Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 GRANI GÖSLARI œ ©PIB COPINMAGIN 23ie t>að hlýtur aö hafa verið ofsagaman f gærkvöldi. Jú hann talar. en hann er bara orðlaus af undrun yfir því hve ðdýr ’ann sé! Togaraskyldu fyrir alla þjóðina? Ellert Schram skrifar í Morgunblaðinu 28. júlf síðastlið- inn grein, sem hann nefnir „Leikmannsþankar landkrabba“. Þar gerir hann grein fyrir reynslu sinni þann tíma sem hann hefur verið á togara. Mér þótti grein Ellerts að mörgu leyti forvitnileg og verð íhugunar fyrir marga. Það hefur nú að undanförnu verið talsverður vindur í mönn- um úti f bæ sem hafa viljað viðra þá skoðun sfna að með þessu væri Ellert að stunda það sem nefna mætti „snobb niður á við“. Verði þeim hinum sömu að góðu. Mér finnst grein Ellerts kveða þessar raddir í kútinn, án þess að hún þurfi til þess nokkurs liðsinn- is. Ellert hefur með þessu sýnt í verki það sem löngum hefur verið ærin þörf á. Þar á ég við nauðsyn þess að þeir sem fara með stjórnun landsins í umboði þjóðar- innar, lúti svo lágt að kynna sér eins og þeim er unnt atvinnuvegi, þankagang og kjör almennings. Kannski sjá fólkið undir öðrum kringumstæðum en ofan af sviði á fjölmennum eða fámennum kosn- ingafundum dagana fyrir kosning- ar. Það finnst mér undir öllum kringumstæðum til sóma fyrir viðkomandi og öðrum til eftir- breytni þegar alþingismenn gera sér far um að kynnast atvinnuveg- um þjóðarinnar af eigin raun. Þá er alveg sama hver á þar í hlut. Ég man ekki betur en Þór Vigfússyni hafi verið hampað fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar, og það tíundað að hann kynni að hjóla. Svo var sagt að hann gætti geita í frístundum. Þótti hann draga æði mikið dám af þeim og samlagast vel. Því miður virðist ekki vera að sá hinn BRIDGE Umsjón: PállBergsson Margt gctur skemmtilegt skeð væri góð fyrirsögn og hæfði vel um spil dagsins. Það kom fyrir í einni af meistarakeppnum Eng- lendinga í tvfmenningi fyrr á þessu ári og aðalpersóna sögunn- ar er einn af þekktari spilurum og bridgeskrifurum þar í landi. Norður S. Á H. 6 T. DG98753 L. ÁK105 COSPER Ef þú ert ekki ánægöur með matargerðarkunn- áttuna mína, þá skalt þú framvegis spæla eggin þín sjálfur! Vestur S. KG7643 H. G97 T. K4 L. G4 Austur S. D1052 H.108542 T. 2 L. 852 Suður S. 98 H. ÁKD3 T. Á106 L. D973 Þessi ágæti maður var með spi) vesturs og þurfti að finna útspi) gegn sjö gröndum suðurs. Við sjáum strax, að næstum hvaða spil sem er dugir til að hnekkja spilinu. En í augum reynds spilara var þetta ekki svo einfalt við borðið. Norður hafði opnað á tveim tíglum og síðan sagst eiga tvo ása með svari sínu við Blacwood-ásaspurningu. Og hvað er eðlilegra en, að annar þeirra væri í tíglinum! Ákveðinn í að koma sagnhafa í opna skjöldu og fá hann til að taka ótímabæra ákvörðun spilaði vest- ur út tígulfjarkanum. En í næsta slag þegar glaðhlakkalegur sagn- hafi spilaði lágum tígli frá blind- um að ásnum mátti sjá mann reyna að éta eitt af spilunum sínum. • "■ “1 > TT^ > hftir Lvelvn Anthor Lausnargjald 1 Persiu “—jgm 38 fyrir að vera traustvekjandi og skynsamur Bandaríkjamaður á ferð þar sem hann tæki á móti tveimur erlendum kunningjum sínum. Þau fengu