Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 15 Þakklátt og skemmtilegt verkefni - segja sjúkraliðar Rauða krossins Sjálfboðaliðastarfið er þakklátt og skemmtilegt verkefni og i samanburði við það, sem það gefur manni, ætti enginn að vera hræddur við að leggja fram svolitla vinnu, sögðu nokkrar konur úr Kvennadeild Rauða krossins i Reykjavik, sem fréttamaður hitti að máli. Þær starfa allar i búðum Rauða krossins i sjúkrahúsunum. En nú eru þær orðnar dálitið liðfáar í búðunum og vildu gjarnan hvetja fleiri til að taka þátt í þessu verkefni, sem þær eru sjálfar svo ánægðar með. Svava Gísladóttir í miðið, ásamt Sigríði Gisladóttur til hægri og Hönnu Kristinsdóttur, sem var að byrja í sjálfboðavinnunni hjá Rauða krossinum. Það er ekki svo lítið starf, sem konurnar leggja fram, bæði á þessu sviði og fleirum. Þegar stofnuð var sérstök kvennadeild innan Rauða kross-deildarinnar í Reykjavík í árslok 1966 til að efla sjálfboðaliðastarfið, gengu um 150 konur í hana. Síðan hefur þeim fjölgað í 652 og af þeim munu nú um 300 raunverulega vera starf- andi að sögn formanns deildarinn- ar, Unnar Scheving Thorsteinsson. Sumar leggja fram vinnu við útlán í bókasöfnum spítalanna og hljóð- bókasöfnunum á 8 stöðum. Aðrar hjálpa til á ýmsan hátt í félags- málastarfi fyrir aldraða í borginni. Enn annar hópur hefur á hendi á vegum Rauða krossins heimsókn- arþjónustu við aldraða, þar sem skjólstæðingar eru heimsóttir, les- ið fyrir þá, farið með þá í göngu- Aðalheiður Guðmundsdóttir í búðinni á Grensásdeildinni. Ljósm. Emilía. Sigríður Helgadóttir hefur séð um búðina á Landakotsspítala frá upphafi. Ljósm. ól.K. Ma«n. ferðir o.s.frv. Þá hittast konurnar einu sinni í viku í aðsetri Reykja- víkurdeildarinnar á Öldugötu og vinna handavinnu á basarinn sinn, sem ásamt kökubasarnum, aflar fjár til bókakaupa á spítalana. Loks reka konurnar svo í fjórum sjúkrahúsum borgarinnar sölubúð- ir, til að veita þjónustu sjúklingum, starfsfólki sjúkrahúsanna og þeim sem koma í heimssókn, en ágóðinn af búðunum rennur til kaupa á tækjum fyrir sjúkrahús og stofn- anir. Fyrstu sölubúðina settu konurn- ar upp 1967 á Landakotsspítala, en nú eru þær einnig með búðir í Landspítalanum, Grensásdeiid og Borgarspítala. Opið er 3svar á dag í 2—3 tíma alla daga ársins utan þrjá, þ.e. föstudaginn langa, jóla- dag og páskadag. Konurnar skipt- ast á um að vinna í búðunum og eru haldin námskeið einu sinni á ári til að fræða og þjálfa þær sem eru að byrja. Sjálfboðaliðarnir hafa hlotið nafnið Sjúkravinir, og sú sem leggur fram 50 vinnustundir á ári við þessi störf, ber það heiti. Sigríður Helgadóttir, sem hefur séð um Landakotsbúðina frá upp- hafi, sagði að sú starfsemi hefði byrjað í litlu skoti í anddyri sjúkrahússins, þar sem konurnar fengu að hefja sölu á gosdrykkjum, tóbaki og sælgæti. Síðan hefur þessi þjónusta aukist gífurlega og orðið fjölbreyttari. — Maður fór að reyna að hafa það til, sem spurt var um, og það hlóð utan á sig, segir Sigríður. Nú er alveg ótrúlega margt til hjá okkur miðað við þetta litla rými. Aðalvandinn er að þurfa að kaupa inn í svo smáum skömmt- um, því geymslurými er ekkert. Hver búð kaupir inn fyrir sig og þannig reynum við að svara eftir- spurninni, þótt auðvitað sé ekki hægt að hafa alla hluti. Það sem fólk vanhagar um á spítala getur verið æði fjölbreytt. Til dæmis man ég eftir því að við fórum niður í bæ einu sinni, til að kaupa skó á bónda, sem var sjúklingur, en af eðlilegum ástæðum getum við ekki sett upp skóbúð. Nú nýlega höfum við breytt fyrirkomulaginu