Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 48
fSími á afgreiðslu: 83033 JtUrounblabib á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JH*r0uni>Iabib LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 Ljósm. Emilía. MESTA ferðahelgi ársins stendur nú yfir og mikil umferð hefur samkvæmt hefðbundnum hætti verið út frá Reykjavík og öðrum bæjum landsins ígær og ímorgun. Á Bifreiðastöð íslands fengust þær upplýsingar í gærkvöldi, að mestur straumur ferðamanna virtist stefna í Þórsmörk, Galtalæk, Laugarvatn og til Vestmannaeyja. Að sögn Iögreglunnar hefur umferðin ekki verið meiri en um undanfarnar verslunarmannahelgar, en mikil þó. Þjóðhátfðin f Vestmannaeyjum var sett f gærkvöldi og voru þá þúsundir manna í Herjólfsdal, en þetta er í hundraðasta skipti sem þjóðhátfð er haldin þar. Gott veður var f Eyjum og sömu sögu er að segja af öðrum samkomustöðum. öll skilyrði ættu þvf að vera fyrir góðri ferðahelgi þetta árið. Loðnuveiðarnar við Jan Mayen: Hafa Norðmenn gef- ið einhver fyrirheit? / / f Mismunandi ummæli formanns LIU og sjávarútvegsraðherra Sjávarútvegsráðherra hefur tjáð Landssambandi íslenzkra útvegsmanna að því megi treysta, að Norð- menn hafi stjórn á sínum veiðum og veiði ekki meira en 90 þúsund lestir af loðnu á Jan Mayen-svæð- inu. Þetta sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ í samtali við Morgunblað- ið í gær. Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra hafði samband við Morgunblaðið í gærkvöldi og mót- mælti þessum ummælum for- manns LÍÚ, sem einnig munu hafa komið fram í sjónvarpsfrétt- um í gærkvöldi, og sagðist ekki hafa neina fullvissu fyrir því að Norðmenn fari ekki fram úr þessu marki og hann hafi aldrei látið það í ljós. Hann hafi einungis sagt að hann tryði því ekki að Norð- menn færu fram úr 90 þúsund Milt og gott VEÐURHORFUR fyrir verslunar- mannahelgina eru nokkuð góðar samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust á Veðurstofunni í gær. Hægviðri verður og skýjað um land alit, eða ekki ósvipað veður og lesta markinu og hann teldi ástæðu til þess að þeir gætu haft þess háttar stjórn á veiðunum. Morgunblaðið reyndi árangurs- laust að hafa samband við Krist- ján Ragnarsson í gærkvöldi vegna þessarra ummæla sjávarútvegs- ráðherra. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að vegna ráðlegginga fiskifræðinga um að draga þyrfti 245 hvalir hafa veiðzt BÚIÐ er að veiða 245 hvali á hvalvertfðinni í sumar. Veiðin skiptist þannig að 229 Iangreyðar hafa veiðzt, 9 búr- hvalir og 7 sandreyðar. Á ver- tíðinni í fyrra sem byrjaði aðeins fyrr höfðu veiðzt á sama tíma 260 hvaiir og skiptist veiðin þannig að 199 langreyðar höfðu veiðzt og 61 búrhveli. um land allt verið hefur undanfarna daga. Búast má þó við því að hitna muni yfir daginn inni á hálendinu og því útlit fyrir fjallaskúrir þar. Hitastig- ið á landinu verður á bilinu frá 7 og upp í 15 stig. úr loðnuveiðunum hefði LÍÚ fall- ist á, að veiðarnar byrjuðu ekki fyrr en 35 dögum síðar í ár en í fyrra eða 20. ágúst. í júlí og ágúst á síðasta ári voru veiddar 140 þúsund lestir, en loðnan var afurðaminnst á þessu tímabili, sagði Kristján Ragnarsson. Því var taiið eðlilegt að takmarka veiðarnar á þessum tíma, en við hefðum ekki fallist á þessa tak- mörkun til þess að aðrar þjóðir gætu nýtt sér það, sem við tak- mörkum eða jafnvel gengið mun lengra. — Varðandi veiðar Norðmanna við Jan Mayen hefur sjávarút- vegsráðherra tjáð okkur að við getum treyst því, að Norðmenn muni hafa stjórn á sínum veiðum og ekki veiða meira en 90 þúsund lestir eins og rætt var um í ráðherraviðræðunum í Reykjavík. Vegna þess að líklegt er talið, að aðrar þjóðir hefji veiðar á íslenzka loðnustofninum og áður en til þess kemur, tel ég að nú þegar eigi að lýsa yfir að öðrum en íslendingum og Norðmönnum sé óheimil veiði úr þessum fiskstofni þótt utan 200 mílna sé vegna nauðsynlegra verndunaraðgerða enda hafa aðrir ekki nýtt