sér drykk og töluðu um allt og ekkert, þvf að þrennt til viðbótar var í setu- stofunni. Þegar klukkan var að verða hálf átta fóru þau inn í veitingastofuna. og á þeim tíma var saiurinn nánast auður. Fjórir matargestir voru dreifð- ir um f salnum. Peters bað um matseðilinn og vínflösku. Resn- ais hallaði sér yfir borðið. — Hvað er meiningin að gera? Það verður ekki auðvelt fyrst við getum ekki farið eftir upprunalegu áætluninni. — Það er aldrei sérstaklega einfalt að ræna barni, sagði Peters. — Madeleine hefði kannski tekizt það. — Ég hefði vfet gert það. greip hún fram í. — Gamla kellingin kærði sig ekkert um að vera með krakkann. Hún hefði látið mig fá hann. Áætlunin hafði verið sér- staklega einföld. Eginlega hafði meginkostur hennar verið ein- faldleikinn. Peters hafði jafnan talið slfk vinnubrögð skynsam- legust. HMM:684 TNR:7 JU:0.7 Mad- eleine átti að koma sér í kynni við fóstru Lucy, þær áttu að hittast tvisvar þrisvar sinnum f garðinum. Með því móti var barnið farið að kannast við hana. Sfðan bæði hún um að fara með barnið í göngu augna- blik, til að sýna henni eitthvað. Peters átti að bíða í bflnum. Skilaboðin áttu að vera eftir í kerrunni: „Lucy Field er örugg. Ef þér viljið fá hana aftur lffs FARIÐ EKKI TIL LÖGREGL- UNNAR. Farið heim. Við mun- um hafa samband við yður.“ Þetta var svo einfalt að við borð lá að það væri fáránlegt. Það myndi ekki þurfa að strfða neitt við litla hrædda stúlku, sem ókunnugt fólk svipti á braut. Hún myndi þekkja Madeleine og fara með henni fús og hress. Og þegar hin tryllta og örvita fóstra kæmist aftur til Eaton Square myndi verða hringt og endurtekin viðvörunin um að fara ekki til lögreglunnar og að hafa samband við Logan Fieid og gera nákvæmlega það sem hann segði. Þá hafði verið reiknað með að Eileen Field væri hvergi nærstödd. Það var óhugsandi að ábyrgur starfs- maður sem stóð andspænis hót- un um lff barns myndi hafa brugðist öðruvfei við en að hlýðnast mannræningjunum. — Fjárinn sjálfur, sagði Resnais og endurtók það. — Nú verðum við að breyta öllu. Hvað eigum við að gera? Hætta við ailt saman? Peters leit á hann. Hann beið á meðan þjónninn kom með lítt spennandi forréttinn og setti fyrir þau. — Við tökum hana á morg- un, sagði hann. — Ég skal segja ykkur hvernig. FJÓRÐI KAFLI Sambandið milli Teheran og London var betra en venjuiega. Þegar James Kelly náði sam- bandi við Eileen var það skýrt en dálftið fjarlægt. Klukkan var fimm að írönskum tfma og hann hafði pantað sfmtalið í bítið um morguninn. Hann hafði talið klukkustundirnar og fengizt við störf á skrifstofu sinni meðan hann beið þess með óþreyju að heyra í henni. Hann var ekki jafn trúaður á það og Logan að Khorvan væri alvara. Hann þóttist viss um að þetta væri bragð af hálfu írana tii að bjarga andlitinu. Allt annaö en tillaga sem varð að ganga að eða missa Imshan eila. Logan hafði kært sig kollótt- an um fullyrðingar hans. — Þessi þorpari ætlar að taka okkur kverkataki, sagði hann. Ég fann það í skrifstof- unni hans og ég hef ekki skipt um skoðun. Hann heldur að kostnaðurinn við olíuhreinsun- arstöðina muni verða tii þess að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.