Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 37
Biauðbær Veitingahús simar 25090-20490 Auk vinsæla matseðilsins, þá erum við alltaf með rétt dagsins, og í dag er það: Djúpsteiktur fiskur „Chantilly" eða lamba- lundir m/belgjabaunum, frönskum kartöfl- um og kryddsmjöri. Sé ykkur í Brauðbæ. Kiddi MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 ---— 37 VELVAKANDI 3. Vinningur Fiat — 1 27, er fimm manna bíll. 0 Alltof miklir peningar til Reglunnar Henrik Jóhannesson i Sand- gerði skrifar: „I tilefni af bréfi Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli frá 15. nóv. langar mig til að biðja fyrir þessar línur. Þar segir Halldór það vera blákalda lygi, að nokkur prósentutala af brenni- vinssölu renni til Góðtemplara- reglunnar, en í Visi þann 20. nóvember viðurkennir hann, að Áfengis- og töbaksverzlun rikis- ins leggi fram, lögum samkvæmt, 20 milljónir — ég endurtek 20 milljónir — á ári til að standa undir áfengisvörnum. Segið svo að templarar hafi engan ágóða af vínsölu, sem þeir sjálfir afneita. Ef þessi peningur frá ÁTVR er ekki fyrir tóbaks- og áfengissölu, ja, þá sprettur hann þar, því að þetta er það helzta, sem stofnunin selur. Svo vikið sé að Gæzluvistar- sjóði, — hver sér um hann og til hvers er hann? Hvert renna þessir peningar, og hvað er gert fyrir þá? Hvernig berjast templarar fyrir áfengis- sjúka? Halldór hefur gleymt að upp- lýsa okkur um það. Nú má ekki halda, að ég sé á móti Góð- templarareglunni, siður en svo, mér finnst bara, að alltof miklu fé sé veitt til Reglunnar, því að hún gegnir ekki því hlutverki að fullu, sem til hefur verið ætlazt. Ef t.d. drykkjusjúklingur vill hætta eða minnka drykkju, þá leitar hann ekki til Góðtemplara- reglunnar, heldur til Bláa bandsins eða heimilisins i Mos- fellssveit sem tekur sliku fólki opnum örmum, að ég hygg endur- gjaldslaust. Væri ekki hyggilegast að láta helminginn af þessari upphæð renna til þessa starfs, þvi að þar eiga slikir sjúklingar athvarf og aðhlynningu vísa. Annars mundi ég vilja láta kirkjuna eða rikið sjálft annast slik vandamál. Þann- ig mundu sparast 20 milljónir króna á ári. Henrik Jóhannesson." 0 Maður er nefndur Guðmundur Egilsson skrifar: „Sjónvarpið hefur á undanförn- um árum sýnt nokkra viðtalsþætti við ýmsa þjóðkunna menn og kon- ur. Þættir þessir hafa verið mis- jafnir að gæðum, en yfirleitt mjög góðir. Flestir viðmælendur hafa verið nokkuð við aldur, en svo vel andiega hressir, að aðdáunarvert greinilega að ég kæmi ekki auga ð hann. En ég sé nú alveg prýðflega, sérstaklega það, sem er langt I burtu, svo að ég er hér um bil hundrað prósent viss um að sá sem þarna var — var Susann Motander. Susann — þessi hversdagslega og óspennandi kvenmaður sem hafði virzt svo pottþétt og sann- sögul I fyrstu. Meira að segja hún hafði þð einhverju að ieyna. Hún fitlaði óstyrk með fringrum sér og tautaði: — Jú, það er alveg rétt. Ég var þarna. Ég heyrði f Friedeborg og ég vildi ekki að hún vissi að ég væri að snuðra f kringum Sandellshúsið og þess vegna reyndi ég að fela mig. Tekla Motander virtist alger- lega hafa misst málið en Christer Wijk sagði rólega og vingjarn- lega: — Og segið mér þð ungfrú Motander, hvað voruð þér að gera á þessum stað ð aðfangadegi? Susann virtist ðkaflega föl f svarta kjólnum sfnum, en eyrna- sneplarnir glóandi rauðir. — Ég var að fylgjast með Márten, sagði hún eymdarlega. — Ég sð að mótorhjólið hans stóð Vinningar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins Hæ, ég er Kiddi, kokkur í Brauðbæ 1. Vinningur TOYOTA—CARINA 1600, 4 dyra. Guðmundur Egilsson." Ingvar Agnarsson.