Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 Inngangur: Kristjana Gunnarsdóttir er íslenskt skáld sem yrkir á ensku. Hefur hún verið langdvölum í Bandaríkjunum og Kanada, allt frá unglingsárum sínum. Yrkir hún nú í framúrstefnu sem hlýtur að teljast nýjung í íslenskum bókmenntum. Kristjana er fædd 1948, dóttir Dr. Gunnars Böðvarssonar, jarðeðlis- og haffræðings, sem nú er prófessor í Bandaríkj- unum. Hefur hún BA- og MA-gráðu í bókmenntum. Gefnar hafa verið út nokkrar ljóðabækur eftir hana þar vestra og vöktu þær mikla athygli. Skýrir hún okkur hér á eftir hvað fyrir henni vakir með þeim. Til dæmis um skáldskap hennar fer hér á eftir fyrsta ljóðið í bálknum One-Eyed Moon Maps („Eineygð tungl- kort“), sem kom út í fyrra. Fylgir það hér á eftir í þýðingu viðtalshöfundar, ásamt frummálsgerðinni. Er ekki hættulegt að skrifa verk sem auðveldlega er hægt að mis- skilja?, spyr ég Kristjönu. Maður verður að velja: annað- hvort þóknast maður öðrum eða sjálfum sér. Skrifi maður fyrir aðra er hættan sú að verkið verði einskis virði. Maður leggur sjálfan síg í hættu af ásettu ráði. það kemur viss styrkleiki úr því að vera á mörkum óvissunnar; meiri kraftur. Manni fer að leiðast eilíft öryggi, sem bregst hvort eð er. Það væri gaman að vera með í tísk- unni; yfirleitt meiri peningur í því, en ef maður er ekki sjálfum sér samkvæmur kemur óánægja. Að fara út í óvissuna í bókmenntum þýðir að maður er að túlka heiminn samkvæmt eigin reynslu, og að einhverju leyti er verið að takast á við framtíðina: að finna nýtt tungumál sem dugir á móti þessu ógnvekjandi myrkri sem við erum að ganga inn í. Bókmenntir, og sérstaklega ljóð, eiga að mínu mati að byrgja mann upp hug- myndalega og forða manni frá „framtíðargerðshræringu": árás hins óþekkta á hugmyndakerfið. Þess vegna tel ég að skáldskapur verði alltaf að grafa undan and- legri stöðnun og doða hugmynda- flugsins. Viðbrögð almennings gagnvart þess konar skáldskap hljóta að vera hin sömu og viðbrögð þeirra við breytingum í þjóðfélagi og tækni sem koma á óvart; yfirleitt neikvæðar móttök- ur. En sönn list á alltaf að þreifa sig áfram, opna nýjar dyr, spyrja; og helzt aldrei koma með föst svör. Þannig óöryggi er alltaf hættulegt en hræðslan við hætt- una er verri en hættan sjálf og maður lærir að treysta sjálfum sér og hugsa svo ekki meira um það. Steinn Sjáðu hinn dula mána sem hangir nálgastu hann, hann opinberar allt littu ofan í haf róseminnar þú sérð, mennsk fótspor 20. júlí 1969 armstrong, aldrin stíga niður í botn rósemishafsins, tveir menn taka prufur, mynda, höggva þú sérð þá beygja sig niður stífa í mánabúningum, tína upp bergsýni til að lesa úr eineygur hékk einnig, í níu daga eins og máni á tré yggdrasli, stunginn spjóti berghaki liðar sýni úr holdi hans hann olli því sjálfur, „mér sjálfum fórnað sjálfum mér“ sagði hann það er ekkert leyndardómsfullt þú sérð hann lúta niður að síðustu eftir níu nætur, tína upp stein „töfrarúnir þekkingarinnar" sagði hann, „hulin þekking" sem er ekki hulin steinninn sem hengur viðrast aldrei, fótspor geimfaranna halda áfram að vera og eintakið sem þú finnur er eldra en jörð, þú gægist oní flóa róseminnar afhjúpar leyndardóma fótspora steinninn sem hangir leiðir allt í ljós gert við því. Maður les um sjálfan sig í einhverju tímariti sem maður kannast ekki við og einhver sem maður þekkir ekki skrifar þetta. í Kanada geta rithöfundafélög verið mjög sterk og vernda mann ef þessi fjölmiðlavél skyldi taka upp á því að fara illa með mann. Hvernig verða listaverk til? Ég trúi varla á gildi augnabliks- hugmynda og handahófsfram- kvæmda. Ég hygg að bestu verkin séu gerð eftir varlegum uppdrætti og sterkum vilja, í litlum áföngum sem eru ekki háðir skapgerð listamannsins. Svo held ég að það hljóti að vera grundvallaratriði að þeim sem skapar sé frámunalega