Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 47 Enn setur Jabbar met Morgunblaölö/Símamynd frá Sarajevo. AP. Tom Smart. • Karin Enke, A-Þýskalandi, sigraði í 1500 metra skautahlaupi og setti heimsmet. Hún er líkleg til þess aö vinna fleiri verölaun á leikunum. Á litlu myndinni má sjá hvar Karin grntur af gleöi er hún heyrir aö heímsmetíö hafi falliö og aö sigur hennar sá í höfn. Karin Enke setti heimsmet í 1500 m skautahlaupi: Orðin þreytt M — á að æfa sex stundir á dag og reiknar með að taka sér hvfld eftir leikana Sarajevo. AP. A-ÞÝSKA stúlkan Karin Enke sigraöi í 1500 metra skautahlaupi kvenna á ólympíuleikunum i gærdag og setti nýtt heimsmet í greininni. Enke fákk tímann 2:03,42 mín. Gamla heimsmetiö var 2:04,40 mfn. Enke sem er 22 ára gömul vann tii gullverölauna í 500 m skautahlaupi á leikunum í Lake Placid fyrir fjórum árum, en núna keppir hún í lengri vega- lengdum. „Ég vissi þaö fyrir keppnina aö ég gæti sett heimsmet í greininni, þó svo aö ísinn á brautinni væri ekki eins og best veröur á kosiö. Mér tókst vel upp nema í síöasta hringnum. Ég var mjög tauga- óstyrk fyrir keppnina, en er yfir mig glöö núna þegar sigurinn og heimsmetiö eru í höfn,“ sagöi Enke eftir 1500 m skautahlaupiö. Enke sagöist reikna meö því að taka sér árs hvíld frá keppni eftir þessa leika. .Ég er oröin mjög þreytt á því aö æfa sex klukkustundir á dag sjö daga vikunnar," sagöi hún. Enke þykir líkleg til stórafreka á leikunum, bæði í 1000 og 3000 metra skautahlaupunum. Úrslit í 1500 m skautahlaupi kvenna uröu þessi: Min. Karin Enka, A-Þýakal. 2:03,42 Andrea Schoena, A-Þýakal. 2:05,29 Natalya Petroaeva, Sovét. 2:05,78 Gabie Schoenbrunn, A-Þýakal. 2:07,89 Enaina Rya-Ferena, Pólland 2:08,08 Valantlna Lalankova, Sovét. 2:08,17 Natalya Kourova, Sovét. 2:08,41 Bjarg Eva Janaan, Noragur 2:09,53 Thaa Limbach, Holland 2:10,35 Sigrid Smuda, V-Þýakal. 2:10,55 Slæm veðurspá — Einar og Gottlieb keppa í dag í 30 km göngu VEOURSPÁIN í Sarajevo fyrir daginn í dág var akki glæsileg. Spáö var roki og snjókomu. Allt útlit var fyrir aö fresta þyrfti ain- hverjum keppnisgreinum. Gart var ráö fyrir því að brunkappni Handbolti TVEIR leikir í 2. daild karla fara fram í kvöld. Grótta mætir Þór Ve. á Seltjarnarnesi klukkan 20.00 og á sama tima leika Reynir og ÍR í Sandgeröi. Á Selfossi leika heimamenn gegn Tý i 3. deild karla. Staöan í 2. deild: Þór Ve. 12 12 0 0 271:202 24 Fram 12 9 1 2 268:230 19 Breiöabl. 12 9 0 3 256:225 18 Grótta 12 6 1 5 259:243 13 ÍR 12 4 0 8 200:239 8 HK 12 3 0 9 215:245 6 Fylkir 12 1 3 8 214:250 5 Reynir S. 12 1 1 10 253:302 3 karla, sem frestaö var í gær, færi fram um miðjan dag í dag. Þá á aö keppa í 30 km skíöagöngu karla og þar keppa þeir Einar Ólafsson og Gottlieb Konráös- son. Þá veröur keppt í 500 m skautahlaupi karla og keppni í listhlaupi á skautum hefst. Fyrsta verölaunaafhendingin á leikunum fór fram í gærkvöldi. Sú nýbreytni var viöhöfö aö í staö