Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Kvikmyndahátíd Listahátídar 1984 Köld nótt í Kalkútta Kvíkmyndír Sæbjörn Valdimarsson Afgreitt mál (,,Kahrij“) Leikstjórn — handrit: Mrinal Sen Indland, gerð 1983. Afgreitt mál fjallar um innan- hússvandamál Indverja, stétta- skiptinguna og þann himinhróp- andi mismun þegnanna sem ræðst af því hvoru megin þeir lenda við borðið við fæðingu. Myndin er beinskeytt ádeilda á þetta aldagamla misrétti, barna- þrældóm og önnur skyld óefni i þessu stóra og fjölmenna ríki. Ungur drengur af heimili stéttleysingja er ráðinn til efn- aðrar millistéttarfjölskyldu sem einskonar allsherjar-heimilis- tæki (í upphafi myndarinnar býður húsbóndinn sinni milli- stéttar-ektakvinnu flest þau þægindi sem fást fyrir peninga, sjónvarp, ísskáp, grammófón, o.s.frv., en kerla stingur uppá tólf ára þræli til að sjá um dags- verkin fyrir sig ). Svo fer að lokum að um hrá- kalda nótt flýr klæðalítill dreng- urinn úr skoti sínu undir stigan- um á ganginum, inní hlýju eld- hússins og vaknar ekki meir til lífsins. Eftir málamyndarrétt- arhöld yfirvaldanna segja þau orsökina gasleka — en eldhúsið hafði enga loftræstingu. Það er næsta átakanlegt að horfa uppá allslausan föður reyna að hafa taumhald á til- finningum sínum eftir missi yngsta sonarins. Sökum stöðu sinnar i þjóðfélaginu er hann einskis megnugur. Lög og réttur hinum megin við borðið atarna. Það sem honum er útdeilt er að virða fyrir sér son millistéttar- mannsins — alsælan og vel á sig kominn. Hann getur aðeins uml- að í eigin barm, „Það var mitt ólán að drengurinn minn lenti í höndunum á þér“. Undir niðri gerir millistétt- arfjölskyldan sér grein fyrir sök- inni og misréttinu og samviskan gerir þeim lífið leitt um sinn. Þessu sálarástandi lýsir leik- stjórinn vel með því að beita myndavélinni miskunnarlaust að andlitum þeirra ágætu leik- ara sem fara með aðalhlutverk. Þar dylst ekki óttinn — en engu er breytt. Þjóðskáldið okkar orti um hve hjörtum mannanna svipaði sam- an í Súdan og Grímsnesinu. Þó hefur maður það stundum á til- finningunni að þessir staðir séu tæpast á sömu plánetunni. Endurminningar gædd- ar austurlenskri ró Flatneskja frá Filippseyjum BONA Leikstjóri: L. Brocka. Ég held að Bona hafi lent hér á kvikmyndahátíð fyrir misskiln- ing. Allavega fæ ég ekki séð ástæðurnar fyrir því hvers vegna þessi flatneskjulega lang- loka var valin á listahátíð. Söguþráður Bonu er ekki ýkja margslunginn. Unglingsstúlkan Bona hrífst af statista í kvik- myndaveri, sem annars er ómerkilegur götustrákur í fá- tækrahverfi Manila. Hún potar sér inná nöturlegt heimili hans þar sem Bona sinnir honum í hvívetna en launin eru lítið ann- að en niðurlæging. Faðir Bonu reynir að fá hana heim en þeirri tilraun lýkur með því að gamli maðurinn fær hjartakast sem leiðir hann til dauða og þar með er Bona út- skúfuð úr ættinni. Um sama leyti kynnist statist- inn efnaðri ekkju sem býður honum að flytja með sér úr landi. Tekur þá Bona kraumandi baðvatnspott og steypir yfir kauða. Punktur. Bona er einstaklega ófrumleg mynd að flestu Ieyti enda áttu áhorfendur bágt með að hemja sig í sætum undir sýningu. Kurr í salnum. Enda er myndin til þess eins fallin að fella rýrð á kvikmyndaveislur, en heyrst hefur mér á forföllnum kvik- myndaneytendum að fráfælurn- ar séu fleiri nú en endranær og er það miður. Það jákvæða við Bonu er það helst, að stúlkan sem leikur titil- hlutverkið gerir því lofsamleg skil og leikstjóranum tekst sómasamlega að ná því vonleysi sem mergsýgur íbúa fátækra- hverfisins. Annað er það nú ekki og við erum, svo gott sem, jafn- nær um hina „nýju filippeysku kvikmyndabylgju". Því miður. Minningar mínar frá gömlu Peking Sýningar austurlenskra kvikmynda er sjaldgæfur við- burður hérlendis og kvikmynda- hátíðir sanna m.a. ágæti sitt með því að kynna verk frá fjar- lægum heimshlutum. Meðal þeirra mynda sem langt að eru komnar í ár er hin hóg- væra, kínverska Minningar mínar frá gömlu Peking. Upprifjun Lin Yingsi á atburðum frá bernsku- árunum í hinni fornu höfuðborg uppúr síðustu aldamótum. Þetta eru heldur raunalegar minningar, þær tengjast flestar sorgum, dapurleg lífsreynsla sjö ára telpu. Besta vinkona hennar er hart leikin af fósturforeldrum sínum og flýr loks að heiman. Lin kemst að því að hin rétta móðir hennar er engin önnur en kona í hverfinu sem talin er brjáluð af flestun en hefur raun- ar