Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 Minning — Pálína Margrét Ólafsdóttir Fædd 28. júní 1939. Dáin 24. júlí 1979. Vegir Guðs eru óransakanlegir. Við finnum það best hvað við erum vanmáttug er við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, að ung kona er kölluð burt frá okkur héðan úr þessum heimi, tekin burt frá eiginmanni, ungum börnum, móður og öðrum ástvinum, og ósjálfrátt vaknar sú spurning: Af hverju hún? Hún sem alltaf var svo hraust. Pálína Margrét var fædd 28. júní 1939, dóttir hjónanna Magn- hildar Rögnu Sigurjónsdóttur og Ólafs Jónssonar er bjuggu í Traðarholti í Stokkseyrarhreppi. Margrét eða Magga eins og hún var ætíð kölluð var elst af fimm börnum þeirra hjóna, hin eru Jón, Sigurður, Þórdís og Katrín. Magga fluttist til Þorlákshafnar með foreldrum sínum árið 1961, og átti heima þar síðan. Margrét giftist 24. nóvember 1963 Sigurði Þ. Steindórssyni frá Haugi í Gaul- verjabæjarhreppi. Þau bjuggu fyrst hjá foreldrum hennar þar til þau fluttust í eigið hús er þau höfðu reist af miklum dugnaði og myndarskap. Magga og Siggi eignuðust fjögur börn og eru þau Ragnheiður, 17 ára, Ármann, 14 ára, Guðrún, 8 ára, og Þráinn, 4 ára. Þau hjón áttu fallegt heimili sem sýndi best samheldni þeirra, þar ríkti gleði. En svo syrti að. Fyrir rúmum þremur árum kenndi hún þess sjúkdóms sem leiddi hana til dauða. Ég get ekki látið hjá líða að dást að þeirri hörku og þeim dugnaði sem hún sýndi í erfiðum veikindum og aldrei missti hún trúna, trúna á að sér mundi batna og hún komast heim. Öðru hvoru virtist sem von væri um bata, en síðustu átta mánuði dvaldist hún nær sam- fleytt á sjúkrahúsi. Magga átti góðan mann sem studdi hana og styrkti í erfiðum veikindum til hins síðasta dags. Og er aðdáunar- vert hvað hann sýndi mikið þrek því oft voru erfiðir dagar. Magga kvaddi þetta líf á einum fegursta degi sem komið hefur á þessu sumri. Og við trúum því, að það verði tekið á móti henni í nýjum heimkynnum, þar sem allt- af ríkir sól og fegurð. Ég vil þakka Möggu góða vináttu bæði sem vinkona og mágkona, einnig þá hlýju og góðvild sem hún sýndi börnunum mínum. Læknum og sjúkraliði á D-4 á Landspítalanum færi ég þakkir fyrir alla þá vináttu og umhyggju sem þau veittu henni er hún svo oft og lengi dvaidi þar. Siggi minn, sorgin er sár og söknuðurinn mikill, ég bið algóðan Guð að styrkja þig og börnin þín í ykkar miklu sorg, einnig móður hennar, systkini, tengdamóður svo og aðra ástvini. Og minningin um elskulega konu verði ykkur hugg- un í harmi. Blessuð sé minning hennar. Margg «r að minnaat. marxt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tfð. MargN er að minnaat. mariCH er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Aðalgeir Halldórsson Stórutjörmm - Minning Fæddur 6. desember 1904 Dáinn 28. júlí 1979 Aðalgeir Halldórsson, sem nú er kvaddur hinstu kveðju, var fædd- ur 6. desember 1904 og voru foreldrar hans Halldór Bjarnason, bóndi og smiður, fæddur að Hól- um í Laxárdal, og kona hans, Kristjana Kristjánsdóttir, fædd að Hóli í Köldukinn. Þau hófu búskap á Stórutjörnum 1885 og þar ólst Aðalgeir upp í stórum systkinahópi, en þau voru auk hans Sigurveig, Bjarni, Sigurður, Kristján Kristbjörg og Hólmfríð- ur. Þau eru nú öll látin nema Sigurður, sem lifir í hárri elli, en hann varð 85 ára 23. júní s.l. og nýtur umhyggju sinnar elskulegu eiginkonu, Sigurfljóðar Sörens- dóttur. Aðalgeiri og systkinum hans var það sameiginlegt að vera mjög listræn og listelsk. Systurnar saumuðu Iistsaum og aðrar falleg- ar hannyrðir og bræðurnir voru listasmiðir. Kristján smíðaði klukkuverk og umgerðir, Aðalgeir var listmálari og allir unnu þeir meira og minna við útskurð og smíðar, viðgerðir fornra húsmuna og gamalla hljóðfæra. Var heimili systkinanna orðlagt víða um land af þessum ástæðum. Stórutjarnir er fallegt býli