Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 177. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter félli fyrir Reagan og Baker (Símamynd AP) Fidel Castro þjóðarleiðtogi á Kúbu ásamt tveimur hermönnum sandinista í Nicaragua. en þeir komu til Havana og færðu Castro riffil þann er hann heldur á. Samveldisfundurinn í Lusaka: Aukin bjartsýni á sam- komulag um Rhódesíumálið Washington. 3. ágúst. AP, Reuter. NÝJUSTU skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda til þess, að færu forsetakosningar fram í landinu nú myndu repúblikan- ftalía: Cossiga talinn eiga möguleika Róm. 3. ágúst. Reuter. AP. FRANCESCO Cossiga. sem falin hefur verið stjórnarmyndun á Ítalíu, átti í dag viðræður við aðra stjórnmálaleiðtoga, en vax- andi óþreyju gætir nú f landinu vegna þess hve stjórnarmyndun hefur dregizt á langinn. Talið er að Cossiga hafi allgóða möguleika á að mynda ininni- hlutastjórn kristilegra demokrata með stuðningi nokkurra smá- flokka, en afstaða Sósíalistaflokks Bettinos Craxi, er þó talin mundu ráða úrslitum. Fáist Craxi, sem sjálfur reyndi að mynda stjórn í tvær vikur, til þess að veita Cossiga hlutleysi má telja víst að þeim síðarnefnda takist að mynda stjórn. Cossiga er 51 árs Sardiníumað- ur, sem varð þekktur utan Ítalíu í fyrra er hann gegndi störfum innanríkisráðherra, þegar Aldo Moro var rænt. Hann sagði af sér vegna gagnrýni á störf hans í því máli og hlaut virðingu margra fyrir. arnir Ronald Reagan og Howard Baker báðir bera sigurorð af Carter forseta. Hins vegar mundi Edward Kennedy öldungadeild- arþingmaður sigra þá báða, Reagan og Baker. Reagan, sem |nú er 67 ára að aldri, var ríkis- stjóri f Kaliforníu á árunum 1966 — 74, en Baker er öldunga- deildarþingmaður frá Tennessee-fylki og er leiðtogi flokks sfns í öldungadeildinni. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar ABC-fréttastofunnar og Louis Harris-stofnunarinnar fengi Reagan 51% atkvæða en Carter 44% færu kosningar fram nú, en Baker hins vegar 48% gegn 43% Carters ef þeir leiddu saman hesta sína. Kennedy fengi hins vegar 59% í kosningum gegn Reagan, sem fengi 36%, en í framboði gegn Baker fengi Kennedy 60% atkvæða en Baker 34%. Lusaka. 3. ágúst. AP. Reuter. NOKKURRAR bjartsýni gætti á samveldisráðstefnunni í Lusaka í Zambíu f dag á að takast mætti að samræma stefnu brezku stjórnarinnar og stefnu flestra Afríkurfkjanna á ráðstefnunni í málefnum Zimbabwe-Rohdesfu. Julius Nyerere, forseti Tanzanfu, sem lengi hefur verið einn herskáasti stuðningsmaður skæruliðaforingjanna Joshua Nkomos og Robert Mugabes sagði f dag f ræðu, að nauðsyn- legt væri að koma á vopnahléi og hqlda ráðstefnu með þátttöku allra þeirra, sem málið snertir. Gnindvöllur væri fyrir sam- komulagi um nýjar kosningar f landinu undir alþjóðlegri yfir- stjórn og um nýja lýðræðislega stjórnarskrá. Nyerere sagði, að hann gæti fallist á að hvítir menn í Zim- babwe-Rhodesíu fengju hlutfalls- lega fleiri sæti í þinginu en blökkumenn, en hann stakk jafn- framt upp á því að samveldis- löndin settu á stofn sameiginleg- an sjóð til að styrkja þá hvítu menn til brottfarar, sem flytjast vilja burt. skæruliða Tel Aviv, 3. áKÚst. AP. Reuter. ÍSRAELSKIR herflokkar gerðu í nótt skyndiárás á tvennar búðir Palestfnuskæruliða f Suð- ur-Lfbanon. Að þýi er talsmað- ur ísraelshers sagði f dag, voru búðirnar eyðilagðar, fjöldi skæruliða drepinn og nokkurt magn vopna tekið herfangi. Búðirnar, sem ráðist var á, eru um 15 kílómetra innan landa- mæra S-Líbanons, og segja ísraelsmenn að þær hafi verið notaðar sem bækistöðvar fyrir hryðjuverkaárásir skæruliða inn Nyerere varaði á hinn bóginn I við því að Bretar léttu efnahags- legum refsiaðgerðum einhliða af Zimbabwe-Rhodesíu og sagði það | aðeins mundu draga borgara- stríðið í landinu á langinn og blanda öðrum þjóðum í