Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 ÍW^riSPiiimM&Míb Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Réttlætismál í undandrætti ingmenn hafa dregið úr hömlu að taka aftur fyrir frumvarp að stjórnskipunar- lögum um skipan og kjör til Alþingis sem samþykkt var á síðasta þingi. Til að þessi lög öðlist gildi og stigin verði þau skref í réttlætisátt sem í þeim felast þurfa þingmenn að samþykkja frumvarpið síðan í fyrra aftur. Frum- varpið hefur nú verið endur- flutt í efri deild og þar var kjörin sérstök stjórnarskrár- nefnd til að fjalla um það. Vonandi dregst ekki jafn lengi að nefndin sendi málið frá sér og það tók að leggja frumvarpið fram á þingi. Eins og menn muna var ekki þrautalaust fyrir stjórn- málaflokkana að ná því sam- komulagi sem í frumvarpinu felst og samþykkt var fyrir kosningarnar í apríl 1983. Að margra áliti er ekki gengið nægilega langt í þessu frum- varpi, þéttbýlisbúum er ekki veittur nægilegur réttur til móts við dreifbýlisbúa. Morg- unblaðið taldi á sínum tíma að teflt væri á tæpasta vað með því að ganga ekki lengra á þeirri braut að draga úr misvægi atkvæða eftir bú- setu. Var þeirri skoðun oftar en einu sinni lýst hér á þess- um stað að samkomulagið sem tókst milli flokkanna fjögurra, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks, væri aðeins áfangi á leið til fyilri úrlausnar á þessu rétt- lætismáli. Vegna meðferðar Alþingis á málinu og umræðna um það nú í þessari viku kynni sá grunur að læðast að einhverj- um að ekki væri í öllum flokkunum sem gerðu sam- komulagið í fyrra jafn ein- dreginn vilji til að fylgja því fram til endanlegrar sam- þykktar eins og af var látið fyrir kosningar. Hér er von- andi um órökstuddan grun að ræða. Það hlyti að hafa hin alvarlegustu áhrif á trúnað og traust milli flokka, ekki síst ríkisstjórnarflokka, ef í ljós kæmi að þetta réttlæt- ismál væri látið sitja á hak- anum vegna þess að ekki sé ætlunin að standa við gerða samninga. Morgunblaðið hvetur til þess að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum þegar þeir ræða um skipan og kjör til Alþingis. Ástæðulaust er að drepa þessu máli á dreif með umræðum um efnahags- leg og félagsleg atriði. Á þeim sviðum á að ríkja eins mikið jafnræði eftir búsetu eins og kostur er ekki síður en í rétt- lætismálinu mikla, að at- kvæði manna vegi jafn þungt sama hvar þeir búa. Stafsetning og landshlutarígur Um þessar mundir ganga 3.876 nemendur undir samræmd próf 9. bekkjar grunnskóla. Óskar Morgun- blaðið þeim öllum velfarnað- ar. Dugmikið og vel menntað æskufólk er besti auður sérhverrar þjóðar, ekki síst jafn fámennrar og við erum, þar sem meira er krafist af sérhverjum einstaklingi en meðal fjölmennari þjóða. Á þriðjudaginn var efnt til samræmds prófs í stafsetn- ingu. Þar var meðal annars þessi málsgrein: „í þéttbýli eru menn ekki eins háðir veðráttu og íbúar sveitanna. Þó var nóg um kveinstafi þar. Einkum kvörtuðu Reykvík- ingar sáran yfir sólarleysinu. Veðurbitinn bóndi sagði kankvís að sig gilti einu þótt þeir lægju í sólbaði liðlangan daginn. Leynist þarna vottur af illgirni enda hefur stund- um verið grunnt á því góða milli höfuðstaðarbúa og ann- arra landsmanna." Ástæða er til að staldra við efni síðustu setningarinnar. Er réttmætt að slá þessari fullyrðingu fram? Gefur hún rétta mynd af afstöðu þétt- býlisbúa til dreifbýlisbúa eða öfugt? Á sínum tima var tal- að um „Grimsby-lýðinn" í Reykjavík. Er þetta ekki liðin tíð? Morgunblaðið dregur í efa að sú mynd sem dregin er upp í lokakafla samræmda staf- setningarprófsins sé rétt. Hvaða erindi á svona fullyrð- ing í þennan texta? Það ætti að vera öllum kappsmál að draga úr ríg milli höfuðborg- ar og landsbyggðar sé hann fyrir hendi. í því efni skiptir miklu hvernig haldið er á þessu viðkvæma máli í skól- unum. Það er tekið röngum tökum í samræmda stafsetn- ingarprófinu. Brotin og botn- skafan EINS OG Morgunblaöið skýrði frá í gær náðu skipverjar á varðskip- inu Tý upp brotum úr aðalspaða TF-RAN. Við leitina var notuð sér- stök neðansjávarmyndavél og út- bjuggu varðskipsmenn sérstaka botnsköfu til að ná hlutunum upp af 80 metra dýpi eftir að þeir höfðu verið staðsettir með myndavélinni. Auk þeirra brota sem upp náðust sáust þrír aðrir hlutir úr þyrlunni, sem ekki tókst að ná upp að þessu sinni. Á myndum, sem Stefán Hjartarson tók, sjást spaðabrotin, sem náðust upp og botnskafan, sem varðskipsmenn smíðuðu tii þess. Góð skil hjá greiðslu- kortafyrirtækjunum SKIL viðskiptaraanna greiðslukorta- fyrirtækjanna Kreditkort og Visa ís- land hafa verið með ágætum, en laust eftir mánaðamót var eindagi á reikningum fyrirtækjanna vegna út- tekta á tímabilinu 17. desember til 17. janúar hjá Visa og 20. desember til 20. janúar hjá Kreditkortum. Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta, sagði í gær, að skil hefðu verið með ágæt- um, svipuð og undanfarið, þannig að menn merktu ekki að fólk hefði eytt umfram efni um jólin. Hins vegar væri alltaf eitthvað um að fólk bæði um stuttan greiðslu- frest, en það væri ekki meira en venjulega. Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa ísland, sagði að innheimtan hefði verið sér- staklega góð og hrakspár um að fólk myndi kollkeyra sig hefðu ekki komið á daginn. Enda hefðu einungis grandvarir skilamenn fengið Visa-kort og reynslan væri í samræmi við það. Einnig sagði hann að athyglisvert væri hve jöfn dreifing væri á úttektarupphæð- um, fáar væru yfir 20.000 krónur, og svo virtist sem fólk hefði kunn- að fótum sínum forráð. ! mmm | ! i#' 4 , „ Jli 1 l I I fm íf rP Mikill fjöldi fólks kom á Skattstofu Reykjavíkur í gær til að fá leiðbeiningar við gerð skattskýrslunnar. Skilafrestur einstaklinga framlengdur um viku SKILAFRESTUR á skattskýrsl- um einstaklinga hefur verið framlengdur um eina viku, þ. e. til miðnættis 17. febrúar í stað- inn fyrir á miðnætti í kvöld, 10. febrúar. Fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, kvaðst í viðtali við Mbl. vonast til að á þessari viku tækist að koma fyrirhuguðum breytingum á skattaálagningu í gegnum Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.