Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 25 trúar borgarinnar gerðu samn- ing við ráðuneytið um þetta mál, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins gátu alls ekki sætt sig við. í þessari samningagerð kom fram mikið ósjálfstæði gagnvart rík- inu og virtist sem ríkismenn hreinlega spiluðu á það í hverju atriðinu á fætur öðru. Niður- staðan varð samningur, sem var óhagstæður borginni við ríkj- andi aðstæður og greiddu borg- arráðsmenn Sjálfstæðisflokks- ins atkvæði gegn samningum í borgarráði eftir að hafa gagn- rýnt mörg efnisatriði hans. Samning- arnir um Lands- virkjun Fjórðu samningar vinstri meirihlutans við ríkisvaldið eru samningarnir um Landsvirkjun. Þeir samningar eru mikilvæg- astir, enda mestu verðmætin í húsi. Þeir endemissamningar hafa rækilega verið gerðir að umtalsefni hér í blaðinu og verður það ekki gert nánar á þessu stigi. Það skal þó ítrekað, að hagsmunir Reykvíkinga hafa mjög verið bornir fyrir borð í þeim samningum og bætir þar i engu um það yfirklór, sem birzt hefur í blöðunum undanfarna daga í formi greinargerðar frá samningamönnum borgarinnar. Allt á sömu bókina lært Allir þessir fjórir samningar, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, eiga það sameigin- legt, að illa hefur verið haldið á málum Reykvíkinga við þá samningsgerð. Svo er að sjá, sem vinstri mennirnir í borgarstjórn séu heillum horfnir um leið og þeir setjast að samningaborði með fulltrúum cinstri ríkis- stjórnarinnar. I hverju stórmál- inu af fætur öðru semja þeir af sér mikil verðmæti og mikla hagsmuni. þeir þvert gegn uppkasti Haf- réttarsáttmálans, beint gegn einstökum greinum og gegn öll- um anda þess. Þá væri um að ræða hreint siðleysi og árás á íslenzka lífshagsmuni, sem við hlytum að svara með öllum tiltækum og friðsamlegum ráð- um, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Þegar fiskifræðingar eru sam- mála um, að ekki megi nú veiða meira en rúman þriðjung þess magns af íslenzku loðnunni, sem óhætt var talið að veiða fyrir tveim árum og íslendingar sátu einir að, þar til Norðmenn komu á miðin í fyrra, er ljóst, að ríflegur er sá skerfur, sem við höfum fallist á, að Norðmenn megi veiða. Á sama hátt er augljóst að fjarlægum þjóðum er með öllu óheimilt að ráðast inn á þessi mið. Mjög ber því að fagna yfirlýsingu forsætisráðherra um harkaleg viðbrögð, ef t.d. Rússar ætluðu að hefja veiðar og eyði- leggja loðnustofninn. Nei, Norðmenn veiða ekki nema 90 þús. tonn. Ef þeir gerðu það, jafngilti það yfirlýsingu þeirra um, að þeir hefðu í Ráð- herrabústaðnum ætlað að ginna íslendinga (eða „blackmaila") til að fallast á einhliða norsk yfir- ráð á Jan Mayen-svæðinu, svo að þeir gætu á næstu árum drepið allt sem kvikt er. Auk þess legg ég til, að Norð- menn og íslendingar geri þegar í stað frambúðarsamninga á sanngirnisgrundvelli í anda Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Magni Kristjánsson skipstjóri á Berki: „Megum ekki semja af okkur hagsmuni fyrir nokkur tonn af loðnu” — MÉR finnst meginmálið vera það hvort Norðmenn stoppa við eitthviert ákveðið mark og þá hvar, með öðrum orðum hvort veiðunum verði stjórnað eða þær verði stjórnlausar, sagði Magni Kristjánsson skipstjóri á afla- skipinu Berki frá Neskaupstað er Morgunblaðið spurði hann í gær álits á loðnuveiðum Norðmanna við Jan Mayen. — Norðmenn eiga leikinn næstu vikurnar því loðnan gengur í átt til Jan Mayen, sagði Magni. — Ég sé ekki ástæðu fyrir okkur að fara af stað. Reynslan hefur sýnt okkur að það er ekki gott hráefni, sem fæst á þessum tíma og mikill kostnaður yrði samfara því að halda flotanum þarna norður frá. Með þvi að fara af stað gætum við skemmt fyrir Norð- mönnum, en þó mest fyrir okkur sjálfum, því Norðmenn taka það sem þeir ætla sér á þessum slóð- um. — Fiskifræðingar hafa lagt til að ekki verði veitt meira en 600 þúsund tonn í haust og næsta vetur og ég tel hyggilegra að við reynum að