Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 31 A BORGARSTJÓÍINARFUNDI s.l. fimmtudag lagði Sigurjðn Pétursson fram tiilögu um að stofnað yrði sérstakt fram- kvæmdaráð til að hafa umsjón með stofnunum, er heyra undir embætti borgarverkfræðings. Skyidi ráðið leitast við að sam- ræma störf hinna ýmsu deilda og stofnana og vera borgarstjórn til ráðuneytis um verklegar fram- kvæmdir. I greinargerð taldi tillögu- maður stofnun slíks fram- kvæmdaráðs geta orðið til þess að stuðla að nánara sambandi kjör- inna fulltrúa og þeirra er hefðu með höndum verklegar fram- kvæmdir, en taldi jafnframt að nú færu um 3 milljarðar um hendur þessara aðila, án þess að borgarfulltrúar kæmu þar nærri. Jafnframt sagðist Sigurjón telja, að leggja mætti niður ýmsar nefndir á vegum borgarinnar, þannig að stofnun framkvæmda- ráðsins myndi ekki hafa í för með sér að nefndum fjölgaði. Markús Örn Antonsson taldi borgarráð fjalla að mjög verulegu leyti um þau verkefni, sem gert væri ráð fyrir að framkvæmdaráð annaðist, þvi að raunverulega væri borgarráð framkvæmdaráð, sem m.a. fylgdist náið með fram- kvæmdum á vegum borgarinnar og þeim framkvæmdum, sem fram færu á vegum borgarverk- Margar gerðir Fást víða Sendum gegn póstkröfu fræðings. Kvað hann samstarf borgarráðs við borgarstofnanir hafa gefið góða raun, og væri því ekki þörf á sérstöku fram- kvæmdaráði. Lagði hann siðan til að tillögu Sigurjóns Péturssonar yrði vísað frá og var það sam- þykkt með 9 atkvæðum borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á móti 6 atkvæðum minnihlutans. FÁLKINN* Suðurlandsbraut 8, sími 84670. Fiat 131 mirafiori 1300 / 1600 2ja og 4ra dyra station. Vél 75—85 ha. Eyðsla 1 0 I pr 1 00 km. Fyrirliggjandi til afgreiðslu strax. EIIMKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson hf SIÐUMULA 35, SIMAR 38845 — 38888 r Attrœð í gœr: Helga Jónsdóttir frá Gunnfríðarstöðum Helga frá Gunnfríðarstöðum var áttræð í gær. Hún fæddist 8. des. 1895 þáverandi búendum þar, Jóni Hróbjartssyni, ættuðum úr Arnesþingi og konu hans önnu dóttur Einars Andréssonar, ej> kenndur var við Bólu og kunnúr vegna gáfna sinna og þagmælsku. Helga ólzt upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs en þá andaðist móðir hennar. Sextán ára að aldri innritast hún á kvennaskólann á Blönduósi og að loknu námi þar dvelur hún um skeið við hjúkrunarnám og störf á Sauðárkróki. Þá var þar læknir Jónas Kristjánsson, og árið 1918 giftist hún Steingrími Davíðssyni, síðar skólastjóra á Blönduósi og yfirverkstjóra vegagerðar í Austur-Húnavatnssýslu. Þau Helga og Steingrímur eign- uðust 14 börn, og 2 þeirra létust í frumbernsku. Hin 12 komust öll til aldurs og eru nú velmetnir borgarar í þjóðfélagi okkar og má það teljast allgott framlag einna hjóna, einkum séu höfð f huga skilyrði þau er allur þorri manna bjó við þá. Um 40 ára skeið bjuggu þau hjón á Blönduósi og hlóðst þar á Steingrím fjöldi trúnaðarstarfa, sem orsökuðu umsvif, ferðalög og gestakonur til ábætis á mann- margt heimili. Arið 1959 lét Stein- grfmur af störfum og fluttust þau hjón þá til Reykjavíkur og eiga nú heima að Hofteigi 18 þar í bæ. Það sem hefir verið sagt er aðeins lausleg grind — nánast punktar — en innan þeirra er 80 ára æviskeið skapheitrar og við- kvæmrar gáfukonu. Uppeldi slíks barnahóps sem hér um ræðir krefst alls. Þar blanda geði erfiði og áhyggjur við unaðsstundir og bjartar vonir og undir leika „Brjóstsins stormar hugans hljóðu annir.