Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 lltofgmiÞIftfeft Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöaistræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Ríkisstjórnin heldur því einkum á lofti þessa dag- ana að henni og mjaltavél skattheimtunnar hafi tekizt að blóðmjólka svo almenning og atvinnuvegi, að staða ríkis- sjóðs sé hin blómlegasta. Þá er því og haldið að fólki, að með yerðtryggingu lánsfjár hafi staða bankakerfisins styrkzt verulega. Hvorutveggja hefur nokkuð til síns máls, þó ekki séu öll kurl til grafar komin varðandi stöðu ríkissjóðs. Á það verður og að líta, að hallarekstur, sem áður kom fram hjá ríkissjóði, hefur í raun verið yfirfærður á ýmis helztu ríkisfyrirtækin, sem hvergi nærri ná endum saman í rekstri. Hér er því nánast um tilfærslu á tapi að ræða í ríkisgeiranum, sem nýtt er í Pótemkin-tjald út í þjóðfélag- ið. En á sama tíma sem ríkis- valdið sölsar undir sig sí- stækkandi hlut þjóðarkökunn- ar svokölluðu, hallar undan fæti bæði í rekstrarlegri stöðu atvinnuveganna og kaupmátt- arlegri stöðu almennings. Ýmsir undirstöðuþættir þjóð- arbúskaparins eru reknir með umtalsverðum halla. Frysti- iðnaðurinn, stærsti þáttur út- flutnings og gjaldeyrisöflunar okkar, er rekinn með veru- legum halla. Sama máli gegnir um annan útflutningsiðnað — og ýmsa þætti iðnaðar fyrir heimamarkað, einkum svo- kallaðan samkeppnisiðnað. Segja má, að þar sem bezt gegnir, hangi atvinnurekstur á horrim, en víðast er tjaldað til einnar nætur um rekstrarlegt öryggi atvinnuveganna. Þessi rekstrarlega staða hefur háð íslenzkum atvinnu- vegum í því að byggja sig upp, endurnýja búnað sinn og færa út kvíar, með öðrum orðum að þróast eðlilega — til fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæra og meiri verðmætasköpunar. Þessi neikvæða þróun stríðir því til lengri tíma litið bæði gegn atvinnuöryggissjónar- miðum og kjaralegum hags- munum þjóðfélagsþegnanna. Það sem hefur raunverulega gerzt og býr að baki Pótem- kin-tjalda ríkisstjórnarinnar er það, að sá efnahagsvandi, sem var og er enn á höndum þjóðarinnar, hefur að hluta til verið færður frá ríkisvaldinu yfir á atvinnuvegi og almenn- ing. Til að fegra myndina enn er rekstrarlegur halli í ríkis- búskapnum látinn koma fram hjá ýmsum opinberum þjón- ustustofnunum, en sjónum al- mennings beint að þokkalegri útkomu ríkissjóðsins sjálfs, eftir taptilfærslu. Hér er þó aðeins um nýtt hallaform í ríkisbúskapnum að ræða. í heimildariti áætlunar- deildar Framkvæmdastofnun- ar ríkisins, „Mannfjöldi, mannafli og tekjur", sem ný- komið er út, kemur m.a. fram, að íslendingar verða 40—50 þúsundum fleiri eftir 20 ár en þeir eru nú, þar af 26 þúsund fleiri á vinnualdri. Ef litið er aðeins 10 ár fram á veginn, er gert ráð fyrir, að þá verði 14 þúsund fleiri einstaklingar á vinnualdri en nú er. Þetta eru fleiri aðilar en vinna í dag við fiskveiðar og landbúnaðar- störf samtals, það er í frum- vinnslu í þessum undirstöðu- greinum. Það er því ekki aðeins nauðsynlegt að skapa þeim atvinnugreinum, sem fyrir eru, góð vaxtarskilyrði, heldur þarf jafnframt að byggja upp hæfilegan orkuiðn- að á næstu árum, ef takast á að tryggja framtíðaratvinnu- öryggi hérlendis. Jafnframt þarf að auka svo á þjóðartekj- ur, að þær beri sambærileg lífskjör hér á landi og ná- grannar búa við. Á báðum þessum sviðum, að styrkja atvinnuvegi sem fyrir eru og búa í haginn fyrir nýja, hefur ríkisstjórnin brugðizt. Því veldur fyrst og fremst bremsustefna Alþýðubanda- lagsins gagnvart hverskonar atvinnurekstri, en það virðist hafa allsterk ítök á stjórnar- heimilinu. Það er engin lausn í því fólgin að velta efnahagsvand- anum í þjóðfélaginu yfir á atvinnuvegina, eins og nú er gert, eða sníða þeim svo þröngan stakk rekstrarlega, að þeir geti ekki vaxið í það framtíðarhlutverk að skila