sér þennan stofn fram að þessu. Þetta á að vera unnt að gera á grundvelli þess uppkasts að hafréttarsáttmála, sem nú liggur fyrir, sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Sjá viðtöl við loðnuskiþstjóra á blaðsíðu 25 og grein Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar í miðopnu. Veðrið um verslunarmannahelgina: Rannsóknarlögreglan: Kannar mál tog- araskipstjóranna RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur nú til meðferðar mál nokk- urra þeirra togaraskipstjóra sem Framleiðslueftirlit sjávarafurða hefur kært fyrir brot á fyrstu grein reglugerðar 220/1979, sam- anber 48. grein reglugerðar 55/1970 um eftirlit og mat á ferskum fiski. I reglugerðinni er tekið fram að óheimilt sé að geyma lausan fisk á , millidekki. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins eru kærur þær sem rannsóknarlögreglan hefur nú til meðferðar um átta talsins, en hinir kærðu munu ekki vera jafnmargir. Kærurnar eru á hendur skipstjórum á Reykjavík- ursvæðinu. Sjá nánar „Aflahrotan að undanförnu" bls. 8. Fimm ára gamall drengur drukkn- aði á Akurevri Akureyri, 3. ágúst 1979. ÞAÐ slys varð í gærkvöldi, að 5 ára gamall drengur féll í kvína við Torfunes- bryggjur og drukknaði. Hann hét Stefán Júlíus Sveinsson og átti heima í Eiðsvallagötu 20. Hann hafði skroppið að heim- an um kl. 19 í fylgd með öðrum dreng á líku reki sem á heima í nágrenninu. Þegar þeir komu ekki heim von bráðar var farið að undrast um þá og kl. 20.15 var óskað aðstoðar lögreglunnar við að svipast um eftir þeim. Eftir nokkra stund fannst hinn dreng- urinn og sagði hann þá að Stefán litli hefði dottið í sjóinn. Hann gat líka vísað á staðinn sem var í norð-vesturhorni skipakvíarinn- ar. Froskmaður var fenginn í skyndi til að kafa og fann hann lík Stefáns eftir skamma stund, eða um kl. 21.40. —Sv.P. Stefán Júlíus Sveinsson. Fjaran er öll iðandi af rækjuseiðum MORGUNBLAÐIÐ kemur út á morgun, sunnudag en næsta tölu- blað þar á eftir kemur út mið- vikudaginn 8. ágúst. Augiýsing- ar, sem birtast eiga í blaðinu á miðvikudaginn verða að hafa borizt auglýsingadeild blaðsins fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 7. ágúst. Auglýsingadeildin er lokuð í dag. Kópaskeri 3. ágúst 1979 HÉR ERU allar fjörur fullar af lifandi rækjuseiðum og sjórinn virð- ist verða iðandi af þessu við fjöru- borðið. Menn eru að velta því fyrir sér hvað það er sem veldur þessu og halda helst að það standi eitthvað í sambandi við kuldana hér í vor. Gaman væri þó að heyra álit fiski- fræðinganna á þessu fyrirbæri. Krían er alveg brjáluð í þetta lostæti. Ég er búinn að vera hérna við fjöruna í 22 ár og hef aldrei séð neitt þessu líkt. —Ragnar Jan Mayen: Landhelgisnefnd til fundar á þriðjudag LANDHELGISNEFNDIN kemur saman á þriðjudag til þess að ræða Jan Mayenmálið. Á fundinum verður fjallað um tillögur þær, sem Matthías Bjarnason, alþm., lagði fram á fundi nefndarinnar fyrir nokkru. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði í gær samband við Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, og óskaði eftir fundi í landhelgis- nefndinni til þess að ræða viðhorfin við Jan Mayen. Geir Hailgrímsson skýrði Morgunblaðinu svo frá ( gær, að utanríkisráðherra hefði tjáð honum, að hann hefði slíkan fund í huga, en ekki væri hægt að ná honum saman fyrr en á þriðjudag. Þá verður væntanlega rætt um tillögur Matthíasar Bjarnasonar frá 23. júlí sl., sagði Geir Hallgrímsson, og vonandi verður lögð áherzla á það eftir þann fund að taka strax upp viðræður við Norðmenn og að tekin verði afstaða til viðbragða okkar við veiðum annarra þjóða á svæðinu umhverfis Jan Mayen en, við íslendingar höfum ekki ein- göngu hagsmuna að gæta gagnvart þeim heldur og sjálfstæðra réttinda strandríkja varðandi fiskveiðar ut- an 200 mílna, þegar um flökkufisk er að ræða eða fiskstofna, sem fiskveiðar innan 200 mílna byggjast á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.