“ 2. Vinningur SIMCA-styrktur fyrir islenzkar aðstæður. er, enda allir fengizt við þroskandi störf i þjóðfélaginu eða orðið fyrir mikilli lífsreynslu. Eiga stjórnendur sjónvarps mikl- ar þakkir skildar fyrir slíka fram- sýni. Ég held einmitt, að þarna sé markvert efni og mikið verk að vinna, en hins vegar er nauðsyn- legt að hafa hraðann á, svo EIli kerling verði ekki á undan. Allt slíkt efni er mjög lærdómsrikt, þótt það eigi kannski meira erindi til þeirra, sem komnir eru yfir miðjan aldur, enda eru þeim per- sónurnar oft betur kunnar en þeim yngri. 0 Bóndinn og fræðimaðurinn Sunnudagskvöldið 16. nóvem- ber sýndi sjónvarpið skemmti- legan þátt. Var þar kominn bónd- inn og fræðimaðurinn Jón Norð- mann Jónasson ásamt Magnúsi Gislasyni á Frostastöðum. Jón þekkja margir, Reykvíkingar, enda'fékkst hann við kennslu hér í fjölda ára. Ég hygg, að margur hafi hugsað til þeirra ára með hlýju þegar Jón stóð við kennara- púltið og sagði sögur, sem hrifu titla áheyrendur svo mjög, að þær raáttu helzt engan endi hafa. Jón yfirgaf borgarlifið að fullu fyrir um það bil 20 árum og býr nú einn á Selnesi á Skaga, þar sem hann helgar sig fræðimennsku og bústörfum. Jón er nú að skrifa ævisögu sina. Hygg ég, að margan fýsi að sjá hvað gamli maðurinn hefur að segja, enda fjölfróður mjög. Ég hef orðið þess var, að slíkir þættir vekja umtal og þykja hinir merkustu. Nú vil ég koma þvi á framfæri við forráóamenn sjón- varps, að þeir hafi þætti þessa oftar. Það má vel vera, að misjafn- lega gangi að fá menn í þáttinn, en ég held, að með lagni ætti það að takast. HÖGNI HREKKVlSI 0 Hver er undirrót slysa? Ingvar Agnarsson skrifar: „Eins og kunnugt er stafa lang- flest umferðarslys af óaðgæzlu en i hverju lýsir sér þessi óaðgæzia? Einkum i þvi að menn verða eins og frávita um stundarsakir, eða eins og þeir missi ráð og rænu. Þar sem umferð er mikil, eins og sums staðar í Reykjavik, verða ökumenn að beina athygli sinni að umferðinni og sínum eigin ökuháttum. Ef menn gleyma sér andartak geta af því hlotizt stór- kostleg slys. Athyglin hverfur, hugurinn slævist, og ökutækið rennur áfram eins og stjórnlaust væri á hvað sem fyrir er. Mér dettur i hug hvort unnt sé að Ieita skýringa á þessari andar- taksslævingu athyglinnar og vitsins, sem svo mörgum slysum veldur, og hvort unnt mundi að ráða þarna bót á. Samkvæmt kenningu dr. Helga Pjeturss í Nýalsbókum hans streyma stöðugt til jarðarinnar áhrif frá lifsstöðvum annars staðar i alheimi. Eru áhrif þessi sum góð og magnandi, en Önnur ill og afmagnandi, og fer þetta eftir ástandi og innræti þeirra mannvera eða mannkynja, sem áhrifin stafa frá. Og allir verða fyrir þessum áhrifum að ein- hverju leyti, þótt ekki viti menn um þau. 111 og afmagnandi eru þau áhrif, sem valda slævingu hugans og athyglinnar þegar mest þarf á henni að halda. Ég held, að mjög mundu menn eflast og slysum fækka ef almennt væri hugsað til hinna fullkomnari lifstöðva annars staðar i alheimi. Muni ekki einmitt sú hugsun og sá skilningur opna leið til aukinn- ar lífmögnunar og bættra lifsam- banda við lengra komna íbúa ann- arra stjarna? Og mundi ekki sú aukning orkuaðstreymis leiða til færri umferðarslysa og draga úr hvers konar óhöppum öðrum? 11-27 Velvakandi svarar í sima 10-100 kl, 14—15, frá mánudegi til föstu- dags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.