Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 + Faðir okkar, tengdafaöir og afi KARL EYJOLFSSON, Keflavík, lézt í Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 14. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Karlsdóttir. t ALBERT SIGURÞÓR STEFÁNSSON sem lést að heimili sínu Hátúni 4, mánudaginn 10. ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, þeim sem vildu mlnnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands. Vandamenn. + Jarðarför fööursystur okkar og mágkonu MÖRTU INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR fer fram frá Dömkirkjunni, mánudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Jarðað veröur í kirkjugaröinum við Suöurgötu. Valgerður Stefánsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Bjarnþóra Benediktsdóttir, Guórún Tómasdóttir. + Bróöir okkar og mégur GUÐJÓN ÓLAFUR GUÐJONSSON, Kambaaeli 65, sem lézt 10. ágúst, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 17. ágúst kl. 10.30 árdegis. Jóna Guðjónsdóttir, Viðar Ottesen, Agúst Guðjónsson, Ragnheiöur Ágústsdóttir, Steinar Guðjónsson, Guðlaug Guöveigsdóttir, Siguröur Guðjónsson, Sigríöur Guðjónsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Jófríöur Guðjónsdóttir, Arni Jón Baldursson, Jóhanna Guðjónsdóttir, Kristján Magnússon. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi SIGUROUR ÁGÚSTSSON Miklubraut 58, Reykjavík, lést 30. júlí sl. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Guóbjörg Torfadóttir, Torfi Sigurðsson, Anna Árnadóttir, Guðrún V. Sigurðardóttir, Siguröur Kr. Sigurösson, Þórunn Siguröardóttir, Alfreð Friögeirsson, Sigrún F. Siguröardóttir, Guöbjörg, Eva Björg og Friögeír Már. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi INGIMUNDUR KR. GESTSSON, frá Reykjahlíð, Seljalandi 3, Reykjavík er lést í Borgarspítalanum 10. sl. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 3 síödegis. Kristín Guömundsdóttir, Guðmundur Ingimundarson, Rósa Einarsdóttir, og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSKELL G. NORÐDAHL, pípulagningameistari, sem andaöist 7. ágúst á sjúkrahúsi Akraness, veröur jarösunginn þriðjudaginn 18. ágúst frá Fossvogskirkju kl. 3.00 síðdegis. Kristjana Norödahl. Nína Finsen, Níls Finsen, Grétar Norðdahl, Lilja Norðdahl, Gunnar Davíðsson, Krístín Stefánsdóttir, og barnabörn. + Útför, móður okkar, téngdamóður og ömmu SIGRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR Bárugötu 29 fer fram frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 18. ágúst 1981 kl.13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag íslands Gyöa Gísladóttir Keyser, Jóhann Gíslason, Guðmundur Gíslason, Erna Adolphsdóttir, Gunnar Gislason, Björg Hermannsdóttir, Geir Gíslason, Guörún Þorleifsdóttir, og barnabörn. Marta Ingibjörg Olafs- dóttir — Minningarorð Fædd 2. október 1895. Dáin 10. ágúst 1981. Þeir hverfa nú margir af sjón- arsviðinu sem fæddir voru fyrir seinustu aldamót. Þetta er gangur lífsins og því verður maður að taka þótt sárt sé að missa ástvini yfir landamærin miklu, en við sem trúum á líf eftir dvöl okkar á þessari jörð fögnum því að kval- arstríði er lokið og vonum að friður ríki yfir sælunni. Marta frænka, eins og hún var kölluð á heimili mínu af mér sem og konu minni og börnum, sem voru náskyld henni, var fædd að Hlöðutúni í Stafholtstungum. Dóttir hjónanna Valgerðar Ein- arsdóttur og Ólafs Jónssonar, búfræðings, síðan skólastjóra á Hvanneyri, sem fluttist til Akra- ness og síðan til Reykjavíkur og var lögregluþjónn til fjölda ára eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Ólafur