Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 15 gat notað til að púla við erfið og vanþakklát stjórnsýslustörf. Og þolinmæði — næstum því óend- anlega þolinmæði. Samband þeirra átti sér langa sögu. Stalín, sem var skírður Josef Visionarovich Djugashvili, var sonur drykkfellds skósmiðs og einnar hinna fórnfúsu mæðra sem færa allt í sölurnar fyrir soninn, sem var það eina sem hún átti eftir. Hann fæddist 19. desember 1879 í litlu fjallaþorpi, Gori, ná- lægt Tiflis, höfuðborg Grúsíu (Georgíu) — heimkynni stoltrar, raupsamrar, hrokafullrar og heiftrækinnar þjóðar, sem Rússar höfðu aðeins nokkru áður lagt endanlega undir sig. Hann átti að verða prestur og þótt hann væri uppreisnargjarn skólapiltur tókst honum að tóra í tvö ár í guðfræði- skólanum í Tiflis áður en hann var rekinn fyrir undirróðursstarfsemi. Hann var 20 ára gamall og næstu 18 ár lifði hann neðanjarðarlífi atvinnubyltingarmanns, innan og utan fangelsismúra og í útlegð í Síberíu. Hann fæddist í heimi, þar sem sá skilningur ríkti að bylting væri eina leiðin fyrir ungan stúdent, sem var virkur í gagnrýni á stjórnarfarið og langaði í upp- reisn. Bylting eins og hún var þá ástunduð í Rússneska keisararík- inu var umfram allt samsæri, ofbeldi og hryðjuverk. (Til þess að sýna þessu ungu hugsjónarmönn- um sanngirni verður aldrei nógu mikil áherzla á það lögð að ofbeldi þeirra, skambyssur, sprengjur, beindust eingöngu og vægðarlaust gegn fremstu táknum kúgunar- innar — keisurum, stórhertogum, lögreglustjórum: skotmörk þeirra voru erfið, það var enginn hægð- arleikur að hæfa þau og þeirra var gætt svo vandlega að líkurnar á því að komast undan á eftir voru sáralitlar. Þeir hefðu fórnað hönd- um í ofboði og hryllingi ef þeim hefði verið sagt frá þeirri versu 20. aldar að myrða án aðgreiningar og með eins litilli persónulegri áhættu og hægt er). En nýjum og upprennandi byltingarmönnum af öðru sauðahúsi þótti hryðjuverk einstaklinga gagnslaus, skaðvæn- leg og töldu þau geta haft öfug áhrif: það sem til þurfti var að einvalalið samsærismanna stofn- aði flokk, þar sem þeir væru tengdir nánum böndum; flokk sem gæti gert þeim kleift að beizla straumöldu sögunnar, hafna allri tilfinningasemi og mannúðlegum hugsjónum undirbúningslausra ofbeldisverka. Þannig vildi það til, að einu ári áður en Djugashvili ungi sneri baki við prestskap fór undir jörðina hafði hópur manna stofnað nýjan flokk, Sósíaldemó- krataflokk rússneskra verka- manna, sem var helgaður afrekum byltingar í ströngu samræmi við fræðikenningar Þjóðverjans Karl Marx. Árið eftir gekk Djugashvili ungi í þennan flokk og fór inn á braut sem leiddi hann til Leníns, sem var 28 ára og í fangelsi. Árið eftir var Lenín látinn laus og hann fór til Sviss þar sem hann dvaldist að heita má alveg þangað til hann gat snúið aftur í marz 1917 þegar byltingin var gerð og Nikulás keisari II lagði niður völd. Svo að allan byltingarferil Stalíns lifði Lenín, hinn viðurkenndi leið- togi hans, lífi útlaga en Stalín hélt kyrru fyrir. Lenín var Lenín og ungi Grúsíumaðurinn sýndi hon- um meiri virðingu en yjkkrum öðrum manni, sem hann fyrirhitti á lífsleiðinni. En hann leit með fyrirlitningu á aðra útlaga — fyrirlitningu blandinni öfund manns, sem er skilinn eftir til þess