Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 sLag B ra rinu rz með litla plötu son, Steingrímur Óli Sigurðsson, Baldur Pétursson, Eva Albertsdóttir, Erna Þórarinsdóttir og Erna Gunnarsdóttir. Þær Ernurnar og Eva hafa nú um tíma sagt skilið við Hver Þar sem bær hafa gerst Brunaliöar í ferö Brunaliðsins um landiö, en væntanleg er frá Þeim plata innan tíðar. í stað söngtríósins hefur verið fengin ein söngkona, Heiða Ingimundardóttir. Hljómsveitin mun vera á leiðinni til Færeyja til dans- leikjahalds en Þess utan mun hún halda sínu striki og einbeita sér að peim markaöi sem fyrir hendi er á norðurlandi. Hljómplötuútgáfan hf. gefur út plötu Hvers. Hver heitir hljómsveit frá Akureyri, sem hefur leikið par um nokkurra ára skeið við góöar undirtektir norðanmanna að sögn. Hver gaf út sína fyrstu plötu í síöustu viku, litla tveggja laga plötu með tveim frumsömdum lögum, „Helena,, og „Ég elska Þig“ en lögin voru hljóðrituð í Hljóðrita í Hafnarfiröi undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, Bruna- liösstjóra Þessa dagana. Á plötunni er hljómsveitin Hver skipuð Þeim Þórhalli K. Vogar og Hilmari Þór Hilmarssyni, en Þeir eiga heiöurinn af lögunum, auk peirra eru í hljómsveitinni Leifur Hallgríms- Fyrir rétt rúmum níu árum, eða í maí-mánuði árið 1970, bárust söngvari og lagasmiður hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, Peter stóð hljómsveitin á hátindi frægðar sinnar og lög eftir Peter Green The World“ og „Oh Well“ höföu skipað hljómsveitinni í flokk með heimsins. Síöan þá hefur lítiö frétzt af Green, en þó var vitað aö hann haföi selt síöasta gítarinn sinn fyrir nokkrum árum og aö flestra mati var þaö borin von, aö hann myndi nokkurn tíma aftur ieika inn á hljómplötu. Þaö var því eölilegt aö útkoma nýrrar breiöskífu meö kappanum, „In The Skies“, vekti mikla athygli, en skífa þessi kom út fyrr á árinu. Á henni þykir Green sanna aö hann hafi engu gleymt og víst er aö fyrir gamla Fleetwood Mac aödáendur er plata þessi sem sending af himnum ofan. Sú staöreynd aö Peter Green hefur dregiö sig út úr skarkala heimsins hefur valdiö því að ýmsar slúðursagnir hafa komizt á kreik um störf hans og lifnaö. Sem dæmi má nefna aö sagt var aö hann byggi í þýzkri kommúnu, ynni sem grafari, heföi unniö sem sjúkraliöi á hóteli, benzínafgreiðslumaöur og einnig reynt fyrir sér í hótelrekstri. Þegar hann síöan skrifaöi undir samning hjá PVK útgáfufyrirtækinu, sem er smáfyrirtæki, og hóf aö leika inn á hljómplötu snemma árs í fyrra, haföi hann áöur veriö nokkra mán- uöi á geðveikrahæli og um tíma var hann meira aö segja í fangelsi. Ástæöan fyrir því aö hann fór á geöveikrahæli var sú aö áriö 1977 lenti hann í rimmu viö fjárhalds- mann sinn. Green ógnaöi honum meö riffli og heimtaöi aö þeir hættu aö taka viö því fé, sem Green fékk fyrir höfundaréttinn af lögum sín- um. Upphæöin sem um var aö ræöa var jafnviröi 25 milljóna króna á ári. Peter Vernon Kall, einn af for- stjórum PVK, hefur sagt að þegar Green hafi skrifaö undir samninginn viö þá hafi líkamlegt ástand hans veriö slæmt. „Hann var eins og klipptur út úr „One Flew Over The Cuckoo's Nest“. Hann boröaöi meö höndunum og var „uppdópaöur" af alls konar lyfjum. Green sagði eitt sinn viö mig aö hann heföi ekki getaö þolaö aö vera á geöveikra- hælinu, fólkiö heföi veriö aö gera hann brjálaöan." Ööru máli gengdi um veruna í fangelsinu, sem Green fannst allt aö því þægileg. „Hann gat setiö og talað viö moröingja og kynferöis- afbrotamenn á jafnréttisgrundvelli og haft gaman af því. Honum fannst allir afbrotamennirnir áhugaveröir og lagöi sig fram viö að kynnast þeirn," segir Kall. Þegar upptökur á nýju plötunni hófust haföi Green ekki leikiö á gítar í sex ár. Fyrst í staö varð hann svo aumur í fingrunum af aö leika, aö hann gat ekki spilaö lengur en í hálftíma í einu. Meöan á upptökunum stóö var Green mjög tæpur. Annaö hvort var hann fullur af áhuga, eöa hann lét ekki sjá sig. En þegar hann mætti í stúdíóiö lék hann viö hvern sinn fingur og hann naut þess sífellt meira og meira að spila. Ástæöan fyrir