Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Minni Alberts - eftir Jón Guðmunds- son og Leó E. Löve Það er ábyrgðarhluti að þegja yfir misrétti, mismunun eða öðru rang- l»ti sem menn verða fyrir af trúnað- armönnum þjóðarinnar. Ef allir segja alltaf „þetta er bara svona“, „svona eru þeir allir“ eða „klíkurnar ráöa öllu í þjóðfélaginu" — þá breytist þjóðfélagið aldrei til hins betra, þá hættum við að geta með stolti borið okkur saman við vestrænar menningarþjóðir, en eig- um betur heima meðal Nígeríu- manna eða annarra álíka í siðferði. Fjármálaráöherra, Albert Guð- mundsson, auglýsti nýlega til sölu hlutabréf ríkissjóðs í nokkrum hlutafélögum, m.a. hf. Eimskipa- félagi íslands. Samkvæmt upplýsingum ráðherra sjálfs bárust tvö tilboð fyrir tilskil- inn frest — þ.e.a.s. það sagði hann fyst eftir að fresturinn rann út. Síðar kom fram, að a.m.k. eitt boð enn hefði borist fyrir frestinn. Það var reyndar hæsta boðið, og ráð- herra kvaðst hafa „kallað eftir" því boði. Þessu boði gleymdi ráðherr- ann hins vegar alveg í fyrstu. Var það e.t.v. vegna þess, að með því að taka hærra tilboðinu af þeim sem bárust á réttum tíma, myndu hlutabréfin falla í hendur „röngum aðila“ — einhverjum sem ekki var í réttri „klíku"? Til þess að almenningur geti sjálfur metið það sem gerst hefur, eru línur þessar festar á blað, og jafnframt í þeim tilgangi að sýna öllum stjórnmálamönnum, að þjóðin fær stundum að fylgjast með gjörðum þeirra ofan í kjölinn. Ráðherra hefur nú ákveðið að hætta við allt saman — a.m.k. í bili. Það breytir þó engu um fram- vindu þessa máls. Með auglýsingu dags. 7. desem- ber 1983 auglýsti fjármálaráðu- neytið til sölu hlutabréf ríkissjóðs í nokkrum hlutafélögum, m.a. Eimskipafélagi íslands, að nafn- verði kr. 2.957.760.-. í auglýsingunni segir m.a.: „Hlutabréfin verða seld hæst- bjóðanda, fáist viðunandi tilboð. Kaupendum verður gefinn kostur á að greiða allt að 80% kaupverðs- ins á 10 árum með verðtryggðum kjörum. Nánari upplýsingar gefur fjármálaráðuneytið. Tilboð berist ráðuneytinu fyrir 1. febrúar nk.“ Vegna áhuga okkar á ofan- greindum hlutabréfum ákváðum við að Fasteignamarkaðurinn, sem við stöndum að, gerði tilboð í þau, og var tilboðið að fjárhæð kr. 5.250.000.-, með þeim kjörum, sem vísbending var gefin um í ofan- greindri auglýsingu. Við fórum báðir með tilboðið í Fjármálaráðuneytið klukkan 16.55 þann 31. janúar, eða síðasta dag tilboðsfrestsins. • Er í fjármálaráðuneytið kom var okkur tjáð, að lögfræðingur þess og aðalmálflutningsmaður tæki við tilboðum þeim sem bær- ust. Hann væri hins vegar inni hjá ráðherra en kæmi von bráðar, svo við ákváðum að bíða. Ekki höfðum við beðið nema örstutta stund þeg- ar lögmaðurinn kom, og við bárum upp erindið, sem var afhending tilboðsins, svo og að afla upplýs- inga um hvenær tilboðin yrðu opnuð. Lögmpðurinn tjáði okkur að Al- bert Guðmundsson opnaði tilboð þau sem bærust jafnóðum og léti sig fá ljósrit þeirra. Við lýstum furðu okkar á þess- um vinnubrögðum, því að venja er að öll tilboð séu opnuð í einu að bjóðendum viðstöddum, ef öllu réttlæti á að vera fullnægt. Maðurinn sem stendur við sitt Að sjálfsögðu var viss spenning- ur í okkur eftir