Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 Minning: Margrét Þorleifs- dóttir Hafnarfirði Fædd 27. nóvpmber 1907. Dáin 9. áKÚst 1981. Þau geta stundum verið þung síðustu sporin þegar menn koma vegmóðir úr erfiðri ferð. Þá skeð- ur margt á langri leið og fremur er það fátítt að gengið sé þurrum fótum alla leið til enda. Margrét Þorleifsdóttir, sem lögð er nú til hinztu hvíldar átti erfitt síðasta ævispölinn. Sífelld veik- indi og hrörnun drógu smám saman úr kröftum hennar þar til yfir lauk. Hún var komin á leiðarenda. Að baki er viðburðar- rík æfi með sól og skuggum á víxl. Framundan blasa við lönd og mannlíf, sem enginn okkar hefur séð en við vitum samt, eftir ýmsum leiðum, að eru til. Margrét Þorleifsdóttir fæddist 27. nóv. 1907 í Súðavík í Álftafirði vestri. Hún lézt á Borgarspítalan- um í Reykjavík 9. ágúst síðastlið- inn og verður jarðsett mánudag- inn 17. þ.m. frá Hafnarfjarðar- kirkju kl. 3. Hálfþrítug kvæntist Margrét Helga Hannessyni síðar bæjarstjóra í Hafnarfirði, en þau slitu samvistum síðar. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Hauk skóla- stjóra í Hafnarfirði og Erlu Mar- gréti hjúkrunarfræðing á Sólvangi í Hafnarfirði. Á unga aldri hafði Margrét áhuga á að læra hjúkrunarfræði, en af því gat ekki orðið. Hún starfaði samt að þessum áhuga- málum sínum á sjúkrahúsum þar sem hún bjó. Frá 1955 var hún hjúkrunarkona á Sólvangi í Hafn- arfirði og rækti þau störf af mikilli umhyggju og trúmennsku þar til vinnuþrek hennar þraut með öllu fyrir ekki löngu síðan. Ýmisleg torleiði urðu á leið Margrétar. Hún veiktist af berkl- um og var um tíma sjúklingur á Vífilstaðahæli. Ef fólk veiktist af þessari veiki hér áður fyrr var það allt að því dauðadómur og margur átti ekki afturkvæmt af hælinu á Vífilsstöðum. En þrek Margrétar og bjartsýni hóf hana upp úr þessum sjúkdómi og færði hana aftur til starfa. Fleira varð henni mótdrægt en enginn skilur til hlítar örlög manna og Margrét tók öllu því sem að höndum bar með mikilli stillingu og æðruleysi. Þegar Margrét hefur litið yfir lífssvið sitt að leiðarlokum, hefur hún séð að þar hafa skipst á skin og skuggar. Svo vill það nú vera hjá æði mörgum. Eftir því sem ég kynnist Margréti hefur sólarljósið alltaf haft yfirhöndina. Hún var í rauninni bjartsýn og tók með stakri rósemi öllu því sem að höndum bar. Margrét Þorleifs- dóttir var sérstakur persónuleiki. Hún hafði ákveðnar og fastmótað- ar skoðanir á öllum helstu málum þjóðarinnar og frá þeim varð henni ekki svo auðveldlega vikið. Hún var málsvari allra þeirra, sem minna máttu sín í þjóðfélag- inu, allra þeirra sem eiga um sárt að binda í víðum skilningi. Þar af leiðandi hlaut hún að skipa sér á bekk með þeim, sem bundust samtökum um að rétta hlut hinna smáu. Hún fylgdist með baráttu fátæka verkamannsins á 3. og 4. tug þessarar aldar. Hún sá þessa hre.vfingu vaxa úr grasi og verða volduga og sterka meðal annars fyrir fylgi hennar sjálfrar. Hún var ein af alþýðukonum þessa lands, sem tók því sem að höndum bar en stóð óbifandi á sínum stað þegar á reyndi. Henni og hennar líkum í báðum kynjum á þjóðin öll mikið að þakka bættan og betri hag. Eg gat þess hér að ofan að Margrét hafi lagst á sveif með þeim, sem minna máttu sín. Með því sama hugarfari gekk hún í Góðtemplararegluna. Engin neyð er stærri en sú, sem áfengisvoðinn veldur. Margrét lagði hér hönd á plóginn. Hún starfaði árum saman í st. Daníelsher nr. 4 og í Þing- stúku Hafnarfjarðar. I Þingstúk- unni var hún fræðslustjóri og fór það henni vel. Margrét var víðles- in og gáfuð kona, sem bar gott skynbragð á menn og málefni. Hún talaði vandað og fallegt mál og flutti það af einurð og festu. Margrét