Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 Gullhöllin sem sveif í loftinu áreynsluna við að lyfta höllinni, enda var ekki víst að sverðið piltsins hefði getað banað þessum þurs, þótt hann hefði getað unnið á einum þríhöfðuðum með því, og ekki var konungsdóttirin vakandi til þess að gefa honum að súpa á flösku með kraftadrykk, ef nokkuð hefði þá verið í henni, því oft hafði þurft til hans að taka, ekki höfðu þeir verið svo fáir, sem komið höfðu að frelsa konungsdætur úr þessari höll, og fæstir getað valdið sverðinu hjálparlaust. Síðan tóku drekarnir gullhöllina á bök sín og flugu af stað með hana og var það eins gott fyrir vesalings folaldið, því það þurfti þá ekki að bera bæði piltinn, sverðið og hver veit hvað af kjöti og nöglum. Ekki voru drekarnir heldur lengi á leiðinni með það, því ef nokkur flýgur hratt, þá eru það þeir. Þeir settu gullhöllina niður við hliðina á silfurhöll- inni, og það svo varlega, þótt þeir væru búnir að fljúga svona hratt og langt, að ekki datt einu sinni ein einasta gullmynd niður af gullveggjunum. Þegar konungsdóttirin, sem beið í silfurhöllinni, kom út að glugganum um morguninn, sá hún gullhöllina standa þar hjá. Varð hún þá fegnari en frá verði sagt og hljóp þegar yfir í hina höllina, en er hún sá systur sína, sem lá og svaf eins og hún væri dáin, þá sagði hún piltinum, að ekki væri hægt að lífga hana við nema að þau fengju vatn lífs og dauða, en það væri hvort í sínum brunni, beggja megin við demantshöll eina, sem stæði níu hundruð mílur fyrir handan heimsenda, og þar væri þriðja systirin fangi í hönd- um risa eins, sem hefði annað hvort níu eða tólf höfuð, líklega níu, hún mundi það ekki vel. — „Ja, ég verð víst að sækja það líka“, sagði piltur, „það er ekki um annað að gera, ekki má hún vera alla sína daga í tröllahöndum, og ekki getum við látið hana systur þína sofa að eilífu.“ En nú voru drekarnir orðnir svo latir, þegar þeir voru komnir heim aftur, að þeir nenntu sig ekki að hreyfa, og það var ekki trútt að strax væri farinn að vaxa á þeim mosi aftur, þar sem þeir lágu, og þeir nenntu ekki að fljúga með piltinn, svo folaldið góða varð að leggja af stað með hann einu sinni enn. Og löng myndi verða ferðasaga þeirra, ef skráð væri, þau fóru yfir fjöll og dali og eyðisanda, brunahraun og bú- sældarlegar sveitir, en er þau komu á heimsenda, tók útsýn öll að breyt- ast gróður dvínaði og ömurleg var ferð þeirra upp frá því. En það létti mikið undir, að nú þurfti folaldið (sem raunar var orðið tryppi), ekkert að bera nema piltinn, sverðið hans og krúsir tvær, sem áttu að vera undir vatn lífs og dauða. Þegar þau höfðu lengi farið eftir brunasöndum, sagði folaldið við piltinn: „Hvað sérðu nú?“ Piltur rýndi sem hann mest mátti, og sagði síðan: „Ég sé eitthvað glitra í fjarska, eins og stjörnu á heiðskírri frost- nótt“. „Já, það er demantshöllin, og hún er ekkert smásmíði“, sagði tryppið góða. Enn fóru þau langar leiðir, og loksins kom þar, að pilti sagðist svo frá, að það sem hann sæi nú, væri eins og fölur máni um vetrarnótt. Tryppið kvað þetta vera höllina, og eftir nokkurra daga ferð voru þau komin mjög nærri henni. En ekki sagði tryppið þar allt hindranalaust; úti fyrir höllinni lægju öll hin grimmustu villidýr á verði, og væru þau afar mann- skæð, en lítið þyrfti til þess að vekja þau. Þá fór piltur að verða smeykur, eins og vanalega, en tryppið bað hann vera hug- hraustan vel, því engin hætta væri á ferðum, ef hann hefði ekki langa dvöl í höllinni þeirri arna, heldur kæmi strax og hann væri búinn að fylla krúsir sínar af vatni, en það væri ekki hægt nema um hádegið á hverjum degi, og ef hann kæmi sér þá ekki af stað aftur, myndu dýrin rífa hann í ótal parta. Piltur lofaði að gera eins og honum var sagt, enginn vissi betur en hann, að þetta var það vitrasta tryppi, sem nokkru sinni hafði farið með nokkurn mann á heims- endaog lengraþó. vtw MORÖdU kaff/n o Nei takk! — Svo virðist sem Snúlli hafi fengið sinn skanimt. 