að hafa lagt tilboð- ið inn, og reiknuðum við með að heyra í útvarpsfréttum næsta dag hver niðrstaða hefði orðið af til- boðsöflun fjármálaráðuneytisins. Það gladdi okkur því þegar fjár- málaráðherra sagði með þjósti í sjónvarpsviðtali að kvöldi 31. janúar eitthvað á þessa leið: „Veistu nokkurn tíma til þess að ég hafi ekki staðið við það sem ég hef sagt“. Hann myndi þá örugg- lega standa við það sem stóð í auglýsingunni, að selja hæstbjóð- anda, ef viðunandi tilboð bærist innan tilskilins frests. Ekki var þó laust við að spennan ykist snemma næsta morgun, 1. febrúar, þegar við lásum eftirfar- andi haft eftir Albert Guðmunds- syni í Tímanum: „Ég ætla næstu daga að ganga frá sölu á hlutabréfum rikisins í Eimskipafélagi íslands," sagði Al- bert Guðmundsson, „en það hefur komið fram velvilji í ríkisstjórn- inni um að þessi bréf verði seld. Ég tel tilboð það sem gert hefur verið í bréfin vera aðgengilegt og það kemur frá Eimskipafélaginu sjálfu, sem síðan hyggst selja bréfin til félagsmanna sinna og starfsmanna." Auðvitað kom þessi frétt okkur á óvart, þar sem við töldum líklegt að hún væri unnin daginn áður, jafnvel áður en við lögðum inn til- boð Fasteignamarkaðarins. Því urðum við sammála um að panta viðtal við Albert Guð- Albert mundsson, en þetta var miðviku- dagur og því almennur viðtalstími hjá honum. Ætluðum við að fá svör frá ráðherranum sjálfum um stöðu mála, þ.e. fjölda tilboða og upphæðir. Er við hringdum í ráðuneytið var okkur tjáð, að allir viðtalstím- ar væru löngu bókaðir, reynandi væri að hringja nk. mánudag — og fá tíma tveim dögum síðar. í ljósi umræddrar fréttar og vinnubragða ráðherra fannst okkur brýnt að fá upplýsingar strax um stöðu tilboðanna, og nú voru góð ráð dýr. Vitandi það að fréttamenn eiga oftast greiðan aðgang að ráðherr- um, og með það í huga að vissu- lega væri hér fréttaefni á ferðinni, hringdum við því strax í frétta- stjóra DV, sem er okkur kunnug- ur. Sögðum við honum málavexti í stuttu máli, og að hann mætti birta tölur úr tilboði Fasteigna- markaðarins, svo fremi hann gæti aflað upplýsinga um öll önnur til- boð, og fjárhæðir þeirra. DV kannaði málið bæði hjá ráð- herra og hjá Eimskip. Niðurstaða þess birtist í frétt samdægurs, og sagði þar m.a.: „Eimskipafélag íslands hf. og ónafngreindur einstaklingur keppa nú um kaup á 5,3% hluta- bréfaeign ríkisins í félaginu. Eftir nýlega útgáfu jöfnunarhlutabréfa er þessi eign ríkisins að nafnverði rétt tæpar þrjár milljónir, eða 2.957.760 krónur. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur var ætlunin að Eimskip leysti bréfin til sín á þessu verði og byði síðan aftur núverandi hluthöfum til kaups. Átti þá að staðgreiða ríkinu bréfin. Tilboðið sem barst í gær, óvænt að sögn fjármálaráðherra, er um að kaup- verð verði 5.250.000 krónur með 20% útborgun og að eftirstöðvar greiðist á 10 árum með lánskjara- vísitölu." Við vorum að vonum ánægðir — úr því að tilboð Eimskips var við- unandi að mati fjármálaráðherra (sbr. frétt Tímans), hlaut boð Fasteignamarkaðarins, 75% hærra boð, að vera meira en við- unandi. Sannanir frá fleiri fjölmiðlum í kvöldfréttum útvarpsins þenn- an dag, 1. febrúar, sagði m.a.: „Að sögn Alberts Guðmunds- sonar fjármálaráðherra hafa bor- ist tvö tilboð í þessi hlutabréf, annað frá Eimskipafélagi fslands en hitt frá einstaklingi úti í bæ.