Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 16. ÁGÚST 1981 Smábíll frá Benz í fjöldaframleiðslu? SMÁBÍLL vakti óskipta athyxli þotfar hann hirtist á Kötum Köln- ar okki alls íyrir lónKU. Það. som monnum þótti morkiloKast vift hílinn. var þaó. aö þarna var á forðinni smáhíll frá Benz-vork- smiöjunum í StuttKart. Ætlar Bonz. aö fara aö brjóta áratuga- tíamla hofö og hofja framloiöslu á hil fyrir hinn „almonna" mark- aö? var spurninKÍn. som flestir. voltu fyrir sór. Svariö er nei- kva tt. allavoxa í bili. Þarna var á ferð sérsmíðaður rallýbíll fyrir fremsta rallkappa Þjóðverja Walter Röhrl. Bíllinn er 3,4 metrar að lengd, þ.e. 30 sentimetrum styttri en venjulegur Wolkswagen Golf og hann vegur alls um 950 kíló. Eins og áöur sagði var svar Benz-verksmiðj- anna við spurningu um fjölda- framleiðslu bílsins neikvætt. „Við teljum það allavega ekki tímabært ennþá,“ var svar talsmanns verk- smiðjanna. Þrátt fyrir þetta svar talsmannins leiða bílasérfræð- ingar að því getum, að það sé einmitt ætlun Benz-verksmiðj- anna, að koma með smábíl á markað innan fárra ára. Það er því ekki annað að gera en bíða átekta. Volvo kynnir ný öryggisaftursæti IIUGMYNI). som minnkar áhætt- una á að farþogi ronni undan undir oryggisbolti í árokstri. var nýloga kynnt af vorkfræðingum Volvo-vorksmiðjanna á fundi Socioty of Automotive Enginoers í Dotroit í Bandaríkjunum. Hugmynd þessi var fyrst kynnt og notuð í VCC, Volvo Concept Car, þar sem Volvo-verksmiðjurn- ar k.vnntu fjölda nýjunga, sem bifreiðar framtíðarinnar verða hugsanlega búnar. Eitt af mörgum öryggisatriðum, sem Volvo hefur einbeitt sér að, eru þau tilvik, þegar farþegar renna undan öryggisbeltinu í aft- ursætinu við árekstur framan frá. í frétt frá Volvo segir, að verkfræðingar hafi rannsakað ýmsar bifreiðategundir búnar venjulegum aftursætum, sem eru tiltölulega mjúk á sléttum fleti. — í rannsóknarstofum þar sem not- aðar hafa verið brúður, var komizt að raun um að öryggisbeltunum í aftursætum hættir til að færast upp fyrir mjaðmir brúðanna. í raunverulegu slysi gæti þetta orsakað meiðsli á maga og innyfl- um. í VCC er ný gerð aftursæta til að leysa þetta vandamál. Þetta aftursæti hefur nú verið kynnt í skýrslu SAE á fundi í Detroit í júní sl. Beint fyrir neðan fremri brún aftursætisins, er stór „kúla“, sem tryggir að farþeginn renni ekki undan beltinu. Nýi híllinn úr 5-línunni frá BMW. Metsala hjá BMW á íslandi: Ný og breytt 5-lína á markaðinn í haust ÞAD IIEFUR ekki farið fram- hjá áhugamönnum um híla. að BMW-bíIum hefur fjölgað mjög á götum hór á landi i ár. Eyvindur Erlendsson, sölustjóri hjá Kristni Guðnasyni, sem hefur umboð fyrir BMW. sagði i samtali við Mb!.. að árið í ár væri algert metár hjá þeim. Á síðasta ári hefðu selzt 85 bílar og hefði það verið bezta árið fram að því. í ár hafa hins vegar verið seldir á bilinu 250—300 bílar þegar. Þá er 1982 árgerðin ekki komin inn i myndina. en fyrstu bilarnir berast hingað til lands í haust. Eyvindur, sagði, að sjálfsagt hefði það mjög mikið að segja í þessu, hversu gengi vetstur- þýzka marksins hefur verið hag- stætt. — „Það hefur verið hægt að bjóða þessa bíla á verulega góðu verði. Það má segja, að við höfum fyrst í ár geta keppt við bíla í sambærilegum stærðar- flokkum, en eins og alkunna er, þá hafa vestur-þýzkir bílar al- mennt verið í mjög háu verði undanfarin ár vegna sterkrar stöðu marksins,“ sagði Eyvindur ennfremur. Það kom fram hjá Eyvindi, að mest hefur verið selt af 3-línunni svokölluðu, en það er minnsti bíllinn frá BMW. Þar er um fimm valkosti að ræða BMW 315, sem kom inn sem nýjung á síðasta ári, BMW 316, 318, sem kom ennfremur inn sem nýjung á síðasta ári, BMW 320 og 323i. Þá hefur verið selt töluvert af bílum úr 5-línunni, en það eru nokkru stærri bílar en 3-línan. Þar hafa verið fjórir valkostir, BMW 518, 520, 525 og 528i. Reyndar má bæta inn BMW 535i inn í, en það er sérsmíðuð útgáfa. I sambandi við 5-línuna, þá kemur hún ný og breytt í haust, bæði útlitlega og tæknilega séð. Hún hefur verið óbreytt frá árinu 1974, en þá var gerð mjög róttæk breyting frá því sem var. Síðan er gert ráð fyrir, að SKYLDI stór hluti íslenzkra ókumanna ekki hafa hugmvnd um til hvers vinstri akrein er hugsuð? — Þetta cr spurning, sem æði oft leitar upp í huga manna á keyrzlu um götur borgarinnar. Allri venjulegri umferð er ætlað að aka á hægri akrein, en síðan er gert ráð fyrir að hraðari umferð geti farið vinstra megin Bílar Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- HVATUR BLÖNDAHL 3-línan komi breytt á markað næsta haust, þ.e. haustið 1982. fram úr. Þetta virðist stór hluti íslenzkra ökumanna alls ekki hafa hugmynd um. Þegar er ekið um tveggja akreina götur heyrir það orðið til undantekninga, að hægt sé að aka fram úr umferð á hægri akrein, það er frekar að hægt sé að komast hægra megin fram úr umferð á vinstri akrein. Það virðist t.d. vera þannig, að hafi fólk ætlað sér að beygja til vinstri á leið sinni t.d. úr út- hverfum borgarinninnar, þá kemur það sér þægilega fyrir á vinstri akrein kannski mörgum kílómetrum áður en það ætlar að beygja, og tefur þannig verulega fyrir umferðinni. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. — „Akið á hægri ak- rein ...“ yyAkid á hægri akrein ...“ Ósvikin síðsumarferð til BENIDORM 12. sept. Tuttugu daga afslöppun á suðurströnd Spánar. 4. ágúst biðlisti, 25. ágúst biðlisti. ÚDÝR FARGJÖLD Seljum öll lágu sérfargjöldin, APEX, PEX, næturfargjöld, fjölskyldufargjöld. Útvegum gistingu og skipuleggjum ferðir fyrir hópa og einstaklinga. FIÓRÍDA VÖRUSÝNINGAR Hópferð til FLORIDA 6. sept. með fararstjóra. Priggja viknaferð — þaraftveirdagarí New York. Höfum umboð fyrir fjölmargar stórar vörusýningar og mikla reynslu í skipulagningu ferða á þær. Getum veitt upplýsingar um allskonar sérsýningar og sendum bæklinga sé þess óskað. Nýjar vörur, nýjar hugmyndir. Kynnið ykkur þjónustuna FERÐAMIÐSTÖDIN AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.