Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 19 að fá aö skreppa niður í fjöru og líta á klettana, svaraði snaggara- leg telpa að engum væri leyft að fara þangað, en heima á bænum gætu þeir sýnt okkur geislasteina. Eg hafði komið þarna áður og okkur nægði að skoða formin í geislasteinum þeim, sem urðu á vegi okkar í smámolum í skriðum og árfarvegum á þessum slóðum. I Berufirðinum rákum við tærnar í nokkra mola með geislum við foss við veginn innan við Búlandsting síðar í ofaníburði i vegarspotta. Þarf að gæta þessara friðuðu staða vel, en að öðru leyti er erfitt að banna fólki að taka upp falleg- an stein úr götu, þegar þeir verða fyrir fólki í fjörum eða með lækjum á leið út í sjó, hvað þá þegar þeir liggja á söluborðum við veginn. Hörð viðurlög verða þó að vera ef beitt er áhöldum eða sprengingum til að hirða grjót í eignarlöndum. Búlandstindur er stórkostleg út- gáfa af þessum lagskiptu fjöllum Austurlands, þar sem hvert berg- lagið liggur ofan á öðru eins og í tertu. Þetta nýtur sín vel, ef ekið er inn í Fossárdalinn austan við fjallið, eða horft á það yfir Berufjörð. Og enn skoðuðum við þetta fagra fjall vestan frá á morgungöngu í glampandi veðri úr tjaldstað við Strýtu í Hamars- firði. Fjöðurinn sá ber nafn með rentu, því þar er hamar á hamar ofan. Ekki að furða þótt þeir bræður Finnur og Ríkharður Jónssynir þroskuðu í uppvextinum á Strýtu tilfinningu fyrir formum. Við gengum raunar upp í gilið þar sem sagt er að finnist tálgusteinn, sem þeir hafi komist upp á að nota. En í túninu er skrýtin „huldukirkja" úr steini. Við Strýtu hafði nærri fokið ofan af okkur tjaldið en morgun- inn eftir var komið logn og glampandi sólskin, sem hélst út þá viku. Og því gott tækifæri til að ganga inn dalina inn úr Hamars- firði og Álftafirði með ám á botni, komnum frá Hofsjökli og Þránd- arjökli. Úr því erum við á heim- leið, með hléum þó. Kveðjum Lónið og heilsum Nesjum og Hornafirði í fögru útsýni af Al- mannaskarði. Nú blasir við Vatna- jökull með öllum sínum sköllum og sporðum. Seint um kvöld er slegið niður tjaldi uppi undir Fláajökli og vaknaö að morgni í 20 stiga hita, svo hægt er að velta sér út í svefnpokanum og gægjast milli blunda upp á kolsprunginn jökulsporðinn. Við blasa í glamp- andi sólskininu sporðar Fláajök- uls, Heinabergsjökuls og Skála- fellsjökuls með þessari sérkenni- legu skál uppi yfir. Það er dýrðar- dagur, eins og þeir geta bestir verið á Islandi, þegar ekið er um Mýrar með mýrarsundum sínum og klapparholtum og um Suður- sveit. Jökulsárlónið hefur heldur betur breytt um svip, frá því við vorum þar og er nú fullt af stórum jökum, sem brotnað hafa af Breiðamerkurjökli í hitunum — heyrast enn dynkir öðru hverju. Við getum varla slitið okkur þaðan fremur en bakpokakrakk- arnir útlendu, sem hoppa þarna af rútunni á leið austur eða vestur og slá upp litlum tjöldum sínum við jakafyllt lónið. Við höfðum séð mikið af bakpokafólki á leið okkar austur. Ungu fólki úr ýmsum löndum, sem þá stóð holdvott í rigningunni að reyna að komast leiðar sinnar til að ná þriðjudags- ferð Tjalds á Seyðisfirði, án þess að hafa fyrirfram gert sér grein fyrir hve umferðin á íslandi er í rauninni lítil og erfitt að fá far. Nú leikur allt í lyndi í sólinni. En ekki verður annað sagt en að þetta unga fólk leggi mikið á sig til að sjá okkar hrjúfa land. Og mein- semi að leggja það því til lasts, eins og stundum heyrist. Það hafði verið 26 stiga hiti í Skaftafelli daginn sem við komum þangað og margmenni á tjald- stæðinu. En nú er að byrja að rigna aftur. Morguninn eftir er hægt að taka sér göngutúr lítt klæddur í volgu regni, áður en tjaldið er fellt og haldið til Reykjavíkur. Þetta hefur verið gott sumarfrí. Útsala — útsala Mikil verölækkun. Glugginn, Laugavegi 49. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23., 25. og 27. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1981, á Skólagerði 64, þing- lýstri eign Þórarins Jakobssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. ágúst 1981 kl. 10:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Vatnsendabletti 165, þinglýstri eign Sigurjóns Þorbergssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 19. ágúst 1981 kl. 14:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Lögtaksúrskurður Hér meö úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1981 álögðum í Kópavogskaupstað, en þau eru: tekjuskattur, eigna- skattur, sóknargjald, slysatryggingagjald v/heimilis- starfa, iðnaðarmálagjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda, lífeyristryggingjagjald, atvinnuleys- istryggingagjald, almennur og sérstakur launaskatt- ur, kirkjugarösgjald, iðnlánasjóðsgjald, sjúkratrygg- ingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og vinnuskattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Ennfremur fyrir skipaskoðunargjaldi, lestargjaidi og vitagjaldi, bifreiöaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatryggingagjaldi ökumanna 1981, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, sölu- skatti af skemmtunum, vörugjaldi af innl. framl. sbr. I. 65/1975, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóös fatl- aðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti, sem í eindaga er fallinn, svo og fyrir viöbótar og aukaálagningum söluskatts vegna fyrri tímabila. Verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, aö 8 dögum liönum frá birtingu úrskuröar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 11. ágúst 1981. Einkatölm deildarstjórans Apple-tölvan er alveg nýr heimur. Heimur þar sem maður og tölva takast í hendur. Apple býður upp á þriðja kostinn, en ekki aðeins val milli risatölvu eða engrar. Apple er einkatölva, jafn auðveld í notkun og bifreið, en eins lítil og létt og ritvél, en álíka ódýr og venjuleg ljósritunarvél. Apple er tæki sem léttir þér störfin, eyðir pappírsflóði og gerir þer kleift að taka skjóta, en örugga ákvörðun. Apple-tölvan kannar fýrir þig afleiðingar væntanlegra ákvarðana þinna. Hún sér um að leysa stjórnunarverkefni (t.d. fjárhagsáætlun, Hafðu samband við okkur rekstraráætlun o.s. frv.) og getur jafnvel skrifað bréf og skýrslur. Apple er fjölhæft verkfæri, sem getur unnið eftir miklum fjölda forrita, hvort sem þú ert lögfræðingur eða læknir, sölu-, markaðs-, skrifstofu- eða fjármálastjóri. Er áhugi vakinn? Ertu tortrygginn eða i vafa? Komdu þá við hjá okkur, og sjáðu hvernig Apple-tölvan leysir fýrir þig áætlanagerð. Þú verður fljót(ur) að sjá, hve þægilegt er að hafa við höndina öfluga einkatölvu. Þú hugleiðir alvarlega að fá þér Apple. ^ applc computor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.