Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 29 Jóhanna Björnsdótt- ir Bjargi — Minning Fædd 28. nóvember 1906. Dáin 7. ágúst 1981. Ég var 12 ára, þegar faðir minn giftist Jóhönnu. Móðir mín hafði látist tveim árum áður. Við vorum 5 systkinin, ég elst. Þegar ég lít til baka, þá skilur maður að þetta var stórt spor hjá Jóhönnu, að taka að sér 5 móðurlaus börn. Og ekki bara það, heldur var margt vinnu- fólk á heimilinu, sem þurfti mat og þjónustu. Þá var ekki til siðs að karlmennirnir þvæðu af sér plögg- in eða hjálpuðu til við matseld. Þeir gengu bara að matborðinu. En það átti vel við Jóhönnu að hafa í mörgu að snúast. Það var eiginlega hennar eðli. Hún var sjálf komin frá stóru myndar- heimili, Núpsdalstungu í Miðfirði, og var hún alla ævi bundin sterkum böndum við fallegu sveit- ina sína. Jóhanna var höfðingi í lund og allri framkomu. Hún var barngóð, og var henni mjög annt um að vel gengi hjá öllum barnabörnunum, sem öll kölluðu hana ömmu. Henni var mikið áhugamál að við systkinin fengjum góða menntun, svo við værum fær um að standa á eigin fótum í lífinu. Það er ég henni ævinlega mjög þakklát fyrir. Síðustu árin voru henni erfið. Sjúkdómar herjuðu á hana, en alltaf gladdist hún er við litum til hennar. Hún naut góðrar umönn- unar, fyrst á Reykjalundi, og síðasta árið á sjúkrahúsinu á Akranesi. Þakka ég innilega lækn- um og öðru starfsfólki á þessum stöðum fyrir alla umhyggjuna sem það sýndi henni og hún mat mikils. Einnig þakka ég Guð- mundi bróður hennar og konu hans Pálínu fyrir allar ánægju- stundirnar, sem þau veittu henni. Ég var stödd á Öland í Svíþjóð, þegar Jóhanna lést — var þar að mála. Ég var ekki í símasambandi við neinn, en hún kom sjálf og lét mig vita. Mig dreymdi hana nótt- ina eftir að hún dó. Hún kom til min um nóttina og bað mig að fylgja sér til föður míns. Mér fannst ég gera það. Og Sigrún systir mín og pabbi tóku á móti henni. Þegar ég vaknaði þá vissi ég að hún hafði kvatt okkur. Ég sagði sænskri vinkonu minni, sem var með mér þarna, að nú væri stjúpa mín dáin. Hún leit undr- andi á mig og spurði hvernig ég vissi það. Ég veit það bara svaraði ég. Meira undrandi varð hún er ég hafði hringt heim til íslands. Við öll systkinin þökkum henni fyrir allt, sem hún gerði fyrir okkur og börnin okkar. Góða minningu getur enginn frá okkur tekið. Guð blessi sálu Jóhönnu. Björg ísaksdóttir Elínborg Jóhanna, en það var hennar fulla nafn, var fædd að Núpsdalstungu í Miðfirði þann 28. nóv. 1906. Foreldrar hennar voru: Björn Jónsson, óðalsbóndi í Núps- dalstungu (f. 21. nóv. 1866, d. 12. maí 1938) og kona hans Ásgerður Bjarnadóttir (f. 22. ágúst 1865, d. 26. sept. 1942). Voru þau hjón bæði af merkum bændaættum í Húna- þingi. Frændi Jóhönnu, Páll Kolka læknir, hefur gert Núpsdalstungu- fólkinu góð skil í bókinni Föður- tún. Jóhanna Björnsdóttir ólst upp í stórum systkinahópi í Núpsdals- tungu, en börn Björns og Ásgerðar voru alls átta og var Jóhanna sjöunda barn þeirra hjóna. Börn þessara merku hjna verða talin hér upp í aldursröð: 1. Elstur var Bjarni bóndi á Uppsölum í Mið- firði, f. 21. febr. 1890, d. 30. jan. 1970. 2. Jón, klæðskeri í Reykjavík, f. 18. maí 1891, d. 29. nóv. 1921. 3. Ólafur, fyrrum bóndi í Núpsdals- tungu, f. 20. jan 1893. 4. Guðfinna, fyrrum húsfreyja á Torfustöðum í Miðfirði, f. 18. júlí 1895, d. 1. maí 1977. 5. Guðmundur, kennari á Akranesi, f. 24. mars 1902. 6. Björn Leví, doktor í hagfræði, búsettur í Reykjavík, f. 22. nóv. 1903, d. 3. jan. 1956. 