Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 skulu vera eitt hold. Þannig eru þau ekki lengur tvö, heldur eitt hold.“ Tekinn skal vari við því, að skilja orðið hold í þessu samhengi of „holdlegum" skiln- ingi. Hann er vissulega til staðar, en í fyrirrúmi er, að þau tvö skulu verða sem einn mað- ur. Þau skulu með öðrum orð- um bindast tryggðarböndum, slíkum sem ástvinum einum er gefið að njóta. Hafi þau bönd verið bundin á milli karls og konu er lagður grundvöllurinn að því hjónabandi, sem enginn maður fær sundur slitið. Hér er, og ekki að ófyrirsynju að ég hygg, gefið í skyn, að til grundvallar kristnu viðhorfi til hjónabandsins liggi sú gagn- kvæma ást, virðing og um- hyggja, sem öllu öðru fremur helgar sambúð karls og konu. Lasalejí hlið Sé nú þessi mælikvarði lagð- ur á óvígða sambúð, þá efast ég ekki um, að mörg dæmi megi finna, þar sem ást og umhyggju Dr. Bjdrn Björnsson er próf- essor í félagslegri siðfræði við Guðfræðideild Ifáskóla íslands. mönnum sé það í sjálfsvald sett, hvernig með skuli fara. Því er gripið til þess ráðs að setja reglur, gjarnan í formi Ég hef búið með manni nú um nokkurt skeið og allt gengur vel. Foreldrar minir vilja endilega að við giftumst þar sem þetta er alvarlegt samband. Ég er ekki viss um að það sé nauðsynlegt. Hvað segir kirkjan um það? Það er kunnara en frá þurf' að segja, að hér á landi hefur verið ríkjandi meiri sveigjan- leiki í sambúðarháttum fólks en víðast hvar annars staðar. Kemur það einkum fram í því, að jafnhliða hinni vígðu sam- búð hjóna hefur löngum tíðkast að fólk byggi í lengri eða skemmri tíma í svokallaðri óvigðri sambúð, en langtum algengara er þó, að ungt fólk búi saman í tiltölulega skamm- an tima, kannski 1—3 ár, uns það gengur í hjónaband. Sem að líkum lætur leiðir sambúðin oftast til barneigna. Börn fædd í óvígðri sambúð teljast lögum samkvæmt óskilgetin, en það er til marks um, hversu algengt þetta sambúðarform er, að hlutfallstala óskilgetinna barna er hvergi í Evrópu jafn há og hér á landi. Ekki cinhlítt svar Og nú er spurt, hvort óvígða sambúðin stríði gegn Guðs vilja. í fullri hreinskilni skal ég játa, að ég kann ekki við þeirri spurningu nokkurt einhlítt svar. Það kann að koma mönnum á óvart, einkum þeim, sem kunna skil á kenningu kristinnar kirkju um hjúskap- armál í gegn um aldirnar. Samkvæmt þeirri kenningu er svarið næsta einfalt. Einungis hjúskapur, og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða kirkjulega eða borgaralega vígslu, helgar sambúð karls og konu og gerir hana siðferðis- lega réttmæta. Athygli skal vakin á því, að hér er það Er óvígð sambúð gegn vilja Guðs? vígslan, hinn lögformlegi gjörningur, sem úrslitum ræð- ur. Síst skal gert lítið úr þeirri hlið málsins, og verður hún frekar rædd síðar en full ástæða virðist einnig vera til að huga að fleiri hliðum þessa máls. Grundvöllur krist- inna viöhorfa I Heilagri ritningu standa þessi orð: „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og þau tvö er ekki síður til að dreifa en í mörgu vígðu hjónabandinu. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Það samfélag mun vand- fundið, ef það finnst þá nokkuð á byggðu bóli, sem lætur það afskiptalaust, hvernig fólk hag- ar sambúðarmálum sínum. Ástæður þessa eru augljósar. Á þessu sviði mannlegra sam- skipta er um að tefla margvís- lega hagsmuni þeirra einstakl- inga, sem hlut eiga að máli, sem og samfélagsins í heild, sem er mikilvægari en svo, að laga, sem kveða á um réttindi og skyldur þeirra, er stofna vilja til sambúðar. Hjónavígsla er þá opinber staðfesting á því, að þau sem vígsluna taka gangist undir þær reglur og/ eða lög sem í gildi eru. Að kristnum skilningi er þessi þáttur málsins, hinn lögform- legi mjög mikilvægur. Lög um stofnun og slit hjúskapar, um fjármál hjóna, lög um barna- rétt eru sett í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sem frekast er unnt, að menn séu órétti beitt- ir. Því miður hefur reynslan sannað, að fullkomin ástæða er til að setja slík og þvílík lög. Óvígð sambúð er samkvæmt eðli máls sambúðarform, sem nýtur mun takmarkaöri lög- verndar en hin vígða sambúð. Staða einstaklingsins í óvígðri sambúð, karla, kvenna og barna, er mun ótryggari en í hinni vígðu. Margoft hefur í þessu sambandi verið bent á það ranglæti, sem sambúðarslit geta valdið, þegar eigur búsins, t.d. húseign, eru skráðar á nafn annars sambúðaraðila, en hinn stendur uppi tómhentur, jafn- vel eftir margra ára sambúð. Hér á landi hefur reyndar sú þróun átt sér stað, að lögggjaf- inn hefur með ýmsum hætti kveðið á um réttindi og skyldur