Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 7 Utsvör í Reykjavík 1976 Langstærsti tekjuliður Reykjavikurborgar eru út- , svörin. Áætlað er að | brúttótekjur skattgreið- enda i Reykjavik i ár (sem koma til álagningar næsta ár) séu 45 milljarðar og 648 milljónir króna. Er hér um að ræða 27% hækkun brúttótekna milli áranna 1974 og 1975. Gert er ráð fyrir, að þessi tekjustofn gefi borginni 3 milljarða og 537 milljónir i útsvörum á næsta ári, sem er 16.8% hækkun frá fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs. Heimilt er samkvæmt lögum og með samþykki félagsmálaráðherra að leggja 10% álag á útsvör. Þessi heimild var notuð af flestum ef ekki öllum stærri sveitarfélögum á sl. ári. Slikt 10% álag á næsta ári myndi gefa borginni um 419 m. kr. i umframtekjur. Innifalið i framangreindri útsvars- álagningu Reykjavikur- borgar á næsta ári eru þó aðeins 150 m.kr. af þess- um 419 m.kr., svo Reykjavik virðist ekki ætla að nota þessa álags- heimild nema að hluta til, þrátt fyrir að ýmsu leyti erfiða fjárhagsstöðu. Fasteigna- skattar í Reykjavík 1976 f frumvarpi að fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir næsta ár eru fasteigna- skattar áætlaðir 974.0 m.kr., sem er 21.7% hækkun frá fyrra ári. Áætlunin er miðuð við það, að aðalmat fasteigna frá áramótum 1969—70 verði framreiknað um 173% i stað 100% á lið- andi ári. Er þetta i sam- ræmi við auglýsingu fé- lagsmálaráðuneytis frá 14. nóvember sl. og i samræmi við hækkun visi- tölu byggingarkostnaðar á árinu. Árið 1972 vóru fasteignagjöld 19.6% af heildartekjum borgar- sjóðs, en vóru i ár og verða næsta ár um 14.1% heildartekna. Ekki verða nýtt nema 30% af heimil- uðu 50% álagi á fast- eignagjöld i borginni, sem þýðir um 150 m. kr. lægri fasteignagjöld en verið hefði með itrustu álagn- ingu Meirihluti borgarstjórn [ ur við stjórn borgarinnar hækkar aðeins um 6.2%. ar er þeirrar skoðunar, að stilla beri álagningu fast- eignagjalda i hóf, en nýta heldur að hluta til álags- heimild á útsvör, sem bet- ur kemur heim við tekjur og gjaldgetu hvers og eins. Rekstrargjöld borgarsjóðs í ræðu borgarstjóra, Birgis ísleifs Gunnarsson- ar. er hann fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhags- áætlun borgarinnar 1976, gerir hann i itarlegu máli grein fyrir, hvern veg tekj- um borgarinnar verði var- ið á næsta ári. Birtist ræða hans. eða sá hluti hennar er um þetta efni fjallar. i Morgunblaðinu sl. laugardag (bls. 12) og visast til hennar um þá ráðstöfun. Ættu borgarbú- ar að kynna sér vel skýr- ingar borgarstjóra á út- gjaldaliðum borgarsamfé- lagsins. Heildarútgjöld borgar- innar eru áætluð um 5 milljarðir króna. sem er 16.4% hækkun frá fyrri áætlun. Rekstrarútgjöld borgarinnar, að frádregn- um kostnaði við nýfram- kvæmdir i gatna- og hol- ræsagerð, hækka þó að- eins um 20.7% sem sýnir aðhald i stjórnun borgar- innar ef miðað er við verð- lagsþróun á árinu 1975. Athygli vekur að kostnað- Tala, sem talar sínu máli i fjárhagsáætlun borg- arinnar er gert ráð fyrir 100 milljóna króna fram- lagi til Framkvæmda- sjóðs, sem fyrst og fremst er ætlað að mæta halla- rekstri Bæjarútgerðar Reykjavikur á næsta ári. Þetta undirstrikar rekstr- arstöðu togaraútgerðar I landinu i dag. Stór hluti togaraútgerðar i landinu er ýmist á vegum sveitar- félaga, eða rekinn með verulegum eignarhluta þeirra, þó um hlutafélög sé að ræða. f mörgum til- fellum þurfa sveitarfélög- in að mæta rekstrarhalla þessarar útgerðar með skatttekjum frá borgurun- um, en hafa að sjálfsögðu ýmsan óbeinan hagnað af starfsemi fyrirtækjanna og atvinnutekjum starfs- fólks þeirra. Aðstaða út- gerðarfyrirtækja, sem að öllu eru i einkaeign, og njóta i engu framlaga eða fyrirgreiðslu sveitarfé- taga, er að sjálfsögðu sýnu verri, og þarf vart að leiða rök að þvi. — Kröfur á hendur þessari útgerð nú eru þvi vart timabærar. A.m.k. þarf hófs að gæta, ef ekki á að stefna I beina rekstrarstöðvun, ef hlið- sjón er höfð af rekstrar- stöðu þeirra og fyrirsjáan- lega skertri veiðisókn i næstu framtið. Norskir tón- listarmenn Á undanförnum árum hefur Nordisk Solistrad fengið styrk úr Menningarsjóði Norður- landa til að geta kynnt efnilega, unga tónlistarmenn með því að senda þá f