“ Engin fær talið þær stundir, sem móðurástin fórnar afkvæmunum og enginn mælt þá gleði, sem gefin er að launum. Kvennaár kallast þetta herrans ár, sem senn líður að lokum og hafa konur nokkuð látið til sín Frá borgarstjórn heyra og krafizt réttar síns, fjarri sé mér að andæfa eðlilegum rétti kvenna, en einn er sá réttur sem ekki þarf að krefjast, hann hefir ávallt verið fyrir hendi, hinn göfugasti og vandasamasti sem nokkur fær á hendi haft — uppeldi kynslóðanna frá bernsku til manndómsára. „Og enginn kenndi mér eins og þú,“ segir síra Matthías. Vart þarf að efa að Helga hafi hneigzt til frekari mennta en kostur var á í æsku hennar og orðið þarmeðfærumað takast hvert það starf á hendur, sem þjóðfélag vort býður, svo er hún vel gerð, en hún átti bónda og „átti tíu unga“' — raunar urðu þeir 14 — og að heimilinu og þeim störfum, sem það krafði, var kröftunum beint og hvergi dregið af. En þrátt fyrir annir og örðug- leika hefir hún jafnan átt sam- fylgd með stormum sinnar tfðar, er víðlesin og smekkvís á bækur, ekki sízt ljóð enda vel hagmælt sjálf, þótt hún hafi það lítt í hámæli. Undirritaður hefir um langt skeið átt því láni að fagna að njóta hlýhugs og vináttu hinna merku hjóna Helgu og Steingríms. Ekki er þó stöðugt samstig um skoðanir á mönnum og málefnum og stund- um fær sjötugi strákurinn ádrep- ur hinna eldri og reyndari. Vel fer á þvf, bak við þær standa fylktu liði hreinskilni, skörp dóm- greind og velvild, þökk sé þeim samskiptum. Helga er myndarkona hin mesta og vel farin sýnum, þótt farfi æskunnar sé tekinn að fölna, hún hefir í fari sfnu og fram- göngu sameinað hlýhug og reisn hinnar lffsreyndu konu með marga sigra að baki og vel mun hún vita að „Allt hefðarstand er mótuð mynt en maðurinn gullið þrátt fyrir allt.“ Nú sitja þau Helga og Stein- grímur í Hliðskjálf sinni og skyggnast um í aftanskini áliðins dags. Fullvíst má telja, þótt áhugamálin séu mörg, að þar skipi hið fjölmenna skyldulið öndvegið, svo hefir jafnan verið. Gjarnan mega þau þó verða þess vör að vfðar eiga þau vini og eru ekki gleymd í heimahéraði. Afmæli eru jafnan óskastundir og þakka. Því notum við hjónin tækifærið, þökkum liðna daga og óskum hinu áttræða afmælisbarni og fjölskyldu þess allrar bless- unar á komandi tímum. Halldór Jónsson Tillaga um ráð á ráð ofan náði ekki fram að ganga Reiðhjól — þríhjól — stignir bílar 12. flokkur: Á morgun verður dregið í 12. flokki 31.500 vinningar aðfjárhæð 397.800.000 króna I dag er síðasti endurnýjunardagur 9 á 2.000.000 kr. 18.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 2.430 - 50.000 — 121.500.000 — 21.015 - 10.000 — 210.150.000 — 8.010 - 5.000 — 40.050.000 — 31.482 396.000.000 — Aukavinningar: 18 á 100.000 kr. 1.800.000 — 31.500 397.800.000 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.