það. Margaret Thatcher forsætis- ráðherra Bretlands sagði að stjórn sín mundi innan tíðar leggja fram nýjar tillögur til lausnar Zimbabwe-Rhod- esíu-málinu, en hún lagði áherzlu á að ekki væri hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd, að forseti landsins væri nú Afríkumaður sem og forsætisráðherrann og meirihluti þingsins, þótt núver- andi stjórnarskrá landsins væri gölluð. Utanríkisráðherra Nigeríu sagði á hinn bóginn, að stjórn sín myndi endurskoða afstöðu sína til aðildar að brezka samveldinu fengist ekki niðurstaða sem í Líbanon í ísrael. Engir ísraelskir her- menn féllu í árásinni. Búðirnar voru skammt frá landamærasvæðum þeim, sem eru á valdi gæzlusveita Sameinuðu þjóðanna, mannaðar hermönnum frá Noregi og Nígeríu, en talið er að ísraels- mennirnir hafi komist óséðir yfir gæzlusvæðið. Sýrlenzkir hermenn, sem eru á landamær- um Sýrlands og Líbanons nokkra kílómetra í burtu frá búðunum, höfðu heldur ekki afskipti af árásinni. I stjórninni líkar, en Nígeríumenn hafa tekið mjög harða afstöðu gegn stjórn Muzorewa biskups í I Zimbabwe-Rhodesíu. A-Þýzka- land mót- mælir form- lega við Rúmeníu Austur-Berlín, 3. ágúst. Reuter, AP. AUSTUR-ÞÝZKA stjórnin heí- ur formlega mótmælt við rúm- ensk stjórnvöld ákvörðun þeirra um að hætta að selja öðrum erlendum ferðamönnum í Rúmeníu benzín en þeim sem greiða fyrir með vestrænum gjaldeyri. Er þetta í fyrsta sinn í háa herrans tíð, sem ríkisstjórn í Austur-Evrópu mótmælir opin- berlega stjórnvaldsaðgerð í öðru kommúnistaríki í álfunni. Önnur ríki í Austur-Evrópu hafa einnig tekið umrædda ákvörðun Rúm- eníustjórnar mjög óstinnt upp, enda eru mörg þúsund ferða- menn frá þessum löndum á ferðalögum í Rúmeníu á þessum árstíma, langflestir án vestræns gjaldeyris. Rúmeníustjórn tók ákvörðun þessa til þess að freista þess að draga úr benzín- notkun í landinu, en framkvæmd hennar hefur nú verið frestað til 10. ágúst. Er búizt við því að þeir ferðamenn, sem urðu stranda- glópar í þá tvo daga, sem benzín- söluákvörðunin var í gildi, hafi nú hraðar hendur og keyri heim á leið. látinn Stokkhólmi, 3. ágúst. Frá önnu Bjarnadóttur fréttaritara Mbl. PRÓFESSOR Bertil Ohlin, nób- elsverðlaunahafi í hagfræði og fyrrum formaður Frjálslynda flokksins í Svíþjóð, lézt i dag (föstudag). Banamein hans var blóðtappi. Hann var fæddur á Skáni vorið 1899 og var því áttræður er hann lézt. Bertil Ohlin lauk prófi í hag- fræði frá háskólanum í Lundi aðeins 29 ára gamall og doktors- prófi frá Stokkhólmsháskóla fimm árum síðar en magistersprófi hafði hann lokið við Harvardháskóla í Bandaríkjunum 1923. Hann starfaði bæði sem fræði- maður og stjórnmálamaður. Hann gegndi prófessorstöðum í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð, lengst við viðskiptahá- skólann í Stokkhólmi. Nobelsverð- launin fékk hann árið 1977 fyrir að leggja grundvöllin að nútíma kenningum hagfræðinga um al- þjóðaviðskipti. Hann var heiðurs- félagi hagfræðifélaga úti um allan heim. Bertil Ohlin var formaður Frjálslynda flokksins á árunum 1947—1970. Hann var fyrst kosinn á þing 1939 og sat þar í 31 ár. Ohlin var viðskiptaráðherra, 1944—1945 en annars alltaf í stjórnarandstöðu og lengst af leiðtogi hennar. Að honum látnum sagði Tage Erland- er, fyrrum formaður jafnaðar- mannaflokksins og forsætisráð- herra 1946—1969, að þátttaka eins fremsta hagfræðings Svía í stjórnmálum hefði verið þjóð- inni mjög mikils virði. Ola Ullsten, forsætisráðherra og núverandi formaður Frjálslynda- flokksins, sagði að líklega hefði enginn einn maður haft jafnmikil og góð áhrif á stefnu frjálslyndra í Svíþjóð og Bertil Ohlin. Bertil Ohlin hafði gaman af að segja Islendingum frá því að hann kynntist eftirlifandi konu sinni á alþingishátíðinni á íslandi 1930. ísraelsmenn ráðast á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.