Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 5 Stiflusmiður heitir bresk mynd sem fjallar um lifnaðarhætti bjóranna i Norður-Ameríku en bjórarnir eru ein af einkennisdýrategundum þeirrar álfu. Hljóövarp kl. 13.45 sunnudag Líf og saga Í daK kl. 14.00 verður fluttur 6. þátturinn i fram- haldsflokknum „Líf ok saj{a“. Nefnist hann „Trúarskáld af tign“ og fjallar um Matthías Joch- umsson. Vilmundur Gylfa- son gerði handritið og stjórnar jafn- framt upptöku. Flytjendur auk hans eru Þorsteinn Ö. Stephensen, Kristín Steinsen, Einar Örn Stefánsson, Helgi Már Artúrsson og Ævar Kjartansson. Matthías Johannes- sen les ljóð sitt um skáldið. Flutningur verksins tekur um eina klukkustund. Tæknimaður: Jón Sr. Matthias Örn Ásbjörnsson. Byggt er á sögu- köflum og bréfum Matthíasar, svo og ýmsum öðrum heim- ildum, auk þess sem höfundur setur fram kenningar um áhrif þau, er skáldið hafði á samtíð sína og bók- menntir seinni tíma. Kann ýmsum að finnast þær allnýst- árlegar. Lesin eru nokkur kvæði Matt- híasar, bæði þau sem margir þekkja og þau sem heyrast sjaldan eða aldrei. Hljóðvarp kl. 17.i Á ferð Óli H. spjallar við vegfarendur „í þættinum í dag mun ég leggja áherslu á við vegfarendur að þeir minnki hraðann þegar þeir koma úr strjálbýli í þétt- býli." sagði Óli II. Þórðarson. framkva'mdastjóri Umferðarráðs og umsjónarmaður þáttarins „Á ferð“. „bað er alls staðar gert ráð fyrir því að dregið sé úr ferð enda er þar meira fólk á ferð en í strjálbýli. Þá tek ég einnig fyrir klifur- greinar en fólk misskilur og merkið. Þar er jú mynd af flutn- ingabíl, en í raun eiga allir bílar að fara strax á hana þannig að öll framúrumferð fari fram vinstra megin en ekki hægra megin eins og oft vill eiga sér stað,“ sagði Óli. Akreinatafla, klifurrein Glæpur Marteins heitir finnskt sjónvarpsleikrit sem sýnt verður í sjónvarpinu annað kvöld. Leikurinn gerist nokkru fyrir fyrri heimsstyrjöld og lýsir lífi finnskrar fjölskyldu. Myndin sýnir Pehr-Olaf Sigren og Paava Pentikáinen í hlutverkum sinum. Sjónvarp kl. 20.45 sunnudag Maður er nefndur - Valur Gíslason leikari í kvöld verður Jónas Jónasson með þáttinn „Maður er nefndur-. Að þessu sinni er það V’alur Gíslason sem segir frá. Valur hefur eflaust frá mörgu að segja, sérstaklega frá íslenskri leiklist, en hann var hinn 18. janúar 1977 heiðraður fyrir 50 ára leikafmæli og 75 ára afmæli. Þau eru orðin mörg hlutverkin og leikritin hjá Val á sviði Leikfé- lagsins og síðar Þjóðleikhússins þegar það var stofnað. Má þar nefna Gullna hliðið, íslandsklukk- an, Hedda Gabler 1942, „Orðið“ eftir Kaj Munk árið 1943, „Páll Lange og Þóra Parsberg" árið 1944 eftir Björnsterne Björnsson, Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax- ness, „Ég man þá tíð“ eftir Eugene O’Neill í hlutverki Nat Miller, Bárð á Búrfelli í Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen og fleiri og fleiri. Valur i hlutverki Bárðar á Búr- felli i leikritinu Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen. fiörfrdagarí 29.agúst- Helgarferöimar til Irlands eru nú komnar á dagskrána á nýjan leik. Aö þessu sinni bjóðum viö fjögurra daga ferö og minnum sérstaklega á aö írska pundið hefur aldrei veriö hagstæðara og aö sjálfsögöu eru vetrarfötin og skólafatnaöurinn kominn í allar verslanir Verð frá kr. 2.480 Aðildarfélagsafsláttur kr. 500 Innifalið í verði: Flug, gisting á Royal Marineeöa Burlington, írskurmorgunveröur og íslenskfararstjórn. ISamvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.