Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Bandaríski kyikmyndaleikstjórinn John Waters: „Til að skilja slæman smekk verður maður að hafa góðan smekk“ í skemmtilegri sjálfsævi- sögu, Shock Valu, segir hinn óhugnanlega frumlegi kvik- myndagerðarmaður John Waters, að hann hafi átt sér þann æskudraum „að gera mestu óþverramyndir í sögu kvikmyndanna“. Að margra dómi hefur honum tekist það, og fyrir nokkrum árum skrifaði kunnur gagnrýnandi: „Ef þú sérð nafnið John Wat- ers skaltu taka fyrir nefið og forða þér.“ John Waters þessi er nú stadd- ur hér á landi í tilefni af því að þrjár mynda hans, Bleikir flam- ingófuglar, Kvennaklandur og Ör- væntingarlíf, eru meðal mynda á VI. kvikmyndahátíð Listahátíðar, sem haldin er í Regnboganum. Misjafnt orðspor fer af leikstjór- anum John Waters; fólk um heim allan ýmist elskar myndir hans eða hreinlega hatar; og því er ekki úr vegi að ræða við kappann. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við John og féllst hann fúslega á viðtal. Sjúklegar myndir Ég byrja á því að segja John að myndir hans séu harla óvenju- legar. Hann kinkar kolli, bros- andi, segist vita það. En ég bið hann að skilgreina myndir sínar á sem einfaldastan hátt. „Myndir mínar eru amerískar kómedíur, sem fja.Ua um ófyndna hluti, hluti sem eru hættulegir í veruleikanum. Ég reyni að fá fólk til að hlæja, helst að öllu, og best er ef mér tekst að hneyksla ein- hverja." Féllstu á að kalla myndir þínar „óþverra, óeðlilegar"? „Er lífið ekki óþverri? Blessað- ur vertu, þú mátt kalla þær hvað sem er. Myndir mínar hafa verið nefndar öllum nöfnum; ég er tal- inn óeðlilegur fyrir að sýna eðli- lega og óeðlilega hluti úr lífinu. En var þá Hitchcock ekki eitt- hvað skrýtinn líka? Hann gerði ýmislegt sniðugt." John Waters byrjaði að fikta við 8 millimetra myndavél í æsku. Þá keypti hann sér 16 millimetra vél, og á árunum 1964 til 1970 gerði hann myndirnar Hag in a Biack Leather Jacket, Roman Candles, Eat Your Makeup, Mondo Trasho og Multiple Mani- aca. Myndirnar voru teknar í átt- högum hans í Baltimore og vinir og kunningjar léku öll hlutverkin. Faðir hans lánaði honum pen- inga, en tók loforð af honum að segja engum. John er sjálfmennt- aður kvikmyndagerðarmaður, hann hefur lítið gengið í skóla nema skóla lífsins. (Að vísu leit hann við inn í New York-háskól- ann, en hann var rekinn eftir þrjá mánuði fyrir fíkniefnaneyslu.) John fann upp allnýstárlega aðferð til að sýna mynd sína Mondo Trasho. Hann gat ekki sýnt hana í bíói, svo hann samdi við presta og fékk að sýna hana í kirkju. Það gekk svo vel að John fékk inn fyrir kostnaði við mynd- ina og vel það. Næsta skref var Bleiku flam- ingófuglarnir. Hann bað New Line-fyrirtækið í New York að dreifa myndinni. Forráðamenn fyrirtækisins hikuðu í heilt ár. John var peningalaus, en samdi við einn bíóeigandann um að fá að sýna myndina eitt kvöld. Um 100 manns borguðu sig inn. Hún var sýnd aftur daginn eftir, 200 manns, og þannig koll af kolli. Myndin var sýnd víða um Banda- ríkin næstu tvö árin. New York Magazine líkti myndinni við „Andalúsíuhund" Luis Bunuels og tímarit Andy Warhols sagði hana „eina sjúk- legustu mynd, sem gerð hefur verið og eina þá fyndnustu". Lokaatriðið, þegar aðalleikarinn Divine étur hundaskit, naut mestrar hylli, þó menn séu ekki á eitt sáttir um gildi þess. Loks hafði John næga peninga til að fjármagna aðra stóru kvikmynd sína, sem var Female Trouble (Kvennaklandur). Mynd- in segir sögu konu frá unglings- árum þar til hún lendir í raf- magnsstólnum. Micahel White, sá sem gerði „Rocky Horror Picture Show“, lánaði John peninga fyrir þriðju myndinni, Desperate Living (Ör- væntingarlíf). í henni kynnti John nýja stjörnu: Jean Hill, 200 kílóa blökkukonu. Myndin gerist í Mortville, afdrepi fyrir misind- ismenn sem stjórnað er af Carl- ottu drottningu. í lokin er bylting gerð og drottningin er grilluð með epli í munhi og étin. „Þessa gömlu góðu daga get ég ekki endurlifað," segir John Wat- ers. „Þá var gaman að lifa, skal ég segja þér.