var trú vinum sínum og trygg málstað þeirra, sem henni fannst á hallað. Hún var hlý og góð og bar umhyggju fyrir vinum sínum og börnum. Við félagarnir í stúkunni Daníelsher nr. 4 þökkum henni fyrir samfylgdina og fyrir það lið sem hún veitti sameigin- legum málstað okkar. Börnum hennar og barnabörnum vottum við samúð okkar. Eg bið henni blessunar á nýjum vettvangi, í nýjum heimi. Stefán H. Halldórsson Þann 9. ágúst sl. lézt Margrét Þorleifsdóttir á Borgarspítalan- um, eftir erfiða sjúkdómslegu. Veikindi hennar komu í ljós í jan. sl. og reyndust ólæknandi. Sjálf vissi hún að hverju dró. Hún var ekki vílgjörn kona en kjarkmikil, og æðrulaus beið hún þess sem verða vildi. Margrét fæddist og ólst upp í Súðavík í Álftafirði við Djúp. — Foreldrar hennar voru Gróa Kritjánsdóttir og Þorleifur Þor- steinsson, sjómaður og verkamað- ur, mikil sæmdarhjón. Auk Mar- grétar, áttu þau Gróa og Þorleifur einn son, Þorstein. Hann lifir nú systur sína. Er hann vélstjóri og búsettur í Kópavogi. — Þá toku þau hjónin að sér tvær telpur á unga aldri, Jóhönnu Sigurveigu Jónasardóttur, sem er látin og Guðrúnu Guðvarðardóttur, en hún starfar nú á Þjóðviljanum. Ung að árum fluttist Margrét til ísafjarðar og starfaði um árabil á sjúkrahúsinu þar. Á Isafirði kynntist hún Helga Hannessyni, og gengu þau í hjónaband 1932. Árið 1948 gerðist Helgi bæjar- stjóri í Hafnarfirði og forseti ASÍ og flutti fjölskyldan búferlum til Hafnarfjarðar vorið 1949. Þessi störf eiginmannsins mæddu mjög á húsfreyjunni, því gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna, en hún gekk ekki ætíð heil til skógar. Hafði hún veikzt af berklum fyrr á árum og varð af þeim sökum að vera á Vífilsstöðum frá 1934—’37 unz hún náði bata. Aftur veiktist hún alvarlega 1948 og þá af krabbameini, sem henni tókst að sigrast á í það sinnið, en að lokum dró þó sá sjúkdómur hana til dauða. Þau Helgi slitu samvistum 1955. — Var þó ætíð vinskapur þeirra á milli eftir það. Margrét Þorleifsdóttir var mikil vildiskona. Hún var blátt áfram og hlýleg í viðmóti. Miklaðist aldrei af stöðu sinni, þegar vegur hennar var sem mestur. Hún mátti ekkert aumt sjá. Ávallt boðin og búin til þess að draga úr sársauka annarra, og líkna þar sem bágindi voru fyrir hendi. Hún var vökukona á Sólvangi í meir en aldarfjórðung og gegndi, því starfi af mikilli ósérhlífni og var af- burða vel látin af sjúklingum og samstarfsfólki. — Hún átti sér mörg áhugamál og fylgdist vel með. Hún unni bindindishreyfing- unni, var sjálf mikil reglukona og starfaði í góðtemplarareglunni um langt árabil. — Hún hafði unun af að ferðast og kynnast íslenzkri náttúru. Hafði hún farið um landið sitt þvert og endilangt nokkrum sinnum til þess að kynn- ast því sem best. Þau Margrét og Helgi eignuðust tvö börn, en þau eru: Haukur, skólastjóri Öldutúns- skóla, Hafnarfirði, kvæntur Krist- ínu H. Tryggvadóttur, fræðslu- fulltrúa BSRB og Erla Margrét, hjúkrunarfræðingur, gift Gunnari G. Vigfússyni, ljósmyndara. Öllum ástvinum og venslafólki Margrétar Þorleifsdóttur færi ég mínar dýpstu samúðaróskir um leið og ég bið henni guðsblessunar á ókunnum vegum. Þorgeir Ibsen Kveðja frá Sólvangi Það er verðtryggt gull hverrar stofnunar að hafa góðu starfsfólki Fæddur 21. júní 1953. Dáinn 10. ágúst 1981. Mánudaginn 17. þ.m. verður gerð frá Fossvogskapellu útför Guðjóns Ólafs Guðjónssonar sem lést í Borgarspítalanum 10. ágúst eftir umferðarslys þann 3. þ.m. Guðjón Ólafur var fæddur í Reykjavík 21. júní 1953. Foreldrar hans voru þau Margrét Ágústs- dóttir og Guðjón Kr. Ólafsson, sem lengst af bjuggu hér í borg- inni, en um fjögurra ára skeið ráku þau búskap að Ölvalds- stöðum í