þannig, að við höfum í hverri búð verzlun- arstjóra hálfan daginn, sem sér um innkaupin, vörumerkingar o.fl. Viðmælendur okkar voru úr öll- um búðunum. Konurnar sögðu að í sjálfboðaliðastarfi kvennadeildar- innar væru konur á öllum aldri og gerðum, svo sem húsmæður, konur á vinnumarkaðinum og ömmur, sem ekki væru bundnar yfir barna- börnum, bættu þær við kímnar. — Og þetta er þroskandi og hefur hjálpað margri konunni til að finna sér skemmtilegt og verðugt við- fangsefni. Maður velur sér stað og stundir, eftir því sem hentar hverri og einni. Margar konur, sem lítið hafa umleikis heima, kjósa einmitt að vinna um helgar, finnst leiðin- legra að fara í kunningjaheimsókn- ir þegar heimilisfólk er allt saman heima. Svava Gísladóttir er með 5 börn heima og vinnur úti hálfan daginn, en leggur að auki fram sjálfboða- vinnu í búðinni á Borgarspítalan- um. Hún sagði að þetta gengi alveg prýðilega. — Mér finnst ég bara vera duglegri heima á eftir að ég byrjaði á þessu. Maður skipuleggur tíma sinn betur. í 20 ár hafði ég ekki farið út á vinnumarkaðinn, bara verið heima með bú og börn, en byrjaði svo nokkuð jafn snemma að vinna úti og starfa með Rauða kross-konunum í búðinni. Fannst mjög gott að byrja þar, koma inn í svo góðan félagsskap. Ólína Þorleifsdóttir sagðist vera búin að ala upp sín 6 börn og hafði orðið lítil verkefni. Vinkona hennar var að vinna í einni búð Rauða krossins um verzlunarmannahelgi og vantaði hjálp. — Ég efaðist um að ég réði við þetta, en lét til leiðast að hjálpa til og hef síðan verið í því, sagði Ólína. Síðan hefi ég talið margar vinkonur mínar á að vera með. Það er t.d. mjög vinsælt að tvær vinkonur taki að sér kvöld- vaktina saman. Það er ágætt tæki- færi til að hittast reglulega. Aðalheiður Guðmundsdóttir hef- ur starfað í nokkur ár við búðina á Grensásdeildinni. — Og sé sannar- lega ekki eftir því, sagði hún. Það hefur veitt mér svo mikla ánægju og gefið mér svo mikið. Þótt sjúklingarnir þarna eigi í svona miklum erfiðleikum í lífinu, þá er þarna eins og stórt og glaðvært heimili. Og maður kann ennþá betur að meta á eftir að hafa heilsu og geta gengið heim heilbrigður. Ég gæti ekki hugsað mér að hætta þessu. Hrædd um að mér mundi leiðast og sakna þess. Britta Guðnason, sem sér um Landspítalabúðina, sagði að vísu mikið verk að skipuleggja starfs- listana, þar sem um svo margar konur væri að ræða. En konurnar skipta með sér verkum eftir því sem þær vilja og geta. Hún sagði t.d. algengt að konur gæfu dag- stund tvisvar sinnum í mánuði, þótt margar leggi fram miklu meira. En hún tók fram að sjálf- boðaliðarnir þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að þetta starf sé of bindandi. Ef þær ætli að fara frá, þurfi þær bara að láta vita, svo hægt sé að fá aðra til að taka við. Um þessar mundir séu óvenju margar í burtu í einu og það geti komið erfiðir tímar. En þá sé kostur að hafa sem flestar til að skipta með sér verkinu. Því vanti nú fleiri sjálfboðaliða. — Það ætti ekki að hræða neinn að bjóða fram þessa vinnu svosem tvisvar sinnum í mánuði og fá út úr því allt sem maður fær á móti, sögðu konurnar einum rómi. Þetta er svo þákklátt starf. Og Aðalheið- ur bætti við: — Eftir 30 ár inni á heimilinu, þá er stórkostlegt að koma svona út meðal fólks, hitta marga og vera með í góðum félagsskap. - E.Pá. Klappstól verö kr. 125- 1 LÉTTUR, STERKUR OG VANDAÐUR. EFNIÐ ER BRENNI. VALINN VIÐUR. \ SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU rALHÚSGÖGN ÁRMÚLI4 SÍMI82275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.