Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 7 Umsjónarmaóur Gísli Jónsson 113. þáttur „Skýtur þetta ekki í stúf við stefnu Alþýðuflokksins?" Þessi spurning var einu sinni lögð opinberlega fyrir Bene- dikt Gröndal, meðan hann var formaður flokksins. Flestir munu hafa skilið spurninguna svo, sem gert væri ráð fyrir því að efnið, sem um var spurt, bryti í bága við stefnu flokksins. En hvað er þá að? Hér er á ferðinni margnefndur sam- runi. Tveimur orðtökum eða orðum er blandað saman, og hafa oft í þessum þáttum verið tekin hláleg dæmi af slíku. Nokkurn veginn er ljóst hvað saman rennur í upphafsspurningunni. Ann- ars vegar að stinga í stúf við, hins vegar að skjóta skökku við, en það merkir stundum hið sama. Þegar svo stendur á, skapast skilyrði fyrir samruna (contaminat- ion). Einfalt innskotsdæmi: Maður er sagður snauðugur. Orðin snauður og auðugur hljóma líkt og eru af sama merkingarsviði, þótt andyrði séu. Hins vegar veit enginn, eftir þessar upplýsingar, hvort maðurinn er ríkur eða fátækur. En hvað er þá að stinga í stúf við eitthvað, og hvernig verður þetta orðtak til? I orðabók Menningarsjóðs seg- ir að orðtakið merki tvennt: að vera í mótsögn við eitt- hvað og vera ólíkt einhverju. Ekki er nema hnífsblað á milli þessara merkinga. Al- gengasta merking orðsins stúfur er talin: „það sem eftir er, þegar eitthvað er skorið eða höggvið af, stubb- ur.“ Ég stilli mig ekki um að vitna í frábæran stað í Njálu. Kolskeggur Hámundarson frá Hlíðarenda hjó fót undan Kol Egilssyni úr Sandgili, og er svo sagt frá orðræðum þeirra í önn bardagans: Kolskeggur: „Hvort nam þig eða eigi?“ Kolur: „Þess galt eg nú, að eg var berskjaldaður," og stóð nokkra stund á hinn fótinn og leit á stúfinn. Kolskeggur: „Eigi þarftu á að líta, jafnt er sem þér sýnist, af er fóturinn." Ekki er þess getið, að Kolur mælti fleira, enda féll hann þá dauður niður. En hvað er að stinga í stúf í bókstaflegri merkingu? Ég leita eins og oft áður til Halldórs prófessors Hall- dórssonar. Hann segir að fyrr á öldum hafi þetta orðtak, eða önnur nauðalík, merkt annað en nú. Úr orða- bók Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal hefur hann að orðasambandið hér stingur í stúf merki: hér er til einskis erfiðað, og þessi merking er einnig gefin í Blöndal. Þá kemur fram í doktorsverki Halldórs að gerðin nú sting- ur í stúf fyrir mér merki: nú stendur illa á fyrir mér eða gengur illa fyrir mér. Hall- dór til færir þýðingarbrot eftir Jón Þorláksson á Bæg- isá: Hér stakk hann í stúf <>K studdist lotinn. harðla svipsvartur. við svignað spjót. Sú skýring fylgir, að það kallist stungið í stúf, þegar „snögglega tekur fyrir ný- byrjaða ræðu eða hvað ann- að“. Þá hefur Halldór enn fundið dæmi þess að orðtakið merki að breytast snögglega til hins verra. Nútímamerkingin, sem fyrr er greind eftir orðabók Menningarsjóðs, virðist ekki komin í orðtakið fyrr en á 19. öld. í Fjölni er sagt um menn nokkra að það styngi í stúf hversu ófimlegri þeir voru og þunglamalegir í samjöfnuði við aðra skipsmenn. Dæmi Blöndalsorðabókar er svo: „Þessar frjósömu sveitir stinga mjög í stúf við eyði- merkurnar í kring." Niðurstaða prófessors Halldórs um uppruna orð- taksins er sú, að i stýri ekki falli á orðinu stúfur, heldur standi atviksorðslega. Stúf er stungið í (eitthvað), sbr. að stinga við fæti, en það merkir eiginlega að stinga fætinum við = á móti ein- hverju. Stúfur er ekki bara haft um það „sem eftir er, þegar eitthvað er skorið eða höggv- ið af“, heldur getur það verið hluti fyrir heild (pars pro toto), þ.e. fóturinn allur. Við förum stundum á stúfana, þótt heilfættir séum, einkum þegar ákveðinn tilgangur er með brölti okkar. Eftir alla þessa þvælu, er það kannski afsakanlegt, að menn séu orðnir svo ruglað- ir, að þeir færu að tala um að