Borgarhreppi, Mýrar- sýslu. Þar lést Guðjón Kr. 19. september 1961. Þeim hjónum varð níu barna auðið og var Guðjón Ólafur næst yngstur. Fráfall heimilisföðurins var mikið áfall fyrir fjölskylduna og ekki hvað síst fyrir 8 ára dreng, en einstök samheldni móður og barna létti sporin á erfiðri braut lífsbar- áttunnar. Ári síðar, eða 1962, brá Margrét búi og fluttist með barnahópinn til Reykjavíkur og stofnaði heimili með þeim að Hólmgarði 7. Þegar á unga aldri fór Guðjón Ólafur að vinna ýmis störf sem til féllu og létta undir heimilishaldi á fjölmennu heimili. Hann var að eðlisfari kappsamur og ósérhlíf- inn, og góður vinnufélagi, enda var það metið að verðleikum hvar sem hann fór. Hann stundaði alhliða verkamannavinnu, ýmist við byggingar eða fiskiðju, en síðastliðin 6 ár var hann starfs- maður hjá ÍSAL. Guðjón Ólafur var góður og traustur félagi og naut þess að koma höfðinglega fram í góðra vina hópi. í frístundum hafði hann unun af að taka í spii og minnist ég margra ánægjustunda þegar hann lék á alls oddi og setti fjör í spilamennskuna. Guðjón Ólafsson var lengst af til heimilis hjá móður sinni að Hólmgarði 7. Þar naut hann öryKgis og umhyggju. Það var mikið áfall fyrir hann þegar móðirin féll frá fyrir ári síðan. En þá kom berlega í ljós samheldni systkinanna og maka þeirra sem veittu Guðjóni Ólafi þá aðhlynn- ingu og umhyggju sem hann þarfnaðist. Þegar ég nú að leiðarlokum á að skipa. Velferð hennar, vegur og traust er því háð. Ekki síst gildir það, þar sem um þjónustu við þá aðila er að ræða, sem sérstakrar umönnunar þarfnast svo sem á heilbrigðisstofnunum. Þar skiptir máli öðru fremur hlý hönd og hjartað sanna og góða. Þann 15. september 1955 réðist Margrét Þorleifsdóttir til starfa að elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi og vann þar sleitulaust fram á þetta ár, eða þar til heilsuna þraut skyndilega og biðin hófst að því sem koma hlaut. Og á morgun kveðjum við Margréti hinstu kveðju. Þá ég hóf störf að Sólvangi, spurðist ég fyrir um mannval þar og fengu margir góðar einkunnir. En ein starfskonan fékk alveg sérstaklega góða umsögn. Það var þessa jarðlífs renni í huganum yfir lífshlaup frænda míns, þá verður ekki umflúin sú hugsun að hann hefði kosið sér annað hlut- skipti í Iífinu en raun varð á, enda var hann sér þess meðvitandi. Nú blasir við honum heimkoma til þeirrá sæluheima, þar sem andstreymi þessa jarðlífs hverfur sem dögg fyrir sólu, og endurfund- ir við foreldrana verða honum gleðistund. Systkinum Guðjóns og aldraðri móðurömmu og öðrum ættingjum og skyldmennum vottum við hjón- in okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu hans. Ingólfur Ágústsson Á morgun verður til moldar borinn elskulegur mágur minn, Guðjón Ólafur Guðjónsson, sem andaðist af völdum slyss er hann varð fyrir nýlega. Guðjón var næstyngstur níu systkina og missti hann föður sinn sem barn og bjó einn hjá móður sinni eftir að hin systkinin voru flutt að heiman. Það var því mikið áfall fyrir Guðjón er móðir hans féll frá fyrir tæpu ári síðan. Eftir fráfall móður sinnar kom hann á heimili mitt og dvaldi þar fyrstu mánuðina, en síðan dvaldi hann hjá sy9tur sinni að Kambaseli 65 hér í borg. Guðjón starfaði síðustu árin í álverinu í Straumsvík, en í febrú- ar síðastliðnum fékk hann leyfi þaðan í sex mánuði og fór þá til Þorlákshafnar, þar sem hann var að koma sér upp einbýlishúsi. Guðjón fann sig ekki þar og kom því aftur til Reykjavíkur. Hann hóf störf í Hraðfrystistöðinni og vann þar þangað til hann fór í sumarleyfi til systur sinnar og mágs á Siglufirði. Eyddi hann tíma sínum I að hjálpa þeim á hótelinu sem þau eiga þar. Vann hann þau störf sem honum voru falin