“ Divine; „hann er guðdómlegur“ Segðu mér eitthvað um Divine. „Divine er 150 kílóa kynskipt- ingur. Hann hét Glenn Milstead, og við ólumst upp í sömu götu. Raunar er hann ekki kynskipt- ingur, hann klæðist bara kven- mannsfötum ef vel er borgað, en ætli hann sé ekki fegursta kona í heimi. Hann er óttalega feiminn, Hinn umdeildi kvikmyndaleikstjóri John Waters. alls ekki týpan sem hann leikur í myndunum. Feiminn og frekar vinafár. En hann er helvíti fynd- inn. En nú er hann orðinn rokkstjarna, hefur átt lög á topplistanum og er farinn að græða reiðinnar býsn af pening- um. Svo hefur hann fengið sér umboðsmann; skrýtið að semja við og vinna með vini þegar pen- ingar eru í spilinu. En það er auð- velt að leikstýra honum." í viðtali erlendis varstu spurð- ur hvernig þér hefði tekist að fá heilnæman mann eins og Tab Hunter (lék í Polyester ásamt Di- vine); þú sagðist hafa verið hepp- inn að Tab hafði ekki sé neina mynd eftir þig, annars ... „Tab Hunter er hress náungi. Ég hringdi í hann og bauð honum hlutverk. Hann vildi lesa hand- ritið og það var í góðu lagi, en ég Fátækt fólk Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Öngulsstaðahrepps og Ungmennafélagiö Árroðinn. Tobacco Road eftir Erskine Caldwell í íslenskri þýðingu Jökuls Jakobssonar. Leikstjóri: Hjalti Rögnvaldsson. Honum til aðstoðar: Ágústína Haraldsdóttir. Nokkuð hefur verið að því fund- ið, að ekki gæti fjölbreytni í verk- efnavali hjá því áhugasama fólki úti um dreifðar byggðir landsins, sem notar frÍ3tundir á vetrum, til þess að setja á svið leikrit. Flest skilar þetta fólk fullum vinnudegi, áður en það kemur saman til leik- æfinga, sem standa þá ósjaldan fram á nótt. Því hefur þótt nauð- synlegt að velja viðráðanleg verk, helst létt og fyndin, svo áheyrend- ur geti skemmt sér og hlegið, og eigi þá að gera litlar kröfur fram yfir það. Sem dæmi um viðfangs- efni má nefna Spanskfluguna, Hreppstjórann á Hraunhamri og Leynimel 13, sem hafa um langt skeið gengið á milli hreppa og vak- ið kæti, enda til þess fallin fyrst og fremst. Raunar er það ekkert áhyggjuefni, þótt ennþá verði gripið til þessara verka og ýmissa annarra, sem ekki rista dýpra. Ólíkt er þeim tómstundum betur varið, sem notaðar eru tii undir- búnings og sýninga þessara skop- leikja, heldur en hinum, er líða í algjöru aðgerðaleysi fyrir framan sjónvarpið, sem mallar misjafnan graut og matar unga og aldna kvöld eftir kvöld. En óneitanlega hlýtur það að vekja meiri eftirvæntingu, þegar fyrrgreint fólk ræðst á garðinn þar sem hann er hærri og velur vandasamari leikrit til sýninga í félagsheimilinu eða skólahúsinu. Á undanförnum árum hefur gróska verið allmikil í leikstarf- semi „frammí firði" eins og við hér fyrir norðan nefnum gjarnan byggðarlögin inn frá botni Eyja- fjarðar. Á það ekki síst við um tvö félög í Öngulsstaðahreppi, Leikfé- lagið og Ungmennafélagið Árroð- ann. Hafa þau í sameiningu unnið að sýningum vandasamra leik- bókmennta. í fyrravetur sýndu þau Hitabylgju og nú í vetur setja þau á svið Tobacco Road eftir Erskine Caldwell. Þær mannlífsmyndir, sem dregnar eru upp í verkinu, eru eins fjarlægar blómlegum hag ey- firskra bænda og hugsast getur. Lester-fjölskyldan á sér enga hliðstæðu á Staðarbyggðinni. Leiguliðarnir, sem Caldwell fjall- ar um í kunnustu verkum sínum, Tobacco Road (frá 1932) og Dag- sláttu Drottins (frá 1933), eru botnfall bandarískrar þjóðar, hvítir fátæklingar í Suðurríkjun- um, sem eru á lægra efnahags- og menningarstigi en svertingjarnir, sem þeir