og vel í sveit sett í Ljósavatnsskarði, í fallegu umhverfi. Þar er svo vel húsað og snyrtilega búið að unun er að. Ibúðarhúsið er hitað upp með heitu vatni og raflýsing er frá heimarafstöð. Nú er þarna ný- byggður heimavistarskóli fyrir nágrannasveitirnar, Stórutjarna- skóli. Heimilisfólkið er allt annálað fyrir góðmennsku og elskulegheit ásamt gestrisni svo af ber, enda er oft gestkvæmt á þeim bæ. Aðalgeir heitinn var listmálari og málaði bæði andlitsmyndir og landslag. Myndskurðarmaður var hann mjög góður og eru verk hans víða varðveitt. Þau Stórutjarnarsystkini eign- uðust ekki afkomendur, en hafa alið upp tvö börn, Stefán Hannes- son og Guðríði Sigurgeirsdóttur, sem sjá nú, ásamt fjölskyldum sínum, á bak góðum vini þar sem Aðalgeir var, og er nú eins og áður segir aðeins Sigurður eftirlifandi af þessum merka systkinahópi. Ég og fjölskylda mín þökkum af alhug þessu afbragðsfólki, lífs og liðnu, fyrir góða viðkynningu og sendum aðstandendum samúð arkveðju. Pétur Hannesson Far þú í friöi. fríður Guöh þig bleroi, hafðu þökk fyrír allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, han« dýrðarhno88 þú hljóta 8kalt. V. Bríem Ester Steindórsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast mágkonu minnar, Margrétar Ólafsdóttur, sem lést 24. júlí s.l. í blóma lífsins, aðeins fertug að aldri, af völdum krabba- meins. Að andláti hennar var nokkuð langur aðdragandi, hún hafði legið á Landspítalanum samfleytt síðan í janúar s.l. Við, sem að henni stóðum, átt- um von á helfregninni jafnvel fyrr og víst má telja, að hún hafi verið vel að hvíldinni komin. Hún sýndi ótrúlegt þrek og dugnað í veikindum sínum, sem voru bæði löng og ströng. Oftast fjarri heimili sínu og ástvinum, sem hún hugsaði þó stöðugt um. Hún átti sér þann draum seinast- an að geta verið heima nú í vor, þegar Ármann sonur hennar var fermdur og það var vissulega ánægjulegt, að þessi draumur hennar rættist, hún komst heim, að vísu svo veik, að hún varð að vera í sjúkrakörfu, en hún var svo sannarlega hetja dagsins. Magga var gift Sigurði Stein- dórssyni og eignuðust þau fjögur börn: Ragnheiði, Ármann, Guð- rúnu og yngstan Þráin. Það er óhætt að segja, að heim- ilið hafi verið hennar aðalhugðar- efni, enda ber það vott um hagar hendur húsmóðurinnar, sem vann fórnfúst starf við uppbyggingu þess. Mér er til efs, að fundin verði öllu samhentari hjón en þau Magga og Siggi voru. Kynni okkar Möggu hófust fyrir tæpum 9 árum, þegar hún lá á sæng eftir að hafa átt Guðrúnu. Þá lá ég á sama sjúkrahúsi eftir slys. Síðan treystust okkar vin- áttubönd, þegar ég varð mágkona hennar, og héldust æ síðan. Ég kom oft til hennar á sjúkrahúsið meðan hún lá banaleguna. Við spjölluðum margt og ég var alltaf jafn undrandi yfir þeim mikla sálarstyrk sem hún hafði. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hverju stefndi, en það var samt aldrei á henni að heyra, að hún óttaðist neitt, framtíðin var vissu- lega hennar. Nú er hún komin á leiðarenda. Það er sannarlega skarð fyrir skildi og hennar er sárt saknað. En við verðum að hafa það hugfast, að nú er hún laus við allar þjáningarnar, sem veikindunum fylgdu. Nú er hún loksins komin heim. Syrxja nú látna svanna prýði ciffinmaður, börn og ástmcnni. Dcyi gód kona. er 8em daggargcÍHli hverfi úr húsum. Verður húm eftir. (Stgr.Th.) Sigga og börnunum bið ég Guðs blessunar, svo og móður hennar, systkinum og öðrum ástvinum. Bergþóra. Afmœlis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Sandgerdi: Hér sést hin nýja 60 metra langa bryggja, sem eykur viðleguplássið um 120—140 metra, sem er um 50% aukning viðlegurýmis. Ný bryggja eyk- ur vidlegupláss um 50 prósent Sandgerði. 