7. Elínborg Jóhanna, f. 28. nóv. 1906 (eins og áður er frá sagt). 8. Yngst var fyrri konan mín, Guðný Margrét, f. 2. júní 1908, d. 5. júní 1953. Af þessum systkinahópi eru nú aðeins tveir bræður á lífi: Ólafur og Guðmundur kennari á Akra- nesi. Ekki kynntist ég Jóhönnu á Bjargi persónulega fyrr en um það leyti sem ég tengdist þessu fólki. Þá hafði Jóhanna búið í nokkur ár í farsælu hjónabandi að Bjargi á Seltjarnarnesi, en eiginmaður hennar var ísak Vilhjálmsson, mikill athafnamaður og vel látinn af öllum. Þau gengu í hjónaband þann 1. júní 1940. Jóhanna tók þá að sér mannmargt heimili á Bjargi. Isak á Bjargi var þá ekkjumaður, fyrri kona hans var Helga Sigríður Runólfsdóttir, ætt- uð úr Mýrasýslu, en hún andaðist frá fimm ungum börnum þann 28. júlí 1938 og verða þau talin hér í aldursröð: Björg f. 31. maí 1928, Arnfríður f. 8. júlí 1930, Sigrún f. 3. okt. 1932, d. 6. júní 1978, Helga Valgerður f. 13. ágúst 1934 og Runólfur Helgi f. 18. jan. 1937. Af framanskráðu sést, að elsta barnið, sem Jóhanna gekk í móð- urstað, var tólf ára, en það yngsta aðeins þriggja ára. Jóhanna var ágætur uppalandi og hændust börnin fljótlega að henni og hlýddu boðum hennar og banni í hvívetna, enda var hún hjartahlý og móðurumhyggju hennar voru engin takmörk sett. Það var alltaf margt fólk, sem húsmóðirin þurfti að sjá um og stjórna. Auk barnanna var þar i heimili vinnufólk um lengri og skemmri tíma. Jóhanna var frá einu mesta fyrirmyndarheimili í Húnaþingi. Hún stundaði nám á hinu ágæta menntasetri Húnvetninga Kvennaskólanum á Blönduósi 1927 til ’28. Hún var matráðskona Héraðsskólans að Reykjum í Hrútafirði 1932 til '34. Árið 1937 til ’38 var Jóhanna við nám og störf í Kaupmannahöfn, en eftir það starfaði hún á vegum Sigfúsar Bjarnasonar frænda síns um tveggja ára skeið. Maður Jóhönnu, ísak á Bjargi, andaðist þann 26. okt. 1954, tæp- lega sextugur að aldri. Á heimili Jóhönnu og ísaks á Bjargi var alla tíð mjög gestkvæmt og eiga marg- ir þaðan góðar endurminningar. Þar var ávallt veitt af mikilli rausn og allur heimilisbragur mjög til fyrirmyndar. Jóhanna á Bjargi átti við mjög alvarlegan sjúkdóm að stríða. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þann 7. ágúst, en þar hafði hún verið frá því í byrjun apríl 1980. Þegar ég heimsótti Jóhönnu síð- astliðið vor, var hún andlega vel hress og sagði að vel væri um sig hugsað bæði af læknum og öðru starfsliði sjúkrahússins. Þá eiga bróðir hennar, Guðmundur, og hans ágæta kona, Pálína Þor- steinsdóttir, þakkir skilið fyrir að heimsækja hana daglega og fylgj- ast með líðan hennar. Ávallt leit Jóhanna á stjúpbörn- in sem sín eigin börn og talaði ævinlega um börn sín og barna- börn. Jóhanna Björnsdóttir var vel greind kona, sviphrein og einarð- leg í framkomu og ein af þeim konum, sem öllum vildi gott gjöra. Blessuð sé minning hennar. Magnús Sveinsson. Kvcðja frá bróðurdóttur Þegar lítið barn fæðist í þennan heim, gleðjumst við innilega yfir því ferðalagi sem það á fyrir höndum og óskum því alls góðs en vitum jafnframt að áfangastaður þessa ferðalags er dauðinn. Eins vil ég nú er ég kveð elskulega föðursystur mína, Jó- hönnu, samgleðjast henni innilega yfir þeirri ferð sem hún nú er lögð af stað í. Jóhanna Elínborg Björnsdóttir fæddist 28.11.1906 að Núpsdalstungu í Miðfirði, dóttir hjónanna Ásgerðar Bjarnadóttur og Björns Jónssonar bónda þar. Jóhanna var fædd inn í stóran systkinahóp, voru þau átta systk- inin. Fannst mér alltaf mikið til þess koma hvað systkinabönd þeirra voru sterk og góð. Margt skemmtilegt sagði Jóhanna frænka mín mér frá bernsku- og æskuárum hennar í Tungu og fræddi mig þá sérstaklega um föður minn, Björn, bróður hennar, og var það ómetanlegt. Jóhanna giftist frekar seint á pkkar mælikvarða í dag, 1.6. 