þegnunum nægum atvinnu- tækifærum. Það er þvert á móti verið að skapa illviðráð- anlegan framtíðarvanda, ef stefnt er í svo hægan vöxt þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekna, að íslendingar dragist lífskjaralega verulega aftur úr nágrönnum sínum. Þjóðar- tekjur á mann standa nú nánast í stað, þrátt fyrir óvenju hagstæð viðskiptakjör út á við. Það er ekki góðs viti. Það er heldur ekki góðs viti ef vísvitandi er stefnt að því að skapa tortryggni og úlfúð milli atvinnuvega og almennings. Rekstraröryggi atvinnuveg- anna er hin hliðin á atvinnu- og afkomuöryggi fólksins í landinu. Aukning þjóðar- framleiðslu og þjóðartekna er og eina trygga leiðin til batn- andi lífskjara. Ríkisstjórninni hefur tekizt að breyta hluta af þeim efna- hagsvanda, sem hvíldi á ríkis- geiranum, í aukinn vanda at- vinnuveganna. Rekstrarhalli í ríkisbúskapnum, sem áður kom fram hjá ríkissjóði, hefur sumpart verið færður yfir á ríkisreknar þjónustustofnanir, sem ekki ná endum saman. Þá hefur ríkisstjórnin verið fim við hverskonar vísitölusjón- hverfingar. En svo er að sjá sem allar hennar efnahags- gjörðir hafi annað tveggja bitnað á rekstrarlegri stöðu atvinnuveganna, eða kaup- máttarlegri stöðu almennings. Vandinn hefur verið færður til — en ekki leystur. Vandinn færður til - ekki leystur Rey kj aví kurbréf Laugardagur 15. ágúst Átökin í Alþýðu- flokknum Helgarpósturinn fjallar í leið- ara 7. ágúst síðastliðinn um átök milli ritstjórnar og blaðstjórnar Alþýðublaðsins, sem verið hafa í brennidepli fjölmiðla undanfarið. Höfundur leiðarans vitnar til samtals við Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í þessu sama blaði, og segir orðrétt: „Líklega getur enginn íslenzkur stjórnmálamaður talað af jafn- mikilli reynslu um innanflokkserj- ur og einmitt Geir Hallgrímsson. Og hann á í fórum sínum þessar ábendingar handa Alþýðuflokks- mönnum: „Viðvíkjandi þessum vandamál- um á Alþýðublaðinu þá tekur mig sárt að svona hatrammur ágrein- ingur skuli vera uppi við. Mig tekur það sárt vegna þeirra manna, sem þar eiga hlut að máli. Það er engum til gagns í ábyrgum stjórnmálaflokki að lenda í slíkum innanflokkserfiðleikum. Þetta á við um alla flokka. Það skiptir í mínum huga meira máli, að berj- ast innan flokks sem utan á málefnalegum grundvelli. Þannig vilja kjósendur að stjórnmála- flokkar séu reknir... ég er sann- færður um, að menn hagnast ekki á slíkum vinnubrögðum, þar sem persónuvíg taka málefnum fram. Hvorki flokkurinn né viðkomandi einstaklingar hagnast, þvert á móti hefna slíkar vinnuaðferðir sín.“ Síðan segir leiðarahöfundur: „Líklega er öllum þeim sem í stjórnmálabaráttu standa hollt að íhuga þessi orð manns, sem talar af langri og biturri reynslu." Stjórnmálaflokkar eru hluti af þingræði okkar og þurfa að halda reisn sinni sem slíkir. Lýðræðis- jafnaðarflokkur gegnir mikilvægu hlutverki á vinstri væng íslenzkra stjórnmála. Vonandi tekst þeim, sem þar deila, að leysa innri mál sín á þekkilegan máta. Persónulegur stíll í pólitík I viðtalinu, sem Helgarpóstur- inn vitnar í, segir Geir Hall- grímsson ennfremur: „Stjórnmálaátök eiga að snúast um málefni. Ég dreg ályktanir af þeim málefnum sem um er rætt, frekar en að finna persónulega snögga bletti á andstæðingum mínum og reyna að ná höggi á þá sem einstaklinga. Ég berst fyrir ákveðnum málefnum og gegn öðr- um — og á þeim vettvangi lít ég á sjálfan mig sem baráttumann. Læt oftast persónuleg hnútuköst lönd og leið, þó að ekki geti ég nú fullyrt að ekki hafi fyrir komið að ég hafi fallið í gryfju persónulegra deilna eins og allir aðrir stjórn- málamenn." Blaðamaður Helgarpóstsins spyr: „Verður þú sár, þegar að þér er vegið persónulega í orrahrið stjórnmálanna?