Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 179. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Týndi fallbyssubáturinn: íranir ásaka CIA um ránið Beirút. Madrid. 15. áKÚst. AP. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í íran upplýsti írönsku þjóðina í dag um, að leyniþjónusta Bandarikjanna, CIA, hefði skipulagt ránið á íranska fallbyssubátnum. sem var rænt í Miðjarðarhafi á föstudag. Andstæð- ingar Khomeinis erkiklerks framkvæmdu ránið í landhelgi Spánar. Valiollah Fallami, yfirhershöfð- ingi íranska hersins, sagði í yfir- lýsingu á föstudag, að stjórnvöld á Spáni bæru ábyrgð á ráninu. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að hafa ekki tryggt öryggi þriggja fallbyssubáta, sem voru á leið í spánska höfn til að taka eldsneyti. Einum bátnum var rænt og siglt í átt að landhelgi Marokkó. Fallami gaf út yfirlýsinguna eftir fund öryggisráðsins, sem Mohammad Ali Rajai, forseti íran stjórnaði. Ekki er vitað með vissu, hvar báturinn er niðurkominn. Farþeg- ar á flugbát töldu sig hafa séð hann í hafnarbænum Tangier í Marokkó. En aðrir, sem hafa verið á siglingum um svæðið og komu til Gíbraltar á laugardag, sögðust ekki hafa séð til bátsins. Stjórn- völd í Marokkó harðneituðu, að báturinn væri í landhelgi Mar- okkó. Salisbury skal nefnd Harare Salisbury. 15. áuiist. AP. BORGARSTJORINN í Salis- hury í Zimhahwe skýrði frá því í dag i viðtali við blaðið The Ilerald. að innan tíðar yrði nafni borgarinnar breytt. í stað Salisbury yrði borgin nefnd Ilarare. Það var á níunda tug síðustu aldar, að brezkir landnemar nefndu höfuðborg Rhódesíu Sal- isbury, í höfuðið á Salisbury, lávarði, þáverandi forsætisráð- herra Bretlands. Þegar blökku- menn komust til valda, tóku þeir upp nafnið Zimbabwe í stað Rhódesíu. Nú skal Salisbury heita Harare, eftir höfðingja, sem ríkti þegar brezkir land- nemar reistu tjöld sín og drógu brezka fánann að húni. í Hrísey .josmynd Snorri Snttrrason Kania og Jaruzelski farnir frá Krímskaga Portúgal: Flugum f erðarstjórar með samúðaraðgerðir Ussah<in. 15. ágÚKt. AP PORTÚGALSKIR flugumferðar- stjórar munu neita allri aðstoð við vélar á leið til eða frá Bandarikjun- um i 18 tima frá klukkan 1 á mánudagsmorgun i samúðarskyni við handaríska flugumferðarstjóra. sem eru í vcrkfalli. Flugturninn á Azor-eyjum. sem tilheyra Portúgal. er einn mikilvægasti hlekkurinn á syðri flugleiðinni yfir Atlantshafið til Bandarikjanna. Starfsmaður á vakt í flugturnin- um í Lissabon sagði á laugardags- morgun, að samtök portúgalskra flugumferðarstjóra hefðu sent til- kynningu um aðgerðirnar á alla flugvelli á föstudag. Neyðar- og hernaðarflugvélum verður veitt nauðsynleg aðstoð. Akvörðun var tekin um aðgerðirn- ar eftir að könnun var gerð meðal portúgalskra flugumferðarstjóra, en þeir eru um 300 talsins. Alþjóða- samtök flugumferðarstjóra fóru fram á í vikunni að flugumferðar- stjórar myndu ekki grípa til samúð- araðgerða fyrr en 22. ágúst nk. Moxkvu. Varsjá. 15. ágúst. AP. STANISLAW KANIA. formað- ur pólska kommúnistaflokksins, og Wojciech Jaruzelski. forsætis- ráðherra Póllands. sneru heim i dag eftir tveggja daga fund með lciðtogum Sovétrikjanna á Krím- skaga. Ekki hefur verið grcint frá. hvað leiðtogunum fór i milli. en búist er við, að Sovétmenn hafi lýst áhyggjum yfir vanmætti pólskra stjórnvalda gegn almenn- ingsaðgerðum i Póllandi. Frétta- stofan Tass hefur sagt, að vænta megi sameiginlegrar yfirlýsingar leiðtoganna um fundinn. Pólskir verkamenn héldu á föstu- dag upp á eins árs afmæli samtaka óháðu verkalýðsfélaganna, Sam- stöðu. Öll umferð stöðvaðist í eina mínútu í hafnarbænum Gdansk, þar sem verkföll hafnarverka- manna hófust 14. ágúst sl. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hélt ræðu og lofaði að þjóna þjóðinni en ekki bylta stjórninni. „Við ætlum okkur ekki að ná völdum," sagði hann „eða mynda stjórnmálaflokk. Við viljum aðeins þjóna þjóðinni." Þúsundir manna söfnuðust sam- an í iðnaðarborginni Czestochowa á laugardag til að hlýða á Jozef Glemp kardinála. Rómversk- kaþólska kirkjan í Póllandi hefur beðið verkamenn að gæta varúðar í aðgerðum sínum gegn stjórninni. Rússar gagnrýna Mitterrand óspart Moskvu. Paris. 