sambúðarfólks og barna þeirra. Nýjust af nálinni eru lögin um barnarétt, sem taka munu gildi 1. janúar á næsta ári, en þar er t.d. kveðið á um rétt föður til að umgangast óskilgetið barn sitt, jafnframt því sem hann getur gert tilkall til forsjár yfir barni sínu eða börnum, komi til sambúðarslita. Slík lagasetn- ing er tvímælalaust til bóta, en hún staðfestir um leið mikil- vægi þeirrar lagaverndar, sem lögformlegur hjúskapur veitir einstaklingum. ÁhyrKðartilíinninKÍn Spurningin um réttmæti óvígðrar sambúðar er ekki síst spurning um ábyrgðartilfinn- ingu. Það er í tísku í dag að amast við kerfinu, sem svo er nefnt, í nafni frjálsræðis og sjálfsákvörðunarréttar ein- staklingsins. Sumt ungt fólk virðist líta á hjónaband sem deild í kerfinu, sem leggi á það smáborgaralega fjötra, geri það að kerfisþrælum. Varðandi einkahagi sína sé því mjög ósýnt um að taka við boðum og bönnum að ofan, eða að lúta reglum, sem skerði frelsi þess til afhafna. Oft á gagnrýnin á kerfið rétt á sér, en um hjóna- bandið hygg ég að gegni allt öðru máli. Vilji menn byggja sambúð sína á gagnkvæmri ást, virðingu og jafnrétti, vilji menn virða rétt ástvina sinna, maka og barna, þá liggur það í hlutarins eðli, að menn vilja jafnframt búa við þá réttar- vernd, sem best gerist á hverj- um tíma. Spurningin, sem tilefni gefur til þessara hugleiðinga, var um það, hvort óvígð sambúð væri gegn vilja Guðs. Má vera, að einhverjum finnist, að um flest annað hafi verið fjallað en vilja Guðs og þá einkum um lög- fræðileg atriði. En þá skal á það bent, að Guð vill réttlæti. Krafa hans um að samskipti manna beri kærleikanum vitni er ætíð jafnframt krafa um hið fyllsta réttlæti manna á meðal. Það er því i góðu Samræmi við Guðs vilja, þegar að því er spurt, hvaða ábyrgð menn vilja á sig taka gagnvart sínum nánustu. Óvígð sambúð borin saman við vígða er sambúð með tak- markaðri ábyrgð. Framhjá því verður ekki litið. Ég óttast, að margt ungt fólk geri sér ekki grein fyrir þessari hlið málsins. Eðlilega kannski er það með hugann við annað, en hvað gerast kynni, ef uppstytta yröi í sambúðinni. En um þessi atriði þarf að hugsa ekki síður en um glertrygginguna í fok- heldu íbúðinni, auðvitað í þeirri von, að glerið brotni ekki og auðvitað í þeirri trú að tryggð- arböndin bresti ekki. Vorleysing með bassagítar EIN stúlkan leikur á bassa- gítarinn sinn, önnur á trommur og sú þriðja á píanó. takturinn er hraður og songhópurinn syngur af miklu fjöri og gleði. Þetta er greinilega ekki sérlega fág- aður songhópur en sönggleð- in bætir það upp og allir viðstaddir skemmta sér hið besta. ekki síst söngfólkið sjálft. Þetta eru unglingar 13—16 ára frá litlum dal í Noregi og þau eru komin til íslands til þess að kynna söngstarf sem aðferð í æsku- lýðsstarfi kirkjunnar. Fer vej á því á kristniboðsári. I dalnum þeirra, Sirdal, skammt frá Stavangri, búa um 1700 manns. Um helm- ingur unglinganna í dalnum er með í sönghópnum, sem æfir einu sinni í viku. Eftir æfingar er opið hús fyrír kórinn og aðra unglinga. Þannig nær æskulýðsstarf kirkjunnar í Sirdal til um 90% unglinganna þar, þátt- takan í umræðuhópum og biblíulestrum eykst sífellt, en flestir byrja á því að vera með í sönghópnum. Söngstarfið er öllum opið. Það er ekki sérstaklega ætlað þeim sem eru góðir söng- menn eða heldur þeim sem hafa allt sitt á hreinu gagn- vart Guði. Allir geta verið með. En söngvarnir eru allir Vorleysing í kirkjunni heima í Sirdal. trúarlegs eðlis og boðskapur þeirra verður handgenginn söngfólkinu. Þessi aðferð í æskulýðs- starfi hefur fengið nafnið Ten-Sing og hefur hlotið geysimikla útbreiðslu í Nor- egi. Eru nú starfandi um 200 hópar, með allt frá 100 niður í 15 þátttakendur. Vorleysing frá Sirdal er meðalstór hóp- ur, um 40 manns. Og þau eru um þessar mundir á íslandi á vegum æskulýðsstarfs kirkj- unnar en borga ferðakostnað sinn sjálf. Þau komu til þess að kynna söngstarfið fyrir íslenskum unglingum og þessa dagana eru þau burðar- ásar í æskulýðsmóti norður á Vestsmannsvatni. Þau hvetja íslenska unglinga til þess að hefja slíkt söngstarf því að þar geta allir fengið að njóta sín, ekki aðeins þeir félags- lega þroskuðu. Stjórnandinn er presturinn þeirra í Sirdal, Sindre Eide. Hann hefur unnið að þessum málum um alllangt skeið. Reynsla hans sýnir að ekki þarf endilega stóran hóp, tónlistarmenntaðan stjórn- anda né fágaðar raddir. í mörgum tilvikum tókst ungl- ingunum sjáifum að stýra starfinu. Ungt fólk með áhuga og vilja getur gert ótrúlegustu hluti. Stundum sem þarf. er viljinn allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.