því aö hann skrif- aöi undir samning viö PVK er sú aö þaö fyrirtæki hefur engin áform um aö gera hann aö stjörnu é nýjan leik. Ef Green hefur áhuga getur komið til greina aö gefa út aöra Þær fregnir að aðalgítarleikari, Green, væri hættur í henni. Þá á borð við „Albatross“, „Man Of virtustu og beztu hljómsveitum plötu, en um þaö segir ekki neitti samningnum. Útgáfufyrirtæki nokk- urt bauð honum hins vegar samn- ing fyrir nokkrum árum og var, þar kveöiö á um aö Green sendi frá sér fjórar plötur á fjórum árum og fengi í staöin 900.000 dollara. Green vildi ekki sjá tilboöið, hann er á móti peningum, sem heilla hann ekki hiö minnsta. Um Fleetwood Mac, eins og þeir eru í dag, segir Green aö tónlistin sé ekki slæm. Reyndar leikur Green meö í einu lagi, sem til greina kemur aö hafa á næstu plötu hljómsveitarinnar. „Ég sá Fleetwood Mac tvisvar sinnum í Bandaríkjunum,“ segir Green, „og skemmti mér konung- lega í annaö skiptiö. Sumt af tónlist þeirra er þolanlegt, annaö gott og enn annað lakara." Um hina nýju plötu Greens, „In the Skies“ er svo aö segja aö tónlistin er mjög svipuö því, sem var, þegar Green dró sig í hlé. Það er meira aö segja eitt blues-lag á plötunni, en þaö var einmitt fyrir bluesgítarleik sinn, sem Green var þekktastur. Og þaö er ekki að því aö spyrja aö lag þetta er bezta lag plötunnar. Kannski segja viðbrögö trommuleikara Fleetwood Mac, Mick Fleetwood, þegar hann heyröi af plötu Green í fyrsta sinn, meira en nokkur orð, en Mick var einmitt meö Green í hljómsveitinni. Þegar Vernon Kall lék fyrir hann efni af nýju plötunni, varö honum svo mikiö um, aö hann grét af gleöi. SA. „BOMBS AWAY DBEAM BABIES“ Flytjendur: John Stewart: Söngur, kassa-, rafmagns- ok dulcimer-KÍtar / Lindsey Buckin>?ham: Gítar og sönjjur / Brian Garofolo: Bassa- gítar og söngur / Joey Carbone: Hljómborð / Michael Botts: Trommur / Stevie Nicks: Söngur / Mary Torrey: Söngur / Richard Schiosser: Trommur / Chris Whelan: Söngur og bassagítar / Gary Weisberg: Trommur / Buffy Ford Stewart: Söngur / Russ Kunkel: Trommur / Christine DeLisle: Söngur / Mary Kay Place: Söngur / David Jack- son: Kontrabassi / Wayne Hunt: Hljómborð og söngur / Joey Harris: Söngur / Croxey Adams: Söngur / Dave Guard: Söngur / Deborah Tompkins: Söngur / Catherine Guard: Söngur. John Stewart (RSO/Fálkinn) 1979 Stjömugjöf: XXX STJÓRN UPPTÖKU: John Stewart auk Lindsey Bucking- ham. - 0 - John Stewart er ekki nýtt nafn í „bransanum". Stewart byrjaði sem einn þriðju af þjóðlagatríóinu Kingston Trio, sem Savanna Tríó- ið tók sér til fyrirmyndar hér. Stewart er líka kunnur fyrir lagasmíðar sínar og sem gott dæmi má nefna hið gullfallega lag „Daydream Believer" sem Monkees gerðu frægt á sínum tíma. John Stewart er nú á ferðinni með níundu breiðskífu sína en nokkuð er liðið síðan platan frá honum kom. „Bombs Away Dream Babies" er enn í sama rólega þægilega stílnum sem þeir þekkja sem hlustað hafa á Stewart, en hann hefur átt ákveðinn hóp hlustenda hérna um nokkurra ára bil. Það sem breytir hlutunum hjá Stewart þessa dagana er að eitt lagið á plötunni, „Gold“, er þegar komið upp á topp tíu í Bandaríkj- unum og að auki vinsældir hans í Bretlandi, sem hefur haft það í för með sér að stóra platan nýtur það mikillar athygli að hún er komin upp á topp tuttugu í Bandaríkjun- um. Eins kemur fram að framan eru tveir meðlimir Fleetwood Mac honum til aðstoðar, þau Lindsey Buckingham, sem aðstoðar hann í öllum lögunum, og Stevie Nicks sem syngur með honum í „Gold“, sem er tvímælalaust sterkasta lagið á plötunni. Önnur lög sem merkileg eru t.d. „The Spinning of the World“ þar sem rifjast upp ræturnar og gamla spilamennskan í Kingston Trio, eins eru lögin „Comin out of Nowhere", „Lost Her in the Sun“ og „Midnight Wind“ góð. Platan er nokkuð frábrugðin því sem að fólki er haldið þessa dagana, mjög einföld, melódísk, og í þjóðlagastíl, en þess utan í klassískum amerískum rólegheit- um („laid back“) líkt og hljóm- sveitir eins og Fleetwood Mac og fleiri eru kunnir fyrir. IIIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.