Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 25 EBE vill kaupa 5 ára veiðiréttindi við Grænland: Of stórir kvótar fyrir of lítið fé — segja grænlenskir ráðamenn um samningstilboð EBE Kaupmannahöfn, 9. febrúar, frá Niels Jörgen Bruun, (irænlandnfréttaritara Mbl. GRÆNLENDINGAR verða að láta Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) hafa veiðiheimildir vilji grænlensk stjórnvöld fá aukaað- ild að bandalaginu eftir að Græn- land fer formlega úr því 1. janúar næstkomandi. Þetta er inntak samningsuppkasts framkvæmda- stjórnar EBE, sem borið verður upp í Brussel 21. febrúar næst- komandi, þegar hefjast lokavið- ræður um úrsögn Grænlendinga úr bandalaginu. Tillaga framkvæmdastjórn- arinnar gerir ráð fyrir að Grænlendingar geri fimm ára fiskveiðisamning við Efna- FÉBOÐ Efnahagsbandalags Evr- ópu til Grænlendinga fyrir fisk- veiðiheimildir kom til umræðu í Sameinuðu þingi í gær, er Eyjólfur Konráð Jónsson mælti fyrir tillögu sinni um rannsóknir og veiðar á íslandsmiðum, utan efnahagslög- sögu og samstarfi við Grænlend- inga og Færeyinga um veiðistjórn og mótun fiskveiðistefnu. Eyjólfur Konráð taldi brýna nauðsyn bera til, að íslenzk stjórnvöld brygðu skjótt við, enda fiskimið okkar og Græn- lendinga samtengd — og fisk- veiðihagsmunir íslendinga í hættu, ef vel búnir veiðiflotar V-Evrópuþjóða flykktust á Grænlandsmið. Alexander Stef- ánsson félagsmálaráðherra kvað ríkisstjórn íslands þegar hafa haft samband, bæði við Efna- hagsbandalagið og Grænlend- inga, vegna frétta um féboð þess fyrrnefnda, og væri Pétur Thor- hagsbandalagið. Samningur inn felur í sér, að EBE-löndin geti stundað veiðar við bæði austur- og vesturströnd Grænlands frá 1985 og að Grænlendingar fái árlega í sinn hlut um 150 millj- ónir danskra króna (450 millj- ónir ísl.kr.). Við Vestur-Grænland fái EBE-löndin heimild til að veiða 12 þúsund tonn af þorski árlega, 5.500 tonn af karfa, 1.850 tonn af lúðu, 200 tonn af gráluðu, 1.300 tonn af rækju og 2.000 tonn af steinbít. Við Austur- Grænland fái EBE-löndin leyfi til að veiða 11.500 tonn af steinsson sendiherra að vinna að „dagskýrslu" um málið. Ráð- herrann sagði, að ríkisstjórnin gerði sér fulla grein fyrir alvöru þessa máls. Fjöldi þingmanna tók til máls til stuðnings viðvörunum Eyjólfs Konráðs Jnssonar. Guðmundur H. Garðarsson lagði áherzlu á nauðsyn samstjórnar fiskimiða íslands, Færeyja og Grænlands. Minnti hann á, að Færeyjar væru í ríkjasambandi við Dan- mörku og því aðili að Efnahags- bandalaginu. Tilboð bandalags- ins til Grænlendinga, sem sagt hefðu sig úr því, tengdist stefnu í fiskvinnslumálum og markaðs- öflun. Veiðisókn V-Evrópuríkja á Grænlandsmið yki fiskfram- boð, ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í Bandaríkjunum og kynni að hafa áhrif í harðri sölu- samkeppni okkar og Kanada- manna þar. þorski, 44.000 tonn af karfa, 3.700 tonn af lúðu og 3.050 tonn af rækju. Færeyingar fái að veiða 475 tonn af rækju við Vestur-Grænland, 675 tonn af rækju við Austur-Grænland og 500 tonn af karfa við Austur- Grænland. Samkvæmt þessum tillögum fá Grænlendingar 50 þúsund tonn áriega af þorski við V-Grænland og 2.250 tonn við A-Grænland. Einnig 2.500 tonn af karfa við V-Grænland, 5.000 tonn við A-Grænland og 4.700 tonn af grálúðu við V-Græn- land. Af rækju er Grænlendingum ætlað að fá 23 þúsund tonn við vesturströndina og 1.000 tonn við A-Grænland. Þá geta þeir einnig veitt 4.000 tonn af steinbít við V-Grænland. Samningsuppkastið gerir ráð fyrir að Grænlendingar sjálfir geti ákvarðað stofnstærðir í samráði við fiskifræðinga. Minnki stofnar séu það EBE- löndin, sem verða að draga úr veiðunum, ekki Grænlendingar. f Grænlandi ríkir enginn sér- stakur fögnuður yfir niðurstöðu samningaviðræðnanna við Efnahagsbandaiagið. Lands- stjórnin hefur til þessa haldið fram, að grænlenskir sjómenn geti sjálfir veitt allt, sem leyfi- legt sé að afla í fiskveiðilögsögu út af vesturströndinni. Hins vegar komi til greina að semja um veiðiheimildir útiendinga við austurströndina. Jonathan Motzfeldt sagði í viðtali við grænlenska útvarpið, að 150 milljónir danskra króna fyrir þann afla, sem EBE vill fá við Grænland, sé of lítið. Lars Chemnitz, formaður stjórnar- andstöðuflokksins Atassut, og Arkaluk Lynge, formaður vinstriflokksins Inuit Ataqat- igiit, segja báðir að ekki sé sam- ræmi milli umræddra kvóta Efnahagsbandalagsins og þeirr- ar