Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 27 Bergur Ólafsson og litlu stelpurn- ar, Vala litla og Agla Marta, þökkum allar góðu samverustund- irnar, sem við nutum með henni. Nú, þar sem ég veit að hún Marta er búin að finna friðinn og komin þangað, sem hún þráði allra mest síðustu dagana, óska ég henni guðs blessunar, og það kemur að því að við hittumst öll aftur og tökum gleði okkar saman á ný. Valgerður Gunnarsdóttir + Þökkum auðsýnda samúö við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, JÓHANNS GUÐJÓNSSONAR, Uppsölum, Eskifiröi, Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum inniiega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar JÓNÍNU KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR Krókatúni 1, Akranesi. Börnin. Mikill söknuður ríkir í huga mínum og fjölskyldu minnar, því hún Marta frænka, eins og við kölluðum hana, er ekki lengur á meðal okkar. Þegar ég hugsa til æskuára minna, kemur afasystir mín ávallt upp í huga mínum. Marta frænka bjó í sama húsi og við, borðaði með okkur, las fyrir okkur sögur, kenndi okkur og flutti með okkur kvöldbænirnar, hjálpaði okkur við heimavinnuna. Hún tók fullan þátt í líflegu fjölskyldulífinu, en fjölskylda mín var stór, foreldrar mínir, 6 börn og Marta frænka. Ég efast ekki um að Marta létti móður minni mikið, með aðstoð sinni við allan þennan barnahóp. Marta var „amman" á heimil- inu, þó við nefndum hana ekki svo. Hún átti sína litlu, hlýlegu íbúð uppi á lofti og ekki voru ófáar ferðir okkar systkinanna upp til hennar til að spjalla. Börn okkar systkinanna voru fljót að átta sig á því, að notalegt var að líta til Mörtu, og komu þau varla í heimsókn til afa og ömmu, að þau brugðu sér ekki smástund upp til hennar Mörtu frænku. Hún hafði ávallt tíma til að tala við okkur. Hún var sérlega félagslynd konar, glaðvær og hafði mikinn áhuga á tónlist. Píanóið hennar var mikið notað hér fyrr á árum, og söng rödd hennar var sérlega fögur. Marta kenndi okkur börnunum mörg gömul og falleg lög. Þá hafði hún yndi af að fræða okkur um ætt okkar og forfeður, og lærðum við fljótt að meta gamla tímann. Var oft kátt á hjalla heima hjá okkur, því Marta hafði fjörlega og skemmtilega frásagnargleði. Með- an hún var hress, las hún mikið, og tók því virkan þátt í umræðum um daginn og veginn. Þótti mér, eiginmanni mínum og börnum, sérstaklega gaman að fá hana í heimsókn, því eins og börnin sögðu: „Hún Marta hefur frá svo miklu að segja." Hún var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Marta Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist 2. október 1895 að Hlöðu- túni, Stafholtstungum. Hún var dóttir hjónanna Valgerðar Ein- arsdóttur og Ólafs Jónssonar, lögregluþjóns í Reykjavík. Aðeins 18 ára gömul missti hún móður sína, og tók þá við heimilishaldinu fyrir föður sinn. Hún hugsaði alúölega um hann þar til hann lést háaldraður. Einnig stóð heimili hennar opið fyrir móður minni, sem var bróðurdóttir hennar, Val- gerði Stefánsdóttur. Hún dvaldi hjá henni langtímum saman, þá sérstaklega á vetrum. Eftir að langafi lést, fluttu foreldrar mín- ir, Valgerður og Gunnar Ásgeirs- son, í Garðastræti 25, þar sem Marta bjó, og bjuggum við í því húsi með Mörtu, þar til við fluttumst í stærra húsnæði á Starhaga 16. Þangað flutti Marta frænka líka með okkur. Marta vann um langt árabil í bókaverzlunum. Fyrst í Eimreið- inni og síðan í Bókabúð Æskunn- ar. Ég man að hún las all flestar bækur sem komu út á íslandi, „til að geta betur frætt viðskiptavin- inn um það sem á boðstólum var“, var hún vön að segja. Óneitanlega koma ótal margar hlýjar hugsanir upp íhuga mínum, þegar ég nú kveð frænku mína, en hún hefði orðið 86 ára í haust. Hún bar hlýjan hug til okkar allra. For- eldrar mínir og systkinin 6 eigum svo margar skemmtilegar minn- ingar, þar sem hún er með. Ég, persónulega, á henni margt að þakka í gegnum árin. Allar þessar minningar mun ég geyma. Hvíl í friði. Wrhildur Marta Gunnarsdóttir + Þökkum ínnilega auösýnda samúö viö andlát og útför sonar okkar ÞORSTEINS G. INGOLFSSONAR Þórufelli 14. Ingólfur Arnar Jónaaon, Elín Þorateinadóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar SIGURDAR EYJÓLFSSONAR Fálkagötu 34. Fyrir hönd systkina okkar og annarra vandamanna. Gylfi K. Sigurösson, Sigþór B. Sigurðsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar HELGU KÁRADÓTTUR Kaplaskjólsvegi 27. Jón Sigurjónsson og börn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát móöur minnar, fósturmóöur, tengdamóöur og ömmu, RAGNHILDAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Sólvallagötu 51, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Salóme Ósk Eggertsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Hjalti Guðmundsson, Anna Katrín Vilhjálmsdóttír, Ingibjörg Hjaltadóttír, Bjarni Jóhann Vilhjálmsson, Ragnhildur Hjaltadóttir. KARNABÆR LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.