15. áxúst. AP. SOVÉTMENN hafa harðlega gagn- rýnt varnarstefnu stjórnar Fran- cois Mitterrands í Frakklandi og sovéskir fréttaskýrendur hafa látið að því liggja. að Mitterrand sé leppur Bandaríkjanna. Það sem angrar Sovétmenn er gagnrýni Mitt- errands á SS-20 eldflaugar Sovét- manna. svo og hörð gagnrýni á innrás Sovétmanna i Afganistan. Reagan og Brezhnev skiptast á bréfum W’ashington. Moskvu. 15. áffúst. AP. Ronald Reagan. forseti Bandaríkjanna. og Leonid Brezhnev, forseti Sovétríkjanna. hafa á undanförnum mánuðum skipst á bréfum. Hvor um sig hefur sent fjögur eða fimm bréf. að því er tilkynnt var í Hvita húsinu 1 gærkvöldi. Ronald Reagan skýrði frá þvi á fimmtudag, að hann hefði lagt til að leiðtogarnir tveir hittust að máli. Dean Fishcer, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins sagði, að tillaga Reagans um toppfund þýddi ekki, að stjórnvöld vestanhafs hefðu í neinu breytt stefnu sinni gagnvart Sovétríkjunum. „Bæði forsetinn og Alexander Haig, utanríkisráð- herra, hafa ítrekað lýst því yfir, að þeir séu fylgjandi viðræðum við Sovétmenn," sagði Fisher. Fréttaskýrendum ber saman um, að Reagan-stjórnin hafi mild- að tón sinn gagnvart Sovét- mönnum að undanförnu. Þessu til áréttingar benda þeir á ræðu Reagans á fimmtudag, er hann hvatti til toppfundar um afvopn- unarmál og ræðu Alexander Haigs á þriðjudag er hann hvatti til bættrar sambúðar. Talið er, að Leonid Brezhnev muni fagna tillögu Reagans um toppfund, þrátt fyrir heilsubrest. Benda má á, að Brezhnev stakk sjálfur upp á toppfundi þann 23. febrúar síðastliðinn. En hins veg- ar hefur Brezhnev hvergi látið að því liggja, að hann sé tilbúinn til tilslakana. Deilumál ríkjanna eru margvísleg. Sovétmenn hafa síður en svo gefið í skyn, að þeir muni draga herlið sitt frá Afganistan, en þess hafa Bandaríkin krafist; raunar gert að skilyrði fyrir bættri sambúð. Víetnamskir her- menn eru enn í Kambódíu með stuðningi Sovétmanna. Þá má benda á viðsjárvert ástand í Pól- landi og yfirvofandi innrás Sovét- manna i landið og staðsetningu SS-20 eldflauga, sem beint er að V-Evrópu. Á hinn bóginn má benda á, að Bandaríkin hafa hafið enduruppbyggingu varnarmáttar, og Reagan hefur fyrirskipað fram- leiðslu nifteindasprengjunnar. Sovétmenn hafa gagnrýnt þetta harðlega. En þrátt fyrir djúpstæðan ágreining, þá er ljóst að aðilar hafa sýnt sáttfýsi að undanförnu. Reagan Brezhnev Mildari tónn heyrist frá Wash- ington. Á fimmtudag gagnrýndi Tass harðlega ákvörðun Reagans um að hefja framleiðslu nifteinda- sprengjunnar. Tass sagði, að Bandaríkin, en ekki Sovétríkin, stæðu í vegi fyrir afvopnunarvið- ræðum. Fréttaskýrendur segja þessi ummæli merki þess, að Sovétmenn séu reiðubúnir til samningaviðræðna. I»á hefur Mitterrand varað við íhlutun Sovétmanna í Pólland. Hins vegar virðast sovéskir fréttaskýrendur telja, að Mitterrand muni milda tón sinn gagnvart Sovét- mönnum á næstunni. Mitterrand muni, eins og forverar hans, láta af gagnrýni sinni. Þó Mitterrand sé sósíalisti og hafi útnefnt kommún- ista í ráðherrastöður, þá drógu Sovétmenn enga dul á, að þeir vildu heldur Giscard í forsetastóli í Frakklandi. Talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins hefur vísað gagnrýni Sov- étmanna á bug. Mitterrand hefur oftsinnis haldið því fram, að Sovét- menn hafi raskað hernaðarjafnvæg- inu í Evrópu með staðsetningu SS-20 eldflauganna. Að Sovétmenn njóti nú hernaðaryfirburða í álfunni og NATO verði að grípa til gagnráð- stafana. Sex biðu bana í hringekjuslysi llamhorK. 15. ÚKÚst. AP. SEX manns biðu hana þcgar hring- ekja i tívolínu i Hamborg skall á iHÍmu viðgerðarkrana. Hringekjan snerist með miklum hraða og við höggið beinlinis rifnuðu vagnar hcnnar og fólkið kastaðist út. Fimmtán manns slösuðust. þar af fjórir lifshættulcga. Af hinum látnu voru fimm konur. Lögreglan lokaði tívolíinu þegar eftir slysið og rannsókn stendur nú yfir. Að sögn starfsmanna, skall hringekjan á bómu krana, sem hafði verið notaður til viðgerða á hring- ekjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.