fjárhæðar, sem bandalagið hefur boðið í staðinn. Eyjólfur Konráð Jónsson um mögulegan samning Grænlendinga og EBE: Brýn nauðsyn að bregða skjótt við Halldór Ásgrfmsson, sjávarútvegsráðherra: Ofveiði felst í tillögum Efnahagsbandalagsins „EFTIR þeim upplýsingum sem ég hef um samningstilboð Efna- hagsbandalagsins, þá eru fyrir- hugaðar veiðar þeirra við Græn- land í nokkru samræmi við þær veiðar, sem þau ríki hafa stundað þar við land undanfarin ár. En það fer ekkert á milli mála, að fiskistofnar við Grænland, t.d. þorskstofninn við Austur-Græn- land, eru í mikilli hættu,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Þar sem við höfum engar veiðiheimildir við Grænland má segja, að þessi samningur, hvernig sem hann verður þegar upp er staðið, skipti okkur ekki máli. En við höfum óskað eftir meiri samskiptum á sviði sjáv- arútvegs við Grænlendinga, og þeir hafa tekið þeirri málaleit- an okkar vel. Við höfum til dæmis viljað gera samning um gagnkvæmar rækjuveiðar við miðlínu. Þar er ís sitt á hvað og stundum hægt að veiða þeirra megin og stundum okkar megin. Gagnkvæmur samningur væri báðum þjóðum til hagsbóta að okkar mati," sagði sjávarút- vegsráðherra. Hann sagði að af hálfu ís- lenskra stjórnvalda hefði oft verið rætt við fulltrúa EBE en undirtektir verið dræmar. „Við munum því vonandi sem fyrst taka upp frekari viðræður við Grænlendinga um þessi mál. En það er rétt að leggja á það áhersiu, að þetta mál snýr einn- ig beint að okkur og okkar stofnum," sagði Halldór Ás- grímsson. „Karfinn er til dæmis veiddur bæði hér við land og við Grænland. Það skiptir okkur verulegu máli. í annan stað fara þorskseiði frá íslandi til Græn- lands og koma síðan til baka. Ofveiði þorsks við Austur- Grænland er vitaskuld mjög al- varlegt mál fyrir okkur. Þar hefur verið bannað að veiða þorsk nema í mjög litlum mæli, en grunur leikur á, að á þeim miðum hafi verið hent verulegu magni af smáþorski. Fulltrúi Hafrannsóknastofnun- ar sótti nýlega fund um þetta mál, og þar kom fram að ástand þorskstofnsins við Austur- Grænland er talið mjög slæmt." Halldór sagðist telja, að ef fiskiskip EBE fengju að veiða 11.500 tonn af þorski við A-Grænland, eins og tillögur framkvæmdastjórnarinnar gerðu ráð fyrir, þá væri þar um að ræða ofveiði. Veriö að leggja síöustu hönd á hvítan kyrtilbúning sem er á sýningunni. Kyrtillinn er með sprotabelti og á faldinum er koffur úr víravirki. Sýning á íslensk- um þjóðbúningum SÝNING á íslenskum þjóöbúning- um verður opnuö á raorgun, laugar- dag, í verslun Heimilisiðnaðarfé- lagsins. Að sýningunni stendur einnig Samstarfsnefnd um íslenska þjóð- búninga, sem starfað hefur að viðhaldi íslenskra þjóðbúninga síðan 1970 og kom meðal annars upp Leiðbeiningastöð um íslenska þjóðbúninga 1981. Flestir sýn- ingargripir eru fengnir að láni hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, sem er einn af fjórum aðilum að Sam- starfsnefndinni. Búningasýningin er haldin í til- efni af því að verslunin er nú, í samvinnu við nefndina, Leiðbein- ingastöðina og Heimilisiðnaðar- skólann, að koma á fót nýrri deild þar sem selt verður efni og annað sem tilheyrir íslenskum þjóðbún- ingum kvenna. Er meginmarkmið- ið að hafa á boðstólum vönduð, góð og sem réttust efni, og einnig að hafa á einum stað efni og til- legg sem nauðsynleg eru. Bún- ingasilfur verður þó ekki til sölu. Áhugi hefur aukist hjá konum á öllum aldri að koma sér upp þjóð- búningi, jafnvel að sauma hann sjálfar. Á hverjum vetri eru hald- in námskeið í búningasaumi í Heimilisiðnaðarskólanum, og eru þau alltaf fullsetin. Þess má geta að á þessu ári er fiörutíu ára af- mæli lýðveldis á Islandi, en tvö hundruð ára afmæli Reykjavík- urborgar eftir tvö ár, og má meðal annars af þeim ástæðum búast við að áhugi á þjóðbúningagerð eigi enn eftir að aukast. Eitt mesta vandamál við gerð búninga á síðari árum hefur verið útvegun á æskilegum efnum, en gert er ráð fyrir að hin nýja deild lslensks heimilisiðnaðar bæti úr því. Sýningin mun standa í hálfan mánuð. Hún verður opin laugar- daginn 11. febrúar frá kl. 15—18, sunnudaginn 12. febrúar frá kl. 14—18, en annars á venjulegum verslunartíma. Öðru hvoru meðan á sýningunni stendur verða sýnd vinnubrögð tengd búningagerð, knipl, baldýring og ef til vill fleira. I’eysufót með prjónaðri skotthúfu Ljésm. Mbl. / Ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.