sama um allt og alla meðan verið er að skapa. Það er eins og að hlaða múrsteina í sólskini: þótt það gangi hægt verða einn og einn steinn allt í einu að heilum vegg. Mér er það minnisstætt þegar Van Gogh sagði að sköpun væri að að vinna í gegnum járntjald sem stendur milli tilfinninganna og hæfileikanna, eða kunnáttunnar. Það er ágæt lýsing: stundum er þessi ósýnilegi veggur mjög þung- ur og harður. Breytist viðhorfið gagnvart skáldskapnum nokkuð við útkomu bókanna? Já. Ég veit að systir mín, þegar hún var lítil, var mjög hrædd við að láta ljósmynda sig; hún hélt að hún ætti að klessast á spjald. Þetta er nákvæmlega tilfinningin: Það er eins og maður sjálfur komi út í mörgum eintökum og dreifist út um Kanada endilangt. Maður er staddur á mörgum stöðum í einu. Svo verður maður að taka ábyrgð- ina á því sem maður hefur gert: fyrsta bókin er eins og að glata sakleysinu einhvernveginn, eink- um vegna þess að maður hefur af Gagnrýnendur — eins og tóm t skothylki Hver er þá tilgangur þess konar ritverka? Tilgangurinn er sjálfsagt að finna einhvern sannleikskjarna sem dugir þrátt fyrir breytingarn- ar í umhverfinu. Það var Van Gogh sem sagði að list væri kjarni lífsins. Ég hugsa að það sé rétt. Onnur ástæða fyrir því að maður er að þessu er einfaldlega sú, að mann langar til þess án þess að vita fyllilega hvers vegna. Það býr einhver j)örf í manni fyrir að vinna; skrifa og lesa í kyrrþey, og rnaður veit ekki alltaf sjálfur hvað kemur endanlega upp úr því. En ef bækurnar seldust ekki, ef þær vektu enga umræðu, og ef enginn peningur kæmi úr þessari vinnu, hvaðan kæmi löngunin til þess að halda áfram? Það er ekki peningurinn og fjaðrafokið sem dregur mann út í þetta, heldur það að þessari vinnu fylgir einhver innri friður, og Eftir Tryggva V. Líndal honum verður maður háður með tímanum. Kemur fyrir að maður þreytist, spenningurinn hverfur, gengur illa, fjármálin hrörna. En maður getur ekki ímyndað sér að vera án þessarar rósemi: það fylgir starfinu eins konar andlegt jafnvægi þannig að það er sama hvað gerist umhverfis, maður get- ur alltaf unnið. Eru samskipti við önnur skáld eða rithöfunda (eða listamenn) nauðsynlegur þáttur ritsmíðar- innar? Ekki til þess að geta skrifað. Innblásturinn kemur úr allt ann- arri átt: úr hinu daglega umhverfi. Það getur jafnvel haft eyðileggj- andi áhrif að vera of mikið með öðrum rithöfundum, því maður talar stundum verkið út í sandinn, og verður fyrir áhrifum sem leiða mann í vitlausa átt. En einhver samskipti eru nauðsynleg: bæði upp á félagsskapinn — þeir skilja hvert maður er að fara betur en aðrir — og eins upp á samböndin, „viðskiptalega". I rauninni voru það rithöfundar og skáld í Kanada sem leiddu mig út í það að taka þessu alvarlega. Það var gengið að mér með látum, að mér fannst, og ég var nokkuð lengi að sannfærast um gildi þess sem ég skrifaði. Þetta virkar eins og eitthvað eiturlyf: manni var hrint út í þetta, útgefendur komu og tóku handritin og gáfu út, og svo þegar þetta er einu sinni komið út þá er ekki hægt að endurheimta það úr umferð. Lífið breytist: það er eins og skuggi manns slitni frá manni og fari að koma fram í manns eigin nafni og maður getur ekkert frjálsum vilja sett sig upp á móti straumnum. Að hvaða leyti eru bækurnar þínar „sannar“ raunveruleikanum eða ekki? Helst hef ég viljað grafa undan alls kyns hleypidómum, bæði sögulegum, hugmyndalegum og málfræðilegum. Þess vegna hef ég haft gaman af að snúa út úr ensku orðalagi og staðreyndum fortíðar- innar Ég hef viljað skrifa torskilin ljóð og skrítnar sögur fremur en eitthvað tilfinningalegs eðlis. Ljóðin og sögurnar spretta úr raunveruleika hugarheims og tungumáls, en eru byggð á villum, frávikum, afbrigðum, skekkjum. Það er einhver kraftur í togstreitu hins rétta og ranga, og ég notfæri mér hann. Til dæmis orti