Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 Tvær nýjar plötur frá Hljóma-útgáfunni NV PLATA með „Ðe Lðnlf BIú Bojs“ er komin út á vegum Hljómaútgáfunnar f Keflavfk. Er um tólf laga plötu að ræða eftir ýmsa höfunda með fslenskum textum. Plata þessi er nokkuð f stfl við fyrri plötu „Ðe Lónlf BIú Bojs“, en að sjálfsögðu hefur tónlist dularfyllstu hljómsveitar landsmanna þróast f takt við tfmann, segir f fréttatilkynningu. önnur plata er og komin frá Hljóma-útgáfunni. Ber hún heitið „Gleðileg jól“ og eru á henni tólf jólalög i flutningi ýmissa hljóm- listamanna. Má nefna meðal þeirra Björgvin Halldórsson, Engilbert Jensen, Maríu Baldurs- dóttur, Þóri Baldursson, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlfusson og Hljóma. Lögin eru úr ýmsum áttum með íslenskum textum m.a. er á plöt- unni „Heims um ból“ eftir Svein- björn Egilsson sem Engilbert syngur. Báðar plötur Hljóma- útgáfunnar eru hljóðritaðar við fullkomnustu skilyrði í London og Múnchen. Pressun fór fram í New York. Magnusson von- ast eftir 2:1 meirihlutafylgi FRUMVARP Warren Magnus- sons öldungadeildarþing- manns um 200 mflna útfærslu Bandarfkjanna er nú komið á dagskrá bandarfsku öldunga- deildarinnar, en þar eð afar mörg frumvörp bfða nú af- greiðslu fyrir áramót er ekki ljóst hvort 200 mflna frum- varpið kemst að fyrir þann tfma, að þvf er einkaritari Magnussons, Ken Reigner, tjáði Morgunblaðinu f gær. Hins vegar eru einnig mögu- leikar á þvf að frumvarpið komist að, jafnvel f þessari viku, en þó ekki fyrr en á miðvikudag eða fimmtudag. Að sögn Reigners væntir Magnusson þess að frumvarpið muni hljóta 2:1 meirihluta at- kvæða f deildinni. Skozkir þjóð- ernissinnar á móti flotavernd Bridge of Allen, 8. desember — AP. LANDSRÁÐ Skozka þjóðernis- sinnaflokksins samþykkti ein- róma á laugardagskvöld ályktun þar sem brezka ríkisstjórnin er hvött til að kalla brezku herskipin heim af Islandsmiðum og semja um veiðikvóta innan 200 mílna markanna. Landsráðið er fylgjandi 200 mílna fiskveiðilög- sögu fyrir Skotland. „Kafteinn Scott og harm- leikurinn á Suðm,skautinu, ’ BÖKAUTGÁFAN örn og Orlygur hefur gefið út annað bindi f bóka- flokknum „Frömuðir landa- funda“, sem Sir Vivian Fuchs rit- stýrir. Þetta bindi fjallar um Robert F. Scott og för hans til Suðurskautslandsins 1912. en sem kunnugt er lenti hann þar í hin- um mestu hrakningum og harm- leiknum lauk með því, að hann og allir félagar hans létu lffið. I bókinni eru 116 myndir, sem teknar voru og teiknaðar f leiðangrinum. I fréttatilkynningu frá útgefanda segir, að höfundur, sem er Peter Brent, lýsi ekki ein- vörðungu þeim atburðum, sem tengdir eru Suðurskauts- leiðangrinum, heldur einnig margslunginni skapgerð þessa einstæða manns. Þýðandi bókarinnar er Rögnvaldur Finnbogason. Meir en 100 fórust í Líbanon Beirut, 8. desember — Reuter. UTGÖNGUBANN var sett í Beirut í dag f heilan sólarhring í fyrsta skipti á þeim átta mán- uðum sem átök múhameðstrúar- manna og kristinna manna hafa geisað í Libanon. Ríkisstjórn Rashid Karamis reynir nú allt hvað af tekur að koma í veg fyrir algjöra borgarastyrjöld og kom saman i dag til að ræða hið nýja áfall sem varð um helgina er meir en 100 manns biðu bana í miklum átökum. — Rúður brotnuðu Framhald af bls. 5 skemmdust, t.d. í nýja hverfinu á Bakka-Bakka, þar sem einingahús í byggingu skekktist, og alls konar brak var þar á flugi. Nú er unnið að viðgerðum á skemmdunum og byrjuðu Norð- firðingar að dytta að strax á sunnudagsmorgun. Fréttaritari. — Sleppt Framhald af bls. 1 sem foreldrar þeirra áttu að hitta þau. Það mun hafa ráðið úrslitum f málinu að hollenzk yfirvöld höfðu milligöngu um fund milli séVa Metieris og háttsetts sendiráðsstarfsmanns f sendi- ráði Indónesfu f Haag, sem á að fara fram á morgun f lög- reglustöðinni f Amsterdam. Tekið var fram að sendiráðs- starfsmaðurinn kæmj til fund- arins sem einkaaðili en ekki fulltrúi Indónesfustjórnar. Fregnir frá Beilen f norður- hluta HoIIands, þar sem aðrir 6 skæruliðar frá S- Molukkaeyjum halda 31 manni f gfslingu f járnbrautar- lest, herma að þar hafi ekkert miðað f samkomulagsátt og engar frekari viðræður milli yfirvalda og skæruliða fyrir- hugaðar. Hollenzka stjórnin vfsaði f dag enn á bug kröfum skæruliðanna um náðun til handa öllum