fá okkar afla þegar verðmæti loðnunnar er meira en nú og á skemmri tíma og þá um leið kostnaðarminni hátt. Ef Norðmenn og jafnvel flotar ann- arra þjóða taka kannski 3—400 þúsund tonn þarna við Jan Mayen er stór hætta á ofveiði, en ég vona að til þess þurfi ekki að koma. Þá gæti farið svo að við þyrftum að draga loðnuveiðar okkar verulega saman eða jafnvel að þeim yrði sjálfhætt, en ég vona að til þess komi ekki. — Þó það sé bölvað að sitja aðgerðarlaus, þá held ég að það sé skárri kostur heldur en að ana af stað. Við megum ekki semja af okkur hagsmuni, sem nú eru ef til vill ekki í sjónmáli, fyrir nokkur tonn af loðnu. Þó svo að samkomu- lag næðist á næstu vikum milli íslendinga og Norðmanna þá kæmist það varla í gagnið fyrr en á næstu vertíð úr því sem komið er, en ég endurtek að meginmálið er, að Norðmenn stoppi við eitt- hvert ákveðið, skynsamlegt mark. Á það þarf að leggja alla áherzlu, sagði Magni Kristjánsson að lok- um. Þess má að síðustu geta að Börkur hefur undanfarið verið í vélarskiptum í Noregi, skammt sunnan við Bergen. Upphaflega var reiknað með að skipið kæmi heim í byrjun júlímánaðar, en eilífar tafir hafa komið í veg fyrir að svo yrði. í reynsluferð fyrir nokkru kom í ljós að legur utan um skrúfuöxul ofhitnuðu og er ekki vitað hvenær nauðsynlegum viðgerðum lýkur. Pétur Stefánsson skipstjóri á Pétri Jónssyni: r ..Astæða til að endur- skoða h vað við ger um ’ ’ - NORÐMENN eru komnir þarna með stóran flota og ég er ekki búinn að sjá að hann verði stöðvaður svo fljótt ef vel aflast, þá er ekki auðvelt að segja allt í einu nú verðið þið að koma heim, sagði Pétur Stefánsson skipstjóri á Pétri Jónssyni er Morgunblaðið spurði hann í gær hvernig afla- skipstjóra liði þessa dagana þegar loðnufréttir bærust frá Jan Mayen-svæðinu. Pétur benti á að miklum afla væri fljótt náð ef 150 skip væru við veiðarnar, slíkur floti gæti náð 100 þúsund tonnum á innan við vikutíma. — Ég hef persónulega alltaf verið þeirrar skoðunar, að ef við þurfum að takmarka loðnuveiðarn- ar, þá eigum við að gera það þegar arðsemi loðnunnar hefur verið sem minnst, sagði Pétur. Það hefur einmitt verið þessi tími og þá sérstaklega erfiður fyrir verksmiðj- urnar og þar af leiðandi hefur verðið ekki verið hátt. Þess vegna hafa menn verið rólegir. — Þarna er opið hafsvæði eins og er og ég er hræddur um að þarna komi inn fleiri þjóðir. Mér finnst ástæða til að það verði endurskoðað hvað við eigum að gera ef þetta verður látið ganga svona óbeizlað. Ef aðrar þjóðir geta bætzt við án nokkurra hafta getum við ekki, sem liggjum næst þessu, setið aðgerða- lausir og horft á. Éf að þeir fara ekki að leysa þessi mál og fá hlutina á hreint þýðir ekkert fyrir okkur að bíða meðan hinir veiðá loðnuna okkar. — Menn hafa alltaf reiknað með að loðnuveiðarnar byrjuðu 20. ágúst, en skipin eru mörg tilbúin og önnur þurfa lítinn tíma til að gera allt klárt. Hins vegar ef þetta hefði allt verið í föstum skorðum og menn vitað að hverju þeir gengju, þá hefði ég ekki talið tímabært að byrja. Ef aflahámark Norðmanna væri ákveðið 90 þúsund tonn og engin ótti væri við þriðju þjóð þá væri ekki ástæða til að fara af stað, en nú eru ýmsar blikur á lofti. — Það hefur verið látið í ljós við okkur að Norðmenn myndu ekki veiða meira en 90 þúsund tonn, við gætum verið öruggir með það, en síðan er hverjum og einum frjálst að efast um það. Norðmennirnir eru að enda makrílveiðar sínar núna og loðnuveiðarnar í Barentshafi byrja ekki fyrr en um miðjan þennan mánuð. Þannig er þessi tími dauður fyrir Norðmenn nema þeir fái loðnu við Jan Mayen. Norsk stjórnvöld hafa auglýst öll þessi mál mjög í Noregi og eins og staðan er í dag þá lítur þetta alls ekki vel út, sagði Pétur Stefánsson að lokum. Bjarni Jakobsson, formadur Idju: Hlutskipti ófaglærðra Stór hluti "iðnverkafólks vinnur nú að miklum hluta framleiðslu- iðnaðar, er fyrir ekki allmörgum árum var nær eingöngu unninn af