þess aö afhenda verölaunin á aö- alleikvanginum eru þau afhent á aöaltorginu í Sarajevo í flóöljósum. Mikill fjöldi fylgdist meö verölauna- afhendingunni. Samaranch forseti alþjóöaólympíunefndarinnar, af- henti fyrstu verölaunin til finnsku stúlkunnar Marju Luisu fyrir sigur í 10 km skíðagöngu, og varaforseti nefndarinnar, Guirandou frá Fíla- beinsströndinni, afhenti Karin Enke verölaunin fyrir sigur i 1500 m skautahlaupi. Þaö vakti athygli í gærdag aö Ólafur Noregskonungur tók á móti öllum norsku stúlkunum viö mark- línuna eftir keppnina í 10 km skíöagöngunni. Fjórar norskar stúlkur voru meðal 10 fyrstu. Nor- egskonungur var klæddur i norska ólympíubúninginn. Hann er mikill áhugamaöur um skíöi og stundar skíöagöngu í hverri viku. Hann vann gullverölaun á vetrarólympíu- leikunum 1928. 9. febrúar. Fré Magnúti Þréndi Þóróarayni, Barkatay, Kalifornfu. KAREEM ABDUL JABBAR, miöherji Los Angeles Lakers, skoraöi •ína 12.682ra körfu í NBA-deildinni í leik Los Angeles og Boston Celtics í gærkvöldi. Þar meö sló hann met Wilt Chamberlains, sem sett var á árunum 1960—1973. Wilt skoraði 12.681 körfu. Vftaskot eru ekki talin meö. Kareem, sem veröur 37 ára í apríl, hóf ferii sinn í amerísku at- vinnumannadeildinni, NBA, 1969 meö Milwaukee Bucks. Hann hét þá Lew Alcindor. Oscar Robert- son, frægasti bakvöröur allra tíma, var þá einnig leikmaöur Mikwaukee, en þaö var tilkoma Alcindors í liöið, sem fyrst og fremst færöi liöi Milwaukee Bucks titilinn. Enginn einn leik- maöur hefur haft jafn mikil áhrif á körfuknattleik hér í Bandaríkjun- um eins og Kareen Abdul Jabb- ar. Hann er ekki aöeins vel á þriöja metra (2,18,5 metrar ná- kvæmlega), heldur einnig vel á sig kominn, köttur liöugur og með afburöa knatttækni. Bein afleiðing þessa, 15 árum eftir aö hann hóf atvinnumennsku í íþróttinni, er aö skærustu stjörn- urnar í deildinni leika nú nánast hvaöa stööu sem er á vellinum meö árangri (Earvin „Magic“ Johnson, Larry Bird, Sidney Moncrieft, Ralph Sampson). Kareem skoraði 27 stig i leikn- um i gær. Hann setti metiö þegar 4 mínútur voru af seinni hálfleik. Hann fékk boltann á vítateig ná- lægt endamörkum og haföi körf- una í bakiö. Hann sneri Roger Parish, miöherja Celtics, af sér, rakti boltann undir körfuna og skoraöi aftur fyrir sig. Leikurinn fór fram í Boston, en þrátt fyrir þaö æröist fullt hús áhorfenda. Var ástandiö um stund eins og í lok velheppnaörar óperusýn- ingar, menn stóöu upp allir sem einn og hylltu Kareem meö lang- vinnu lófataki. Kareem hneigói sig. Hann setur nú hvert metiö á fætur ööru. Til aö ná stigameti Chamberlains á öllum ferlinum þarf hann aö skora 20 stig aö meöaltali í leik, þaö sem eftir lifir vetrar. Þaö met er 31.419 stig. Til gamans má geta þess, aö al- gengt er aö eitt liö skori 5—6 þúsund stig yfir keppnistímabilið. Keppnin í NBA-deildinni er nú liölega hálfnuö. Liöin hafa leikiö um 50 leiki af 82, sem ákveöa hvaöa lið komast í