Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 5 eru í dag og á morgun gerðarmanna FIMM tíma löngum samningafundi í kjaradeilu Félags bókagerðar- manna og Félags prentiðnaðarins hjá ríkissáttasemjara lauk um hálf- sjöleytið í fyrrakvöld. Fundurinn var árangurslítill en til nýs fundar hefur verið boðað á mánudaginn kemur klukkan 15.00. Leiðrétting í RÆÐU Björns Bjarnasonar, ÍGrrr.ar.n; Samtaka um vestræna samvinnu, sem birtist nór í b’?ð- inu í gær, voru nokkrar prentvill- ur og skulu tvær þær meinlegustu leiðréttar. Upphaf 4. málsgreinar átti að vera á þennan veg: „Undanfarin misseri hefur verið sótt að varnarsamstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins með margvíslegum hætti, bæði í ein- stökum aðildarríkjum og af öflum utan bandalagsins." Niðurlag 7. málsgreinar átti að vera þannig: „Við þurfum að fylgjast vel með öllum þessum hræringum, ekki síst þeim sem eiga sér stað innan kirkjunnar og í skólunum — helg- ustu véum frelsisins." Ólafur Ragnar gerir Hannesi tilboð: Búðanes GK Árangurslaus fundur í kjara- deilu bóka- og hefur ekki efni ■ aö láta hana fram hjá þér fara. Beitum okkur fyrir að fá Friedman og Henry til landsins Getum athugað með kappræöur eftir fund þeirra „ÞAÐ ER mikil nauðsyn á því að efla hér umræðu um þessar tölfræði- legu falsanir sem Friedman er borið á brýn og gera það á vitrænan og skilmerkilegan hátt. Þess vegna geri ég það formlega tilboð til Hannesar að við beitum okkur að því að Mil- ton Friedman og prófessor David Henry verði boðið til landsins til að fjalla um þessi mál. Við getum ( framhaldi af því athugað um kapp- ræðufund okkar á milli,“ sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson, er hann var spurður hvort hann hefði gert upp hug sinn varðandi áskorun Hannes- ar Hólmsteins Gissurarsonar um kappræðufund þeirra í milli um kenningar Miltons Friedman. Ólafur Ragnar sagði ennfremur: „Hannes hefur nú svo góð sam- bönd við Friedman, að hann ætti að geta komið því í kring að bjóða honum, og ég er reiðubúinn að taka að mér að stuðla að því að Henry verði boðið. Seðlabankinn 101 að ólögleg- um veiðum VÉLBÁTURINN Búðanes GK 101 var staðinn að ólöglegum veiðum í gær, rétt austan Þjórsárósa, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Landhelgisgæslunni í gær. Búðanesið var að veiðum um 2,5 sjómílur frá landi, og var því hálfa sjómílu innan við fiskveiðimörkin, en báturinn var að toga þegar komið var að honum. Það var flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, sem stóð bátinn að veið- unum. Reynt var að kalla bátinn upp, en ekki tókst starfsmönnum gæsl- unnar að ná sambandi við hann, þar sem kalli var ekki svarað. Málflutningur í málinu hófst í Keflavík í gær og er málið nú til skoðunar hjá ríkissaksóknara, er líkur eru taldar á því, að ákæra verði gefin út í dag. Dómsformað- ur er Guðmundur Kristjánsson, aðalfulltrúi bæjarfógetans í Keflavík. Síöustu vetrarútsölunnar væri til dæmis kjörinn aðili eða viðskiptafræðideild háskólans til að standa að þessum fundi, því grein Henrys var gefin út af Englandsbanka og Friedman hef- ur kennt við hagfræðideildir. Þar með verður Milton Friedman gefið tækifæri til að svara fyrir sig. Þetta finnst mér eðlilegt fyrsta skref, áður en við förum að flytja þetta inn á kappræðustig. Hvorug- ur okkar er sérstakur fræðimaður á þessu sviði, þó Hannes sé nú vit- maður mikill og hafi verið boðið að sitja og drekka te á kennara- stofu í Oxford." Búðanesið á togi skammt austan Þjórsárósa er þaó var staðió að ólöglegum Yeidum. Morgunblaðiö/ Tómas Helgason Lítill drengur Jeitar lækninga í BOSTON er lítill drengur frá Akureyri þeirra erinda að leita lækninga við slæmum nýrna- sjúkdómi. Þessi ferð og vera foreldr- anna þar vestra frá því haustið 1983 og til vors 1984 er afar kostnaðarsöm t.d. var flogið með fólkið í sérstakri flugvél frá Akureyri til Boston. Þar sem barnið er af Vopn- firskum ættum finnst okkur eðlilegt að reyna að létta undir ef hægt væri og höfum því opnað gíróreikning no. 77370-0 vegna þessa. Við vonumst svo sannarlega til að sem allra flestir ljái þessu lið og þökkum fyrirfram fyrir þátttökuna. F.h. Vopnfirðingafélagsins í Reykjavík, Anton Nikulásson, formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.