dó 1941. Við fráfall móður Mörtu, þegar hún var unglingur, tók hún við héimilinu og hélt hún heimili fyrir föður sinni til dauðadags hans. Garðastræti 25, eða Borgþórs- hús, eins og það var kallað áður, var heimili Mörtu í yfir 40 ár, en þar var oft glatt á hjalla meðan Marta tók þátt í sönglífi bæjarins. Þar var oft spilað og sungið enda Marta músikhneigð og spilaði vel á píanó. Þangað komu margir þekktir söngkraftar bæjarins og hún spilaði undir með þeim. Það var algengt á mínum yngri árum að Marta settist við píanóið og kenndi mér lög og texta, eftir innlenda og erlenda höfunda. Ég átti því láni að fagna að kynnast Mörtu 1934 þegar ég kynntist konu minni, Valgerði Stefánsdóttur, sem var bróður- dóttir Mörtu eða dóttir Bjarnþóru Benediktsdóttur og Stefáns Ólafssonar, vatnsveitustjóra á Akureyri, sem þekktur var í Reykjavík sem taflkóngur, orgel- leikari í KFUM og sem knattspyrnumaður í Val. Þegar Stefán lá sína banalegu, tóku Marta og Ólafur dætur þeirra, Sigríði og Valgerði, til sín. Sigríður fluttu síðar til móður sinnar í Kaupang í Eyjafirði en Valgerður dvaldist hjá þeim á vetrum þar til Kvennaskólanum lauk og svo aftur eftir að við festum ráð okkar, þar til við giftum okkur. Meðan Ólafur lifði var ég næst- um daglegur gestur í Garðastr. 25 en eftir fráfall hans 1941, fluttum við þangað þar til þrengslin gerðu vart við sig fyrst í 47 fm húsi og síðan með viðbyggingu 65 fm en Marta bjó í risinu. 1952 fluttum við ásamt Mörtu í nýbyggt hús að Starhaga 16, en þar hafði hún sína íbúð og naut þess að fylgjast með börnunum sex, vinum þeirra og okkar svo og tengdabörnum og barnabörnum síðar. Eins og áður sagði, var Marta söng- og músíkmanneskja, auk þess mikið fyrir fagrar listir, eins og myndlist eða bækur. Hún var oft til leiðsagnar á málverkasýn- ingum og voru margir málarar fyrri tíma vinir hennar. Vegna áhuga hennar á bókmenntum mun mikill hluti lífs hennar hafa verið að afgreiða í bókabúðum. Fyrst hjá Bókabúð Eimreiðarinnar, síð- ar hjá Bókabúð Þórarins B. Þor- lákssonar og þegar hún var lögð niður í Bókabúð Æskunnar, þar sem hún vann þar til heilsan fór að bresta. Marta tók mikinn þátt í félags- starfi KFUK á sínum yngri árum og var heiðursfélagi í stúku sinni, Framtíðinni IOGT. Ætt Mörtu var sterk og þekkt, Stefensen-ættin eða Þorvaldur sálmaskáld, enda fjöldi presta í ættinni. Tengsli vð skyldmenni í báðar ættir voru mikil og mikill sam- gangur og heimsóknir tíðar. Þær voru nokkrar systradætur sem héldu mikið saman og hvort það er tilviljum eða annað, þá er það merkilegt að þær tvær sem enn lifðu, skyldu deyja saman daginn, þ.e.a.s. Marta og Guðný frá Hraunsnefi í Borgarfirði. Fjölskyldan Starhaga 16 ásamt tengdabörnum og barnabörnum munu sakna Mörtu frænku og minnast stundanna með henni, hvort sem þær voru frá yngri árum eða á fullorðinsaldri. Ég vil þakka Mörtu fyrir ánægjulega sambúð og samveru- stundir í nærri 50 ár og bið þann sem öllu ræður að veita henni það líf sem hún á skilið í hinum óþekkta heimi hinum megin við landamærin. + Móðir okkar og tengdamóóir MARGRÉT ÞORLEIFSDÓTTIR Selvogsgötu 21, Hatnarfiröi veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, mánudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag islands. Fyrir hönd vandamanna. Haukur Helgason, Kristín H. Tryggvadóttir, Erla M. Helgadóttir, Gunnar G. Vigfússon. