Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 31
Hreyf- illinn úr Vífils- staða- flug- vélinni. Flugvélin flaug lítið þar sem Bret- ar bönnuðu mest allt flug á stríðsárunum, en nú er verið að endursmíða hana á vegum ís- lenzka flugsögufélagsins og tekur Gunnar m.a. þátt í því verki. Þá er á sýningunni sérlega vandað líkan af fyrstu flugvélinni sem kom til íslands, en hún var af gerðinni Douglas World Cruiser og kom hingað fyrir tæpum 60 árum. Líkanið smiðaði Þorleifur heitinn Þorleifsson, mikill áhugamaður um flug, hagleiksmaður og ljós- myndari góður. Ennfremur er þar að finna vél og skrúfu úr Meteor Irwin-flugvél sem Albert á Vífilsstöðum smíðaði á sínum tíma, einnig stýrið úr Súlunni, Júnkers-flugvélinni er Flugfélag íslands átti, og m.a. var mikið notuð til síldarleitar. Stýrið er í eigu fyrsta flugmanns íslend- inga, Sigurðar Jónssonar, Sigga flug. Þá eru á sýningunni skrúfu- blöð úr ýmsum flugvélum sem komu við sögu flugsins á íslandi fram til 1940. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 31 um Lágaskarð Spölkorn út í buskann Gengið Fyrir nokkrum vikum birtist hér í blaðinu stutt lýsing á Dyravegi, en svo nefnist gamla þjóðleiðin frá Nesjavöllum í Grafningi er liggur fyrir norðan og vestan Hengil alít suður að Húsmúlanum. Framhald leiðar- innar liggur svo meðfram Stór- a-Reykjafelli og þaðan suður um Lágaskarð, milli Lákahnúka (eða Lakahnúka) og Stórameitils, meðfram Lönguhlíð og síðan til byggða í Ölfusi. Að þessu sinni skulum við eiga rólega gönguferð fyrir höndum, feta í fótspor forfeðranna og rölta eftir hinni gömlu götu sem um aldaraðir var ein aðalþjóð- leiðin milli byggða og sjálfsögð- ust leið þeirra, sem að austan komu og höfðu farið yfir Ölfusá á ferju á Óseyrarnesi áleiðis til Reykjavikur. Við ökum upp á brekkubrún- ina vestan við Skíðaskálann í Hveradölum og yfirgefum þar bilinn. Þaðan tökum við stefn- una á austurhlíð Stórameitils sem blasir við framundan. Leið- in liggur í fyrstu upp á lága öldu en er þangað er komið sést skarðið vel. Landið hér umhverf- is er allt meira og minna þakið hraunum. Fjöllin eru öll úr móbergi og til orðin við gos undir ísaldarjöklinum, enda bera mörg þeirra þess greinilega merki, og svo sjást gígar þeirra enn. T.d. eru tveir gígar í Stóra-Reykjafellinu, sem að baki liggur, og stendur Skíðaskálinn í öðrum þeirra og enn annar er uppi á Stórameitli. Það sjá þeir, sem þangað skreppa. Meðfram Stórameitli liggur gatan af og til að klöppum. Þar skulum við ganga hægt, því merkilegt er að sjá hvernig hestahófarnir hafa markað rásir í harða hraunhelluna, glöggt merki um hina miklu umferð fyrri tíma á þessari leið þegar aðalhöfnin við suðurströndina var á Eyrarbakka og menn víða að sóttu verslun þangað, eða fóru í skreiðarferðir vestur á Reykjanes, auk allra annarra ferðamanna sem hér áttu leið, allt frá örmustu förumönnum til ríkilátra höfðingja. Við horfum á þögult vitni mikillar sögu, en því miður: steinarnir hafa ekki mál. Suður af Stórameitli er Litli- meitill. Á milli þeirra er kvos og þar á Eldborgarhraunið upptök sín. I miðju hrauninu er gígur- inn, (Eldborgin) og frá honum hefur þetta hraun runnið suður með Litlameitli og Lönguhlíð allt niður í byggð. Götuslóðarnir liggja austan við hraunið. Þar eru víða grösugar brekkur og notalegir áningarstaðir. En við leggjum lykkju á leið okkar og bregðum okkur upp á Eldborg- ina. Sú gönguferð er erfiðsins virði, því gígurinn er bæði stór og failegur og mosinn.sem klæð- ir hann að innan svo þykkur og mjúkur að við freistumst til að setjast í þessa dúnmjúku sæng og hvíla „lúin bein“ meðan við virðum umhverfið fyrir okkur í rólegheitum. Stuttar, en fallegar hraun- traðir liggja niður frá Eldborg- inni og að sjálfsögðu fylgjum við þeim til enda. En þá tökum við stefnuna austur yfir hraunið og fylgjum götuslóðunum eftir það suður á móts við Krossfjöllin. Þá erum við aftur komin í nánd við akveginn og þar látum við bílinn taka okkur. En stutt er þá eftir að Raufar- hólshelli og mætti lengja þessa gönguferð með því að skreppa þangað og skoða fremsta hluta hellisins örlítið. Hann er þess virði. Nokkur op eru á hellinum fremst, svo birtan er nægileg, en innar er almyrkt, og þar þurfa menn ljós og annan útbúnað. Frá Skíðaskálanum að Raufar- hólshelli eru um 13 km. Engum, sem á annað borð treystir sér til að leggja það land undir fót, sem ekki er hulið malbiki eða stein- steypu, ætti að vera ofraun að ganga þessa leið. A OLLUM HÆÐUM I TORGINU FÆM4ÐUR Á AWA FJÖLSKYLDUN4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.