Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 Á HÖKSTÓLUM HANNES ___________HOLMSTEINN GISSURARSON: Að lokinni lotu í hugmyndabaráttunni Miklar umræður hófust um frumforsendur stjórnmálanna, þegar Ólafur Björnsson prófessor gaf út bók sína, Frjálshyggju og alræðishyggju. í júníbyrjun 1978. Þær héldu áfram, þegar Jónas H. Haralz hagfræðingur flutti ræðu sína, Endurreisn í anda frjáls- hyggju (sem komið hefur út í bæklingi), snemma á þessu ári og þegar fimmtán ungir sjálfstæðis- menn gáfu út bókina Uppreisn frjálshyggjunnar skömmu síðar. Ástæðan til þessara umræðna er sú, að fleiri menn skilja það en áður, að ekki verður komizt hjá því að velja á næstu árum um það í löndum hins „blandaða" hagkerfis, í hinum vestrænu „velferðarríkj- um“, hvort haldið verði áfram að auka ríkisafskiptin eða snúið við. Með öðrum orðum verður ekki komizt hjá því að velja um markaðskcrfið eða miðstjúrnarkcrfið (sósíalískt hag- kerfi). Frjálshyggjumenn telja þetta val einnig um lýðræði og alræði. Samhyggjumenn eru þeim ósammála, sumir þeirra styðja hið „blandaða“ hagkerfi, sem riðar til falls, þótt óvíst sé, í hvora áttina bað fellur, en aðrir styðja mið- verður að vera lögbundið. Sann- leikörinn er sá, þegar þessi fyrri hugmynd samhyggjumanna er greind, að hún er vegna lítils skilnings á eðlilegum takmörkun- um frelsis venjulegs einstaklings, sem er til innan um aðra einstakl- inga í heimi skortsins. Seinni hugmyndin er sú, að bera megi saman draum samhyggjumanna og verulcikann á Vesturlöndum og komast þannig að því, að draumurinn sé fullkomn- ari en veruleikinn. En auðvitað nær slíkur samanburður ekki nokkurri átt. Hvað má bera sam- an? Bera má saman annaðhvort frjálshyggjuna og samhyggjuna eða veruleikann í austri og veru- leikann í vestri. Og gera verður skýran greinarmun á stefnu og veruleika. Samhyggjumenn segja stundum, að frjálshyggjan sé ein- ungis vörn núverandi skipulags í vestri, réttlæting forréttinda. Þetta er alrangt. Frjálshyggju- menn sætta sig ekki fremur við hinn vestræna veruleika en margir samhyggjumenn við hinn aust- ræna. En þeir telja, að hann sé þó miklu betri en hinn austræni og að ir reynt í þessari lotu að flýja af hólmi, skipta um umræðuefni, ræða um menn fremur en málefni, um ritskýringar fremur en skoðan- ir. Með nokkrum þeirra hefur gætt geðshræringar. En skrýtnasta deilumálið hefur sennilega verið vegna ummæla Ólafs Björnssonar prófessors um John Stuart Mill í Frjálshyggju og alræðishyggju. Lýðræðis-samhyggjumaðurinn Þorsteinn Gylfason B.A. réðist á Ólaf fyrir þau í eftirmála nýút- kominnar 3. útgáfu Frelsisins eftir Mill. Ég benti á það í Morgunblað- inu 7. júlíj að hann hefði misskilið ummæli Ólafs. Hann svaraði mér 14. júlí. Ég benti á tvær rökvillur í svari hans 21. júlí, og hann svaraði mér aftur 28. júlí. Þeir, sem lásu síðari grein hans vandlega tóku eftir því, að hann treysti sér ekki til þess að ræða um rökvillur sínar eða véfengja skilning minn og Ólafs Björnssonar á ummælum Ólafs (en hann véfengdi þennan skilning í fyrri greininni). Hann gafst með öðrum orðum upp í ritdeilunni sem vonlegt var, þótt hann klæddi uppgjöfina í skraut- legan búning orða til þess að fela hana. stjórnarkerfið. Umræðunum er að sjálfsögðu ekki lokið, en þó einni lotu í hugmyndabaráttunni, og í þessari grein ætla ég að gera að umræðuefni tvær hugmyndir sam- hyggjumanna, sem