Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Peninga- markaðurinn GENGIS- SKRÁNING NR. 27 — 8. FEBRÚAR 1984 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi 1 Dollar 29,410 29,490 28,810 1 St.pund 41,623 41,736 41,328 1 Kan. dollar 23,604 23,669 23,155 1 Dönsk kr. 2,9377 2,9457 2,8926 1 Norsk kr. 3,7774 3,7877 3,7133 1 Sænsk kr. 3,6237 3,6336 3,5749 1 Fi. mark 5,0136 5,0273 4,9197 1 Fr. franki 3,4821 3,4916 3,4236 1 Belg. franki 0,5223 04237 0,5138 1 Sv. franki 13,2120 134480 13,1673 1 Hoil. gyllini 9,4810 9,5068 9,3191 1 V-þ. mark 10,7010 10,7301 10,4754 1 ít. líra 0,01737 0,01742 0,01725 1 Austurr. sch. 1,5172 14213 1,4862 1 Port. escudo 0,2133 04139 0,2172 1 Sp. peseti 0,1882 0,1887 0,1829 1 Jap. yen 0,12579 0,12614 0,12330 1 írskt pund SDR. (SérsL 33,013 33,013 32,454 dráttarr.) Belgískur 304857 30,6689 franki BEL 04101 0,5115 -J Vextir: (ársvextir) Frá og með 21. janúar 1984 INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóösbækur................15,0% 2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).17,0% 3. Sparisjóösreikningar, 12. mán.1)... 19,0% 4. Verötryggöir 3 mán. reikningar. 0,0% 5. Verötryggöir 6 mán. reikningar. 1,5% 6. Ávisana- og hlaupareikningar...5,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæöur í dollurum......... 7,0% b. innstæöur í sterlingspundum. 7,0% c. innstæður i v-þýzkum mörkum... 4,0% d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0% 1) Vextir færöir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: HÁMARKSVEXTIR (Veröbótaþáttur i sviga) 1. Vixlar, forvextir..... (12,0%) 184% 2. Hlaupareikningar ..... (12,0%) 18,0% 3. Afuröalán, endurseljanleg (12,0%) 18,0% 4. Skuldabréf ........... (12,0%) 21,0% 5. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst Vh ár 2,5% b. Lánstími minnst 2% ár 3,5% c. Lánstími minnst 5 ár 4,0% 6. Vanskilavextir á mán...........2,5% Lífeyrissjóðslán: Líteyrissjóöur starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 260 þúsund krónur og er lániö vísitölubundiö með láns- kjaravísitölu, en ársvextlr eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyríssjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 120.000 krónur, en fyrlr hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 10.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. A timabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast vlö 2.500 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekkert hámarkslan i sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavisitölu, en lánsupphæöln ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrlr janúar 1984 er 846 stig og fyrir febrúar 850 stlg, er þá miöaö viö vísitöluna 100 1. júni 1979. Hækkunin milli mánaöa er 0,5%. Byggingavísitala fyrir október-des- ember er 149 stig og er þá miöaö viö 100 í desember 1982. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptúm. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. JL íhk W terkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! Þegar þessi mynd var tekin af Idi Amin var hann enn forseti Uganda en frá því honum var velt úr sessi árið 1979 hefur ekki tekist að koma ástandinu í landinu í lag. Kastljós „Ástandið í Líbanon er eitt um- ræðuefnanna að þessu sinni,“ sagði Bogi Ágústsson, annar um- sjónarmanna Kastljóss, sem verð- ur á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.20. Sjónvarp 21.20: „Reynt verður að skýra hina flóknu skiptingu í andstæðar fylkingar, trúarflokka og annað, og einnig verður reynt að út- skýra baksvið þeirra bardaga sem nú ríkja þar og virðast ætla að ganga endanlega frá ríkinu. Viðtal við sovéska sagnfræð- inginn Roy Medvedev verður nú sýnt, en það hefur verið ætlunin að sýna það í síðustu þáttum, en aldrei var pláss fyrir það. Þetta viðtal tóku sænskir fréttamenn við Medvedev, sem er mjög merkur maður. Skoðanir hans og yfirlýsingar falla sovéskum stjórnvöldum ekki í geð, en samt sem áður fær hann að vinna sín störf í heimalandi sínu. Hann hefur meðal annars skrifað frægar bækur um Krúsjef. Tví- Ricky Bruch, frjálsíþróttamaður- inn sænski, er einn þeirra sem misnotuðu hormónalyf og lýsti því yfir opinberlega að þau hefðu farið mjög illa með hann. burabróðir hans, Zhores, er eðl- isfræðingur og er f útlegð í London og þó að þeir séu í raun andófsmenn, hafa þeir mjög góð tengsl við sovéska stjórnkerfið. Misnotkun íþrótta- manna á lyfjum „Fjallað verður vítt og breitt um það vandamál, sem misnotk- un lyfja hjá íþróttamönnum er,“ sagði Ingólfur Hannesson, sem hingað til hefur séð um íþrótta- þætti sjónvarpsins, en sér nú um þann hluta Kastljóss sem snýr að innlendum