tapað áttunum sökum tilfinn- ingalegra áfalla sem snertu fæð- ingu dótturinnar. En hún heimt- ar loksins dóttir sína til þess eins að lenda með henni í járn- brautarslysi þar sem báðar týna lífi. Lin litla eignast einnig vin í þjófnum sem stelur til þess að standa straum af kostnaðinum við að mennta litla bróður. Síð- ast sér hún til hans á leið til aftökunnar, leiddan af hermönn- um. Heima fyrir knýr ógæfan einnig dyra. Fátæk sveitakona sem er bæði ráðskona fjölskyld- unnar og einkavinur barnanna verður að flytjast á brott þegar faðir Lin fellur frá eftir þunga legu. Myndin endar við legstein hans þar sem fjölskyldan stend- ur hnípin og maður ráðskonunn- ar er að leiða hana á brott á asna, norður í vesöld og ham- ingjuleysi. Þessi raunalegi söguþráður er rakinn á svo fínlegan og um- hyggjusamlegan hátt að væmnin kemst aldrei að. Frásögnin er einkar hljóðlát, rósemin og hæverskan í fyrirrúmi. Þetta munu og vera ein sterkustu per- sónueinkenni þessarar fjarlægu þjóðar. Kvikmyndalega er M.m.f.g.P. nettlega gerð, margfalt betur en ævintýrið sem á boðstólum var á síðasta ári. Vinnubrögð öll eru ansi ólík því sem Vesturlandabú- ar eiga að venjast og er ánægju- legt að fá tækifæri til að bera þau saman. Aðal myndarinnar er hin flekklausa virðing sem skáld- konan ber (eins og við flest, von- andi) fyrir æskuminningum sín- um og hversu vel hún kemst til skila í hljóðlátri tjáningunni. Þar hjálpar til afburðaleikur litlu telpunnar í aðalhlut- verkinu, hún er eins og lifandi, brothætt postulínsbrúða. Aðrir leikendur standa sig einnig með prýði í þessari draumkenndu mynd. Náttúran er náminu ríkari Krautarstöð fyrir bæði. („Vokzal dlia dvoih") Leikstjóri: Eldar Riazanov. Handrit: Kiazanov og Emil Braghnsky. Aðalhlutverk: Ludmila Gurchemco. Oleg Basilasvili. Sovétríkin 1983. Þessi notalega mynd gerist að mestu á brautarstöð í smábæ í Sovét, hvar einn lestarfarþeginn, (Basilashvili), fær heldur snubb- óttar móttökur, sér í lagi hjá snaggaralegri gengilbeinu, (Gurch- enko). Ég ætla mér ekki að telja upp þá fjölmörgu árekstra, slys og hverskyns mótlæti sem manngrey- ið lendir í á þeim stutta tíma, sem brautarstöðin hýsir hann, það væri að ræna áhorfandann mörgum góðum augnablikum. Brautarstöð fyrir bæði, er að mestu leyti ástarsaga, því hinar ólíku persónur, ferðalangurinn óheppni, sem er konsertpíanóleik- ari er á yfir sér dóm fyrir mann- dráp af gáleysi og er reyndar í ör- stuttu fríi utan múrsins í því skyni að heilsa upp á aldraðan föður sinn, og gengilbeinan, sem er óánægð með þá stefnu, sem líf hennar hefur tekið eftir mislukkað hjónaband og hún dagað uppi í þessum brautarstöðvarveitingasal, fella hugi saman. I lokakaflanum er stúlkan flutt í nágrenni fangelsisins og heldur sínum heittelskaða fanga veislu i stuttu leyfi sem hann fær og næst- um endar með skelfingu. Og við skiljum við þau á morgni llfsins á vegi einhvers staðar norður á túndrunni hvar karl þenur drag- spilið af öllum mætti. Dýrðlegur endir Nútíma meistara Chaplin, kemur uppí hugann. Fulltrúi hinnar miklu kvik- myndaþjóðar er jafnframt prýð- isgamanmynd í bland og þá kemur það talsvert á óvart hversu víða er tæpt á gagnrýni á kjör fólks austur þar og sjálft skipulagið, kerfið. Hér er oftar en einu sinni ýjað að þeim mikla mun, sem er á milli lista- og menntafólks og blásnauðs almennings. „Þú átt bíl og konan þín kemur fram i sjónvarpinu, en ég verð að láta mér nægja matarleyfarnar," segir gengilbeinan örvingluð en hún er fundvís á ýmsar félagslegar gjár á milli þeirra, sem hún telur ill-yfirstíganlegar. Þá er hér gert góðlátlegt grín að svartamark- aðsbraskinu, sem landlægt er þar eystra og þá virðist enn vera sama húsnæðiseklan og hér á árum áður en það ergði undirritaðan. Ég held að Brautarstöð fyrir bæði sé rétt og hreinskilnisleg þjóð- iífsmynd. Það er hvergi verið að fegra hlutina, okkur er sýnt inní tilveru fólksins eins og hún kemur fyrir. Það eru ólíkar venjur sitt hvoru megin tjaldsins og að mínu áliti þá eru Sovétmenn öllu nægju- samari en við að vestanverðunni, hvort sem það er eðli þeirra, eða þá ytri aðstæður sem þar um ráða. Brautarstöð fyrir bæði er fyrst og fremst um manneskjur, góðar manneskjur og hreinar, fallegar tilfinningar. Fólk sem getur hlegið og grátið, elskað og fórnað. Manni þykir vænt um það eftirá og þar af leiðandi myndina sömuleiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.