eru alrangar, en voru mjög áberandi í greinum þeirra í þessari lotu. Fyrri hugmyndin er sú, að mark- aðskerfið takmarki frelsi manna óeðlilega. En svo er alls ekki. Samhyggjumenn kenna markaðskerfinu um það, sem er tilverunni sjálfri að kenna. Nátt- úran er ekki gjöful. Lífsgæðin eru takmörkuð og alltaf verður til skortur í þeim skilningi, að allir geta ekki fengið nóg af öllu. Þessi óþægilega frumstaðreynd atvinnu- lífsins takmarkar auðvitað frelsi manna. En hún er ekki markaðs- kerfinu að kenna. Sumar breyting- ar í atvinnulífinu koma einnig illa við menn, svo sem ef ekki veiðist á miðunum eða fiskverð lækkar (því að úr eftirspurn hefur dregið) eða oiíuverð hækkar (því að úr fram- boði hefur dregið). En þær eru ekki heldur markaðskerfinu að kenna. Og færa má sterk rök fyrir því, að í markaðskerfinu séu miklu betri skiiyrði fyrir baráttunni við skort- inn og fyrir almennri velmegun en í miðstjórnarkerfinu. Þau rök verða samhyggjumenn að reyna að hrekja (en sumir þeirra taka reyndar undir þau). Frelsið takmarkast ekki einung- is af staðreyndum náttúrunnar, heldur einnig af sama frelsi ann- arra manna, en til þess eru lögin að tryggja sama frelsi allra borgaranna (líka frelsið til þess að halda í réttfengna eign). Frelsið hann sé miklu betri vegna þess, að hann sé nær þvi, sem frjálshyggju- menn stefni að. Frjálshyggjan er leiðsögn þeirra, en hvorki lýsing á óskalandi né uppgjöf fyrir núver- andi veruleika. Mestu máli skiptir, að ekki sé stefnt í öfíga átt, og færa má sterk rök fyrir því, að leið samhyggjumanna sé leiðin til ánauðar. Þau rök verða sam- hyggjumenn að reyna að hrekja. Því má ekki heldur gleyma, að samhyggjumenn hafa haft nægan tíma til þess að breyta draumi sínum í veruleika. Byltingar-sam- hyggjumenn (eða kommúnistar) náöu ríkisvaldinu í austri eftir fyrri heimsstyrjöldina og lýðræð- is-samhyggjumenn (eða sósíal- demókratar) í vestri eftir hina seinni. Alræðisríkið í austri og „velferðarríkið" í vestri eru sköp- unarverk þeirra. Og hvað blasir við? Þeir hafa hvergi efnt það, sem þeir lofuðu — að smíða „félags- legt“ réttlæti og fyrirhafnarlausa gæfu — enda er hver sinnar gæfu smiður. (Við megum þó aldrei gleyma þeim reginmun, sem er á lýðræðis- og byltingar-samhyggju, á „velferðarríkinu" og alræðisrík- inu). „Velferðarríkið" vestræna er eins sæmilegt og það er þrátt fyrir samhyggjuna og vegna frjálshyggjunnar. Það er enn nægilegt réttarríki til þess að vera þolandi, og markaðshúskapur er enn nægilega víða rekinn í vestri til þess, að velmegun sé almenn. En varla verður stefnt lengra í átt samhyggjumanna, þannig að ríkis- afskiptin aukist, án þess að hvort tveggja glatist, frelsið og velmeg- unin. Samhyggjumennirnir hafa sum- Sárari gremju gætti í greinum Þorsteins en flestra hinna sam- hyggjumannanna. Hver er ástæð- an? Hún er sennilega sú, að honum gramdist það sem sönnum „jafnað- armanni", að bókin Jafnaðarstefnan eftir Gylfa Þ. Gíslason vakti ekki nærri því eins mikla athygli og bók Ólafs, enda sagði hann í síðari grein sinni, að ég nefndi Ólaf heldur oft. En mér er síður en svo um þetta að kenna. Ég reit hvorki meira né minna en fjórar greinar í Morgunblaðið um bók Gylfa. Og ég tók Þorstein til fyrirmyndar í einu: Hann hafði komið upp um það í skemmtilegri háðsgrein fyrir nokkru, að einn kvikmyndagagnrýnandi Morgun- blaðsins hafði íslenzkað kvik- myndadóm úr