Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 "m Wi Valgerði Hafstað, sem starfar í París og New York. Það er reglu- legur fengur að fá að sækja Hraunkotsfólk heim og spjalla við þær Sigurlaugu og Guðlaugu. Úr Lóninu var ætlunin að bregða sér fyrir Horn og skoða firðina handan þess. En þar sem varla sá út úr augum fyrir regni þennan laugardag, var það ráð tekið að aka áfram inn í land um Breiðdal og Skriðdal í sólina á Hallormsstað og taka sér nætur- gistingu á ágætu hóteli til að þrífa fólk og bíl. En eftir góðan morgun í góðviðrinu í Atlavík var aftur haldið út að ströndinni, nú um Fagradal í Reyðarfjörð, skroppið yfir fjallgarðinn á Norðfjörð og tjaldað í nánd við Eskifjörð, áður en hafin yrði ferðin suður með ströndinni. Við fengum okkur kvöldgöngu í blæjalogni í fólkvangi þeirra Norðfirðinga út með sjónum við enda bæjarins, og skruppum í friðlandið í Hómanesi, sem skagar út í Reyðarfjörð fram undan Hólmatindi. Þar er skemmtilegt fulgalíf, menjar um verbúðir og framundan sérkennilegar grónar kúptar eyjar. Er raunar merkilegt hve margir þéttbýlisstaðir þar eystra hafa þegar haft þá forsjálni að taka frá og friða dýrmæt Guðlaug Benediktsdóttir og Sig- urlaug Árnadóttir í garðinum undir klettunum i Hraunkoti. berg mun hafa verið notað eitt- hvað fram yfir síðari stýrjöldina í múrhúðun. I blágrýtinu er þarna net af sprungum, sem silfurbergið hefur smám saman sest í og sér á endann á æðunum í námunni og í stabba í miðri námu en í skriðun- um niður af og salla á botni má sjá brot af silfurbergi. Það fer ekki á milli mála, þegar litið er í nám- una, að krafsað hefur verið í silfurberggangana með áhöldum til að ná í mola og hefi ég séð það haft eftir Stefáni bónda á Helgu- stöðum að hann hafi komið að fóiki með verkfæri að losa um bergið, eftir að náman var friðuð, bæði útlendingum og íslendingum. Þyrfti að koma bónda á einhvern hátt til aðstoðar við að gæta námunnar um mesta ferðamanna- tímann, t.d. með því að ráða þar einhvern ungling til að „vaka fyrir hann yfir varpinu". En náman er nokkru innan við bæinn. Það gladdi mig að komast að raun um hve vel er gætt hinnar friðuðu nárnunnar, við Teigarhorn í Berufirði, enda hægara um vik þar sem geislasteinarnir eru mest í hömrum við sjóinn neðan við bæinn. Þegar beðið var um leyfi til / túninu á Streyti i Hamarsfirði er skrýtin „huldukirkja“. Ekki að lurða þótt listamennirnir Rik- harður og Finnur Jónssynir þroskuðu þar í æsku formskyn innan um kletta og hamra. útivistarsvæði með sérkennilegri náttúru í nánd við byggðina. En þessháttar staðir eru fljótir að spillast ef þeir eru ekki markvisst varðveittir. Einnig eru flest kaup- tún nú búin að taka frá tjaldstæði við eða í bæjunum með vatni og salernisaðstöðu, sem gerir öllum hægara fyrir, gestum og heima- fólki. Námurnar þarf að verja Það var björt sumarnótt, þegar komið var að Helgustað í Reyðar- firði og gengið upp í gömlu silfurbergnámuna, enda stendur þar á skilti Náttúruverndarráðs að það sé heimilt ef ekki er hróflað við steintegundum. (Hefðum raunar beðið leyfis, ef ekki hefði verið svo síðla kvölds.) Náman er uppi í fjallshlíðinni, en þarna var frá 17. öld unnið silfurberg, sem brátt varð dýrmætt í ýmis sjótæki og hafði hvergi fundist svo hreint og tært silfurberg í veröldinni, aö sögn Þorvaldar Thoroddsen. Eftir miðjan 19. öld var farið að leigja námuna út. Fransmenn höfðu hana á leigu til 1914 og fylltu þá holuna jafnan af vatni á haustin til að verja silfurbergið, en eftir að Islendingar sjálfir tóku við var holan ræst fram og nú gengið inn í hana á þurru. Helgustaðasilfur- Menningarheimili í íslenskri sveit í Hraunkoti á Sigurlaug Árna- dóttir húsfreyja fagran garð, sem liggur undir háum klettum með- fram heimreiðinni að bænum. Og í klettunum og garðinum við húsið glóir steinasafn marglitt og blómstrandi jurtir, en myndar- legur skógarlundur þeirra hjóna í brekkunni neðan við stíginn. Ein- hver skemmtilegasta heimreið að bæ, sem ég hefi séð, og við enda hennar blasir við af hlaðinu und- irlendið með straumvötnum sín- um og fjörurnar í boga með Ijóninu. Raunar hefur heimilið í Hraunkoti einstakan menningar- blæ og fólkið sem þar býr. Bæði Sigurlaug húsfreyja Árnadóttir og Guðlaug skáldkona Benediktsdótt- ir mágkona hennar eru þekktar fyrir skriftir, þótt þær létu nú lítið yfir afköstum sínum á því sviði um þessar mundir. Skafti bóndi Benediktsson var að hlaða hagan- legan garð í rétt neðan við heim- reiðina er við komum, en þau hjón hafa breytt þarna koti í fallegt býli frá því þau komu þar 1937 og tóku til óspilltra málanna. I garði sínum á Sigurlaug marg- ar fallegar jurtir, sumar hagvan- Við Breiðamerkurjökul hefur hakpokafólk stigið a/ rútunni og skellt niður tjaldinu sinu með útsýni ytir Jökulsárlónið. fullt af jökum sem heyrast brotna af sporðinum í hitunum. Grein og myndir Elín Pálmadóttir II Gengið um ari á suðlægum slóðum og þar „sólvermar í hlýjum garði", enda skrifast hún á við blómaræktend- ur hér og úti í löndum og skiptist á fræjum við þá. Þarna var t.d. Glitrós, sem í bókum er hvergi sögð vaxa villt nema í Kvískerjum. En eins gott fyrir fáfróða að hætta sér ekki út í vangaveltur um blómarækt. Það glóði á rauða, græna og margvíslega lita og formaða steina við innganginn í húsið og með heimreiðinni, sem Sigurlaug sagði að piltarnir „tækju með sér heim“ í smala- mennskum. En inni í stofu sýndi hún okkur dýrgripi sína, þar á meðal stærsta ametyst-^sem ég hefi séð. Þar er margt fagurra muna, útskurður o.fl. og í glugga steind mynd eftir listakonuna í Helgustaðanámu sér sums stað- ar á endann á silfurbergsœðun- um, sem hafa myndast í sprung- um í berginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.