekki er ljóst hvort hann verður f henni áfram. PPD féll nýlega frá kröfu sinna um að kommúnistar yrðu að fara úr stjórninni ef PPD ætti að vera f henni áfram. Ford Bandaríkjaforseti og Su- harto forseti Indónesíu ræðast við er Ford kom til Jakarta á föstudag. Ford er ánægður með förina Washington, 8. desember — Reuter. GERALD Ford Bandaríkjafor- seti kom aftur til Washington f dag eftir 10 daga ferðalag um Asfu þar sem hann að eigin sögn undirbjó jarðveg fyrir nánara sambandi Kfna og Bandarfkjanna þó að engin áþreifanlegur árangur hafi orðið. Ford var fimm daga f Peking, en kom einnig til Indónesfu, Filipseyja og Hawaii. Ford sagði f dag að Kfnaförin hefði verið prýði- lega héppnuð: „Það voru engir mfnusar en margir plúsar". 1 Honolulu lýsti Ford f ræðu nýrri „Kyrrahafsstefnu" byggðri á bandarfskum hernaðarstyrk, nánu sambandi við Japan og bættri sambúð við Kína. Hann sagði að hann hefði orðið var við skoðanaágreining f Kfna eins og við hefði verið að búast, „en við vorum einnig sammála f öðrum atriðum". Helzti ágreiningurinn var varðanda Formósu og andstaða Kfnverja við detente-stefnu Bandarfkjanna gagnvart Sovétrfkjunum. En ef marka má orð háttsetts bandarfsks embættismanns fögnuðu Kfn- verjar veru bandarfsks hers á Kyrrahafi til að vega á móti Sovéthernum. Töluvert hefur verið deilt á þessa ferð Fords f banda- rfskum fjölmiðlum og hann sagður fara f gagnsiausa ferð til útlanda á meðan vandamál- in hrannist upp heima fyrir. Danmörk á mikið undir útlönd- um komíð efnahagslega og batinn veltur mjög á efnahagsþróuninni erlendis. . Ef hin alþjóðlega kreppa heldur áfram þá mun það tefja enn fyrir efnahagsbata i Danmörku. Rfkisstjórnin og stjórnarand- staðan sameinuðust í september um að reyna að auka atvinnu með því að veita miklu fé út í atvinnulífið, auka lán til atvinnuveganna og reyna að blása sérstaklega lffi f byggingariðnaðinn, ásamt lækk- un virðisaukaskatts úr 15 f 9Ví% á næstu fimm mánuðum. En eins og Knud Heisen fjármálaráðherra viðurkenndi er hann lagði fram fjárlagafrumvarpið fyrir nokkru, sem mestan áhuga hafa á lax- veiðunum við Grænland með til- liti til þess að kanna möguleika á aukningu grænlenzka laxakvót- ans. Ráðherra og ríkisstjórnin þar með eru sammála um að Græn- land skuli fá 200 mílna fiskveiði- lögsögu, hvort sem verður með alþjóðalögum eða á annan hátt ef hafréttarráðstefnan nær ekki samkomulagi um málið f vor. þá heldur kreppan áfram. Brýnasta verkefni rikisstjórnar Jörgensens er að draga úr áhrif- um launahækkunarinnar í janúar, og vænta má að a.m.k. verði hækkun um önnur tvö visi- tölustig það sem eftir er ársins. Og það verður erfitt fyrir for- sætisráðherra úr flokki jafnaðar- manna að fara að hrófla við þessu vísitölukerfi, — ekki sfzt þar sem hann er gamall alþýðusambands- forseti. En Jörgensen á engu að síður styrk í úrslitum Gallup- skoðanakönnunar sem birt var I Berlingske Tidende á laugardag, en samkvæmt henni nýtur rikis- stjórn hans fylgis 74% danskra kjósenda og er það það mesta sem dönsk stjórn hefur fengið frá því byrjað var á könnununum árið 1961.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.