að berjast neðanjarðar. Þessi fyrirlitning, þessi öfund, átti eftir að hafa afdrifarík áhrif á sögu Sovétríkjanna. Enginhugsjón Ekki er minnsta sönnun til fyrir því, að Djugashvili ungi hafi haft samúð með lítilmagnanum. Hafi Stalín drakk með undirmönnum sínum 1919 en varð seinna fálátastur allra einræðisherra. hann nokkru sinni verið gæddur hugsjónum um réttlátara, bjart- ara, jafnara þjóðfélag þagði hann yfir því og lét engan vita. Hann virðist síður hafa stjórnazt afl'l samúð með fátæku fólki og þeim sem minna mega sín en hatri á hinum ríku og voldugu. Á þessum gömlu dögum kallaði hann sig Koba og nafnvalið segir sína sögu; því að Koba var þjóðsöguleg per- sóna frá Grúsíu, stigamaður eða glæpamaður, sem gerði uppreisn gegn þjóðfélaginu. Koba hinn ungi var þetta að sumu leyti. Sá grunur margra, að Stalín væri stigamað- ur innst inni fékkst ekki staðfest- ur fyrr en eftir lát hans með framburði Júgóslavans Milovans Djilas, Svetlönu Alliluyeva, dóttur hans, og Nikita Krúsjeffs, og þó var þetta maður, sem kunni að brosa góðlega og kynna sig fyrir F.D.R. sem vitur og upplýstur stjórnmálaleiðtogi er Roosevelt gæti treyst í krossferð hans gegn brezkri heimsvaldastefnu. Því að auk þess sem hann var fæddur samsærismaður var hann líka fæddur leikari. Menntun sína fékk hann að nokkru marki frá munkslegum kennurum sínum og þegar hann hafði verið rekinn var hann farinn að hugsa og rökræða eins og guðfræðinemi. Og þar sem Lenín, sem var háskólamenntaður, var einnig fylgjandi þessari leiðinlegu tjáningaraðferð áttu þeir ýmislegt sameiginlegt er þeir hittust fyrst 1905 þegar Koba fór í eina af fáum og stuttum utanlandsferðum sín- um. Það má næstum því segja með sanni, að „hinn dásamlegi ungi Grúsíumaður okkar" eins og Lenín kallaði hann einu sinni, hafi fyrst laðazt að marxisma vegna þess að hárbeitt og einföld útfærsla Len- íns á ísmeygislegum rökum Marx hafi orkað sterkt á guðfræðings- huga hans. Um leið óx samsæris- eðli allra byltingarhópa og flokka sósíaldemókrata sökum hins stranga aga, dýrkunar þeirra á afburðarmönnum og þetta heillaði hann meira en fruntaleg frekja og sýndarmennska þjóðbyltingar- manna, sem settu traust sitt á skambyssur og sprengjur. Þetta hafði næstum því ómótstæðilegt aðdráttarafl fyrir þá manngerð sem hlakkar yfir þeirri vitneskju að hafa á hendi leynilegt vald — einhver ljótasta ónáttúra manns- ins, þótt blessun sé lögð yfir hana alltof oft af ýmsum ástæðum. En þótt flokkurinn væri opinn svo fáum og miðstýrður fannst Lenín hann samt of ósamstæður svo að hann klauf hann með miklu brambolti fjórum árum síðar í London. Þótt skiptingin í bolsé- víka (meirihlutamenn) og mensé- víka (minnihluta menn) yrði ekki alger fyrr en 1912, hafði Lenín í raun og veru einangrað sig frá nokkrum beztu og greindustu hinna upphaflegu félaga sinna og hann fordæmdi þá það sem eftir var ævinnar. Þótt Koba væri lítt áberandi studdi hann Lenín í Rússlandi frá byrjun. Að því er bezt er vitað var hann aðeins einu sinni á báðum áttum. Það var þegar hann hitti mikilmennið í fyrsta sinn í rúss- neska Finnlandi. Hann hafði búizt við að sjá örn og honum brá í brún þegar hann sá hvað Lenín var lágvaxinn, sóðalegur, að því er virtist lítillátur og umfram allt hvað auðvelt var að