Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 eftir Herdísi Þorgeirsdóttur Sjálfsmorð hafa á öllum skeiðum vestrænnar menn- ingar verið mönnum mikið umhugsunarefni. Ef til vill vegna þess að það hvarflar að öllum einhvern tíma að lífið sé vart þess virði að lifa því. Spurningin um sjálfsmorð er samofin spurningunni um tilgang tilverunnar og þar sem afstaða hins vestræna manns til lífs og dauða hefur alltaf verið tvíræð hefur aldrei myndast fastmótuð skoðun né tilfinningaleg samstaða um eðli sjálfsmorða, þótt þau hafi verið fordæmd. Goethe sagði um sjálfsmorð, að þau væru það atferli í mannlegu lífi, sem alltaf krefðist samúðar, sama hversu umdeild eða umrædd þau væru, menn yrðu á hverju skeiði fyrir sig að glíma við þau. Þrátt fyrir mismunandi og margar skilgreiningar á sjálfsmorði hafa þau í vestrænni menningu yfirleitt verið túlkuð sem viljandi verknaður til sjálfs- tortímingar þar sem utanaðkomandi þvingunum er ekki beitt. Þess vegna hafa heimsspekingar allt frá dögum Platós litið á sjálfsmorð sem þunga- miðju eilífra vandamála mannlegrar tilveru. Nútíminn reynir í vaxandi mæli að skilja sjálfsvígshegðunina og skýra hana sem mannlega breytni við ákveðn- ar aðstæður. Tilgangurinn er að leita fyrirbyggjandi leiða og hjálpar í þeim efnum. Sjálfsmorð eru í mörgum lönd- um heims meðal tíu algengustu dauða- orsaka og talið er að á hverjum degi fyrirfari þúsund manns sér. í enskum lögum á 18. öld var reynt að fyrirbyggja sjálfsmorð með því að dæma þau glæpsamleg með hræðilegum refsingum í þeirri von að það kæmi í veg fyrir sjálfsmorð. Veraldlegar eigur þess einstaklings, sem fyrirfór sér, runnu allar til konungs en ekki eftirlifandi ættingja. Líkinu var komið fyrir á vegamótum í alfaraleið, þar sem hest- vagnar tróðu það niður og vonir voru bundnar við það, að illu andarnir sem orsökuðu sjálfsmorðið yrðu svo ruglaðir að þeir rötuðu ekki frá vegamótunum í rétta átt til þess bæjar er einstaklingur- inn hafði búið í, þar sem þeir gætu hugsanlega tekið sér bólfestu í einhverj- um öðrum. Enn þann dag í dag eru sjálfsmorð álitin glæpur í sex ríkjum Bandaríkj- anna og nöfn þeirra er fyrirfara sér eru skráð í aðrar bækur en þeirra sem láta lífið af öðrum orsökum. Þannig hefur afstaðan til sjálfs- morða, bæði siðferðileg og trúarleg, félagsleg og siðræn, verið mismunandi eftir stað og stund, tímum og þjóðfélög- um. í Japan allt fram á þessa öld var kviðrista, hvort sem hún var opinber- lega tilskipuð eða framkvæmd af frjáls- um vilja, sómasamlegur dauðdagi. Þeg- ar Meiji keisari lézt í Tókýó árið 1912 Við lifum á öld tækni og vísinda, öld blóðugustu styrjalda og alþjóðlegra átaka sem jafnvel ná út fyrir svið jarðar. Við lifum á tímum mikilla þjóðfélags- legra breytinga og nýrra hreyfiafla í samfélaginu. Við lifum á tímum hags- munabaráttu, f jölmiðlaæð- is, vísindaskáldskapar og sérfræðiþekkingar þar sem leyndardómur lífsgæða- kapphlaupsins er fólginn í upplýsingu. Við lifum ennfremur á þeim timum þar sem æði mörgum íbúum þess „frjálsa og siðmenntaða“ heims, sem við byggjum, hefur orðið fótaskortur í tilverunni eða eru þrúgaðir vegna þess að þá vantar kjölf estu í þeirri ringulreið sem holskeflur breyttra viðhorfa, jafnvel viðmiða hafa í för með sér. Við lifum á tímum þar sem Guði er af neitað í hver veit hvaða sinn og uppvax- andi kynslóð blæs á þá kenningu að frelsi sé fólgið í almennum kosningarétti. Við lifum á þeirri öld þar sem myndazt hefur hyldýpi milli nútimans og fyrri alda. Við lifum á tímum þar sem megin inntak til- verunnar er leitin að frelsi, þótt fólk viti ekki hvort tilveran hafi tilgang eða frelsið sé fólgið í vímugjöf- um, stjörnuspeki, hirð- ingjalífi eða fr jálsum ást- um. Við, sem teljum okkur lifa á mestu framfaratím- um mannkyns, virðumst samt litlu nær eilífðar- vandamáli mannlegrar til- veru, spurningunni um líf- ið og dauðann, mannleg samskipti og samskipti ein- staklings við sitt eigið sjálf en