úrslitakeppn- ina. Þetta er líkast til ein lengsta og erfióasta keppni í íþróttum sem um getur. Leikiö er aö með- altali tvisvar í viku frá því í októ- ber fram í maí. Körfuknattleiksmenn vita aö Philadelphia 76er’s eru núver- andi meistarar. Þeir hófu vertíð- ina mjög vel í haust og leiddu keppnina framan af. Þaó hefur hins vegar sigiö á ógæfuhliöina hjá þeim upp á síökastiö og um þessar mundir eru margir leik- menn á sjúkraskrá. Leikiö er í tveimur deildum, austur- og vest- urdeild. Leikið er í Atlantshafs- riöli og Miöríkjariöli i austurdeild- inni, en Miövesturríkjariöli og Kyrrahafsriöli i vesturdeildinni. Leika allir viö alia tvisvar, en auk þess er leikin þreföld umferö inn- an hvorrar deildar. Philadelphia er í Atlantshafsriðlinum ásamt Boston, sem tók forystuna í riðl- inum, þegar tók aö halla undan fæti hjá Philadelphia. Boston tapaöi leiknum í gær viö Los Angeles, 109—111. Þaö er ann- aö tap Boston í röð, en níundi sigur Los Angeles í röö. Boston hefur samt afgerandi forystu yfir landiö, hefur aöeins tapaö 11 leikjum. Los Angeles hefur tapaö 16, Philadelphia 17, Utan 18 og New York 19. Leikurinn í gær var afar skemmtilegur, líkiega sá besti í vetur. Jafnt var svo gott sem á öllum tölum og gat sigurinn lent hvorum megin sem var. Los Ang- eles náöu aö visu fjögurra stiga forskoti undir lokin, en Boston átti siöasta oröiö í leiknum. Liö Boston Celtics er mjög skemmti- legt núna. Leikmennirnir eru ólseigir, berjast um hvern bolta í sókn og vörn og uppskera eftir því. Leikur liösins er dálítiö þunglamalegur, en árangursrík- ur. Alltof snemmt er aö spá um úrslit enn, þar sem tafliö getur snúist viö í úrslitakeppninni, en reglum þar um var breytt í upp- hafi vetrar. Nú komast fleiri liö en áöur i úrslitin og er því vel hugs- anlegt aö liö, sem hefur veriö um miöja deild í allan vetur, springi út í vor. Óneitanlega eru Boston Celtics líklegir til afreka. Þaö er samt ekki hægt aö neita því, aö þaö var mikill meistarabragur á leik Los Angeles Lakers í gær. Marim Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunble ARSENAL keypti enska lands- liösmanninn Paul Mariner í gær frá Ipswich fyrir 150.000 pund. Samningaviöræöur hafa staðiö yfir í nokkurn tíma en kaupin á Mariner voru ekki endanlega ákveöin fyrr en í gær. Mariner á viö meiðsli aö stríöa í er til Ai ftaina í Englandi. ökkla og getur því ekki leikiö meö Arsenal á morgun, en þá mætir liðiö Liverpool á Anfield. „Þaö er oft slæmt að þurfa aö selja leikmenn, en mér hefur aldrei veriö eins sárt aö þurfa aö selja nokkurn eins og Mariner nú. Hann er frábær leikmaöur," sagði Bobby rsenal Ferguson, framkvæmdastjóri Ipswich, í gær. Mariner fór fram á 1.000 pund á viku í laun hjá Ipswich — félagiö treysti sér ekki tii aö greiða honum svo mikiö og því vildi hann fara. Arsenal gekkst aö kaupkröfum hans. íþróttir eru á þremur síðum í dag: 45, 46 og 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.