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi GUÐMUNDUR ÞÓRDUR SIGURDSSON, fyrrverandi útgeröarmaöur, Álftamýrí 36, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Blóm afþökkuö, þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eöa Slysavarnafélag íslands. Geirlaug Benediktsdóttir, Benedikt Guðmundsson, Hjördís Kröyer, Hjördis Guömundsdóttir, Kristinn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Stjúpmóöir okkar og systir JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR, Bjargi, Seltjarnarnesi sem lézt 7. ágúst í Sjúkrahúsl Akraness, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 17. ágúst kl. 3. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra, eöa aörar líknarstofnanir. Björg ísaksdóttir, Arnfríöur ísaksdóttir, Helga ísaksdóttir, Runólfur Isaksson, Guðmundur Björnsson. Það verður mikil breyting á einu heimili, þegar fjölskyldumeð- limur hverfur í burtu en slíkt gerðist sl. maí þegar Marta fór að Ási i Hveragerði og fjótlega á Elliheimilið Grund vegna sjúk- leika. Ég og fjölskylda mín óskum henni góðrar ferðar á fund for- eldra, systkina og vina og þökkum henni fyrir þau góðu ár sem við nutum samveru hennar. Gunnar Ásgeirsson Hún Marta frænka er horfin á braut, en þó mikið skarð myndist við brottför hennar þá var þetta það, sem hún bað um; að finna frið. Hún var södd lífdaga, og þráin eftir að komast á fund foreldra sinna og vina var orðin mikil síðastliðið l'A ár því heilsu hennar fór óðum hrakandi. Ég held að það séu ekki margir, sem hafa borið jafngott útlit og fas á elliárunum sem Marta frænka bar allt til dauðadags. Alltaf var hún hress og kát er hún hitti fólk, því félagslynd var hún mjög enda mjög fróð og vel gefin. Fróðleiksfýsn hennar var mikil, hafði mikinn áhuga á öllum sam- tímaviðburðum og hafði gaman af að ræða málin. Mikils hef ég notið af þessum fróðleik hennar Mörtu, því margar góðar samverustundir höfum við haft saman, spjallað fram og til baka, bæði um liðinn og ókominn tíma, og hafði ég alltaf jafngaman af að hlusta á hana segja frá enda frá mörgu skemmtilegu að segja. En einu tók ég eftir, að alltaf var eitthvað hreint og fallegt við allt sem á daga hennar dreif því hreinlynd- ari manneskju var vart hægt að finna. Tónlistin var í hávegum höfð hjá Mörtu, því við píanóið lék hún sér af mestu snilld og léttleika. Voru það margir sem nutu þess bæði að hlusta á hana spila og syngja eða fá, að syngja með við undirspil hennar. Mikla og góða söngrödd hafði hún til að bera, enda mikið í kórum hér áður fyrr og margir voru þeir sem nutu þess að standa við gluggann í Garða- stræti 25, þar sem hún bjó í meira en 40 ár og hlusta á hana syngja. Margar góðar minningar koma i huga mér er ég hugsa um Mörtu. En eitt atriði er mér hugljúfara öðrum. Það er náttfatamorgun- verðurinn, sem hún bauð til hver jól. Að morgni annars í jólum var öll fjölskyldan á Starhaga 16 mætt um tíuleytið í heitt súkku- laði og kökur inn í snotru íbúðina hennar, sem hún átti á efri hæðinni á Starhaganum. En mest var um vert, hversu hún naut þess að fá okkur öll og alltaf hlakkaði hún til þessa dags. Og það var nú ekki skorið við nögl sem á boðstól- um var, en tvennt var það, sem aldrei vantaði á borðið, var það döðlubrauðið góða og heita súkku- laðið, sem hún var snillingur í að útbúa. Margar ferðir fórum við saman, bæði til Hveragerðis og víðar og þakka ég henni þær af heilhug, því fróð var hún um landið okkar, þekkti nöfnin á flestöllum fjöllum og kennileitum, enda mikill unn- andi náttúrufegurðar. Hún var mikil hestakona hér áður fyrr og reið víða um landið okkar. Ekki skorti sögurnar frá þessum skemmtilegu útreiðartúrum henn- ar, sem hún hafði yndi af að segja frá og þá ekki síður ég að hlusta. Við, eiginmaður minn, Stefán

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.