skjóta í stúf, eins og maður- inn sem spurði Benedikt. Samt þætti mér þá skjóta nokkuð skökku við, ef svo væri mælt, og stinga í stúf við góða íslensku. I orðabók Menningarsjóðs er tilgreind fernskonar merking í orðinu skafl. Þetta kemur nákvæmlega heim við gamla vísu sem rifjuð var upp fyrir mér á dögunum. Þar myndar orðið skafl inn- rím í þessum hringhendu stikluvikum: Ilrannar skaflinn herðir smell. hákarls skaflinn bítur. hesthófs skaflinn hruflar svell. hengjuskaflinn niður féll. Skafl hrannar er faldur öldunnar, skafl hákarlsins tönn hans, hesthófs skafl er broddur á skeifu (skafla- skeifu) sem járnað var með í hálku, og hengju skafl er náttúrlega snjóskafl sem hangir eða myndar hengju. Þórir Áskelsson á Akur- eyri minntist á sögnina að skimpa. Ég þekkti hana ekki beinlínis, en ályktaði af nafnorðinu skimpingar að hún þýddi að fara með spott og spé eða hafa í háði. Það er rétt. Einnig er sagt að skimpast að einhverjum, og sá sem það gerir, er skimp- inn. Mér þykir reynar freist- andi að skimpast að eftirfar- andi máli: „... að málið hefði gengið alltof hægt fyrir sig, hefði reyndar lítt þokast á þessu liðlega ári, frá því að stofn- unin opnaði málið.“ (Bréf Páls IV,2). Ekki er að margfrægum stofnunum að spyrja. Þær bjaga ekki aðeins málið, heldur opna þær málið líka. Ef þær lokuðu málinu aftur, mætti kannski sættast á þau málalok. Fátt er svo illt að einugi dugi. GENGI VERÐBREFA 16. ÁGÚST 1981 VERÐTRYGGD VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS: Prak“ RÍKISSJÓÐS 1969 1. flokkur 6.944.05 Kaupgengi 1970 1. flokkur 6.464.28 pr. kr. 100.- 1970 2. flokkur 4.729,94 A — 1972 2.297.12 1971 1. flokkur '4.251,74 B — 1973 1.891,86 1972 1. flokkur 3.689.51 C — 1973 1 616,54 1972 2. flokkur 3.138,84 D — 1974 1.377.08 1973 1. flokkur A 2.328,83 E — 1974 948,23 1973 2. flokkur 2.145,42 F — 1974 948.23 1974 1. flokkur 1.480.88 G — 1975 635.07 1975 1. flokkur 1.211,98 H — 1976 607.07 1975 2. flokkur 912,82 I — 1976 464.84 1976 1. flokkur 864,73 J — 1977 433.93 1976 2. flokkur 698,99 Ofanskróö gengi er m.v. 4% ávöxtun 1977 1. flokkur 649,17 p.á. umfram verötryggingu auk vinn- 1977 2. flokkur 543,75 ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- 1978 1. flokkur 443,16 in út á handhafa. 1978 2. flokkur 349,75 HLUTABRÉF 1979 1. flokkur 295,76 1979 2. flokkur 229,47 Eimskipafélag Kauptilboö 1980 1. flokkur 177,74 Islands óskast 1980 2. 140,18 Tollvöru- Kauptilboö 198T 1. flokkur 123.35 geymslan hf. óskast Meöalávöxtun spariskírteina umfram verö- Skeljungur hf. Sölutilboö oskast tryqqinqu er 3,25—6%. Fjarfestingarf. Solutilboö Islands hf. óskast. VEÐSKULDABRÉF VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: ÓVERÐTRYGGO: Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun Kaupgengi m.v. nafnvexti 2Va % (HLV) umfram (HLV) 1 afb./ári 2 afb./ári verötr. 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 97,62 98,23 5% 1 ár 68 69 70 72 73 86 2 ár 96.49 97,10 5% 2 ár 57 59 60 62 63 80 3 ár 95.39 96,00 5% 3 ár 49 51 53 54 56 76 4 ár 94,32 94.94 5% 4 ár 43 45 47 49 51 72 5 ár 92,04 92.75 5'/i% 5 ár 38 40 42 44 46 69 6 ár 89.47 90.28 6% 7 ár 86.68 87.57 6Vi% 8 ár 83.70 84.67 7% 9 ár 80,58 81.63 7V,% TÓKUM OFANSKRAÐ VERÐ- 10 ár 15 ár 77,38 78,48 69.47 70.53 8% 8V«% BRÉF í UMBOÐSSÖLU nátfuniKflRrtiM íaaadj hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30— 16. Önnumst kaup og sölu allr almennra veöskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt viö kaupendum á viðskiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. Vcnllircfa- A\arlia<luriiiii Urkjatomi “ 12222 „Sesselon“ Falleg og vönduð vara. Verð kr. 3.950,- Takmarkaðar birgðir. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU ARMULI 4 SIMI82275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.