fyrirlíta. Sterkum drátt- um dregur hann upp myndir af tímanlegri og andlegri fátækt þessa þjóðfélagshóps. Um líkt leyti og fyrrgreind verk Caldwells komu út, sagði Roosevelt, að al- gjör menntunarskortur og dýrs- legir lifnaðarhættir þessa vesæla fólks væri mesta vandamál þjóð- arinnar. í átakanlegum frásögn- um með ívafi grófrar gamansemi birtir Caldwell samfélagslega hrörnun og dýrslega kynhegðun. Þeim sem kynnast sögu hans um Tóbaksveginn hlýtur að renna til rifja dapurleg og algjör afsiðun Lester-fjölskyldunnar, sem skríð- ur í skarninu og getur varla sinnt frumþörfum sínum. Á það hefur verið bent, að í Tobacco Road Caldwells og Þrúgum reiðinnar eftir Steinbeck sé bíllinn aðalper- sónan. Hann hafi verið mestur byltingarvaldur í Bandaríkjunum þá, tákn voldugrar vélvæðingar, sem boðaði ótvíræðar framfarir, en kom eigi að síður æðimörgum leiguliðum og smábændum á kald- an klaka um sinn. Sú staðreynd fer ekki fram hjá þeim, sem sjá Tobacco Road í Freyvangi, en Hjalta Rögnvaldssyni, leikstjóra, tekst vel að koma öllu til skila, sem máli skiptir. í þessu tilviki hlýtur það að vera viðkvæmast og vandasamast fyrir leikstjóra, sem hefur hvorki lærðum eða vönum leikurum á að skipa, að þræða mörkin milli ömurleika og gam- ansemi. Það er freistandi fyrir óvana leikara að vekja kátínu meðal áhorfenda og ganga á það lagið með sterkum viðbrögðum. Hjalta hefur tekist ótrúlega vel að forða því. Það auðveldar honum að halda réttu horfi til enda, að einn leikendanna hefur svo örgg tök á hlutverki sínu, að sú frammistaða væri samboðin kröfuhörðustu at- vinnuleikhúsum. Emilía Baldurs- dóttir, sem leikur ödu Lester hús- freyju og móður sautján barna, býr yfir frábærum innlifunar- hæfileikum og mótar hlutverk sitt af hárréttum skilningi, svo traust- ur leikur hennar magnar sýning- una, gefur henni sannferðugan blæ þess fjarlæga ömurleika og vonleysis kreppukjara leigulið- anna í Suðurríkjunum forðum. Jónsteinn Aðalsteinsson leikur mann Ödu, Jeeter Lester. Þótt hann skorti nokkuð á að geta tjáð öldurmannleg þyngsl þessa brotna, sauðþráa öreiga, þá er hlutur hans allgóður. Aðrir leik- endur leggja sig fram og er ástæða til að nefna leik Sigríðar Krist- jánsdóttur í hlutverki Elly May, ungrar dóttur Lester-hjónanna, sem hrjáð er af andlitslýti og málhelti. Tekst henni vel að tjá niðurlægingu og þjáningu oln- bogabarnsins. Jóhanna Valgeirs- dóttir er hressileg í hlutverki syst- ur Bessi Rice og Ingólfur Jó- hannsson og Stefán Guðlaugsson fara báðir með allstór hlutverk og komast vel frá þeim. Svo er og um þá, sem leika minni hlutverk. Sviðsmynd er vel við hæfi og hafa þar margir lagt hönd að verki. Leikfélag Öngulsstaðahrepps og Ungmennafélagið Árroðinn hafa sýnt þakkarvert áræði og staðist eldraunina. Leikstjórinn hefur sett sig vel inn í aðstæður, senni- lega aldrei gleymt þvi, að hann var að vinna með áhugafólki. Koma mér þá í huga ummæli Jó- hanns Ögmundssonar, þess gam- alreynda leikstjóra á Akureyri, sem sett hefur fjölmörg leikrit á svið víðsvegar um landið. Hann segir í endurminningum sínum, að „leikstjóri megi aldrei gleyma því, þegar hann vinnur með áhuga- fólki, hve mikið það leggur á sig við leiklistina, fyrir utan fulla vinnu. Fólkið kemur oft þreytt á æfingarnar, vinnur fram á nótt og þarf í vinnu snemma næsta morg- un. Þeir, sem setja sig á háan hest gagnvart þessu fólki og skilja ekki aðstöðu þess, eru búnir að tapa.“ Af samstilltri og vandaðri sýn- ingu á Tobacco Road í Önguls- staðahreppi má ljóst vera, að eng- inn, sem þar leggur hönd að verki, hefur tapað. En þeir, sem eiga þess kost að sjá þessa sýningu og láta hana eigi að síður fram hjá sér fara, tapa óneitanlega góðu tækifæri að njóta minnisstæðrar leikhússferðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.