“ Þingfréttamaður útvarpsins hafði rætt við Albert Guðmunds- son síðdegis þann 1. febrúar, og úr varð þessi frétt. í Tímanum 2. febrúar sagði m.a.: „Tíminn spurði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra í gær, hvort síðara tilboðið væri ekki augljóslega hagstæðara en tilboðið frá Eimskip og sagði hann þá: „Það hefur ekki verið reiknað út, þannig að ég get ekki tjáð mig um það,“ sagði Albert. Fjármálaráðherra var spurður hvort það gæti talist eðlilegt að greina frá einstökum tilboðum, og upp á hvað þau hljóða, áður en öll tilboð hefðu verið opnuð — hvort það byði ekki heim, að menn biðu átekta, og byðu svo betur en tilboð það hljóðaði upp á sem þeir hefðu heyrt um: „Það er ekkert óeðlilegt að láta þetta koma fram í dags- ljósið jafnóðum og eitthvað ger- ist,“ sagði fjármálaráðherra. Hann sagðist telja að það myndi liggja fyrir í dag hvort tilboðið væri hagstæðara, en hann sagðist reikna fastlega með því að því til- boði sem talið væri hagstæðara yrði tekið." f Tímanum stóð ennfremur: „„Ef þetta síðara tilboð er bund- ið lánskjaravísitölu, þá sé ég enga ástæðu til annars en ætla að það sé hagkvæmara," sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra er Tíminn spurði hann í gær álits á tilboði því sem fram kom í fyrra- kvöld í hlutabréf ríkisins í Eim- skip og bætti forsætisráðherra því við að sér litist miklu betur á þetta síðara tilboð." Sala ríkiseigna Fjármálaráöuneytiö auglýsir hér meö eftir tllboöum í hlutabréf rikissjóös í þeim fyrirtœkjum, sem hér grelnlr: 1) Eimtkipafétog (ttondt h/f. Nafnverö kr. 2.957.760.- 2) Flóabáturtnn Baklur h/f. Nafnvarö kr. 100.000.- 3) Flóabáturinn Drangur h/f. Nafnvarö kr. 590.480.- 4) Flugleiðir h/f. Nafnverö kr. 7.000.000,- 5) Geatur h/f. Nafnverö kr. 15.000.- 6) Herjólfur h/f. Nafnverð kr. 900.000,- 7) Hótolax h/f. Nafnverð kr. 560.000.- 8) Hraðbraut h/f. Nafnvarð kr. 1.170.000.- 9) Noröuratjarnan h/f. Nafnverð kr. 6.669.585.- 10) Raftatkjaverfctmiðja Hafnarfjarðar h/f. Nafnverð kr. 900.000.- 11) Skaltogrlmur h/f. Nafnverð kr. 2.832.578 - 12) Slippetöðin h/f. Nafnverð kr. 11.700.000.- 13) Vallhólmur h/f. Nafnverð kr. 7.500.000.- 14) Þór h/f, Stykkiahólmi. Nafnverð kr. 5.826.340.- 15) Þormóður rammi h/f. Nafnverð kr. 16.500.000.- Hlutabréfin veröa seld hæstbjóöanda, fáist viöunandl tilboö. Kaupendum veröur gefinn kostur á aö greiöa allt aö 80% kaupveröslns á 10 árum meö verötryggöum kjörum. Nánari upplýsingar gefur fjármálaráöuneytiö. Tilboö berist ráöuneytlnu fyrir 1. febrúar n.k. FjármálaráöuneytiO, 7. desember 1983. Auglýsingin frá fjármálaráóuneytinu Við vorum nánast öruggir með að tilboði Fasteignamarkaðarins yrði tekið. Enn sagði Morgunblaðið ( fyrir- sögn þann 3. febrúar: „Tvö tilboð í hlutabréf ríkisins í Eimskip.“ Fleiri tilboð dregin fram í dagsljósið Síðdegis 3. febrúar stendur þetta í DV: „Sjóvá vill Eimskip. „Bréfin verða ekki seld nafnlausum kaup- anda.