1940, ísak Vilhjálmssyni, sem þá var ekkjumaður með fimm ung börn. Jóhanna föðursystir mín elskaði þennan mann innilega og held ég að hann hafi sannarlega verið henni eitt og allt, enda sérstakur persónuleiki. í hugskoti mínu í dag sé ég hann fyrir mér, stóran og sterklegan í dökkblárri ullar- peysu, með vinnulúnar hendur og gleðiglampa í augum. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap að Bjargi, Seltjarnarnesi, og voru þar með töluverð umsvif, svínabú og hænsnabú, auk þess sem þau ráku búskap að Digranesi í Kópavogi, meðan þar var og hét sveit. Já, það var líf og fjör að koma að Bjargi á þessum árum, mikið af fólki og mikið um að vera. Jóhanna stóð sig vel í húsmóð- urhlutverkinu, dugleg, glöð og sífellt veitandi. En lífið er hverfult og það hljóðnaði yfir Bjargi eins oggerist og gengur, Jóhanna var áfram húsmóðirin þar og mikið gott til hennar að koma meðan heilsa hennar entist. Minni kæru frænku og föður- systur óska ég góðrar ferðar. Helga M. Björnsdóttir Það er margt sem kemur í hugann, þegar leiðir skilja og ferðin mikla hefst. Jóhönnu Björnsdóttur kynntist ég fyrst 1951, þegar ég kynntist yngstu fósturdóttur hennar, sem varð eiginkona mín. Jóhanna var stór- brotin kona, en ekki allra. Þeir eru ófáir, sem nutu umhyggju hennar og eiginmanns hennar á mann- mörgu heimili þeirra að Bjargi, Seltjarnarnesi. Hún hafði sterka trú á lífið eftir dauðann og leit á viðskilnaðinn sem ferð í nýtt og betra umhverfi. Jóhanna leit öll börnin í fjöl- skyldunni sem sín eigin barna- börn. Hún varð mjög elsk að yngstu dóttur okkar hjóna, og var það gagnkvæmt hjá Sigrúnu litlu. Með þessum fátæklegu línum frá okkur Sigrúnu, þökkum við Jóhönnu fyrir allt, og vitum að ástvinir hennar sem áður eru farnir hafa þegar tekið á móti henni. Pétur Árnason Kolmunna- veiðar Bark- ar og Beitis að glæðast Kolmunnaveiðarnar hjá Norð- fjarðarskipunum Berki og Beiti eru nú aðeins að gla>ðast og í fyrradag voru bæði skipin komin með tæplega 200 lestir eftir tveggja daga veiði og útlit var fyrir sæmilega veiði í gær. Börkur og Beitir eru eipu ís- lenzku skipin, sem nú stunda kolmunnaveiðar og eru þau við veiðarnar um 90 mílur suðaustui af Norðfjarðarhorni. Að sögn Jó- hanns Sigurðssonar, útgerðar- stjóra Síldarvinnslunnar á Nes- kaupstað, virtist sem þetta væri loks að glæðast, þó eitthvað virtist vanta til að kolmunninn þétti sig nægilega. Það væri tími til kom- inn að þetta færi að ganga, það væri búið að hanga við þetta frá því í apríl með afar litlum árangri. Hann sagði einnig að óvíst væri hve lengi þessum veiðum yrði haldið áfram, það færi eftir því hvernig aflaðist, en ef þetta gengi eins og síðustu daga væri það viðunandi. Ef ekki þá yrði þessu hætt og skipin færu þá á loðnu. Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Volund ^ danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. F'-jálst val bitastigs með hvaða korfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar. Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. 3ja hólfa sápuskúffa og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ| Traust þjónusta Afborgunarskilmálar /?omx HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.