25. júlí 1979. HAFNARFRÁMKVÆMDUM þeim, sem hér hafa staðið yfir sfðan siðastliðið haust er nú að mestu lokið. Unnið var að byggingu á 60 metra langri bryggju og með tilkomu hennar eykst viðlegupláss í höfninni um 120—140 metra, sem er um 50% aukning viðlegurýmis. Það var nánast farið að nota hvern metra hinnar nýju bryggju um leið og hún kom úr höndum byggingarmanna. Veitti svei mér ekki af og voru menn búnir að bíða lengi eftir henni. Nýja bryggjan sem byggð er úr stálþili er gerð fyrir viðlegu báðum megin. Hún er í framtíðinni hugsuð sem aðal-löndunarbryggj- an fyrir stærri báta og skip, en verður fyrst um sinn aðallega notuð til viðlegu, því enn vantar á hana bæði vatns- og raflögn. Vegna farmannaverkfallsins voru vatnsrör ófáanleg en ætlunin er að þær Iagnir verði lagðar sfðar, f sumar eða haust. Fjárveitingar til þessara fram- kvæmda á árinu voru um 100 milljónir og er það fjármagn nú nánast búið, svo frekari frágangur þar með talin steypa á bryggju- þekjunni, verður að bíða næsta árs. Hitaveita og nýtt íþróttahús Aðrar helstu opinberar fram- kvæmdir hér eru lagning hitaveitu og bygging íþróttahúss. Vinna við lagningu dreifikerfis hitaveitunn- ar hófst að nýju í byrjun júní en þær framkvæmdir lágu niðri á mesta harðindakafla vetrarins. Þá var búið að tengja um 60% húsa í Sandgerði við hitaveituna og nú er áætlað að ljúka tengingum í öll húsin í næsta mánuði. Er það um það bil 1—2 mánuðum seinna en áætlað var í upphafi og að sögn var komin með 2480 lesta afla um miðjan mánuðinn. Einnig hafa bátarnir 3 sem eru á togveiðum fiskað allvel. Aftur á móti var afli tregur hjá þeim 6 bátum sem voru að netaveiðum. Sökum olíukostnaðar fóru færri bátar til humarveiða héðan nú en I og oftast áður, aðeins 4 bátar. Hafa þeir stundað veiðarnar að mestu á heimaslóðum og öfluðu framanaf mun betur en búist var við á þeim miðum en hefur heldur tregast nú. Sá aflahæsti þeirra, Hafnarbergið, var búinn um miðj- an mánuðinn búinn að fá um 8 Iestir af slitnum humar og Víðir litlu minna. Rækjuveiðin að glæðast Á hinu svokallaða Eldeyjarsvæð var veitt heimild til veiða á 70( lestum af rækju og hófust þær Nú er að ljúka lagningu drelfikerfis hitaveitunnar i Sandgerði. (Ljósm. Mbl. RAX.) ráðamanna hitaveítunnar stafar það einkum af aukningu á lögnum frá kverklýsingu og slæmri veðr- áttu í vetur. Byggingu íþróttahússins sem hófst árið 1977 hefur miðað allvel áfram og er húsið vel á veg komið. Það sem nú hefur verið gert er verulega undir kostnaðaráætlun. Vonir standa til að hægt verði að taka húsið i notkun á komandi hausti. Togararnir afla vel Atvinnuástand hefur verið gott hér í vor og sumar, en aflabrögð hafa verið mjög mismunandi, og þá sérstaklega eftir veiðarfærum. 35—40 bátar hafa stundað veið- ar héðan í sumar auk togaranna og trillubáta. Togararnir Dag- stjarna og Erlingur hafa landað hér að staðaldri að undanförnu og Ólafur Jónsson af og til. Hafa þeir allir aflað allvel og komnir með yfir 2000 lesta afla hver frá áramótum. Mun Dagstjarnan vera aflahæst Suðurnesjatogaranna og veiðar upp úr 20. maí. Fyrstu 2 vikurnar veiddist allvel en hefur síðan verið fremur tregt, þar til nú síðustu daga að veiðin hefur glæðst á ný. Átta bátar stunda rækjuveið- arnar og leggja 4 þeirra upp hjá Fiskvinnslu Oskars Árnasonar, sem hóf rækjuvinnslu í fyrrasumar, en er nú að stækka húsakost sinn allverulega. Hinir 4 leggja upp hjá Lagmetisiðjunni í Garði hf., sem hóf rækjuvinnslu í vor. Nú um miðjan mánuðinn voru bátarnir búnir að afla um 162 tonn af rækju. Einn bátur, Arneyjan, reyndi fyrir sér á lúðuveiðum, en aflaði mjög litið og er hætt veiðum. Dag- farinn hefur verið með sandsílis- og spærlingstroll en lítið fengið þar til nú fyrir skömmu að hann fékk 320 tonn af sandsíli. Fimmtán 10—50 lesta bátar stunda handfæraveiðar héðan og auk þess 10—15 smærri trillur. Nokkrir þessara báta hafa fiskað allvel, en hjá flestum hefur aflinn verið frekar rýr. Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.