málum. „Spurningum sem vakna, þeg- ar minnst er á þetta, verður varpað fram, eins og til dæmis um hvaða lyf sé að ræða, hver áhrif þeirra séu og við reynum að gera okkur grein fyrir um- fangi vandamálsins, bæði er- lendis og hér heima. Sagt verður frá störfum lyfja- eftirlitsnefndar ISÍ og rætt verður við Alfreð Þorsteinsson, formann lyfjaeftirlitsnefndar, Pál Eiríksson, geðlækni, og Sig- urð Geirdal, framkvæmdastjóra Ungmennafélags íslands." Sjónvarp kl. 22.25: ída litla - norsk sjónvarpsmynd sem gerist á hernámsárunum Sjónvarpsmynd kvöldsins er norsk og nefnist „ída litla“. Hún er gerð eftir skáld- sögu Marit Paulsen og er handrit eftir Lailu Mikkelsen sem ennfremur er leikstjóri. Myndin gerist á hernámsárunum í Nor- egi. ída er lítil stúlka sem flytur til smá- bæjar með móður sinni, sem hefur fengið vinnu hjá þýska setuliðinu í bænum. ída hlakkar mikið til að flytja, en þegar mæðgurnar eru komnar til bæjarins, verða íbúarnir mótfallnir ídu vegna þess að móðir hennar er í tygjum við þýskan liðs- foringja. En Ida litla neitar að gefast upp og er staðráðin í að eignast hlutdeild í samfélag- inu fyrr eða síðar. fda litla flytur til smábæjar ásamt móður sinni, sem er í tygjum við þýskan liðsforingja. Þess vegna snúa allir bæjarbúar baki við ídu litlu, sem er staðráðin í að gefast ekki upp, þó að á móti blási. Úlvarp Reykjavík FÖSTUDKGUR 10. febrúar MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þátt- ur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð- urfregnir. Morgunorð: — Sveinbjörg Pálsdóttir, Þykkva- bæ, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur í laufi“ eftir Kenneth Graheme. Björg Árnadóttir les þýðingu sína (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“. Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli sér um þáttinn (RÚVAK). 11.15 „Ali Schar og Zummerud“, persneskt ævintýri; seinni hluti. Séra Sigurjón Guðjónsson les þýðingu sína. 11.45 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍDDEGID_________________________ 14.00 „Illur fengur“ eftir Anders Bodelsen. Guð- mundur Ólafsson les þýðingu sína (14). 14.30 Miðdegistónleikar. Gidon Kremer og félagar í Sin- fóníuhljómsveit Lundúna leika Rondó í A-dúr fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Franz Schu- bert; Emil Tsjakarov stj. 14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Eiríksdóttir kynnir ný- útkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. John Williams og Enska kamm- ersveitin leika Fantasíu fyrir gítar og hljómsveit eftir Joaquin Rodrigo; Charies Groves stj./ Osian Ellis og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leika Konsert op. 74 fyrir hörpu og hljómsveit eft- ir Keinhold Gliere; Richard Bonynge stj. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK). 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Gröndal og Djunki. Þor- steinn frá Hamri tekur saman frásöguþátt og flytur. b. Kammerkórinn syngur. Stjórnandi: Ruth L. Magnús- son. Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.10 Hljómskálamúsík. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Fósturlandsins Freyja. Umsjón: Höskuldur Skagfjörð. Lesari með honum: Birgir Stef- ánsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sig- fússon. 23.15 Kvöldgestir — þáttur Jónas- ar Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 hefst með veðurfregnum kl. 1.00 til kl. 3.00. KLUKKAN 10 Hinn ýlfrandi hressi morgun- þáttur. KLUKKAN 14 „Pósthólfið", Valdís Gunnars- dóttir og Hróbjartur Jónatans- son sjá um þáttinn. KLUKKAN 16 „Helgin framundan", Jóhanna Harðardóttir segir fréttir af viðburðum helgarinnar og færð- inni. KLUKKAN 23.15 „Næturvakt á rás 2“, Ólafur Þórðarson verður á vaktinni. FÖSTUDAGUR 10. febrúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Umsjónarmaður Edda Andrés- dóttir. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Bogi Ágústsson og Hermann Sveinbjörnsson. 22.25 ída litla (Liten Ida) Norsk sjónvarpsmynd gerð eftir skáldsögu Marit Paulsen. Handrit og leikstjórn: Laila Mikkelsen. Leikendur: Sunn- eva Lindekleiv (7 ára), Lise Fjeldstad, Howard Halvorsen, Ellen Westerfjell o.fl. Myndin gerist á hernámsárun- um í Noregi. ída litla flyst til smábæjar með móður sinni, sem hefur fengið vinnu hjá þýska setuliðinu. ída hyggur gott til vistaskiptanna en bæði börn og fullorðnir snúa við henni baki vegna þess að móðir hennar er í tygjum við þýskan liðsforingja. En lda litla er stað- ráðin í að eignast hlutdeild í samfélaginu með tíð og tíma. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 23.40 Fréttir í dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.