útlendu tímariti, án þess að höfundar væri getið. Og ég kom upp um það í fjórðu greininni um bók Gylfa, að Gylfi hefði íslenzkað heilu , kaflana í Jafnaðarstefnunni úr bók banda- ríska hagfræðingsins Arthurs M. Okuns, Equality and Efficiency. án þess að Okuns væri getið. Gremja Þorsteins var þannig ástæðulaus: Ég hafði bæði ritað um bók Gylfa, svo að hún vekti athygli, og tekið Þorstein til fyrir- myndar! Þeim tíma, sem við lifum á, er um það að kenna, að Jafnaðarstefnan vakti ekki eins mikla athygli og Frjálshyggja og alræðishyggja. Önnur bókin var tímabær, hin ekki. Tími hins „blandaða" hagkerfis á Vestur- löndum er liðinn. Sölumenn not- aðra hugmynda finna fáa kaupend- ur. Tími alvörunnar er kominn. Margeir lagði Skotann að velli MARGEIR Pétursson sigraði í sjöttu umferð heimsmeistara- móts unglinga f skák Skotann Motwania á skemmtilegan hátt í 29 leikjum. Skákin fer hér á eftir. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: Motwania. 1. Rf3 - d5, 2. g3 - c5, 3. Bg2 — Rf6, 4. 0-0 — g6, 5. d4 — cxd4, 6. Rxd4 — Bg7. Þessi byrjun er kölluð Grunfeldsvörn með skipt- um litum. 7. Rc3 - e5, 8. Rb3 - d4, 9. Ra4 — Rc6,10. c3 — 0-0,11. cxd4 — rxd4. Vafasamur leikur, en svartur á þegar í miklum erfið- leikum. Eftir cxd4 getur hvítur unnið peð með því að drepa riddarann á c6. Það er ekki sjáanlegt að svartur hafi nægi- leg færi fyrir peðið. 12. Be3 - Rg4,13. Bd2 - Dd6, 14. h3 - Rf6, 15. Rxd4 - exd4, 16. Hcl - Rd5, 17. Db3 - Hd8, 18. Rc5 — b6. Skák eftir GUÐMUND SIGURJÓNSSON Hér lék svartur af sér. Staða svarts er þegar mjög erfið, hann á í erfiðleikum með að koma biskupnum á c8 í leikinn. Besti leikurinn fyrir svartan í þessari stöðu hefði verið h6, 19. Bg5k Góður leikur. Eftir þennan leik tapar svartur skiptamun. bxc5. Ef 19. . . f6 þá kemur Re4 og síðan Rxf6. 20. Bxd8 — Be6, 21. Ba5 — Re3. Örvænting. Erfið staða hjá svörtum. 22. Db7 - Hb8, 23. Dxa7!. Nú standa öll spjót á svörtum. Hvítur hótar Bc7 og vinnur samstundis. 23,. . . Hc8, 24. fxe3 - Dxg3, 25. Hf3 —-Dg5, 26. Bc7 — dxe3, 27. Hxc5 — Bd4, 28. Hxg5 — Bxa7, 29. Bf4 og hér kaus svartur að gefast upp. Séra Johan Bernhard öster við kórkápuna. sem keypt var til Adolf Fredriks kirkjunnar í Stokkhóimi. Ljósm. RAX. Sigrún Jónsdóttir opnar syningu i anddyri Háskólans í SAMBANDI við norrænu prestastefnuna, sem nú stendur yfir í Reykjavík, hefur Sigrún Jónsdóttir komið upp sýningu á verkum sínum í anddyri Háskóla íslands. Á sýningunni eru eingöngu kirkjulegir munir og á meðal þeirra eru þrjár kórkápur. Ein þessara kórkápa er gerð sam- kvæmt pöntun frá Adolf Fredriks kirkjunni í Stokkhólmi, en safnað- arprestur þeirrar kirkju, séra Jo- han Bernhard Öster, er nú stadd- ur hér á landi i tilefni af presta- stefnunni. Sýningin í anddyri Háskólans stendur aðeins yfir í nokkra daga, en að henni lokinni mun Sigrún koma hinum kirkjulegu munum fyrir í sýningarsalnum í Kirkju- stræti 10, en þar hefur hún sýnt verk sín í nokkur ár. Auk þess, sem Sigrún hefur unnið mikið af kirkjulegum mun- um á síðustu árum, hefur hún fengist við vefnaðarlist á mun víðtækara sviði og m.a. gert mikið af batikskreytingum, batikmynd- um, batiklömpum og batikfatnaði svo eitthvað sé nefnt. í Kirkjustræti 10 eru nú fyrir- hugaðar þrjár sýningar fram til áramóta, en þar munu þrír erlend- ir listamenn sýna verk sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.