“ Eitt eða jafnvel tvö tilboð til viðbótar í kaup á 5,3% hlutabréfa- eignar ríkisins í Eimskip liggja fyrir í fjármálaráðuneytinu. Sjó- vátryggingafélag íslands hf. er með ákveðið boð og fyrir liggur bréf frá einstaklingi, sem að lik- indum telst tilboð. Fyrir lágu áður tvö tilboð. Þau eldri eru frá Eimskip, um að leysa bréfin út á nafnverði, sem er tæpar þrjár milljónir, og frá einstaklingi, gegnum fasteigna- sölu, um hærra kaupverð. „Þessi tilboð eru öll í athugun," sagði Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra í morgun, „meðal annars hver raunverulega býður gegnum fasteignasöluna. Bréfin verða ekki seld nafnlausum kaup- anda.““ Ekki hafði Albert Guðmunds- son látið svo lítið að spyrjast fyrir um það hver byði í bréfin hjá Fasteignamarkaðinum. Auk þess ,Lagarfoss“, eitt af skipum Eimskipafélagsins. kemur þarna fram, að ráðherrann vill sjálfur velja kaupandann — hér skal sauðsvartur óþekktur al- múginn ekki komast að. Sjóvátryggingafélagið er aftur á móti nógu gott. Svo gott að ráð- herrann sagði í símtali við Jón Guðmundsson, að hann hefði kall- að eftir tilboði frá því, eftir að Sjó- vá hefði fyrst skilað inn óformlegu tilboði. Það er heldur ekkert undarlegt að Benedikt Sveinsson, stjórnar- formaður og einn aðaleigandi i Sjóvá, vildi styrkja stöðu sína inn- an Eimskips. Hann rekur sjálfur skipafélagið Nesskip, aðaleigend- ur í Sjóvá eru auk þess sterkir i Eimskipafélagsstjórninni og víð- ar, en þar að auki eru sérstök tengsl allra þessara aðila við Sjálfstæðisflokkinn og þar með „Flokkseigendafélagið", sem Al- bert Guðmundsson hefur löngum þóst berjast gegn. Saumað að Albert Eftir þessa síðustu frétt DV saumaði skeleggur blaðamaður Tímans að ráðherranum og birti eftirfarandi í blaði sínu næsta dag, 4. febrúar: „Tíminn ræddi þetta við fjár- málaráðherra í gær, og spurði hann m.a. hversu mörg tilboðin í hlutabréf ríkisins í Eimskip væru orðin: „Ég held að þau séu þrjú, frekar en fjögur,“ sagði fjármála- ráðherra. Hann var spurður hvort hann gæti tekið til greina fleiri tilboð, en þau tvö fyrstu, sem bár- ust fyrir 1. febrúar: „Já, já, ég get það. Þau komu öll fyrir 1. febrú- ar.“ Fjármálaráðherra var að þvi spurður hvers vegna hann hefði sagt í viðtali við Tímann, sem tek- ið var 1. febrúar og birt í blaðinu þann annan, „að það myndi liggja fyrir í dag hvort tilboðið væri hag- stæðara, en hann sagðist reikna fastlega með því að því tilboði sem talið væri hagstæðara yrði tekið," eða með öðrum orðum að hann hefði aðeins talað um tvö tilboð, eins og fleiri tilboð hefðu ekki bor- ist. „Ef þú hefur talað við mig þann fyrsta um þessi mál, þá er bara um einhver mistök að ræða hjá mér í okkar samtali." Þriðja tilboðið sem borist hefur í hlutabréf ríkisins í Eimskip er frá Sjóvátryggingafélaginu, og sagði fjármálaráðherra að hann teldi það vera betra en hin tvö, því um tvöfalt nafnverð væri að ræða, og greiðslu á talsvert skemmri tíma að ræða, en gert væri ráð fyrir í tilboði Jóns Guðmundsson- ar, sem bauð fyrir hönd Fast- eignamarkaðarins 5 milljónir 250 þúsund, með 20% útborgun, og eftirstöðvar til 10 ára, bundnar lánskjaravísitölu. Tíminn spurði fjármálaráð- herra hvað hann vildi segja um þá skoðun manna að hann sniðgengi eðlilega viðskiptahætti, með því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.