Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9, DESEMBER 1875 13 Nýtt fyrirtæki í New York: Flytur út íslenzkar framleiðsluvörur NÝLEGA tók til starfa I New York nýtt fyrirtæki og er tilgangur þess að flytja út tslenzkar framleiðsluvörur s.s. húsgögn, ullarfatnað. listmuni o.fl. Nafn þessa fyrirtækis er Design Classics of Reykjavfk og er fyrir- tækið til húsa á 27. hæð stórhýsis á Manhattan án þar hefur það til um- ráða 80 fermetra húsnæði og er um helmingur þess sýningarsalur, sem ætlaður er til sýninga á islenzkum vörum. Tildrög þess að þetta fyrirtæki var stofnað voru þau, að ungur Bandarlkja- maður, Gay Overman, kom til íslands i fyrra og ætlaði aðeins að dvelja hér i nokkra daga. Hér dvaldi hann þó í þrjár vikur og að tveimur mánuðum liðnum kom hann aftur til íslands og hóf þá flugnám hér. Áhugi Gary Over- man fyrir útflutningi íslenzkrar fram- leiðsluvöru vaknaði, þegar hann kynnt- ist Islenzkum húsgagnaframleiðanda og eftir að hafa kannað möguleika á útflutningi Islenzkrar framleiðslu til Bandarikjanna ákvað hann að stofna i samvinnu við nokkra Islendinga og Bandarikjamenn tvö fyrirtæki og skyldi annað vera i Reykjavik en hitt I New York. Fyrirtækið I Reykjavik heitir DCR h.f. og er þvi ætlað að afla útflutningsvara og annast hönnun á íslenzkum út- flutningsvörum. Þó megintilgangur þessara tveggja fyrirtækja sé að flytja út Islenzkar framleiðsluvörur, er einnig ætlun forráðamanna fyrirtækjanna að — Launhelgar Framhald af bls. 12 löngun hefur hlotið svölun í boð- skap trúarinnar, og það eigi sízt eins og sá boðskapur hefur mótazt í heimullegum launhelgafélögum. Hversu sundurleit sem þau hafa verið á ýmsum tímum og með ýmsum þjóðum, má samt greina hinn sama rauða þráð, sem hér er reynt að rekja. Megináherzlan hefur verið lögð á hinar fornu launhelgar, þvf að þær eru sá grundvöllur, sem allar hinar sfðari eru á reistar." ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \1 M.\ SINi. \ >|\1I\\ I'. H: 22180 flytja inn til Islands vörur erlendis frá, þó sá þáttur eigi jafnan að vera I minnihluta I starfsemi fyrirtækjanna, og þá gert til að styðja stöðu fyrirtækj- anna. DCR h.f. I Reykjavlk er I eign fjög- urra íslendinga og Gary Overman en fyrirtækið I New York er einnig hluta- félag og er ætlunin að 20% hlutafjár þess verði t eign DCR h.f. I Reykjavlk. Óskað hefur verið eftir þvl við gjald- eyrisyfirvöld að heimild verði gefin til að yfirfara þetta fjármagn. Aðrir hlut- hafar fyrirtækisins I New York eru Gary Overman og ýmsir aðilar, sem hafa sérþekkingu á innflutningi og sölumál- um. Unnið er nú að stofnun útibús fyrirtækisins I Los Angeles og I Kanada, og I Kanada er fyrirtækið I sambandi við innanhúsarkitekt, sem mikið hefur fengizt við aðð velja hús- göng I skrifstofubyggingar og hefur hann mikinn áhuga að fá islenzk húsgögn á markað I Kanada. I samtali við Gary Overman kom fram, að þegar rætt er við Bandarikja- menn um innflutning á vörum frá (s- landi kvarta þeir sáran undan þvl hversu erfiðlega gangi að fá svör við fyrirspurnum og sendingar borist seint. Þá er einnig að vörur frá fslandi eru dýrar og þvl fremur litlir möguleik- ar á að hagnast á sölu þeirra. Aðstand- endur þessara tveggja nýju fyrirtækja hafa þvl ákveðið að leggja höfuð- áherzlu á að fara inn á dýran en jafnframt lltinn markað. Benti Gary Overman á að I þessum útflutningi mætti ekki fyrst og fremst hugsa um magnið heldur yrðu gæðin að sitja I fyrirrúmi. Nú þegar hafa verið smiðuð hús- gögn, sem sérlega eru hönnuð fyrir þennan markað og verða þau til sýnis I húsakynnum fyrirtækijins 1 New York Gary Overman sagði I samtalinu.-að eftir þeim undirtektum, sem hann hefði fengið vestanhafs væri hann bjartsýnn á að auka mætti útflutning Islenzkrar framleiðsluvöru, og sagðist gera ráð fyrir að á næsta ári flyttu fyrirtækin út Islenzkar vörur fyrir rúmlega 40 millj- ónir. ÞÉR TRYGGIÐ RÉTT LJÓSMAGN OG GÓÐA LÝSINGU MEÐ ÞVÍ AÐ VELJA RÉTTA PERU Engin ein pera getur fullnægt öllum kröfum yðar. Þess vegna býður OSRAM yður fjölbreytt úrval af hvers konar perum, til þess að þér getið valið rétta peru og það Ijósmagn sem þér þarfnist. Peru-úrval OSRAM gerir yður kleift að velja rétta lýsingu. OSRAM vegna gæðanna kX ' 4 WmJ JjJ VyJ JjJ LjJ JjJ J^J J^J CmJ JjJ LjJ JjJ <*jj {*jj jjj j j j j j j j j ^ j } V V' T*.v 'V' V' V' '*v '*v '*'• V- '*v '*v '*v '*v •'*'• ■'**■ '*v '*v '*v '> Ý v m & VEISTU 'M ..... HVAR iðnadarhusið ek ? ,v ÞAR RÍS NÚ VERSLUNARMIÐSTÖÐ. |»®SSsl§fÍÉI^BÍra vL HÖFUM ENNÞA TIL RAÐSTÖFUNAR i II 3OOm A JARÐWED og SOO m I & KJALLARA MEÐ 3ja m. LOFTHÆÐ og !<-< GODUM STIGAGANGI UPP A GÖTU HÆDINA -X Bílastæði t mibborgintti V ■ . ■ . L . ■ L 1 Ol ■!■ ■ i 1 i. * I wT^V^V^V^V t/C r*n r*n r*n pT'j/vr n ,> ,> m n n n rn n rn rn ro ri rn rn rn rn rn rn rn r<5 ro ‘ ro ro 1 r*o r*o 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.