nálgast hann. En hann sá fljótt í stálið á manninum og gerði sér grein fyrir því, að Lenín var líka leikari — þó ekki eins slyngur á því sviði og of fús til að láta undan hégómagirnd sinni. (Einn helzti kostur Stalíns var að hann var gersneyddur hégómagirnd. Það veitti honum yfirburði yfir Trotsky, Zinoviev, Bukharin og Lenín sjálfan. Hann var valdafíkinn, en það er annað mál). Langt leiddur Lenín uppgötvaði Kobra þegar hann var langt leiddur. Byltingin 1905, afleiðing ófriðar Rússa og Japana, hafði fjarað út og aftur- haldið var í algleymingi. Lenín gat ekki snúið aftur til Rússlands og varð að þola þá bitru reynslu að geta ekki verið þátttakandi í því harmþrungna sjónarspili, sem fór fram í hans eigin landi, þar sem hann hefði átt að vera. Það jók á vansæld hans að heyra fréttir af stórkostlegum áhrifum ungs ræðuskörungs af Gyðingaættum Lev Bronsteins, sem fljótlega varð heimskunnur undir nafninu Trotsky og hafði stolið senunni og uppskorið meiri hetjudýrkun en Lenín sjálfur hafði nokkurn tíma orðið aðnjótandi. Trotsky var einn fárra marxista (hann var þá meiri mensévíki en bolsévíki, sem gerði illt verra frá sjónarmiði Leníns) sem hafði haft áhrif á þróun sem var í aðalatriðum undirbúnings- laus uppreisn alþýðu fólks sem hafði aldrei heyrt Marx getið. Og þegar allur vindur var farinn úr byltingaröflunum og áróðurs- mennirnir voru horfnir undir jörðina virtist Lenín standa uppi slyppur og snauður. í rauninni var hvergi vonarglætu að sjá nema á einum stað: langt í burtu í Kákas- us og Transkákasus, þar sem ungi Grúsíumaðurinn vann að upp- byggingu virkustu og áhrifamestu svæðasamtaka flokks, sem að öðru leyti virtist hafa gufað upp. Ekki leið á löngu þar til Koba steig fram á sjónarsviðið sem tryggasti og ötulasti boðberi stefnu Leníns innan Rússneska keisararíkisins og kom á framfæri kjarnanum í stanzlausu flóði ráð- legginga, fyrirmæla og hvatninga er barst frá Sviss til Rússlands, þar sem sáralítinn hljómgrunn var að finna. Það sem meira var, hann sýndi fljótlega að hann var maður sem lét verkin tala. Flokkurinn var í geigvænlegum kröggum og Koba skipulagði vopnuð rán í óhemju- lega stórum stíl. Nokkrar stór- brotnar árásir á banka og járn- brautalestir hlaðnar gulli, eignar- upptökur eins og þær voru kallað- ar, færðu heim nýja möguleika þeim, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna og kaérðu sig koll- ótta en gengu fram afeldri flokks- félögum sem blöskraði þetta og fannst þessi stigamennska niður- lægjandi og töldu hana ekki sæma marxistum. Þeir væntu þess að Lenín fordæmdi þetta; en Lenín var fullur áhuga og sætti sjálfur ámæli fyrir stuðning sinn við þennan afar vafasama og ógeð- fellda nýliða. Hafa verður í huga að Lenín eins og hann var í raun og veru var ekki sá góðfúsi landsfaðir sem hann var iátinn líta út fyrir að vera í sovézkum áróðri. Lenín var í raun og veru maður, sem tók við fé á laun (þótt hann vissi að sú ráðstöfun hans yrði fordæmd af öllum Rússum, sem þá áttu enn í stríði við Þjóðverja) frá þýzka Voroshilov og Stalín 1940. Vinátta þeirra kostaði Rússa mörg mannslíf. herráðinu; sem látlaust og misk- unnarlaust neyddi bolsévíka sína til að gera byltingarfélögum þeirra ókleift að koma á laggirnar traustri byltingar-stjórn