iðnlærðum mönnum. Hver iðn- greinin af annari hverfur orðið í æ i'^kara mæli til fjöldaframleiðslu, og er nú svo komið, að þáttur ófaglærðra og iðnlærðra er orðinn um það bil jafnmikill í framleiðsl- unni. Með aukinni vélvæðingu í allflestum greinum iðnaðar, svo og ört vaxandi tækni hefur fram- þróunin í raun orðið sú, að iðnað- urinn krefst orðið jafnhliða sér- menntunar og starfsþjálfunar, til handa þeim fjölmörgu er að fram- leiðslunni vinna. Það er því höfuð- nauðsyn að þannig sé búið að innlenda iðnaðinum að hann geti keppt við aðrar atvinnugreinar í landinu hvað vinnuafl snertir, því framtíð hans er ekki hvað síst undir því komin, að hann geti keppt við aðrar atvinnugreinar í landinu hvað vinnuafl snertir, því framtíð hans er ekki hvað síst undir því komin, að hann hafi á að skipa sérþjálfuðu og hæfu starfs- fólki. Þar sem nú er svo komið að óiðnlært fólk tekur orðið jafnmik- inn þátt í framleiðslunni og raun ber vitni, og að sérhæfingin er hlutverk allra, hvort sem er óiðn- lærðra eða faglærðra, er það orðin knýjandi þörf að sem flestir óiðn- lærðir fái tækifæri til menntunar til jafns við aðra, í hinum ýmsu greinum iðnaðar, en margir óiðn- lærðir hafa unnið þessi störf í áratug eða áratugi. Á vinnumark- aðinum er þegar á heildina er litið í dag, of stór hópur fólks, sem lítinn lærdóm hefur hlotið og eygir litla eða enga möguleika til frekari menntunar. Það er óviðun- andi og nær gersamlega óþolandi, að í okkar nútímaþjóðfélagi skuli það vera svo. Verður því að vinna bráðan bug á að ráða á þessu varanlega bót. Framþróunin Fyrir ekki allmörgum árum unnu nær eingöngu faglærðir menn í allflestum greinum hins verkskipta iðnaðar. Með breyttum vinnsluháttum, svo og ört vaxandi framþróun, hefur raunin orðið sú, að í mörgum tilvikum er þessu á annan veg farið nú. Vinnan hefur færst í æ ríkari mæli yfir á hendur ófaglærða fólksins. Tökum fataiðnaðinn sem dæmi, þar sem yfir 90% hans er nú unnin af ófaglærðu fólki. Við megum held- ur ekki loka fyrir því augunum, að þróunin er að færast í þessa átt í mun fleiri iðngreinum, þar er til að nefna húsgagnaiðnaðinn, járn- iðnaðinn, svo nokkuð sé nefnt. Þar sem hinir svökölluðu, „aðstoðarmenn" eru fyrir löngu farnir að vmna mörg þau sömu störf og hinir faglærðu, í viðkom- andi greinum. Þetta er þegar farið að skapa fleiri vandamál en að framan greinir. Þar má líka nefna launabilið, svo og það, að mörgum iðnaðarmönnum finnst vera geng- ið all nærri þeirra rétti. Það þarf að vinna að því að komið verði á þrepmenntun, í sem flestum iðngreinum, og að hvert þrep, eða áfangi, gefi viðkomandi viss réttindi, sem svo í framhaldi leiddu til fullra iðnréttinda — löggildingar. Framleiðsluiðnaður Allflest iðnfyrirtæki hér á landi, hafa verið stofnuð af mönn- um með litla sem enga sérþekk- ingu í viðkomandi framleiðslu- grein. í mörgum tilvikum hafa fyrirtækin náð að dafna, og orðið til þess að eiga sívaxandi þátt í að bæta á tiltölulega fáum árum afkomu þjóðarbúsins. En til að stuðla að frekari framgangi íslensks iðnaðar, þarf að gera hverjum og einum kleift að öðlast alla þá menntun, er til þarf og hann æskir, svo og aukið atvinnu- öryggi. Einnig þurfa allflestir atvinnurekendur að afla sér frek- ari þekkingar á rekstri fyrirtækja og hagræðingu, sem og stjórn- fræðslu. Á þeim 50 árum sem liðin eru frá því að iðnlöggjöfin var sett hefur orðið á stór breyting í þjóðfélaginu, en árið 1927 voru iðngreinar fáar og verksmiðjuiðn- aður nánast enginn. Þetta vill oft gleymast í önn dagsins. Þá ber því ekki að neita, að almenn menntun hefur aukist all verulega, og verk- menntun hefur jafnhliða vaxið, því að skapast hefur ört vaxandi verksmiðjuiðnaður. Það hefur margt gerst og áunnist á tiltölu- lega fáum árum. En við verðum ætíð að horfast í augu við þá staðreynd að ekki verður allt gert í einu. Engu að siður megum við varast það að staðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.