Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 37 Eldur, eldur ... - eftir Steinar Guðmundsson Eldur, eldur var hrópað, en það var enginn eldur og kom það hróp- andanum i koll síðar. Eitur, eitur er nú hrópað, en hvar er eitrið og hvað er eitrið? Hvernig stendur á því að í hillum vínverslunar eða í kristalglösum á dúkuðum borðum er áfengi ekki eitur, en samskonar áfengi í lúkum leynivínsalans eða í bokkunni, sem skotið er undir belti; er það orðið baneitrað? Ekki er ég eitraður segja bæði karlar og kerlingar, strákar og stelpur, en láta flöskuna eða vönd- ulinn svo ganga. Ekki ét ég eitur titrar pillugarmurinn út úr sér — ég er bara svo siæmur á taugum. Menn gera sér ekki ljóst hvar þetta margumtalaða eitur er, að öðru leyti en því að hver og einn telur það vera hjá hinum. Hrædd- ur er ég um að þessi hálfkveðna vísa sé stöðugt að slá til baka og að hættulegt sé að beina athygl- inni um of að eitri þegar um vand- ræði vegna ofnotkunar áfengis eða annarra vímuefna er að ræða. Sprækir menn fussa við þessu eit- urmasi og skála kampakátir, en rolum og hlédrægum unglingum verður fróun í að sýna að þeir séu hvergi hræddir við skrímslið. Spurning mín er sú hvort ekki megi finna fyrir of augljósu plati í hinum vel meintu varnaðarorðum og hvort ekki sé réttara að reyna heldur að nálgast rætur vanda- málsins. En ef einhver er í vafa um hvar rætur þess liggja og hvernig það þróast má benda á ný- útkomna bók sem ber titilinn: Furðuheimar alkóhólismans. Hvort ástandið sem skapast af ógætilegri meðferð vímuefnisins er kallað alkóhólismi, dópismi eða kæruleysi skiptir engu. Nafngift er bara nafngift. Orsökin er ein sú sama. Flótti. Æskilegasta hjálpin til þeirra sem ekki ná að fóta sig er líka ein og sú sama: fræðsla. En það er ekki sama hvernig fræðsl- unni er beitt. Þegar að því kemur að mönnum finnst taka því að leggja eitthvað á sig til að ræða í alvöru við þá menn sem í vandræðum standa er mikils um vert að ekki sé farið of langt út fyrir það efni sem á dagskrá er og aldrei gripið til ágiskana um orsakir, eins og t.d. hugsanlegra rasskellinga í frum- bernsku, vanþakklætis eða geð- veiki eða annars margþvælds til- búnings sem spekúlöntum í ofdrykkjuvörnum hættir til að veifa vegna blindu á staðreyndir. Ýmsar grundvallarreglur hafa myndast við aðför að þessu vanda- máli. Fyrsta reglan gæti verið sú, að hæpið sé að foreldri, maki eða afkvæmi geti komið vitinu fyrir sinn nánasta. önnur, þriðja, fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda reglan mætti vera sú, að ætla aldrei þroska ruglarans út frá aldri hans, því blinda fylgir mein- inu. Hvenær þroski hnökraðist eða gliðnaði er ekki gerlegt að vita og ástæðulaust að leita það uppi, en mynda má þumalputtareglu sem segði, að í upphafi fræðslu ætti að nálgast: A. Áfengisofneytendur — svo kallaða alkóhólista — sem væru þeir 12 ára (alveg án til- lits til þess hvort þeir eru 30, 40, 50 eða 60 ára) og reikna undantekningarlaust með því að þeir viti ekki hvað alkóhól- ismi er. B. Víxlneytendur áfengis og lyfja sem lúmska 10 ára krakka. C. Hassneytendur sem grípa til áfengis og áfengisneytendur sem sefja sig með hassi ætti að ræða við sem væru þeir átta ára gamlir að þroska til. D. Og við klára hassneytendur og lyfjaætur (svo kallaða kúlu- bjána) ætti að tala við í sama dúr og velviljaðir tala við sæmilega greinda sex ára snáða. Þegar þessir aðilar fara að taka við fræðslunni og afneitunin fer að láta undan siga, hrekkur ald- ursmarkaviðmiðunin fljótlega upp um helming, þannig: að sá sem bjó við það sem ég kalla 6 ára þroska kippist upp í eðlileg 12 ára ald- ursmörk. Atta ára viðmiðunin fer að skima í kring um sig á eðlilegu 16 ára þroskaskeiði. Stranda- glópurinn sem hrapaði niður á 10 ára sviðið slæst í fylgd með tvítug- um sem ekki höfðu misst af lest- Steinar Guðmundsson „Sprækir menn fussa við þessu eiturmasi og skála kampakátir, en rolum og hlédrægum unglingum verður fróun í að sýna að þeir séu hvergi hræddir við skrímslið.