“ „Nei,“ segir Geir, „ég tek beinar árásir á persónu mína ekki nærri mér og alls ekki ef um er að ræða árásir vegna skoðanna minna eða afstöðu. Frekar kippist ég við ef um er að ræða árásir, þar sem sakargiftir eru þær, að ég hafi vanrækt starf mitt og sinni ekki þeim störfum sem mér hafa verið falin. Verst þykir mér að sætta mig við þennan skúmaskotaáróður, sem kemur í bakið á manni. Hinsvegar tekur slíkur óheiðarlegur mál- flutningur ekkert á taugarnar. Ég er vel brynjaður." Sérhver stjórnmálamaður skap- ar sér eigin stíl í pólitískri hegðan, sem rætur á í persónubundnum eiginleikum. Þessvegna er svo margt sinnið sem skinnið í ís- lenzkum stjórnmálum. Ekki er þó ástæða til að draga í efa að nær allir íslenzkir stjórnmálamenn styðjast við pólitíska sannfæringu um ágæti eigin málstaðar, né að þeim gangi gott eitt til, er þeir geysa fram á völl dægurbarátt- unnar, en óneitanlega hefur per- sónulegt karp og á stundum skít- kast á þeim vettvangi skaðað stjórnmálastarfið í augum al- mennings, því miður, svo nauðsyn- legt sem það er í þingræðislandi. Þannig geta stjórnmálamenn veikt stoðir þess lýðræðis og þingræðis, sem við viljum í raun öll varðveita, og flokkarnir eru hluti af. Misræmi milli þess sem stjórnmálaflokkar halda að fólki fyrir kosningar og framkvæma eftir kosningar er af sama toga. Fólk verður að geta treyst orðum og stefnumörkun stjórnmála- manna. Þessvegna eru orð Geirs Hallgrímssonar um gildi málefna- legrar og dregilegrar baráttu á sviði stjórnmálanna orð í tíma töluð. Brjóstvörn borgaralegs lýdrædis Sjálfstæðisflokkurinn hefur all- ar götur frá því hann var stofnað- ur verið brjóstvörn borgaralegs lýðræðis og þingræðis hér á landi. Það hefur verið í senn gæfa og styrkur þess fólks, sem standa viil vörð um borgaralegar hefðir, ríkj- andi þjóðfélagsform, framtak og frelsi einstaklingsins, að standa saman í stórum og sterkum stjórnmálaflokki. Sjálfstæðisfólk er að finna í öllum starfsstéttum þjóðfélagsins. í hverri sveit og hverjum kaupstað landsins eru einstaklingar, konur og karlar, sem taka þátt í stefnu- mótun og starfi flokksins. Þetta fólk er hvergi nærri sammála um öll dægurmál líðandi stundar. Það getur haft mismunandi skoðanir á ýmsum þáttum mannlegs lífs. En það hefur samskonar eða svipaða sannfæringu fyrir þeim kjarna- atriðum, sem mestu ráða um afstöðu fólks til stjórnmála. Það er mergurinn málsins — og þess- vegna stendur það saman, flokks- lega. En hver eru þessi kjarnaatriði? Þar ber hæst sjálfa þjóðfélags- gerðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um borgaralegt þjóð- félag, lýðræði og þingræði. Hann vill treysta fullveldi þjóðarinnar, bæði efnahagslegt og pólitískt. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar verður bezt tryggt með því að fjölhæfa og efla verðmætasköp- un í þjóðarbúskapnum, sem einnig er forsenda atvinnuöryggis og batnandi almennra lífskjara. Þessi verðmætasköpun verður þeim mun meiri sem framtak einstaklinganna fær betur að njóta sín. Vegna þess hve þjóðin er í ríkum mæli háð milliríkjaverzl- un verður jafnframt að treysta viðskiptalega hagsmuni og við- skiptaleg tengsl okkar við um- heiminn. Pólitískt sjálfstæði þjóð- Setnii ar og þegna er bezt varveitt innan ramma vestrænnar lýðræðishefð- ar, þjóðskipulags sem þróast hefur á friðsaman hátt — og er enn að þróast — til meira réttlætis og batnandi almannahags — og með varnarsamstarfi við þau vestræn lýðræðisríki, sem búa að hlið- stæðri menningararfleifð og þjóð- félagsgerð. Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á, að ríkið sé til fyrir einstakl- ingana. Velferð og lífshamingja þeirra — manneskjunnar — á að skipa öndvegi þjóðfélagsins. Ein- staklingurinn skal sjálfur ráða lífsstíl sínum, menntun, skoðun- unum, tjáningu, starfi, hugðarefn- um, ferðum o.sv.fv. — innan eðlilegs lagaramma til að vernda hagsmuni heildarinnar. Flokkur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.