föngum frá S- Molukkaeyjum f hollenzkum fangelsum, að hollenzka stjórnin biðjist opinberlega af- sökunar á þvf að hafa leyft Indónesfu að innlima eyjarnar og að hollenzka stjórnin beiti sér fyrir viðræðum yfirvalda f Indónesfu og leiðtoga S- Molukkaeyjamanna. — Samkomulag Framhald af bls. 2 kvöldi, að hann væri jafnvel svo bjartsýnn að vona að mála- lok yrðu á fundi nefndanna, sem haldinn yrði f dag. Jón Rögnvaldsson. formaður launamálaráðs BHM, var einnig bjartsýnn á samkomu- lag. Þetta er aðalsamningur milli aðila, sem gilda á frá 1. júlf 1976 til 1. júlf 1978 ef samkomulag næst og var ekkert hægt að fá upp gefið um efni hans f gærkvöldi. Við- ræðunefndir rfkisins og BSRB hafa ekki ræðst við f langan tfma. — Fara hvergi Framhald af bls. 1 myndu snúa aftur til veitinga- hússins. Það gerðu þeir á laugardagskvöldið og er þeir uppgötvuðu lögregluna lögðu þeir á flótta í bfl sínum og upp- hófst þá æðisgenginn eltingar- leikur, þar sem aðilar skiptust margoft á skotum. Tókst lög- reglunni að lokum að króa skæruliðana af en þá yfirgáfu þeir bflinn og lögðu á flótta á harðahlaupum með lögregluna á hælunum. örþrifaráð þeirra var svo að brjótast inn f íbúð hjónanna John og Sheilu Matthews. Lögreglumenn kom- ust einnig inn f íbúðina og skil- ur nú aðeins ein hurð á milli. Skæruliðarnir eru í 10 fer- metra stofu ásamt hjónunum. Engin hreinlætisaðstaða er á staðnum, en lögreglumenn hafa sent efnablöndusalerni ásamt vatni inn í stofuna. Ræningjarnir hafa krafist þess að fá mat og vindlinga senda, en lögreglumenn neituðu, nema skæruliðar slepptu konunni. Eftir nokkra umhugsun var því hafnað. Lög- reglan ætlar ekki að verða við neinum kröfum skæruliðanna, en aðeins bfða þar til þeir gef- ast upp þótt það kunni að taka vikur. Ræningjarnir hafa ekki hótað að gera gíslum sínum mein og eru sagðir nokkuð kurteisir f samtölum við lög- reglumenn. — Kjánalegt Framhald af bls. 2 rýr. Ég vildi t.d. sjálfur fá að ráða þvf, hvar ég veiddi, en freigáturnar úthluta okkur ákveðnu svæði. Helzt vildi ég á þessum tíma árs veiða úti fyrir Vestfjörðum. I raun er heldur ekkert við því að segja þótt eitt og eitt troll fari við þessar að- stæður — á því getum við togarasjómenn alltaf átt von. Evans sagðist vera ánægður með söluna á aflanum — hann hafi fengið rúmlega 130 krónur fyrir hvert kg, sem væri mjög góð sala. Hann var þá spurður að því, hvenær hann myndi halda aftur á tslandsmið og sagði hann þá: „Ég veit ekki hvenær við siglum, þvf að nú eru þessi jól að koma og við eigum ekki löndun aftur fyrr en f byrjun næsta árs og því getum við ekki selt aflann fyrr en eftir áramót. Þvf held ég ekki að við höldum af stað fyrr en um miðjan desember." Þá spurði Morgunblaðið Ev- ans hvernig hann hugsaði til hinna erfiðu vetrarmánaða, sem væru framundan við slikar kringumstæður. Evans sagði að hann óttaðist ekki veðrin. Tog- araflotinn myndi leita vars við Islandsstrendur og hann kvaðst ekki búast við því að fslenzk stjórnvöld væru svo ómannúð- leg að neita þeim um að fara í var. Að lokum spurði Mbl., hvort hann vildi segja eitthvað við lesendur blaðsins. Evans sagði: „Hvað get ég f raun sagt? Jú, ég vona að leysa megi þessa deilu á diplomatiskan hátt milli ríkisstjórnanna. Það ætti raun- ar að vera búið fyrir löngu. Og svo langar mig til þess að senda Gunnari Ólafssyni, skipherra á Ægi, mínar beztu jólaóskir." Það þarf vart að endurtaka það, að það var Ægir undir stjórn Gunnars Ölafssonar sem klippti á togvíra Evans hinn 3. desember sfðastliðinn. Sindra-Stál hf hefur um áraraðir séð íslenzkum byggingariðnaði fyrir járni og stáli, jafnframt því sem birgðastöð fyrirtækisins hefur kappkostað að hafa ætíð á boðstólum nýjungar, sem stuðla að betri byggingarháttum. SINDRA STÁL í dag býður Sindra-Stál h.f. ál til byggingaframkvæmda á vegum sjávarútvegs, stofnanana og einstaklinga. í birgðastöð- inni er jafnan úrval af bygginga-áli: — álplötum, flatáli, vinkiláli, ferköntuðu áli o.fl. Álklæðningar frá Sindra-Stáli h.f. hafa nú þegar sýnt sig að vera til hagkvæmni jafnt sem fegurðarauka. Skoðið álklæðningu á nýtízku byggingum og þér munuð vera okkur sammála um að „Sindra-álu er sérstaklega athyglisvert. SINDRA-STÁLHF Borgartúni 31 símar 19422-21684

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.