Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 19 í landi feðranna — þeir Bret Leifsson og Curt Hutchings. Á slóð feðranna til að kristna landann — tveir v-íslenzkir mormónar á íslandi að flytja boðskap mormónatrúarinnar Margir þekkja söguna af lslendingunum 200, sem yfirgáfu land og þjóð á síðari hluta 19. aldar og héldu til Vesturheims og tóku þátt í uppbyggingu Mormónakirkjunnar f Ameríku. Halldór Laxness gerði Þjóðólfi biskupi skemmtileg skil í Paradísarheimt. Nú hafa afkomendur þessara (slendinga — þeir Bret Leifsson og Curt Hutchings snúið aftur til íslands til að boða íslendingum mormóna- trú. Þeir koma frá Spanish Fork í Utah, sem er talin stærsta Islend- ingabyggð í Bandaríkjunum jafn- framt því að vera hin elsta þar í landi. Ibúar í Spanish Fork eru um 10 þúsund og þar er árlega haldinn íslendingadagur í ágúst. Bret Leifsson er sonur Jack Leifs- son, sem er biskup í mormóna- kirkjunni og hann er formaður Islendingafélagsins í Spanish Fork. Þeir félagar eru nú staddir hér á landi ásamt tíu öðrum ungmenn- um til að flytja okkur íslendingum mormónatrú og verða þeir hér í tvö ár. Nú eru starfandi víðs vegar um heim 28 þúsund ungmenni að trúboðsstörfum. Að sögn Brets þá gefst ungmennum færi á að fara út í heim til trúboðstarfs þegar þau hafa náð 19 ára aldri. Þau geta sótt um það — það er ekki skylda. Mormónar leggja mikla áherzlu á gildi fjölskyldulífsins og starf- semi kirkju þeirra miðast mjög að því að efla og styrkja bönd fjöl- skyldunnar, jafnframt því að mormónar trúa því að fjölskyldan vari að eilífu. ______.já - skattseðiUinn gerirmarga bitra Skattarnir eru á allra vörum og þykir víst flestum skattabyrði sín nóg — svo er alla vega um ágætan Vestmannaeying, sem lýsir áþján þessari skemmtilega í blaðinu Dagskrá. Eitthvað er hér undarlegt á seyði ósjálfrátt ég hugann að því leiði. Fýlusvipur fólki á fyllibyttur til og frá oní fjöru og uppá miðri heiði. Sumir segjast sjálfsmorð ætla að fremja signa sig — og sína vini lemja Aðrir æða uppá fjöll og öskra eins og úfin tröll já — alla kvelur einhver mikil gremja. Karlar setja kaðla yfir rafta en konur þeirra sitja bara og kjafta „Ástand þetta árvisst er, ekkert gerist — trúðu mér því ennþá eiga aumingjarnir krafta.“ Hver andskotinn er eiginlega að gerast alls kyns&ölur manna á milli berast. Fyrirtæki fara á haus finnst í sumum skrúfa laus, og fyrirmenn og fyllibyttur þérast. Læknastéttin liggur líka núna — þeir leggja allt sitt traust á Guð og trúna — já, ástandið er orðið breytt elstu menn ei muna neitt. Eitthvað gerir tilveruna snúna. Ég brölti heim — þar liggur bréf á borði. Ég brýt það upp — og kem ekki upp orði. Hjartað í mér hendist til himnaríkis hér um bil. Og hugann strax ég leiði að sjálfsmorði. Taugar mínar togna mjög titra tár úr gömlum tárapokum glitra. Ég skelf og titra hátt og lágt — skelfing á ég alltaf bágt — já — skattseðillinn gerir marga bitra. Skattgreiðandi 6088—4578 HELGARVIÐTALIÐ Togararnir eins og hungraðir tílfar og moka fiskinum upp Nú undanfariö hefur veiðst vel af þorski — togarar hafa haldið til lands með landburð af borski. Jafnframt hefur heyrst að innan um sé mikið um ókynbroska smáfisk og aö fiskvinnslustöðvarnar hafi ekki undan að vinna fiskinn og hann liggi undir skemmdum. Blaðamaður fór í vikunni til Jóns Jónssonar, forstjóra Hafrannsóknarstofnunar og ræddi við hann um mál málanna á íslandi — þorskinn. Það ló beinast viö aö spyrja Jón um álit hans ó hinni miklu aflahrotu undanfariö. Þorskurinn þjappar sér saman á þessu svæöi og þaö þarf ekki aö þýöa aö meira sé af þorski en viö geröum ráö fyrir á áætlunum okkar. Viö erum aö reyna aö finna skýringu á því, hvernig stendur á því aö þorskurinn þjappar sér saman og vinnur Sigfús Schopka, fiskifræöingur, aö þeim rannsóknum. Þessi mikla veiöi er ákaflega slæm, þar sem um er aö ræöa aö takmarka veiðar í þennan hluta stofnsins. Togararnir koma þarna eins og hungraöir úlfar og moka fiskinum upp. Sá fiskur, sem veiddur er á Halanum fyrir austan er nokkuö góöur og ekki hefur veriö hægt aö loka svæöinu nema meira en 36% aflans sé fiskur undir 60 sentimetrum. Viö höfum veriö aö reyna aö ná upp hrygningarstofni — reyna aö fá stærri fisk. Hrygn- ingarstofninn nú er í algjöru lágmarki og þaö sést best af því í hve mikilli lægð hann er, aö 1979 var hann áætlaöur 165 þúsund tonn en var fyrir tíu árum áætlaö- ur um 700 þúsund tonn og ein milljón 1957—59. Heildarstofn- inn hefur minnkað frá 1955 úr 2.6 milljónum tonna niöur í 1.2 millj- ón tonna í ársbyrjun 1978. Þetta er ekki glæsileg þróun. Togarar ráöast á þorskinn þar sem hann gefur sig eins og hungraðir úlfar. Mjög góö veiöi stuttan tíma segir ekki alla söguna um ástand stofnsins. Rétt eins og á vetrar- vertíöinni en þá voru ytri skilyröi mjög hagstæö og ég veit aö sjómenn eru sammála mér í því aö ástæöa góörar aflahrotu þá hafi ekki verið mikið magn heldur ytri skilyröi. Eru Þó friöunaraögeröir okkar hrein sýndarmennska? Ég neita því ekki aö menn reyna aö sleppa eins billega og mögulegt er frá takmörkun þorskveiöa. Togurum er gert aö vera frá veiðum ákveöinn tíma og þeir ráöa sjálfir hvenær. Þaö segir sig sjálft aö sá tími þegar minnst gefst af þorski er valinn. Eins var þaö slæmt aö okkar mati, þegar bann var ákveðiö um páskana á vetrarvertíöinni. Viö viljum bann á meöan þorskurinn hrygndi sem mest um miöjan apríl. Þaö var síöan sett á um páskana og kom ekki aö eins miklum notum. Viö erum smeykir vegna þess hve þorskstofninn er lítill en auövitaö veröur aö taka efnahagsþáttinn inn í dæmiö og fyrir því geri ég mér fulla grein. Þróunin er ákaflega slæm — því verður ekki á móti mælt. Fyrir tíu árum var % hluti þorskafla ís- lendinga vertíöarfiskur en nú er þessu öfugt fariö, vertíöaraflinn var nærri 'h á meðan afli utan vertíöar er oröinn %. Viö viljum byggja upp stofn, sem gefur eins mikiö af sér og mögulegt er. Þaö segir sig sjálft, aö þaö gefur mun meira af sér aö veiöa 7—8 ára gamlan fisk en 3—4 ára. Ertu Þó meö Þeasu aö segja aö viö séum aö útrýma Þorakin- um? Þaö er erfiöara að útrýma þorski en til aö mynda síld og loönu. Þorskurinn er meiri ein- staklingsfiskur, hann veöur ekki í torfum, veiöitæknin er ekki eins mikil og á uppsjávarfiski. í sann- leika sagt, þá vorum við þræl- heppnir eftir aö síldin hvarf, og athyglin beindist nánast ein- göngu aö þorski, aö þá var stofninn mjög sterkur — upp var aö koma sterkur árgangur. Heföi stofninn þá veriö í svipuöu ástandi og hann er nú, þá segi ég bara aö þaö heföu fariö fleiri iðnaðarmenn til Svíþjóöar en raun varö á. Því án þorsksins væri íslenzkt efnahagslíf í voða. Þaö þarf ekki annað en aö fara í útflutningsskýrslur til að sjá mik- ilvægi þorsksins fyrir okkur ís- lendinga. Viö vitum ekki hver lágmarks- stærö hrygningarstofns þarf aö