tónleikaferðir um Norðurlönd. Halldór Haralds- son fór í fyrstu slíku ferðina fyrir þremur árum, og í fyrra voru það finnskir tónlistar- menn. Nú í ár var röðin komin að Noregi. Cellóleikarinn Aage Kval- bein og píanóleikarinn Jens Harald Bratlie urðu þar fyrir valinu og komu hingað fyrir hálfum mánuði og héldu m.a. tónleika á vegum Tónlistarfé- lagsins í Austurbæjarbíói, þriðjudaginn 25. nóvember s.l. Svo vill til, að enginn sá, er skrifar um tónlist í blöðin, virð- ist hafa verið viðstaddur. Þess vegna kemur þessi síðbúna „kvittun". A efnisskránni voru sónötur eftir Sammartini, Brahms, Debussy og Sjostakovitsj, og auk þess verk fyrir einleiks- celló eftir Oistein Sommerfeldt, sem sérstaklega var samið fyrir þessa tónleikaferð. Sommer- feldt er all afkastamikill tón- smiður. Utgefin eru til eftir hann ýmis verk, sem ekki eru tæknilega kröfuhörð, líklega samin og hugsuð sem kennslu- efni. „Monolog" hans fyrir ein- leikscelló kannaði og engar furðustrandir, hvorki í smíða- tækni né leiktækni. Þetta var stuttur dansþáttur með hægum inngangi og nokkuð snubbótt- um eftirleik. Forvitnilegt var að heyra G- dúr sónötu Sammartini, þessa ítalska, sögufræga manns, sem á að hafa haft slík áhrif á ýmsa samtímamenn sina," að hann hefur staðið i skugga þeirra æ síðan! (Nægir að nefna þá J. Chr. Bach, Gluck, Haydn og Tðnlist eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON Mozart). Það var einhver óþarfa asi (taugar?) á hröðu þáttunum, svo að klassiski þokkinn gaf varla kost- á sér. í e-moll sónötu Brahms var óneitanlega margt fallega gert (svo sem Allegretto-þátturinn), en eyrun löðuðust meir að pfan- istanum en cellóleikaranum — og það gerðu þau í Debussy raunar líka — og sú tilfinning vaknaði, að hér væri fremur leikið „undir handleiðslu“ en af persónulegri sannfæringu. í d-moll sónötu Sjostakovitsj ráku þeir félagar slikar tilfinn- ingar á braut svo um munaði. Tæknileg geta þeirra og geð virtist þarna eiga fulla samleið með skapi meistarans, þar sem einlægni og kaldhæðni heyja svo snarpa baráttu. Þeir sýndu glæsilegan samleik og mikinn sannfæringarkraft í þessu loka- verki tónleikanna. Þorkell Sigurbjörnsson. Ferðasögur Jóns Trausta „ÉG VIL elska mitt Iand“ ferða- sögur Jóns Trausta hafa nú verið gefnar út f tilefni af 100 ára af- mæli höfundar. Efno bókarinnar er sem hér segir: Islandsvfsur, Ferðasaga af Snæfellsnesi, Kringum Reykja- nesskagann, Einsamall á Kalda- dal, Frá nyrzta tanga Islands, Fjallabaksvegur, Ferð upp á Akrafjall, Eiríksjökull, Austur- reið til Heklu i maí 1913 til að skoða gosið í Hekluhraunum, Eyjafjallajökull, Jökulsá á Sól- heimasandi og Austur með sönd- um. Jón Aðalsteinn Jónsson skrifar formála. Þar segir m.a.: „Guð- mundur Magnússon var ferða- maður mikill og göngugarpur á yngri árum og raunar alla tfð, enda var hann ekki nema liðlega 45 ára að aldri, þegar hann féll frá í spönsku veikinni 18. nóv- ember 1918. — Um síðustu alda- mót voru ferðalög Islendinga, hvort heldur var innan lands eða utan, ekki orðin eins almenn og nú á dögum. Er enginn efi á, að margur maðurinn hefur talið Jón Trausti. ferðalög Guðmundar Magnússon- ar upp um fjöll og firnindi og fjallgöngur hans undarlegt uppá- tæki og „ganga flónsku næst ... að vera að slíta skóm og sokkum á þvi að ganga uppi á fjöllin", svo að orð hans sjálfs séu notuð.“ Bókin er 266 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda. Utgefandi er Bókaútgáfa GuðjónsÖ. RowenlA 15 bolla kaffivél (KG 24) Hellir uppá á 5—10 | mínútum. IWIIVUHI MIVAKflfVR er ný plata með LÓNLÍ BLÚ BOJS Lýsingarorð eru óþörf ”...Á hljómleikunum var yfirfullt af fólki og komust fleiri aö en vildu. Fagnaðarlætin ætluöu aldrei aö byrja og urðu áheyrendur að hlýða á mörg aukalög...” Fréttaklausan hér að ofan á svo sannarlega ekki við um LÓNLÍ BLÚ BOJS, heldur var henni skellt inn svona til uppfyllingar. Annars voru strákarnir að senda frá sér AÐRA breiðplötuna á þessu ári. Sú plata mælir algerlega með sér sjálf og eru þvi öll lýsingarorð óþörf. Fæst einnig á litlum og stórum kasettum Hljómplötuútgáfan HLJÓMAR Skólavegi 12 ■ Keflavík • Sími 92-2717 AEG STRAUVÉLAR Freistandi fyrir frúna BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.