Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 11 Reyðarfjörður: Þörf úrbóta í atvinnumálum Keydarfirdi, 7. febrúar. LAUGARDAGINN 28. janúar síð- Hermenn Sandinistastjórnarinnar virða fyrir sér lík fallins félaga takmark að geta flutzt til fyrri heimkynna og haldið áfram bylt- ingunni og uppbyggingunni, sem það tók þátt í gegn Somosa og á fyrstu misserunum eftir fall hans. Eina lausnin væri að koma stjórn sandinista frá og stöðva erlenda íhlutun í Nicaragua. Koma þyrfti stjórn sandinista frá og stöðva er- lenda íhlutun í Nicaragua. Sagði hún á annan tug þúsunda Kúbumanna, Búlgara, Palestínu- manna og Austur-Þjóðverja búa í landinu, svo Nicaragua væri nú eins konar fótknöttur stórveld- anna, enda hefðu Sovétríkin stefnt að auknum áhrifum allt frá því sandinistar komust til valda. Sagði hún Kúbumenn stjórna öryggis- lögreglunni, þó svo opinberlega væru þeir sagðir hjúkrunarfræð- ingar, læknar og kennarar, ýmsum stjórnardeildum og hluta hersins. Búlgarir ynnu að endurskipulagn- ingu í landbúnaði að búlgörskum hætti, og Austur-Þjóðverjarnir eru aðallega í hlutverki hernaðarráð- gjafa. „Það hefur engin sakað Kúbumenn um innrás í Nicaragua, sem þeir hafa í raun og veru gert, og þótt þeir séu þar miklu fleiri en á Grenada á sínum tíma,“ sagði Geraldine. Sagði hún það lýsandi dæmi um hlutskipti Kúbumanna í Nicaragua, að þau hjónin hefðu í ráðherratíð Edgars jafnan þurft að greiða sín leigugjöld af húsnæði, rafmagn, hita og fæði, en á sama tíma hefði Kúbumönnunum verið haldið uppi á kostnað almennings. Geraldine O’Leary De Macias sagði sandinista hafa flutt út hryðjuverkastarfsemi til grann- ríkjanna. Contadora-ríkin ættu því nú við að etja hryðjuverkamenn, sem þjálfaðir hefðu verið í Man- agua, og það væri m.a. vegna þess- arar ögrunar, sem Contadora-ríkin hefðu lagt fram tillögur til lausnar vandanum í Mið-Ameríku. Sagði hún tillögur Contadora-ríkjanna og Samtaka Ameríkuríkja (OAS) því aðeins raunhæfar að í þeim feldust einhverjar tryggingar fyrir úrbót- um, því hingað til hefðu sandinist- ar svikið oll loforð og heit um úr- bætur, bæði gagnvart þegnum sín- um og öðrum ríkjum. Því væri ekki um neinar úrbætur að ræða, þótt efnt yrði til kosninga á árinu (sem sandinistar hafa nú frestað — innsk.), því þeir myndu hagræða stjórnarfarinu að vild og tryggja með sínum ráðum að völd júntunn- ar yrðu óskert eftir sem áður. Hún lýsti einnig hvernig mann- réttindi væru fótum troðin í land- inu, svo sízt væri betra ástand en í tíð Sómosa. Þúsundum manna væri haldið í fangelsum fyrir upplognar sakir og ýmsir félagar og kunningj- ar þeirra hjóna hafa týnt lífi með- an þeir voru í haldi. Einnig lýsti hún hvernig gengið hefði verið sér- staklega fram gegn Miskító-indíán- um með fjöldamorðum og pynting- um, og eyðileggingu lands þeirra. Nú ætti að heita að þeir hefðu verið leystir undan ánauðinni og væru frjálsir menn, en það segði margt -um frelsi þeirra að þeir flýðu land í þúsundatali. Einnig lýsti hún því hvernig Nic- aragua hefði áður brauðfætt þjóð- ina, en nú þyrfti að flytja inn helztu nauðsynjar, þar sem lagt hefði verið hald á mestan hluta landbúnaðarlands og það sett undir ríkisforsjá. Bændur hefðu smátt og smátt neitað að erja land það sem þeim væri meinað að skipta síðar milli sona sinna eða selja, og marg- ir gengið til liðs við andspyrnuöfl- in, þótt áður hefðu þeir tekið þátt í byltingunni gegn Sómosa. „Það er vegna þess meðal annars að þeir hafa komist að raun um að sandin- istar boðuðu ekki lengur lýðræði, heldur kommúnisma, en það ein- kennir íbúa Nicaragua, að þeir treysta ekki kommúnistum," sagði Geraldine. astliðinn var haldinn fundur í at- vinnumálanefnd Reyðarfjarðar- hrepps. Tilefni fundarins var hið bág- borna atvinnuástand, sem nú ríkir hér á Reyðarfirði, en milli 30 og 40 manns hafa verið á atvinnuleysiskrá að jafnaði síðan í október síðast- liðnum og vinna verið mjög stopul fyrir þetta fólk, aðeins 2—3 vikur. Atvinnumálanefnd samþykkti nokkrar áskoranir til atvinnufyr- irtækja hér á staðnum, sem gætu orðið til þess að draga úr því at- vinnuleysi sem hér er. Meðal ályktana, sem nefndin samþykkti, var áskorun til stjórn- ar Síldarverksm. ríkisins, þess efnis að verksmiðja SR taki allan fisk og síldarúrgang til vinnslu, sem til fellur hér á staðnum, en nú er öllum úrgangi ekið til Eski- fjarðar. Jafnframt fagnar nefndin þeirri ákvörðun stjórnenda SR og Kaupf. Héraðsbúa að hafa mögu- leika á hrognatöku úr loðnu og hvetur til þess að útgerðum loðnu- skipa verði gert kunnugt um þessa möguleika. Nefndin beindi þeim tilmælum til fiskverkenda á staðnum að hugað verði að aukinni vinnslu sjávarafla, m.a. karfa, kola og fleiri tegunda, en erfiðleikum hef- ur verið háð að nýta til fulls það hráefni, sem borist gæti á land, vegna skorts á tækjum og búnaði til þeirrar vinnslu. Þá samþykkti nefndin áskorun til iðnaðarráðherra að hann hlut- ist til um, að ákvörðun verði tekin á yfirstandandi Alþingi um bygg- ingu Kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Námsstefna um félagsráð- gjafamenntun FÉLAG nema í félagsráðgjöf við Háskóla íslands stendur fyrir námsstefnu um félagsráðgjafa- menntun við HÍ laugardaginn 11. febr. kl. 13.30. Á dagskrá námsstefnunnar, sem verður í stofu 101 í Lög- bergi, er m.a. saga námsins hér- lendis, lýsing á grunnnámi og 4. námsári, hópumræður og fleira. Námsstefnan er öllum opin. (Úr frétutilkynningu) A AP BILASIMANUM. VERDADEINS KR.57.500.- Vegna breytinga á tollalögum getum viö nú boðið AP 2000 bílasímann á stórlækkuðu verði. AP 2000 bílasíminn hefur nú þegar sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður og viðhaldsþjónusta Heimilistækja er sú traustasta á landinu. AP 2000 er til á lager, til afgreiðslu strax. Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8-S: 27500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.