1008 Þvl miður, — verð ég að segja — er maðurinn minnekki mik- i 11 samkvæmismaður. Þetta er hjá tollaeftirlitinu. jú, annars! — Má ég ekki um Axiaböndin sem þið seljið leið skoða hengirúmin hjá ykk- núna falla undir tollflokkin tð Ur? og spottar. Morö T kirkjugaröinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 52 — Já. En Barbara var náttúr- lega ákaflega mikið I mun að losa sig við þá. Og hún hugsaði þetta allt út fyrlr okkur. Hún spurði Susann hvort hún vildi taka að sér að geyma ferðatösku fyrir mig, en hún mætti ekki segja frá þvf — þangað til ég kæmi og sækti hana. Svo sendi hún vinnu- konuna á prestssetrlnu með töskuna yfir í Motanderhúsið á annan f jðlum. Virðuleg forstjðrafrúin rétti úr sér. Hún sagði nístingskaldri röddu: — SUSANN! Ég á ekki til orð... Hún fékk ekki tóm til að halda áfram en henni gafst hins vegar tækifæri til að verða enn meira undrandi, þegar Mártcn Gustafs- son tók að gera skilmerkilega grein fyrir þvf sem gerzt hafði að kvöldi annars dags jðla. Eftir sfmtal við Barböru hafði hann hringt til Susann og með þeim samdist að þau hittust f kirkju- garðinum. Hann hafði gefið henni merki með vasaljðsinu sfnu og jafnskjðtt og gestir Motandermæðgna voru farnir hafði Susann flýtt sér af stað með töskuna svo og umslag frá Barböru og f þvf voru lyklar að kirkjunni. Susann hafði fram að þessu ekki vitað hvað var f þessari dularfullu fcrðatösku, en þegar Márten hafði sagt henni það brást hún þannig við að hún sýndf fullan skilning og lofaði að segja ekki frá neinu. — Þú varst hreint út sagt indæl, sagði hann og sendi henni blfðlegt augnaráð, svo að enn roðnaði Susann út að eyrum og satt að segja fannst mér hún bæði aðlaðandi og laglcg. Þegar Lotta kom skyndilega á vettvang munaði minnstu að öll ráðagerðin færi út um þúfur. En Márten hafði bundið trefil Suasann um höfuð hennar og lagt hana á bekk f kirkjunni meðan þau voru að koma gripunum fyr- ir. Sfðan hafí hann borið hana heim að prestsetrinu aftur og ýtt á dyrabjölluhnappinn. Lottu hafði sýnilega fundizt þetta spennandi leikur og sama máli gegndi um Susann. Frásögn Mártens leiddi til þess að við sáum lýsingar Lottu f mun eðlilegri hlutföllum og skynjuðum auk þess betur hvernig fmvndunarafl hennar hljðp með hana f gönur á stund- um. Flest af þvf sem hún hafði sagt okkur var f meginatriðum sannlefkanum samkvæmt, en Márten og Susann höfðu orðið f hennar frásögn að stðrum bðfa- flokki og Márten sem var rétt meðalmaður á hæð hafði orðið að geysilegum risa f huga hennar. Þegar Márten hafði lokið við að skrifta, settist hann við hliðina á Susann og nú hðfust Ifflegar um- ræður um „hina ðkristilegu og ðsvffnu“ framkomu hans. Það var að sjálfsagðu Tekla Motander sem gaf þær yflrlýsingar og lét f Ijðs ðhemju mikla vanþðknun á þvf sem hún kallaði ðnáttúru að hafa f sér geð til að stela heilög- um kirkjugripum. Undir þetta tðku á einn eða annan veg þau Tord Ekstedt, Hjördfs Holm og Friedeborg Janson. En á mðti vorum við Susann, faðfr minn og ég sem vorum á sömu skoðun og Márten hafði reynt að lýsa fyrir okkur — að f upphafi hefði þetta átt að vera saklaust grfn. Connie Lundgren og Einar kváðu ekki beinlfnis upp úr með hvaða skoðun þeir höfðu. En Christer Wijk sem sat f þungum þönkum meðan við ræddum þetta kom loks með eina mjög afdráttar- lausa yfirlýsingu. — Eftir þessu að dæma stðð þjðfnaðurinn þá ALLS EKKI f neinum minnstu tengslum við morðið. Hamingjan sanna, bara að þið hefðuð viðurkennt þetta fyrr. Þá hefðuð þið sparað okkur ðhemju mikla vinnu. En ég má kannski þakka fyrir að þið leysið loks frá skjððunni. Og svo bætti hann við og beindi máli sfnu bersýnilega til Friedeborgar: — Nú eru kannski einhverjir fleiri viðstaddra sem luma á ein- hverju. Og vonandi að þeir skýri frá þvf áður en allt er um selnan. Friedeborg baðaði út öilum öngum og hristi koliinn f ákafa. — En gððu vínir mfnir! Það er nú bara þannig með mig að mér er farið að finnast ég óttalegur glæpon bara vegna þess að ég hélt það væri mest tillit sýnt elskunni henni Teklu, ef ég þegði með það hvern ég sá bak við bflskúrinn. Það sem maður veit ekkl þarf maður heldur ekki að mæðast út af... Ef stofan hafði bergmálað af háværum röddum og yfirlýsing- um fyrir fáeinum mfnútum var ekki ofmælt að segja að nú félli allt f dúnalogn. Og það svo algcrt að heyra hefði mátt saumnál detta. Friedeborg horfði flðtta- lega á Christer og Teklu Motander til skiptis. Svo hvfslaði hún afsakandi: — Það var þegar ég kom inn á lððina hjá Sandell klukkan hálf sex á aðfangadags- kvöld. Eg sá einhvern standa f felum við bflskúrinn og til þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.