eftir valdaafsal keisarans; sem hrifsaði völdin ekki frá keisaranum, sem hafði hrökklazt úr hásæti sínu sex mánuðum áður, heldur frá bylt- ingarfélögum sínum og tók strax til við að gera að engu fegursta draum allra byltingarmanna stjórnlagaþingið; sem bannaði alla aðra flokka, hvort sem þeir voru byltingarsinnaðir eða ekki; sem formlega innleiddi rauðu ógnar- stjórnina sem stjórntæki og stofn- aði Cheka, hina gömlu leynilög- reglu keisarans endurborna, til þess að framfylgja þessari ógnar- stjórn; sem sendi alla þá fulltrúa gömlu stjórnarinnar, sem af lifðu, til nauðungarvinnu á heimskauta- svæðum, ef hann drap þá ekki hreinlega. Og svo framvegis. Kommissar Koba, sem nú var orðinn Stalin, var honum handgenginn, en lét lítið fara fyrir sér að eigin vild unz dró að lokum. Það var fyrir til- stuðlan Leníns að Stalín var skip- aður í fjarveru hans í sex manna miðstjórn fiokksins 1912 og form- lega settur yfir öil bolsévíkasam- tök í Rússlandi. Sem slíkur var hann fyrsti ritstjóri „Pravda". Sem slíkur sneri Stalín aftur til Petrograd, þegar fangelsin voru opnuð eftir valdaafsal keisarans (marz—byltinguna) til þess að taka við forystu flokksins í Rúss- landi, sem ungur maður að nafni Molotov hélt saman. Þegar Lenin sjálfur sneri aftur í apríl eftir ferð sína um Þýzkaland í hinni frægu lokuðu járnbrautarlest, og hneykslaði alla mensévíka og flesta bolsévíka með því að segja byltingunni stríð á hendur af því hún var ekki bylting, sem var honum að skapi fylgdi Stalín honum án varla nokkurs sýnilegs hiks. Hann stóð síðan við hlið hans á hinum erfiðu dögum þegar Zinoviev og Kamenev, „októ- ber-liðhlauparnir“, risu upp gegn þeirri skeytingarlausu árásar- girnd, sem fólst í stjórnarbylting- unni en lauk með hinu táknræna áhlaupi á Vetrarhöllina, handtöku bráðabirgðastjórnarinnar og formlegri yfirlýsingu um valda- töku bolsévíkastjórnarinnar. Stalín var 38 ára. Lenín var 47 ára og engin ástæða var til þess að efast um að hann ætti langt líf fyrir höndum. Hlutverk Stalíns var að halda sig í námunda við hann og hann gerði það í ýmsum mikilvægum embættum (sem þjóðernakommissar af því að Lenín hélt að þar sem hann var frá Grúsíu hlyti hann að skilja vandamál þjóðarminnihluta Rúss- neska keisararíkisins sem hann var staðráðinn í að berja til hlýðni við stjórn bolsévíka; síðan sem kommissar eftirlits með verka- mönnum og bændum). Hann tróð sér ekki fram í fyrstu. Hann gerði sig ánægðan með að vera hand- genginn Lenín. Hann var enginn ræðuskörungur. Hann gat ekki hrifið menn til þess að hefja sig yfir dægurþras og eigin hagsmuni. Hann var enginn skipuleggjandi, framkvæmdamaður, samsæris- maður. En áður en langt um leið sýndi hann, að hann hafði skipu- lagshæfileika og að hann var i eðli sínu einræðisherra og maður gæddur einstöku miskunnarleysi og harðýðgi, sem umbreyttist skyndilega, þegar komið var við vissa æð, úr fremur þunglamaleg- um, daufum og sljóum böðli í tígrisdýr-mann sem gat troðið á Trotsky, síðan í hetjugædda næst- um því háðsku- og hrokafullu kæruleysi, mann sem á stundum var þess albúinn að hræða sjálfan Lenín. Þegar borgarastríðið stóð sem hæst, þegar öngþveiti ríkti í öllu Rússlandi og rauðliðar voru Sjá nœstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.