þar af mikilli samviskusemi og ánægju. Þar hitti ég haon í síðasta sinn fyrir um það bil þrem vikum síðan og minnist ég þess ekki að hafa séð Guðjón jafn ánægðan með lífið frá því móðir hans lést, en þessar- ar ánægju naut hann ekki lengi, því það var eins og örlögin ætluðu honum það hlutskipti að njóta sjaldan ánægju sinnar lengi. Margrét Þorleifsdóttir. Hún væri gullsigildi. Þar reyndist ekkert ofsagt. Starfsferill Margrétar var frá upphafi til hins síðasta með miklum ágætum. Lengst af gegndi hún næturvöktum á 2. hæð Sól- vangs og vann langan starfsdag. Umsagnir um starf hennar, bæði samstarfsfólks, yfirmanna og vist- fólks, eru á eina lund. Hér var í sannleika vakað á verðinum. Hin- um sjúku sinnt af kostgæfni. Hlý var mundin, sem strauk þreyttan og þjáðan vanga og í té látið það sem þurfti af mildi, skilningi og góðvild. Umhyggjan fyrir þeim öldnu og sjúku einstök. Dugnaður- inn mikill og allt í góðri reglu. Margrét naut þess að veita hina bestu þjónustu og hlífði sér hvergi. Slíkt er aðal hinna ágæt- ustu starfskrafta. Þegar forsjónin lauk starfstíma Margrétar hér að Sólvangi, varð skarð fyrir skildi og sjónarsviptir. Og nú að skilnaði færi ég hinni látnu, vegna Sólvangs, innilega þökk fyrir það sem hún var og vann þessari stofnun af fórnfúsum vilja og hlýju hjarta. Starf slikra eykur gildi stofnunarinnar, veg hennar og virðingu. Við árnum henni fararheilla um lönd nýrrar framtíðar, þar sem vænta má, að vel unnin verk fái þá umbun, sem ber og verði auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Börnum hennar vottum við dýpstu samúð. Margrét var þeim mikil móðir, fórnfús, ástrík og umhyggjusöm. Yfir minningu Margrétar Þor- leifsdóttur hvílir sérstök birta og litadýrð. Eiríkur Pálsson I heila viku lá hann meðvitund- arlaus og biðum við og vonuðum að hann myndi vakna. Börnin spurðu á hverjum degi: „Er Guð- jón vaknaður?- Hann má ekki deyja. Besti frændi okkar." Þessi orð lýsa því best hve barngóður og greiðvikinn hann var. Við áttum margt sameiginlegt meðan hann bjó hjá mér, enda kom hann oft með áhyggjur sínar og vandamál til mín. Þá settumst við niður og reyndum að finna réttu leiðina. Ég minnist hans því með sökn- uði og trega, en trúi því að sá sem öllu ræður láti hann finna föður sinn og móður á þeim stað, þar sem allir mætast að lokum og þar fái hann að njóta þeirrar ánægju sem hann fór á mis við í lífinu. Kristín Ólafsdóttir Skjótt skipast veður í lofti og enginn ræður sínum næturstað. Það kom eins og reiðarslag yfir mig og starfsfólk Hótels Höfn í Siglufirði, er við fréttum að Guð- jón hafði orðið fyrir bílslysi sama dag og hann kvaddi okkur eftir stutt og gott frí. En varla var það frí, því hann var boðinn og búinn til að hjálpa og aðstoða alla, og viljum við þakka honum hans hjálp. Guðjón var sonur hjónanna Guðjóns Ólafssonar og Margrétar Ágústsdóttur, sem bæði eru látin. Guðjón starfaði við Álverið í Straumsvík og hafði komið sér upp húsi í Þorlákshöfn, en um framtíðaráætlanir hans vissu fáir. Hann var ókvæntur og barnlaus. Systkinum hans og ömmu votta ég innilega samúð. Óg veit ég að hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar leiðir hann. Mágur í Siglufirði. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vináttu viö fráfall og jaröarför FRIOJONS VIGFUSSONAR, frá Siglufiröi. Guórún Frjðjónsdóttir, Sæunn Friójónsdóttir, Sigmundur Gíslason, Kristjana Friðjónsdóttir, Einar Bjarnason, Sigurjóna Friöjónsóttir, Páll Halldórsson, Vigfús Fríójónsson, Hulda Sigurhjartardóttir, Elín Friójónsdóttir, Jón Porbjörnsson, Árni Friöjónsson, Helga Hjálmarsdóttir, Minning — Guðjón Ólafur Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.