vera til aö tryggja viögang stofnsins. Þar ber flestum saman um aö þaö hljóti aö vera til neöri mörk — og viö höfum ekki ráö á aö vera meö tilraunir þar aö lútandi. Ef hrygningastofninn minnkaöi enn gæti þaö þýtt aö viö værum búin aö fremja glæp- inn — svo einfalt er þaö. Okkur hefur tekist aö koma útlendingum út úr landhelginni. Höfum við ekki boriö gœfu til aö standa viö stóru orðin um verndun fiskistofna? Þér er alveg óhætt aö segja aö íslenzkir togarar hafi komið í staö hinna brezku í íslenzku landhelg- inni. Þeir veiöa á hinum hefö- bundnu brezku svæöum. Ég vil halda því fram aö viö höfum ekki síöur unnið þorskastríö okkar meö vísindalegum rökum en byssukjöftum. Sjónarmiö ís- lenzkra fiskifræöinga hafa náö hljómgrunni. Engin þjóö í heimin- um hefur gengiö eins langt í friöun og viö þó auövitaö megi deila um hve langt skuli ganga. Hvergi eru möskvar jafnstórir og hjá okkur, þaö eru í gildi reglur um lágmarksstæröir, viö getum lokaö svæöum með stuttum fyr- irvara — þetta þekkist hvergi. íslenzkir fiskifræöingar hafa afl- aö sér álits erlendis og þau gögn sem viö höfum sett fram hafa ekki veriö véfengd. Hvergi í heiminum hefur meiri þekkingar veriö aflan um þorskinn og hér á landi. Þaö hefur kerfisbundiö veriö safnaö gögnum um þorsk- inn frá árinu 1928 — eöa í rúm 50 ár. Okkur hefur tekist, út frá heildardánartölu, aö sýna fram á hve stór. hluti deyr náttúrulegum dauödaga og hve stór hluti deyr af völdum veiöa. Þetta hefur reynzt beitt vopn í þorskastríöum okkar og niöurstööur okkar hafa veriö teknar gildar. Hitt er svo, aö eftir aö viö rákum útlendinga úr íslenzkri landhelgi þá hefur ekki tekist aö stjórna þorskveiöum sem skyldi. En þaö er erfitt verk aö ná stjórn veiðanna, rétt eins og hendi sé veifaö. Til þess þarf tíma og hafa verður í huga hinn mikilvæga þátt, sem þorskurinn er í útflutn- ingsverzlun okkar. Þetta er verk- efni stjórnvalda og er ákaflega erfitt. Þaö hefur veriö skilningur meöal ráöamanna og þaö hefur veriö okkur mikil stoö aö útvegs- menn hafa staðiö meö okkur. íslenzkir útvegsmenn hafa skiliö þau rök sem viö höfum sett fram betur en margur ráöherrann. Þegar ég segi erlendum blaða- mönnum þetta þá veröa þeir alveg hvumsa, því íslenzkir út- gerðarmenn hafa þarna mikla sérstööu — annars staöar eru þaö stjórnvöld, sem eiga fullt í fangi meö aö halda aftur af útgeröarmönnum, eins og til aö mynda í Noregi. Að lokum, Jón, nú hefur Þú rannsakaö Þorskinn í 25 ér. Þykir Þér ekki oröiö vœnt um Þann gula? Jú, ég segi þaö alveg eins og er — mér þykir vænt um þorsk- inn okkar. Hann er geröarlegur fiskur þegar hann er dreginn úr sjó. Þaö er stundum sagt, þegar einhver vill leggja áherzlu á heimsku náungans, aö hann sé þorskhaus. Þorskurinn á ekki skiliö hiö illa umtal, því hvar værum viö íslendingar ef enginn væri þorskurinn? Hann tekur aö vísu ekki kröftuglega í færiö eins og ufsinn og því er sagt aö hann láti teyma sig til slátrunar, né er hann gáfulegur þegar hann hefur verið dreginn á land og brostin augun stara kalt út í víöáttuna. En þorskurinn á meiri viröingu skiliö og betur væri aö viö sýndum honum meiri viröingu, eins og gert var áöur fyrr þegar sjálfur þorskurinn var í skjaldar- merki Islendinga ásamt kórónu, en nú er gert. Þaö væri betur aö viö sýndum honum virðingu — ja, við skulum segja til jafns viö landvættirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.