“ inni og drykkjumaðurinn sem í víxlverkandi sjálfsvorkunn og derringi vó salt í gervi 12 ára unglings nær fullum þroska 24 ára manns með þeim takmörkunum þó, að hann verður að æfa upp skynvídd sína næstu 1—2 árin. Þannig getur fimmtugur maður auðveldlega hlaupið uppi þann þroska sem hann missti af tvítug- ur. íslenskir sumarnemar í Bandaríkjunum 1983. Sumardvöl unglinga erlendis á vegum AFS Á vegum AFS á íslandi (alþjóðleg fræðsla og samskipti) gefst ungu fólki nú kostur á að dvelja sumar- langt erlendis. Er hér um að ræða bæði náms- dvöld og fjölskyldudvöl í Frakk- landi, Danmörku, Finnlandi, Portúgal, Spáni, Þýskalandi og Bandaríkjunum, auk Englands, en þar leggja unglingarnir stund á sjálfboðavinnu. Aldurstakmörk eru 17—19 ár fyrir England, 15—18 ára fyrir önnur Evrópu- lönd og 15—30 fyrir Bandaríkin. Umsóknarfrestur er til 13. febrúar og fást allar upplýsingar á skrifstofu samtakanna að Hverf- isgötu 39, Reykjavík. (0r frétUtilk;nningu.) Af þessu má ráða, að þegar tal- að er um unglingavandamál eiga fleiri hlut að máli heldur en tán- ingarnir. Við þetta má svo bæta því, að það sem maðurinn hefur lært og æft upp áður en hann þrengdi að tölvubankanum sínum verður ekki frá honum tekið nema heilabúið slái varanlega út að einhverju leyti. Menn geta leyst talnaþraut- ir, sólað skó og smíðað skip og haldið sér jafnframt gangandi með deyfandi eða örvandi inntök- um, en geta samt ekki leyst ein- falda flækju eigin lifnaðarhátta við svipaðar kringumstæður. Eng- an þarf því að undra þótt þessir menn maldi í móinn þegar þeir eru kallaðir ræflar, aumingjar eða sjúklingar. Drykkjuskapur kemur djúpskyggni manna ekkert við, eins og sannast á skáldunum sem yrkja hvort heldur þau eru við skál eða ekki. Að hrópa eitur eða ræfill, ræfill að þessum mönnum er fávíslegt, og að telja þeim trú um að þeir séu drykkjusjúklingar er enn vitlaus- ara og gerir ekki annað en að herða á þeirri afneitunarhneigð sem er stór hluti þeirra vandræða sem menn, af eðlisávísun, telja að þurfi að fela. Til lausnar þessu ástandi er aðeins til ein leið, og hún felst í fræðslu. Að ögra ungl- ingum sem í þroskaleysi eru að reyna að sýna að þeir séu stórir og óhræddir bæði við sprúttið og „stöffið" sem gamlingjarnir kalla eitur, gerir ekki annað en að æsa þá upp til að sýnast enn klárari. Að beina athygli almennings að eiturlyfinu sem orsök þeirra vand- ræða sem skapast af drykkjuskap og öðrum flótta frá raunveruleik- anum auðveldar óreglumanninum að trúa því að vandamálið liggi ekki hjá honum sjálfum. I bókinrri Furðuheimar alkóhól- ismans er ofnotkun áfengis og annarra vímuvalda skoðuð í þeim tvöfalda tilgangi að vísa færa leið frá villu og forða frá villu. Þar er leiðsögn að finna. Upphaf lausnar- innar gæti legið í því, að afla sér bókarinnar í næstu bókabúð, eða hringja til mín í síma 74303 og er ég fús til að koma henni til skila tafarlaust, persónulega eða með pósti. Steinar Guðmundsson hefur teng- ist rið leiðsögn frí alkóhólisma í meira en fjórðung aldar. sýning á Kjarvalsstöðum dagana 10.-19. febrúar •Mý íslensk skólahúsgögn - hönnuð með aukið heilbrigði íslenskra barna að leiðarljósi. •Mý skrifstofuhúsgögn - skrifstofustólar tölvuborð •Mý húsgögn úr beyki fýrir fundarsali og félagsheimili. •Stacco-stóllinn í nýjum búningi. Stjórnendur skóla og fýrirtækja og aðrir þeir sem láta sig varða heilbrigði skólabarna og skrifstofufólks ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. % STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. I SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.