forfeður okkar. Ef nokk- uð er, þá kannski ögn f jær, sem breytt hlutfall sjálfs- morða á Vesturlöndum gæti gefið til kynna. Ungmennum, sem fyrir- fara sér undir tuttugu og fimm ára aldri í Bandaríkj- unum, hefur f jölgað um helming síðastliðinn ára- tug. Fjöldi barna og ungl- inga á skólaskyldualdri í iðnvæddu velferðarríki eins og Vestur-Þýzkalandi, sem fremur sjálfsmorð eða gerir tilraun til þess, hefur margfaldast á undanförn- um árum. Sjálfsmorðstíðni meðal kvenna í fimmtán löndum Evrópu hefur næstum vax- ið um helming á þessum áratug. Á íslandi fer sjálfsmorð- um ekki hlutf allslega f jölg- andi og hefur ekki gert í næstum öld. Samt hefur sú þróun orðið hér að ungar konur eru meirihluti þeirra, sem reyna að svipta sig lífi. Þessar breytingar á sjálfsmorðshlutfalli og hegðun valda því, að um- f jöllun um sjálfsmorð er bæði þörf og tímabær. Sjálfsmorð er ekki lengur bannorð, þótt sumir vilji halda því fram að af staðan til þess að hafa aðeins breytzt úr fordæmingu yfir til hálfgerðs umburðar- lyndis og að það sé eins auðvelt að líta fram hjá þeim sem staðreyndum í samf élaginu eins og hver kýs. Umræðan um sjálfsmorð ætti að þjóna þeim tilgangi að auka skilning fólks á eðli þeirra og orsökum og beina athygli að leitinni að fyrirbyggjandi leiðum til hjálpar... frömdu barón að nafni Nogi og eigin- kona hans sjálfsmorð á útfarardegi keisarans. Sjálfsmorðssveitir Japana í síðari heimsstyrjöldinni eru víðfrægt dæmi og níutíu af hundraði hermanna innikróaðra hersveita ristu sig á kvið. Samkvæmt sið hindúa fórna ekkjur á Indlandi sér á líkbáli manns síns og þykir sjálfsagt. Múhameðstrúarmenn dæma sjálfs- morð hins vegar harðar en manndráp. Kaþólska kirkjan lítur á sjálfsmorð sem höfuðsynd og er sjálfsmorðstíðni í kaþólskum löndum lægri en hjá mót- mælendum hvort sem þar er um beint orsakasamhengi að ræða eða ekki. Voltaire og aðrir hugsuðir upplýsingatímans sögðu að þar sem sjálfsmorð væru ekki siðvenja eins og til dæmis meðal yfirstétta í Rómaveldi til forna eða talin jákvæð eins og í Japan lénsskipu- lagsins væri orsaka þeirra að leita í mannlegum breyzkleika, mistökum og sjúkdómum. Þegar bók Goethes um þjáningar Werthers hins unga kom út í Þýzka- landi árið 1774, sem hann skrifaði í kjölfar ástarsorgar, skall yfir slík sjálfsmorðsalda í Þýzkalandi að yfir- völd urðu að skerast í leikinn. Dauðinn var sveipaður slíkum ljóma í bókmenntum rómantíska tímabilsins að ótti menntamanna í Evrópu 19. aldar- innar, sérstaklega Frakka, við „sjálfs- morðsæðið" varð öðrum ótta yfirsterk- ari. Þá hafði meginágreiningur í sið- ferðisdeilum heimspekinga annars veg- ar og kirkjunnar hins vegar verið um langt skeið um sjálfsmorð. Franski félagsfræðingurinn Emile Durkheim, sem gerði eina veigamestu rannsókn á sjálfsmorðum sem félags- legu fyrirbæri og sem hingað til hefur staðist tímans tönn, birti niðurstöður þeirrar rannsóknar rétt fyrir síðustu aldamót. Niðurstöður hans voru m.a. þær, að mótmælendur væru líklegri til að fremja sjálfsmorð en kaþólikkar, að fólk í stórborgum stytti sér frekar aldur en fólk í smærri bæjum og einstæðingar fremur en fjölskyldufólk. Dró hann þá ályktun, að því betur sem einstaklingur aðlagaðist samfélaginu því minni líkur væru á sjálfsmorði. Vart finnast þó tvær þjóðir sem hafa sömu tíðni sjálfsmorða eða sömu sjálfs- morðsaðferðir þótt þær séu nágrannar. Eisenhower Bandaríkjaforseti tók eitt sinn í ræðu Norðurlöndin sem dæmi um velferðarþjóðfélög með háa sjálfs- morðstíðni. En samkvæmt tölfræðileg- um heimildum fækkar sjálfsmorðum á styrjaldartímum og sjálfsbjargarvið- Ieitnin virðist verða sjálfseyðilegging- arhvötinni yfirsterkari. Sumir vilja halda því fram, að streita og lífsleiði friðartíma svipti fólk frekar lífslöngun. Fæstir vildu þó sætta sig við þá tilhugsun, að tortíming stríðs þyrfti stöðugt að búa á næsta leiti til að menn héldu lífslönguninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.