ég upp úr sögu íslenskra vesturfara. Sumt þarna er sögulega rétt; annað er það ekki, en hefði getað verið rétt. Lesandinn veit ekki Viðtal við Kristjönu Gunnarsdóttur, rithöfund með vissu hvar ég bregð útaf, en í lokin á honum að vera sama: ég tel að verkið í heild segi satt og túlki þann raunveruleika sem liggur inni við beinin. En það er öðruvísi sannleikur en hann bjóst við: ég reyni að varpa fyrir honum nýjum möguleikum. Einnig orti ég bók um hræðsluna við óvissuna og framtíðina, en hún byggist á yfirborði, eða landafræði tungls- ins, og fornri goðafræði, samtímis. Bókin er hlaðin skekkjum og þó er allt í henni hárrétt. En spenning- urinn sem samband fortíðar og framtíðar veldur í henni er splunkunýr sannleikur — eða á að vera það. Hvers vegna segir þú að sönn list verði að vera mótsögn? Bestu verkin bregða upp spurn- ingum sem lesandinn á ekki að eiga of auðvelt með að svara. Tökum Glæpur og refsing, Mad- ame Bovary. Don Quixote, Medea. Spurningarnar sem veltast um í þessum bókum eru miklar, og þær byggjast á mótsögn: höfundurinn snýr sér allt í einu við og spyr fjöldann: hvers vegna ekki? Hví ætti maður ekki að fremja glæp eða leita elskhuga utan hjóna- bands, eða er þessi- riddaralega kurteisi ekki tómt brjálæði og getur kvenmaður ekki fundið til? o.s.frv. Góður skáldskapur á að sannfæra lesandann að hann geti ekki gengið að neinu sem vísu. Ég hef viljað bæta því við að hann getur heldur ekki reiknað með sjálfri bókinni sem sannleika, og þó segi ég ekkert annað en sann- leikann. Skiptir það máli fyrir ritstörfin hvort þú ert heima eða erlendis? Það skiptir máli meðan maður er að leita að sjálfum sér, en þegar maður hefur fundið sig er sama hvar maður er. Staðir eru oft hugarástand frekar en nokkuð annað. Að koma „heim“ er að mörgu leyti að að finna einhvern frið, og sá friður felst í því að fallast á það að mannraunir, erfiði, hrakningar, verða að vissu marki alltaf fyrir hendi. Efni til að túlka fæst hvar sem er, þótt ólíkt sé á mismundandi stöðum, og hamingjuskammturinn er álíka stór allsstaðar, hvernig sem hann kann að vera á litinn. Ég hef búið á svo mðrgum stöðum: meðal skógarhöggvara í Oregon sem sitja frameftir í pínulitlum timb- urskúrakrám og drekka „Blitz"; og meðal indíána í British Columbia sem sofna útaf um hábjartan dag í kaffihúsum; meðal leikara í Ash- land sem klífa húsþök á nótt.unni; meðal Hutteríta í Saskatchewan sem selja kartöflur í svörtum höttum og síðum pilsum með einsársbarnsaugu og brosa aldrei; og á Islandi þar sem maður getur heyrt einhvern æla snemma sunnudagsmorgun undir gluggan- um; allt jafn furðulegt. Ég held að bara sá möguleiki að eiga kost á að túlka það sem maður sér tvöfaldi lífsskemmtunina, og þá vill maður sjá sem mest og skrítnast. Hafa gagnrýnendur mikil áhrif á vinnubrögð og hugmyndir? Nei, það er sama hvað gagnrýn- endur segja, maður er alltaf einn í þessu eins og glæpamaður eða vitfirringur. Gagnrýnendur eru oft svo furðulega auðir, eins og tómt skothylki. Manni virðist þeir stundum mæta til leiks með körfubolta og ætla sér í tennis: koma með eitthvað allt aðrar og óviðeigandi athugasemdir. Ég hef rekist á nokkra skemmtilega rit- dóma um bækurnar mína: einn sagði bara eitt stórt HA?; annar kvartaði yfir því að hún fann enga ástæðu til að gráta; einn sagði að þetta væri dularfullt efni, o.s.frv. manni finnst þetta ekkert koma manni sjálfum við; þetta er bara eins og að lesa skemmtilega grein í blaði. Þó veit maður að salan hrærist með ritdómunum, og þá er það eins og bókin hafi fengið sjálfstætt líf og geti jafnvel ógnað manni. Ég hugsa samt að hið langversta eigi eftir að koma, og reikna fast með því að næsta bókin, sem á að koma út í haust, fái mjög skrítnar viðtökur. Um hvað fjallar hún? Um hina bældu örvæntingu kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.