Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 3 Arnarflug kaupir Boeing 737-þotu STJÓRN Arnarflugs hefur tekiö ákvörðun um kaup á nýrri farþega- þotu af gerðinni Boeing 737—205 til nota í millilandaflugi félagsins, þ.e. áætlunarflugi og leiguflugi og verður væntanlega skrifað undir kaupsamn- ing á morgun, föstudag, að sögn Agnars Friðrikssonar, framkvæmda- stjóra Arnarflugs. Arnarflug kaupir hina nýju vél frá Noregi, en hún er gerð bæði til farþega- og vöruflutninga sam- tímis, eins og Boeing 737—200- -þota sú, sem félagið notar í dag til millilandaflugsins, en hún er tekin á leigu af hollenska flugfé- laginu Transavia. „Arnarflug hefur verið með Boeing 737—200-þotur í rekstri í nokkur ár og hafa þær reynst mjög vel. Um er að ræða farþega- þotu, sem eyðir tiltölulega litlu eldsneyti á hvern farþega, auk þess sem hægt er að setja sérstök skilrúm í vélina og flytja samtímis farþega og vörur, sem hefur gefið sérstaklega góða raun samfara sí- auknum vöruflutningum félags- ins,“ sagði Agnar Friðriksson. Agnar sagði að Arnarflug myndi fljúga til þriggja ákvörðun- arstaða í áætlunarflugi milli landa samkvæmt sumaráætlun, þ.e. Amsterdam, Dússeldorf og Zurich. „Við munum fljúga fjórum sinnum í viku til Amsterdam, Menntamálaráðherra um friðarfræðslu: Óljós og greinar- gerðin enn óljósari „MÉR FINNST tillagan óljós og greinargeröin enn óljósari," sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráöhcrra, er hún var spurð álits á þingsályktunartil- lögu 13 alþingismanna úr öllum þingflokkum um friðarfræðslu. Ragnhildur sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Bankaráðsfundur Búnaðarbankans: Reiknað með fundi á þriðjudag Bankaráðsfundi Búnaðarbankans var enn frestað í gærmorgun að beiðni Friðjóns l'órðarsonar, full- trúa Sjálfstæðisflokksins. Reiknað var með að fundurinn verði haldinn nk. þriðjudag. Eins og Mbl. skýrði frá í gær bað Friðjón Þórðarson um frest á fundinum í fyrrakvöld, þegar í ljós kom að Lárus Jónsson alþingis- maður, hafði aðeins fylgi tveggja bankaráðsmanna af fimm, þ.e. tveggja fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Fulltrúar Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags lýstu sig fylgjandi Jóni Adolf Guðjónssyni, aðstoðar- bankastjóra. tvisvar í viku til Zúrich og einu sinni í viku til Dússeldorf. Breyt- ingin frá síðasta sumri er sú, að við bjóðum nú tvær ferðir í viku til Zúrich í Sviss í stað einnar á síðasta ári. Við munum síðan fljúga töluvert leiguflug milli landa fyrir íslenskar og erlendar ferðaskrifstofur eins og endra Boeing 737-200-þota sú sem Arnarflug notar í millilandaflug sitt. Félagið hefur nú ákveðið að kaupa vél sömu tegundar af norska flugfélaginu Braathens. Glæsileg Valentínshátíö og framhalds- stofnfundur FRÍ-klpbbsins Sumaraætlun KOMIN OG KYNNT A KLÚBB-KVÖLDI ÚTSÝNARí Færri en vildu komust aö á síðustu skemmtun ÚTSÝNAR og stofnfund FRÍ-klúbbsins. Allir gestir á Klúbb-kvöldinu eiga þess einnig kost að teljast stofnfélagar. CCAt) Kl. 19.00 Húsiö opnar og kynntur nýr ly'stauki. Afhending happdrættismiöa og sala bingóspjalda. Húsiö fagurlega skreytt biómum sem koma beint frá Hollandi í tilefni dagsins. Kl. 19.40 Kvikmyndasýning frá Portúgal. Kl. 20.00 Valentínshátíöin hefst með þríréttuöum veislufagnaöi. Verð aöeins kr. 450.-. Danssýning: Nemendur úr Dansskóla Heiöars Ástvaldssonar. Matseðill SALADE POMPONETTE Rækjukokkteill ★ LE CARRÉ D’AGNEAU ROTI Lamba-roaststeik meö ristuöum sveppum, belgbaunum, blómkáli m/ostbráö, bökuöum jaröeplum og rauövínssósu. Hrásalat. ★ POT AU GRUYÉRE Ostkaka meö klrsuberjasultu. ★ LISSER SÝNIR LISTIR _ SÍNAR Einn fremsti vaxtarræktarmeistari heims, Noröur- landameistari kvenna, Lisser Frost Larsen, kemur fram. Aerobic- sýning undir stjórn Jónínu Y? í Benediktsdóttur. Dansararnir Jerry og Ron sýna m.a. nýjasta diskó- dansinn Electric Boogle Brake Dancing. HLJÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRÐAR- SONAR heldur uppi fjörinu og stemmning- unni til kl. 03.00. Dixie-band Svansins leikur lótta, fjöruga tónlist. Valiö verður par kvöldsins Kynnir kvöldtini verður hinn bráðfrítki og fjðrugi Hermann Gunnartton. Sérstæð fatasýning frá Fiónni Model 79 sýna. Klúbb-kórinn tekur lagiö meö þátttöku gesta. Fegurðar- samkeppni: Ungfrú og herra Útsýn. Glæsileg módel valin úr hópi gesta. Bingó: Spilað um 3 glæsilegar Útsýnarferöir '84. Happdrætti: Allir matargestir taka ókeypis happdrætti. Vinningur: Útsýnarferö. Boröapantanir og miöasala í Broadway kl. 10—19 daglega, símar 77500 og 687370.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.